Morgunblaðið - 17.06.1982, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982
HCÉAAHH
• 1982 UnlvtrMl rr»»« Sywdlcm
-- .... . ■ - .......
Ég & aivcg ab Ijóka o\6 I
húsgcicjnac^cia?5"
V
... aö taka ötulan
þátt í áhugamál-
um hans.
Þér er óhætt að koma niður,
grimmi kötturinn er farinn!
I’að er lán i óláni hve minnugur þú
ert á andlit, því ég braut rakspegil-
inn þinn!
HÖGNI HREKKVlSI
Endursýnd kvikmynd
ekki auglýst sem slík
„Kæri Velvakandi!
Mánudaginn 7. júní sl. hugðist
ég undirritaður ásamt félögum
mínum fara og sjá kvikmyndina
„Með hnúum og hnefum", sem
sýnd er í Bíóbæ í Kópavogi. Er við
komum á staðinn og sáum útstillt-
ar auglýsingamyndir um kvik-
myndina, fannst okkur við kann-
ast við þessar útstillingar og
minnti okkur, að mynd þessi hefði
verið sýnd í þessu sama kvik-
myndahúsi fyrir nokkru, er það
starfaði undir öðru nafni (Borg-
arbíó). Það er þó hvergi tekið
fram, hvorki í dagblaða-
auglýsingum né á auglýsingaskilt-
um bíósins, að um endursýnda
mynd sé að ræða. Við spurðum því
afgreiðslumanninn hvort myndin
væri endursýnd og þrætti hann
fyrir það blygðunarlaust. Við lét-
um það þó gott heita og hugðumst
kaupa aðgöngumiða. Verð miðans
var kr. 37. A þessa gömlu endur-
sýndu mynd kostar því mun meira
en á nýjustu myndir annarra
kvikmyndahúsa og leyfi ég mér að
efast um, að löglegt sé að selja
miða á slíku okurverði. Rök af-
greiðslumannsins fyrir hinu háa
verði voru „að gamlar myndir
væru jafn dýrar í innkaupum og
nýjar", auk þess sem þetta væri nú
„aðeins fjórum krónum dýrara en
leyft verð“. Varla þarf að taka það
fram, að jafn afspyrnulélega
mynd hefur undirritaður aldrei
séð.
Virðingarfyllst,
Björn Jónsson,
Ljósalandi 7.“
Bréfritara þykja nýju Volvo-strætisvagnarnir til fyrirmyndar.
Nýtt fargjaldakerfi fyrir
Strætisvagna Reykjavíkur
Hr. Velvakandi.
Mér er spurn: Er ekki kominn
tími til að endurskoða fargjalda-
greiðslufyrirkomulag Strætis-
vagna Reykjavíkur?
Mér kemur þetta sérstaklega í
hug þessa dagana, þegar útlend-
ingar eru farnir að koma í sumar-
heimsókn til íslands. Erlendis er
hægt að fá kort í strætisvagna
sem gilda mismunandi langan
tíma. I Svíþjóð til dæmis er hægt
að fá kort sem gildir á öllum leið-
um í einn dag og jafnvel lengri
tíma. í Danmörku er hægt að fá
mánaðarkort og svona mætti lengi
telja. í Þýskalandi kaupir fólk
kort og gatar þau sjálft í vagnin-
um. Eftirlitsmenn koma svo í
vagnana við og við. Ef einhver
ferðast með vagni í heimildarieysi
er hann þegar sektaður. Þetta
þýðir víst ekki hér þar sem helst
ekki má framfylgja lögum og regl-
um. Nokkrir menn hér í Reykjavík
eru sagðir lausir við að greiða
stöðumælasektir. Nú, jæja, aftur
að SVR. Á rekstri þeirra er mikill
halli. Hluti þessa halla stafar ef-
laust af slæmum fargjaldaheimt-
um. Þetta er ekki vagnstjórunum
að kenna heldur er greiðslufyrir-
komulagið svo erfitt til eftirlits að
það býður upp á ýmis undanbrögð
frá greiðslu. Fólk kemur inn og
hellir slatta af mynt í brúsana.
Enginn veit hvort upphæðin er
rétt. Það má segja að það sé rangt
að gera mönnum upp óheiðarleika
og vafalaust greiða margir rétta
upphæð. En svona fyrirkomulag
er of freistandi og gerir fólk óheið-
arlegt enda er fjöldi fólks farinn
að halda að það eigi alls staðar
inni einhverja félagslega þjónustu
sem það sjálft þarf ekkert að
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur
til að skrifa þættinum um hvað-
eina sem þeim liggur á hjarta —
eða hringja milli kl. 10 og 12
mánudaga til föstudaga. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir
sem ekki koma því við að skrifa
slá þá bara á þráðinn og Velvak-
andi kemur orðum þeirra áleið-
is. Nöfn, símanúmer og heimil-
isföng þurfa að fylgja öllu efni
til þáttarins, þó að höfundar
þess óski nafnleyndar.
greiða fyrir. Annað dæmi: Ungl-
ingar ryðjast inn og hver segir að
hinn borgi fyrir sig eða öfugt og
allt lendir í töf og þrasi. Það er
ekki hægt að ætla vagnstjórum að
standa í þessu.
Ég vil gera það að tillögu minni
að SVR fari nú þegar að undirbúa
sölu á kortum sem gilda til langs
tíma. Þetta yrði til þæginda og ör-
yggis. Það er svo mikill fjöldi fólks
sem ferðast daglega með strætis-
vögnunum allan ársins hring að
þetta hlýtur að vera hægt hér eins
og annars staðar.
Að endingu langar mig til að
óska hönnuði og bílasmiðju-
mönnum fyrir hve vel þeir hafa
leyst af hendi yfirbyggingar nýju
vagnanna (Volvo). Það er mjög
gott að ferðast með þessum vögn-
um. Handbragðið og frágangur
allur er til sóma. Sjálfum fannst
mér þægilegast að ferðast með
litlu „Benzunum", en þessir nýju
gefa þeim lítið eftir. Sætin í nýju
vögnunum eru einkar þægileg. Það
er verst hvað margir krakkar
spyrna með óhreinum skóm í bök-
in, en mér er nær að halda að
unglingar séu farnir að ganga bet-
ur um vagnana en áður. Það er nú
líka ekki ástæða til annars eins og
vagnarnir eru orðnir fínir.
„Farþegi"
Tískusýning undir
„Kæri Velvakandi!
Síðastliðinn föstudag var ég
stödd af tilviljun niðrí í miðbæ um
kl. 18.00 og átti þá leið fram hjá
hinu margumtalaða tafli eða úti-
tafli eins og það er nú kallað. Þá
fór þar fram einhver uppákoma
sem mér fannst stórkostleg en því
miður sem ég veit engin deili á.
Þarna voru 17 stórglæsilegar
stúlkur, sem voru allar klæddar í
ísl. fatnað, kjóla og skreyttar með
silfri eða silfurskartgripum og
sýndu þær fatnaðinn á taflborðinu
með ákaflega glæsilegri sýningu.
Þetta var svo glæsilegt. Langar
mig að vita hvort þetta var ekki
allt íslenskur fatnaður, sem og ég
held? Var þetta á vegum Listahá-
beru lofti
tíðar og hvaðan komu þessar
stúlkur og hvaðan var silfrið og
kjólarnir? Mér þætti gaman að fá
þetta upplýst og skora svo á þá
aðila, sem hlut eiga að máli, að
endurtaka þessa stórglæsilegu og
óvenjulegu uppákomu.
„Ein forvitin, sem kann að
meta listræna sýningu".