Morgunblaðið - 23.06.1982, Side 17

Morgunblaðið - 23.06.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1982 17 Egilsstöðum, 22. júní. Frá Elínu Pálmadóttur, bladamanni Mbl. DAGUR Ingiríðar drottningar hér á Fljótsdalshéraði var mildur. enda morgn- inum eytt á notalegri göngu um Hall- ormsstaðarskóg. Leiðsögumaður var Jón Loftsson, skógarvörður, sem sýndi og út- skýrði hvernig íslendingar hafa lengi bar- ist við að finna trjátegundir og bestu að- ferðir til að rækta skóg í þeim tilgangi að græða upp hrjóstrugt land, eins og það sem drottningin sá í gær í Vestmannaeyjum og Öræfasveit. Þetta starf hafa menn unnið ötullega og bjartsýnir allt frá því að Danir sendu hingað fyrir 75 árum skógfræðing, sem valdi Hallormsstað sem besta staðinn til skógræktar og byrjaði að planta þar trjátegundum, þar á meðal blágrenitrján- um, sem eru í dag hæstu trén í skóginum, 16 metra há. Skoðuðu Ingiríður drottning og Vigdís forseti þessi elstu tré og gengu svo um skóginn ásamt fylgdarliði sínu. Flogið var með landhelgisgæsluflug- vélinni um morguninn frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða. Þar tóku á móti gestunum Bogi Nilsson, sýslumað- ur Suður-Múlasýslu, Sveinn Þórarins- son, oddviti Egilsstaðahrepps, og Magn- ús Sigurðsson á Úlfsstöðum, oddviti Vallahrepps, ásamt konum sínum. Þar færðu tvær litlar stúlkur, Adda Birna og Hugrún, drottningu og forseta blóm. Ekið var rakleiðis fram í Hallormsstað- arskóg í ágætu veðri, en rykmekki á þurrum vegum, og dvalið þar fram á hádegi, en hádegisverður var snæddur í boði sýslumanns á hótelinu. Við komuna færðu dætur skógarvarðar gestunum fallega vendi úr villtum íslenskum blómum, Vigdísi forseta gulan sóleyj- arvönd og Ingiríði drottningu bláleitan vönd, með fjólum og lúpínum sem upp- istöðu. Við hádegisverðinn færði sýslu- maður drottningu, til minningar um heimsóknina, og Austurland, fallega silfurskeið eftir Jens Guðjónsson, með inngreyptum kvartssteini af Austur- landi. Og forseti íslands fékk að gjöf þau ellefu bindi, sem út eru komin af byggðaritinu Múlaþing, en Vigdís hefur ekki heimsótt Múlaþing fyrr, síðan hún varð forseti. Ætlunin hafði verið að aka kringum Löginn, en líða tók á dag og var ekið rakleiðis til baka og uppá Fjarðarheiði, þar sem sýslumaður Norður-Múlasýslu, Sigurður Helgason, kom til móts við gestina ásamt konu sinni. A Fjarðar- heiði er útsýni gott yfir Héraðið. Snæ- fell hafði ekki látið sjá sig allan daginn og íslenskur svali var farinn að gera vart við sig, þegar líða tók á dag og var því snúið við eftir stutta dvöl. Óskuðu forseti og drottning eftir því að skoða Egilsstaðakirkju úr því tími ynnist til. Ingiríður drottning hefur sýnilega áhuga á að koma í kirkju, hafði í Is- landsferðinni gengið í Bessastaðakirkju, komið í litlu gömlu kirkjuna á Hofi í Öræfum og sá nú nýtísku kirkju á Eg- ilsstöðum, sem teiknuð er af Hilmari Ólafssyni. Var dvalið þar góða stund. Landhelgisgæsluflugvélin beið á Eg- ilsstaðaflugvelli og stigu gestir upp í hana. Dágóð stund leið áður en flugvélin lagði af stað og undruðust þeir sem biðu fyrir utan hvað dveldi hina tignu gesti. Skýringin barst út. Þar sem skyr hafði verið á borðum í hádegisverði hafði ekki verið drukkið kaffi á eftir og höfðu drottning og forseti mikla þörf fyrir kaffisopann hjá