Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 49 Við erum kaffærð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sænska tímaritið Lyrikvánnen (útg. FIBs Lyrikklubb) tileinkar 5. h. 1981 skáldinu Tomas Trans- trömer sem varð fimmtugur í fyrra. Tomas Tranströmer er þekkt- asta nútímaskáld Svía. Aðeins Gunnar Ekelöf hefur orðið jafn þekktur erlendis og Tomas Tranströmer. Frægð sína í ensku- mælandi heimi á Tomas Tran- strömer ekki síst að þakka banda- ríska skáldinu Robert Bly. Bly sem er af norsku bergi brotinn Tomas Tranströmer hefur þýtt ljóð Tranströmers og kynnt hann í Bandaríkjunum. Tranströmer hefur einnig lagt sitt af mörkum til að Svíar áttuðu sig á mikilvægi Blys. Með þessum skáldum er jöfnuður og frjó sam- vinna. í Lyrikvánnen er grein eftir Bly þar sem lögð er áhersla á Tran- strömer sem skáld minnisins. Bly dregur fram gamla tilvitnun úr æskuljóðum Tranströmers: hinir dauðu vilja láta mála sig. í ljóðum Tranströmers og rússnesku stór- skáldanna (Pasternaks og Akm- atovu) segist Bly skynja að listin er verðmætari en lífið. Það kemur aftur á móti á óvart að Bly virðist líta á Tranströmer sem húmorista að vissu marki. Slík einkunn hefur honum aldrei verið gefin áður, en hún sannar hve misjöfnum augum menn líta skáldskap. Það sem virðist mjög alvörugefið í Evrópu verkar á Bandaríkjamenn sem eins konar gamansemi. Þetta er að sjálfsögðu ánægjulegt því að ljóð græða á því að vera margræð, vera ekki fastnegld. Eitt af því sem Tranströmer hefur verið fundið til foráttu er að hann hafi ekki speglað hræringar samtímans heldur gengið til liðs við hirð fílabeinsturnsins. Við könnumst við slíkar hlægilegar ásakanir, til dæmis hvað varðar Tómas Guðmundsson. Allir vita nú að þar var um misskilning að ræða. Sama er að segja um Tranströmer. Fá skáld hafa að mínu mati lýst á jafn skýran hátt afstöðu sinni til samtímis og Tom- as Tranströmer. Þegar Tomas Tranströmer kom til Islands fyrir nokkrum árum spurði ég hann um skáld og stjórnmál, m.a. vegna þeirra hörðu árása sem hann hafði orðið fyrir í Svíþjóð. Tranströmer benti á að fá skáld áttuðu sig á pólitík, þeim væri tamast að kom- ast að röngum niðurstöðum í þess- um efnum. En ætti hann að nefna rithöfund sem hefði í senn verið gæddur spádómsgáfu og átt auð- velt með að skilja þróun stjórn- mála væri það fyrst og fremst George Orwell. Nú færist sá tími nær sem Orwell skrifaði um: 1984. Tomas Tranströmer hringdi einn daginn og sagði á íslensku: Jóhann, þetta er Tómas, eigum við ekki að fá okkur skyr. Og við fengum okkur þennan uppáhaldsrétt hans. Þegar Tomas Tranströmer kom hingaö var vetur og hann kynntist því sem hann sjálfur kallar of- viðri, samanber ljóð sem frumbirt er í Lyrikvánnen og nefnist Is- lándsk orkan. Ég fékk að sjá þetta ljóð hjá honum nýort og ljóst er að það hefur breyst, að minnsta kosti er það mun styttra en áður. Þetta er prósaljóð, en slík ljóð hefur Tomas Tranströmer einkum ort á síðustu árum. Ljóðið lýsir reynslu útlendings sem lendir í íslensku vetrarveðri. Þegar hann er á leið til hússins þar sem hann býr hvessir skyndilega og hann sér ekki út úr augum fyrir byl. Hann brýst í gegnum veðrið og kemst í öruggt skjól bak við gler. Þaðan horfir hann á veðrið sem magnast sífellt. Og hann situr í skjóli hand- an glersins meðan óveðrið hvín fyrir utan, fylgist með því eins og mynd sem er máluð af lifandi manni, ekki dauðum. En víkjum aftur að Tomas