Morgunblaðið - 23.06.1982, Side 28

Morgunblaðið - 23.06.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982 yj er Ljó-bt ctó ráða*t 'a rrunmmáttor!'' love 25... ‘Md ... ad koma honum á óvart á afmælisdaginn TM Reo U.S. Pat. Off.—atl rights resarvw) •1882 Loe Angeies Tlmes Syndlcale Það er ekki hægt aö raka sig með svona vasatransistor-tæki, pabbi! „Fylgjendur dýra- halds hafa líka rök“ Frá ómunatíð hafa menn haft dýr inn á heimilum sínum, sér til ánægju ok yndisauka, þar dugir að nefna hunda, ketti og fugla, sem þótt hafa gjaldgeng í híbýlum manna. En þegar kemur fram á 20. öldina, fer að bera á andstæðingum þess að hafa dýr í þéttbýli, svo virðist sem þessi andstaöa aukist jafnt og þétt, ástæður þess eru sjálfsagt margvís- legar, þó mér sýnist þar bera hæst þekkingarskort. Dýrahald í þéttbýli er og verður alltaf umdeilt, andstæð- ingar þess hafa nokkuð til síns máls, en fylgjendur hafa líka rök, sem eru sterk, séu þau skoðuð málefnalega, en það virðist mér þó oft gleymast, þegar þessi mál eru til umfjöllunar. Ég, sem þessar línur rita, er eindreg- ið fylgjandi dýrahaldi í bæjum og borgum, þar sem ég tel að rökin sem mæla með séu svo miklu stærri og sterkari, en það sem mælir á móti, þá langar mig til að nefna nokkur er mér virðast vega þyngst. í fyrsta lagi tel ég, að allir, ungir sem gamlir, hafi gott af að umgang- ast dýr, það er þroskandi og eykur okkur skilning á lífinu. í öðru lagi er það sá félagsskapur er dýr á heimili veitir, ómetanlegt, dæmi um slíkt er þar sem börn eru heima, jafnvel allan daginn ein vegna útivinnandi foreldra, annað dæmi um þetta eru einstæðingar og fatlað fólk, sem hefur hjá sér gælu- dýr hund, kött eða kannski bara fugla, þessi dýr eru oft eina lækning- in á því sem kallað er einmanaleiki. í þriðja lagi er það að eiga sér vin. Ég hef aldrei haft spurnir af nokkru dýri sem hefur ekki haldið tryggð við sinn húsbónda, t.d. fylgir hundur sín- um húsbónda, þú getur ekki slitið þau tryggðarbönd hvernig sem þú reyndir, það er meira en hægt er að segja um mannskepnuna. Eg gæti talið upp mörg fleiri atr- iði, er mæla með dýrahaldi í þéttbýli, en læt þetta nægja í bili. Ég læt þá fylgja hér með litla sögu um atvik er gerðist hér í Hafnarfirði í fyrra- haust, og er talandi dæmi um hrotta- skap og skilningsleysi gagnvart dýr- unum og tilfinningum þeirra. Lítill hvolpur, u.þ.b. sex mánaða gamall, var tjóðraður við staur á lóð eiganda síns. Koma þá þar að tveir drengir þrettán ára gamlir og tóku til við að henda grjóti í dýrið, þar sem það var bundið, drengirnir hentu allt að hnefastórum steinum, og stór- slösuðu hvolpinn. Hann gelti og ýlfr- aði, og varð það til þess að eigandi hans kom út til að athuga hvað um Lífshættulegur akstur Malarflutningabíll án skjólborða að aftan, en hlaðinn afturá ystu brún. Við minnsta hristing velta steinhnullungar útaf og hefur reyndar hlotist stórslys af því. Þótt maöur vildi taka niður númerin á þessum bílum, sjást þau sjaldan, vegna óhreininda. Sama er með Ijósin að aftan. Það hefur mikið verið ritað um umferðarslys á þjóðvegum lands- ins svo og í borginni. Er það reyndar mjög eðlilegt. Bílafjöldi er hér meiri en í flestum öðrum löndum og eru þeir nánast eina samgöngutækið, auk flugvéla, og er slysatíðni ógnvekjandi. Ég ætla hér að ræða aðeins um akstur á Reykjanesbrautinni (Keflavíkurveginum) og steypta kaflanum á Vesturlandsvegi, uppí Kollafjörð. A báðum þessum vegum er leyfður hámarkshraði 80 km á klst. yfir sumartímann, fyrir al- menna bíla. Margir aka langt yfir leyfilegum hraða á báðum þessum vegum. Er þá oft tekin gífurleg áhætta með því að skjótast fram- úr, jafnvel á blindbeygjum, þar sem óbrotin gul lína aðskilur ak- reinar, eða þegar farartæki koma á móti. Nefnd skulu örfá dæmi, þótt af mörgu sé að taka. Fyrir skömmu, í maí, ók ég