Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 Margir hafa hótaö að hætta, en trúlega mæta allir galvaskir í slaginn að ári Litið inn á sýningu á Kristnihaldi undir Jökli á Blönduósi og rabbað við Jón prímus og félaga UM 70 LEIKFÉLÖG áhugamanna víða um land hafa á síð- ustu mánuðum sett upp leikrit sjálfum sér og öðrum til ánægju. Lætur nærri að 2.700 manns hafi tekið beinan þátt í þessu mikla starfi og er það í raun með ólíkindum hve vel fámennum leikhópum hefur tekizt í þessu starfi, sem allt er unnið í framhaldi af vinnudegi Blaðamaður Morgunblaðsins var fyrir nokkru á ferð á Blönduósi og fylgdist þar með sýningu Leikfélags Blönduóss á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Sýning þessa verks kallar á góða aðstöðu, sem íbúar á Blönduósi eru svo lán- samir að hafa yfir að ráða, og jafnframt kallar þessi sýning á góða leikara og slíkt kraftfólk finnst einnig á staðnum. Mörg leikfélaganna úti um land sýna einkanlega gamanleiki ýmiss konar, sem að sjálfsögðu kalla á mikla vinnu, en þó ekki sam- bærilega og við uppsetningu Kristnihaldsins og Skáld-Rósu eins og þeir á Blönduósi hafa ráðist í. Sveinn Kjartansson heitir formaður Leikfélagsins á Blönduósi, fræðsiustjóri í Norð- urlandi vestra. Auk formennsku sinnar í leikfélaginu bar hann hitann og þungann í Kristni- haldinu, sjálfur séra Jón prím- us. Undirritaður telst varia iög- legur gagnrýnandi, hefur enga , oft löngum og strongum. pappíra upp á slíkt, en svei mér þá, ég held bara, að aðrir prím- usar gerist ekki mikið betri en Sveinn Kjartansson. Blönduóssleikarar lögðu greinilega mikinn metnað í þessa sýningu og stóðu sig með mikilli prýði. Hér verður ekki reynt að gera sérfræðilega út- tekt á frammistöðu einstakra leikara. Til viðbótar Sveini verð- ur aðeins minnst á Stefán Har- aldsson, sem lék Umba og var þetta fyrsta meiri háttar hlut- verk Stefáns á fjölunum á Blönduósi. Leikstjóri sýningar- innar var Svanhildur Jóhann- esdóttir. Steinþór Sigurðsson, leikmyndahönnuður hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, var fenginn til að hanna leikmyndina — og góðar aðstæður samkomuhúss- ins voru skemmtilega nýttar. Yfir 40 manns tóku þátt í upp- setningu sýningarinnar. I»rír ættliðir á sviðinu Að lokinni sýningu á Kristni- haldinu lagði blaðamaður leið Helgi á Torfhvalastöðum, umboðsmaður biskups og séra Jón prímus ræða málin. sína til búningsherbergjanna, hvar spjallað var við Svein Kjartansson, Sturlu Þórðarson, öðru nafni dr. Godman Sýng- mann, og Pétur A. Pétursson, sem lék Helga á Torfhvalastöð- um. Liðið starfsár var 56. leikár Leikfélags Blönduóss og þó svo leikrit hafi ekki verið sýnd öll árin, þá hefur eitthvað verið um að vera flest árin. Leiklistin hefur skapað sér ákveðna hefð á Blönduósi og einhver sagði, að áhuginn fyrir leikhúsinu gengi í ættir. Þessu til sönnunar má nefna, að þrír ættliðir tóku þátt í sýningunni á Kristnihaldinu, þeir Þórður Pálsson í hlutverki James Smith, bryta, Sturla sem Sýngmann og Snorri Sturluson var spjaldberi. Og þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem nánast heilu fjölskyldurnar taka þátt í sýn- ingu LB. Venjan hefur verið sú að sýna Áhorfendur fjölmenntu, ungir jafnt sem eldri. í kennslustund á sviði samkomuhússins. Þeir ungu öðlast reynslu á sviðinu - en vaka húsbænda er hápunktur Húnavöku MEÐAL atriða Húnavökunnar á Blönduósi var sýning nemenda í grunnskólanum á staðnum fyrsta dag sumars. í nokkur ár hefur það verið venja á Húnavökunni, að þau yngstu kxmu fram og reyndar er skemmtun þeirra yfirleitt sú fjöl- mennasta á vökunni. Um eða yfir 350 manns komu fram á leiksviðinu á Húnavökunni og trúlega hefur um helmingur þess hóps tilheyrt nem- endum grunnskólans. Ef þar voru ekki leikarar framtíðarinnar á ferð- inni, þá kannski hvíslarar. Unga fólkið á Blönduósi fær þarna kjörið tækifæri til að öðlast reynslu á leiksviði og í spjalli við blaðamann sagðist Björn Sigur- björnsson, skólastjóri og formaður Ungmennasambands Austur- Húnvetninga, sem stendur fyrir Húnavökunni, trúa því að leikfé- lagið nyti góðs af þeirri reynslu, sem ungmennin hlytu á æfingum og sýningum grunnskóians. Nokkrar myndir á síðunni voru teknar á samkomu nemenda grunnskólans fyrsta dag sumars og tala þær sínu máli um hvað fram fór. Björn Sigurbjörnsson tjáði blaðamanni, að Húnavakan hefði verið haldin árlega síðan 1946 að undanskildu árinu 1949, en þá var samkomubann á héraði vegna sjúkdóms á þessum slóðum. Þó svo að USAH standi að skipulagningu og framkvæmd Húnavöku væri hún ekki möguleg nema með mik- illi vinnu og traustu framlagi ann- arra félaga og hópa. í því sam- bandi nefndi Björn Leikfélag Blönduóss og önnur leikfélög, Samband húnvetnskra kvenna og fleiri. Reyndar væri nú svo komið, að fleiri vildu komast að með sýn- ingar og atriði á Húnavöku heldur en tök væri á að flytja þá tæplega viku, sem menning og gleði ríkja, vökudagana. Árið 1965 var fyrst haldin Hús- bóndavaka á Húnavöku og átti Kristófer Kristjánsson í Köldu- kinn hugmyndina að henni. Síðan hefur Húsbóndavakan verið fastur liður í Húnavöku og síðari ár há- punktur hennar. Mikið af efninu er samið og flutt af heimamönn- um og meðal efnis á vökunni nú má nefna annál Magnúsar bónda í Miðhúsum og ræðu Páls A. Páls- sonar lögfræðings, en heimsókn brottflutts Húnvetnings hefur verið fastur liður á bændavöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.