Tranströmer og samtímanum. Eitt af mestu ljóðum hans nefnist Um Söguna, í það vitnar Robert Bly í grein sinni. Þar eru m.a. þessar línur sem staðfesta auk margra annarra ljóða hve Tomas Tranströmer er þrátt fyrir allt háður samtíð sinni og upptekinn af þeim vandamálum sem varða okkur öll: RótUekur og íhaldsmaóur búa saman líkt og í óhamin^jusomu hjónabandi, mótaóir hvor af öórum, háóir hvor öórum. En vió börn |>eirra veróum aó brjóta af okkur hlekkina. Hvert vandamál hrópar á sinn hátt. Rektu eins og sporhundur slóó sannleikans! I þessu ljóði eru líka orð sem Robert Bly telur sérstaka ástæðu til að minna á: Allt líkLst Sögunni: okkar tíma. Vió erum kaffærd, vió hlustum. Standa vel fyrir sínu Blue Öyster Cult Extraterrestrial LIVE CBS 22203 Það var gítarleikarinn og söngvarinn Eric Bloom sem stofnaði BÖC árið 1972. Plata með sama nafni kom út sama ár og þótti sumum hún gefa fyrir- heit um það að mikils væri að vænta frá BÖC í framtíðinni. Á tíu ára ferli hefur hljómsveitin sent frá sér einar 10 plötur og nýlega bættist sú ellefta við. Plöturnar hafa verið ákaflega misjafnar að gæðum en flestar eru þær mjög góðar. Nægir þar að nefna plötur eins og „Agents of Fortune", „Secret Treaties" og plötuna sem kom út í fyrra, „Fire of Unknown Origin". Ellefta og nýjasta plata BÖC er tvöföld hljómleikaplata. Lög- in á plötunum eru tekin upp á hljómleikaferðalagi þeirra um Bandaríkin síðastliðið haust. öll hafa lögin komið út áður á plöt- um BÖC að einu undanskyldu. Það er lagið „Roadhouse Blues" en þetta lag gerði hljómsveitin Doors ódauðlegt á einni plötu sinni. Tónlistin sem BÖC flytur er kraftmikið rokk sem stendur mitt á milli þess að vera þunga- rokk og amerískt rokk. Ánnars er erfitt að skilgreina þá nánar og skal hver og einn hafa sína skoðun á því. BÖC hefur verið einhver vin- sælasta hljómleikahljómsveit vestanhafs síðustu ár. Slíkum hljómsveitum fylgir alltaf ákveðin stemmning og mörgum hefur veist erfitt að ná henni fram á plötu. En hvort sem það hefur verið ætlunin eða ekki þá fylgir því óneitanlega stemmn- ing að setja plötuna á fóninn, skrúfa magnarann upp og koma sér vel fyrir. Hljómsveitinni tekst mjög vel upp og í hópi hljómleikaplatna stendur þessi sig með afbrigðum. Lögin eru vel flutt og vel valin saman. Það er í rauninni ekkert sem þarf annað til en ánægjuna af tónlist þeirra stráka til að kaupa þessa plötu. Annars er platan frekar þung og kannski meira fyrir aðdáendur. Vilji einhver kynna sér plötuna skal honum bent á t.d. lögin „Roadhouse Blues", „Joan Crawford" eða bara hvaða lag sem er, en tvö áðurnefnd koma sérlega sterk út í hljómleika- flutningi. Hver einasti rokkunnandi ætti að þekkja til BÖC en ef einhver er ekki með á nótunum þá er þjóðráð að skella sér á Extra- terrestrial LIVE. FM Almannarómur Hálft í hvoru á mannlífsnótum Hljóm- plotur Árni Johnsen Almannarómur söngflokksins Hálft í hvoru er faglega og fallega unnin plata um þann tón sem hinn almenni þegn allra landa býr yfir í brjósti sínu, í gleði og sorg, barátt- unni fyrir frelsi til orðs og æðis. Aðal Almannaróms er manneskju- legur tónn og tilfínning fyrir því að sifellt megi bæta til betri vegar. Það er Menningar- og fræðslu- samband alþýðu sem gefur plötuna út, en söngflokkinn Hálft í hvoru skipa: Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Bergþóra Árnadóttir, Gisli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson. Þetta er fyrri platan