flugfreyju áður en íagt væri af stað til Reykjavíkur, á seinni tímanum í sex, en Ingiríður drottning átti að sitja kvöldverðarboð í ráð- herrabústaðnum klukkan 20.30 um kvöldið. Heimsókninni til Islands lýkur á mið- vikudagsmorgni og flýgur Ingiríður drottning frá Reykjavíkurflugvelli í flugvél frá danska flughernum, eftir ánægjulega heimsókn. A ferðinni hér um Austurland hafði hún oftsinnis heyrst segja „dejligt" og „vidunderligt" og fer ekki á milli mála að hún naut hverrar mínútu. í Egilsstaðakirkju. Sveinn Þórarinsson, oddviti Egilsstaðahrepps, segir drottningu og forseta sögu kirkjunnar. Á Fjaröarheiði. Ingiríður ræðir við Sigurð Helgason, sýslumann Norður-Múla- sýslu, en lengst til vinstri stendur Bogi Niisson, sýslumaður Suður-Múla- sýslu, þá Gyða Stefáns- dóttir, eiginkona Sigurðar sýslumanns, og forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadótt- ir. Ljósm. Mbl.: Kristján Einarsson. Adda Birna og Hugrún bíða með blómvendina. fiðleikum“ lærir maður, allir vaxa af erfiðleik- um.“ — Þegar þið komuð 1938, var í blöðum haft á orði, að þið væruð farin að tala íslenzku, töluðuð ís- lenzku við sjúklinga á spítölum og elliheimilum og þér hétuð því að tala íslenzkuna alveg, næst þegar þér kæmuð. „Já, ég hafði tekið íslenzkutíma áður en ég kom til íslands í fyrsta skipti, tók tíma hjá Helgu Blöndal, held ég, en ég lærði aldrei meiri ís- lenzku, það gerðist svo margt á næstu árum, svo aldrei varð tími til þess.“ — Og nú eruð þér hér í þriðja sinn. „Já, og ég er svo ánægð með að fá nú að sjá Austurlandið, sem ég var svo lengi búin að þrá að sjá. Og það er alveg satt, sem mér var sagt strax, það er allt öðruvísi en aðrir landshlutar. Fyrir 40 árum var ómögulegt að koma því við að koma hingað. Þá var ekki hægt að komast í Öræfasveitina nema með miklum erfiðleikum. Og hér er svo fallegt, litríkt og sterkt. Þessar stóru ís- breiður, sem koma skríðandi niður á sandana, allt öðru vísi en á Græn- landi, þar sem ég þekki vel til.“ — Hvað hefur yður litizt bezt á? „Þetta er erfið spurning, ég hef séð tvo svo gersamlega ólíka heima í dag. Vestmannaeyjar eru alveg andstæðar við Öræfasveitina, það er svo merkilegt, sem menn geta feng- Ingiríður rið komuna tíl VestmMnnneyja í fyrradag. ið út úr þvílikum hörmungum sem eldgosið var og hvílíkt hugvit að sprauta á hraunið, það var mjög merkilegt. Það er líka alveg ótrúlegt af hve miklum dugnaði bærinn hef- ur verið byggður upp aftur og hve skamman tíma það hefur tekið og hann er jafnvel betri eftir þetta en áður. Höfnin betri og hitaveita komin úr hrauninu, þetta er alveg ótrúlegt að fá svona mikið út úr slæmum atburði. Náttúran hefur hrifið mig mjög hér uppi á landi, þessi tígulega nátt- úra undir jöklum, þessi endalausa flata slétta og allt í einu kemur maður alveg óvænt í svona safaríka græna sléttu inn á milli. Það gerist svo óvænt, enginn aðdragandi, varla þverhandarbreidd á milli. Eg nýt þess svo sannarlega að sjá það og þetta allt,“ sagði Ingiríður drottn- ing að lokum. Komið var fram undir miðnætti á þessum bjartasta degi árs á íslandi og ekkert farið að rökkva og langur erfiður dagur að baki, en það var ekki að sjá á drottningunni að hún væri þreytt og hún kvaðst hlakka mjög til morg- undagsins á Héraði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.