Reykjanesbraut, var að sækja far- þega út á Keflavíkurflugvöll, og var jafnan á um 80 km hraða og aðeins yfir, eftir að komið var suð- ur fyrir Hafnarfjörð. Ég hafði reyndar ekki ekið lengi á þessum hraða, er bíll skaust framúr á beygju, sem lokaði fyrir útsýnið framundan. Svona gekk þetta mikinn hluta leiðarinnar, að hver bíllinn af öðrum ók framúr, einnig hópferðabíll. í eitt skiptið skaust bíll framúr, þótt umferðin leyfði það engan veginn, þar sem annar kom á móti í sama mund. Ég gat afstýrt árekstri með því að snögghemla, þegar ökumaðurinn á bílnum, sem framúr fór, svín- beygði fyrir mig. A leiðinni heim endurtók þetta sig í meginatrið- um. Menn taka áhættuna og skjótast framúr og stofna ekki aðeins sjálf- um sér, heldur reyndar ekki síður öðrum vegfarendum í beinan voða. Það var svo ekki að sökum að spyrja, daginn eftir varð þarna al- varlegur árekstur, vegna framúr- aksturs. Fólk stórslasaðist, og bíð- ur þess kannske aldrei bætur. Vissi ekki að stóru malarbílarnir væru hentugir til kappaksturs Hvað umferðina á Vestur- landsveginum snertir, virðist mér ástandið hvað ökuhraða snertir þó örlitlu betra. Þar sýnist mér þó stóru malarflutningabílarnir vera mesti ógnvaldurinn í umferðinni, þó enganveginn allir. í eitt skipti, er ég var á leið frá Rvk, og ók á 80 km. hraða á klst., og var rétt kominn vestur fyrir Leirvogstungu, á leið niður brekk- una að Leirvogsá, ekur framúr mér, á miklum hraða, geysistór malarflutningabíll, ég held á 18 hjólum, bíllinn var tvískiptur, þ.e. malarvagninn er tengdur sjálfum dráttarbílnum. Þetta er því miður ekkert einsdæmi. Ég vil nefna það hér, að um mánaðamótin nóv.-des. ’81 ók þarna samskonar malarbíll á miklum hraða, í flughálku, í ljósaskiptunum, á þessum sama stað. Þegar komið var yfir brúna á Leirvogsá, virðist ökumaður hafa misst vald á bílnum. Hann fór yfir vinstri akreinina við Fitjakotsaf- leggjarann og þar útaf, vinstra megin, og stöðvaðist ekki fyrr en eftir góðan spöl, þegar hann fór á kaf í melhæðina, sem þar er. Má enn sjá móta fyrir hjólförunum í melnum, þótt vatn hafi unnið þar á. Báðir þessir bílar voru merktir stórfyrirtæki. Það var guðsmildi að ekkert ökutæki kom á móti í sömu andránni, þá hefði orðið stórslys. Aðeins eitt dæmi enn vil ég nefna, og má taka af mörgu. Ég ók Vesturlandsveginn, sem oftar. Rétt áður en ég kom að Grafar- holti ætlar steypubíll framúr, en ég var á 80 km hraða á klst. í sömu andrá kemur bíll á móti sem hafði rétt áður beygt inn á þjóð- veginn frá Grafarholti. Þegar öku- maður steypubílsins skynjar hættuna nær hann að hægja að- eins á og þröngvar sér inná milli tveggja bíla. Það sem ég vil benda á með þessum linum er að vegfarendur eru alveg berskjaldaðir fyrir þess- um ökuníðingum og er það hrein mildi að ekki verða fleiri slys. Hugsum okkur t.d. að maður stæði við vegarkantinn með riffil í hönd og skyti beint upp í loftið annað slagið. Sá hinn sami væri ekki talinn heill á geðsmunum og yrði fljótlega tekinn úr umferð, enda þótt tæpast stafaði af honum nokkur hætta. Ef hinsvegar ökumaður stofnar lífi og limum vegfarenda í stóra hættu með vítaverðum akstri, er sjaldnast nokkuð aðhafst, nema hvað nokkrum sinnum eru gerðar mælingar á ökuhraða. Þarna vant- ar meira eftirlit og aðhald. Vegfarandi Skrifið eða hringið tii Velvakanda Velvakandi hvetur lesend- ur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstu- daga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kem- ur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höf- undar þess óski nafnleyudar. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann kemur ekki, allavega ekki í dag. Rétt væri: Hann kemur ekki, að minnsta kosti ekki í dag. Eða:... alltjent ekki í dag. (Ath.: alla vega merkir: á allan hátt, með ýmsu móti.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.