af tveim- ur sem MFA hyggst gefa út á þessu ári með alþýðutónlist svokallaðri en sú síðari verður með verkalýðssöngvum og ætt- jarðarsöngvum fyrri ára. Söngflokkurinn Hálft í hvoru hefur á liðnum vetri komið víða fram um landið og sérstaklega á vinnustöðum á vegum MFA. Á þessari plötu sönghópsins eru 13 lög, bæði innlend og erlend, göm- ul og ný. Meðal erlendra höfunda má nefna Viktor Jara, en í hópi innlendra eru auk félaga úr Hálft í hvoru: Ásgeir Ingvars- son, Einar Bragi, Ólöf Sverris- dóttir, Steinn Steinarr og Óli. í Nýborg. Almannarómur er tekin upp í Stemmu undir stjórn Gísla Helgasonar og nýtur platan næmi hans á tónlistarsviðinu. Það eru nokkur blússfjörug og skemmtileg lög í Almannarómi, en skemmtilegasta lagið finnst mér Palli Hall, spaugilegur texti og hnyttinn, gott lag, góður söngur og undirspil. Takið eftir er hvatningarljóð Aðalsteins Ásbergs, fallegt lag og stílhreint ljóð í einlægni um ábúðarrétt manns hér á jörð og Eyjólfur syngur það með eðli- legri hlýju og Guðmundur Ing- óifsson píanóleikari rósar lagið á sérlega smekklegan hátt. Plógurinn, lag Viktors Jara, og ljóð hans í þýðingu Aðalsteins Ásbergs er sérlega vel útfært og listavel sungið af Gísla Helga- syni. Kona Ólafar Sverrisdóttur í söngtúlkun Bergþóru er með snaggaralegum blæ, enda blúsar hún lag Gísla Helgasonar þar sem áherzla er lögð á það að kon- an vill vera kona án þess að þurfa að vera eins og karlmaður. Þá syngur Ingi Gunnar hið kunna bandaríska lag Joe Hill með texta Einars Braga, en þetta ágæta lag hefur víða farið sigurför. Það er flutt á látlausan hátt, en mætti gjarnan vera með eilítið hvassari tón öndvert við það blíðlyndi sem Ingi Gunnar leggur í túlkunina. Palli Hall er öndvegislag með hnyttnum texta og góðum söng þar sem textinn fjallar um verkstjórann í röðum kerfiskallanna sem eru talsmenn þess að ríkisvaldið sé og eigi að vera forsjá í einu og öllu. Seinni tíma sálmalag sem Bergþóra og Aðalsteinn Ásberg syngja er með blæ þolinmæðinnar og fjall- ar um baráttuna um brauðið og kærleikann. Draumur minn er gullfallegt lag um þann háleita draum, frið á jörð, um þá hug- sjón og skyldu hvers og eins að svíkja aldrei barnið, hver svo sem reyndin er. Stund milli stríða er vopnaður friður Jóns úr Vör þar sem ævin er stund milli stríða hins fátæka daglauna- manns. íslendingabragur er mjög þéttur á velli, samtvinnað lag og texti og skörulega fluttur fyndinn texti um íslendinga til forna á öldum nútímans. Kannski er lag og ljóð hinnar finnsku Barböru Helsingius um hið alþjóðlega orð kannski og fyrirheitið sem fylgir því, en lík- lega segja grannar okkar Græn- lendingar allra manna mest kannski. Þjóðvindar í ágætum söng Eyjólfs fjalla um frelsið og blóðið, og vonarstjörnuna sem hæst ber og á í sjálfu sér meiri mátt en beittasta vopn. Þá syng- ur Bergþóra lag sitt við Verka- mann Steins Steinars, ljúft lag sem listakonan flytur með breidd hjartalagsins. Einu sinni rérum, þjóðlag úr Eyjum með texta Óla í Nýborg, er skemmti- lega flutt af Hálft í hvoru, en hins vegar má segja að þetta gamla áraskipalag sé nú flutt í hraðbátastíl og undirstrikar það allt er breytingum undirorpið og í rauninni ekkert eins og al- mannarómur. En almannarómur er spegill mannlífsins á hverjum stað og hverri stund þótt ekki sé hann alltaf sannastur þess sem satt er, en Almannarómi Hálft í hvoru er vert að hlusta eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.