Morgunblaðið - 23.06.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982 Samið við lækna utan sjúkrahúsa NÝR kjara-samningur við sérfræð- inga í Læknafélagi Reykjavikur, sem vínna utan sjúkrahúsa, hefir verið undirritaður og var hann kynntur á fundi með læknum sl. föstudag. Var samningurinn sjálfur samþykktur en bókunum hafnað. í gærkvöld var haldinn nýr fundur þar sem fjallað var á ný um bókanir. Meðal efnis hins nýja samnings eru 6% og 3,25%. launahækkanir, sem aðrir starfshópar hafa þegar fengið, en samningur sérfræð- inganna hefur verið laus í 3 ár. Þá er breytt fyrirkomulagi á greiðsl- um fyrir aðgerðir og greitt sér- staklega fyrir viðtöl. Elín Pálsdóttir Flygering framkv.stj. jafnréttisráðs RÁÐIÐ hefur verið í framkvæmdastjóratöðu Jafnrétt- isráðs og varð Elín Pálsdóttir Flygenring einróma fyrir valinu í það starf. Elín lauk námi í lögfræði í vor við Háskóla íslands og fjallaði lokaritgerð hennar um jafnrétt- islögin. Tiu umsækjendur voru um starfið, þar af fjórir karlar, einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Jóhannes Arnason skipaður sýslumaður HINN 16. júní sl. skipaði forseti íslands Jóhannes Árnason sýslu- mann til að vera sýslumaður Snæfellsness-og Hnappadalssýslu frá 15. ágúst 1982 að telja. Umsækjendur um embættið auk Jóhannesar voru Barði Þór- hallsson, bæjarfógeti, Finnbogi H. Alexandersson, dómara- fulltrúi, Guðmundur Kristjáns- son, aðalfulltrúi, Jón E. Ragn- arsson, hrl., Pétur Kr. Hafstein, stjórnarráðsfulltrúi, Ríkharður Másson, dómarafulltrúi og Sig- mundur Böðvarsson, hdl. (FrétUtilkynning) Þrennt slasaðist GEYSIHARÐUR árekstur varð í llllartúnsbrekkunni í Mosfells- sveit laust eftir klukkan 15 í gær- dag. Stór vörubifreið og Cortina- bifreið skullu saman við gamla veginn upp að Álafossi. Þrennt var flutt í sjúkrahús alvarlega slasað. Cortina-bifreiðin gjöreyði- lagðist. Toppur bifreiðarinnar bókstaflega flettist af og bifreið- in er sem flak eftir áreksturinn. Tildrög slyssins voru þau, að ökumaður sorpbifreiðar hugðist beygja af Vesturlandsvegi og suöur gamla Álafossveginn. I kjölfar hans kom stór vörubif- reið og náði ökumaður ekki að stöðva bifreiðina, þannig að hann sveigði yfir á öfugan veg- arhelming og lenti á Cortina- bifreiðinni, sem var á leið frá Reykjavík. Áreksturinn varð geysiharður. Þrennt var í fólksbifreiðinni. Ökumaðurinn, kona, skarst mik- ið í andliti og handleggsbrotnaði og þriggja ára barn skarst mikið í andliti. Maður sem sat í fram- sæti slapp ótrúlega vel. Ökumað- ur vörubifreiðarinn slapp ómeiddur. Flugstöðvarnefndin klofnaði Ekki bjartsýnn á að framkvæmdirnar fái samþykki ríkis- stjórnar, segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra þýðubandalagsmenn eru andvígir fjárveitingunni. Það hefur alltaf komið fram.“ Jóhannes Árnason NEFND sú, sem falið var að kanna nánar tillögur að hönnun nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkur- flugvelli, hefur lokið störfum og skil- að skýrslu til utanríkisráðherra. í nefndinni, sem skipuð var einum fulltrúa frá Framsóknarflokki, öðr- um frá Alþýðubandalagi og þeim þriðja frá sjálfstæðismönnum í ríkis- stjórn, áttu sæti Jóhann Einvarðsson alþingismaður sem var formaður, Edgar Guðmundsson verkfræðingur og Ólafur Ragnar Grimsson alþing- ismaður. Nefndin klofnaði í af- greiðslu sinni að sögn utanríkisráð- herra, Ólafs Jóhannessonar. Meiri- hlutinn Jóhann Einvarösson og Edgar Guðmundsson leggja til að framkvæmdir verði hafnar eftir þeim tillögum sem fyrir liggja, en Ólafur Ragnar Grímsson vill láta hanna bygginguna upp á nýtt. Utanríkisráðherra hefur lagt niðurstöður skýrslunnar fyrir rík- isstjórnina. Mbl. spurði hann í D- og H-listamenn í Sandgerði skipta með sér oddvitaembættinu D- OG H-listamenn í Sandgerði, en H-listinn er listi frjálslyndra, hafa komið sér saman um oddvita- kjör, ráðningu sveitarstjóra og nefndakosningar, að öðru leyti var enginn meirihluti myndaður og er þetta sama form og viðhaft var um síðustu kosningar, að sögn frétta- ritara Mbl. í Sandgerði, Jóns H. Júlíussonar. Samkomulag varð um að þess- ir tveir listar skiptu með sér oddvitaembættinu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hann fyrri hluta kjörtímabilsins eða til 1. júní 1984 og er það Jón J. Júlí- usson, sem verður oddviti, en hann var efsti maður á lista Sjálfstæðismanna í kosningun- um. Elsa Kristjónsdóttir verður oddviti seinna kjörtímabilið, en hún var oddviti allt síðasta kjör- tímabil. Sveitarstjóri var endur- ráðinn Jón K. Ólafsson og stóðu K-listamenn í Sandgerði einnig að kjöri hans, en K-listinn sam- anstendur af alþýðuflokks- mönnum, svo sveitarstjórinn var einróma kjörinn til þessa starfs. Oddur Andrésson gær hvað honum fyndist sjálfum um málið. Hann svaraði: „Ég fellst á tillögur meirihlutans. Ef farið verður eftir þeim verður hægt að hefja framkvæmdir i sumar, en fjárveiting til verksins frá Banda- ríkjunum fellur niður 1. október, sé hún ekki nýtt fyrir þann tíma.“ Þá sagði Ólafur að samkvæmt stjórnarsáttmálanum yrðu þó allir ráðherrarnir að samþykkja fram- kvæmdirnar áður en þær gætu hafist. Aðspurður sagðist hann ekki alltof bjartsýnn á að sú sam- þykkt næðist. Ólafur var einnig spurður hvernig Ólafur Ragnar Grímsson vildi að staðið yrði að málum. „Hann telur byggingarformið sjálft óhentugt. Það kemur ekki fram að hann sé í sjálfu sér and- vígur byggingu flugstöðvar á þess- um stað. Hann vill láta hanna hana upp á nýtt, svo hann er út af fyrir sig ekki á móti henni." Að- spurður sagði Ólafur að ekki kæmu fram nein mótmæli í skýrslunni gegn fjárveitingum Bandaríkjanna, enda ekki verið hlutverk nefndarinnar að fjalla um þá hlið málsins. Hann sagði síðan: „En það er vitað mál að al- Auglýsendur athugið! Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaöi, þurfa framvegis aö berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á föstudögum. Oddur Andrésson á Neðra-Hálsi látinn ODDUR Andrésson bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós og fyrrum vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi er látinn. Oddur fæddist hinn 24. nóvember 1912 að Bæ í Kjós, sonur hjónanna Andrésar Ólafssonar bónda og hreppstjóra og Ólafar Gestsdóttur. Oddur kvæntist Elínu Gests- dóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði árið 1947 og bjuggu þau alla tíð að Neðra-Hálsi. I sveit sinni tók Oddur mikinn þátt í félagsmálum og hafði hann sérstakan áhuga á söngmálum. Var hann til dæmis bæði organleikari og söngstjóri í sinni sókn. Oddur var varaþingmaður Reyknesinga á árunum 1964 til 1968 og aftur 1970 og 1971. Á þess- um árum sat Oddur nokkrum sinnum á þingi. Lifnaryfir Norðurá HELDUR virðist vera að lifna yfir vciðinni í Norðurá í Borgarfirði, en fyrir hádegið í gær veiddust 17 laxar og 10 í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk við ána í gær, kom stór laxaganga í ána á mánu- dag og glæddist veiðin þá strax. Eru menn nú bjartsýnir á fram- haldið og eru öll skilyrði hin ákjósanlegustu við ána, vatnið hlýtt og veður gott, þó ekki sé sól- skin talið eftirsóknarvert veiðiveð- ur af ýmsum veiðimönnum. Þó veiðin sé að glæðast í Norðurá, er ekki sömu sögu að segja um Elliðaárnar. Þar er hún með dræmasta móti og höfðu í gær aðeins veiðst 17 lax- ar í ánni, en þess ber að geta að Elliðaárnar hafa stundum verið seinar til, samkvæmt heimildum Mbl. Um 60 laxar höfðu farið í gegnum teljarann í gær. Vatnið í ánni er mjög hlýtt, 14 gráður, og er árbotninn víða þakinn slýteppi þykku. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra höfðu 238 laxar gengið í gegnum teljarann og þá höfðu 63 laxar veiðst, og þótti lélegt. Veiðar í Grímsá hófust þann 20. júní sl. og gengur veiði frem- ur illa. Á hádegi í gær höfðu veiðst þar 9 laxar og sá stærsti vó 12 pund. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Mbl. fékk í veiðihús- inu við ána, hefur lítið sést af fiski í ánni, en menn vona að úr rætist. — ój

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.