Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 6
54 TIME BIRTI ÞESSA MYND AF PIU ÞAR SEM HÚN VEIFAR TIL AÐDÁENDA ÞESSA MYND BIRTI HINS VEG- AR VIKURITIÐ NEWSWEEK MEÐ TEXTANUM: ALDREI FRIÐUR HJÁ MÍKRÓ-SMÁ- STIRNINU PIU MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 r RIKLIS-HJÓNIN FÁ SÉR SNARL RIKLIS VIÐ VINNU 1 LAS VEGAS. SKIRFSTOFAN ER EINUNGIS EITT HORNBORÐ PIA MÁTAR KLÆÐI, SEM HINN SÉRLEGI FATAHÖNNUÐUR HENNAR, BOB MACKIE, HEFUR GERT Aubkýfingurinn Meshulam Riklis fékk þá flugu í höfudið að gera konu sína að kvikmyndastjömu... Er hægt að búa til kvikmyndastjörnu? Bandaríski auð- jöfurinn Meshulam Riklis er ákveðið þeirrar skoðunar og hefur ekki látið sitja við orðin tóm. í fimm ár hefur líf hans að miklu leyti snúist um að gera konu sína, hana Piu Zadora, að kvikmyndastjörnu. Og nú eru þau hjón að uppskera laun erfiðisins og fjárútlát Riklis að borga sig, því Pia er orðin þokkalegt smástirni í kvikmyndaheimin- um. Nýlega var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni myndin „Lonely Lady“ eftir sögu Harold Robbins, þar sem Pia leikur aðalhlutverkið og vakti athygli. Hin virtu bandarísku tímarit, Time og Newsweek, birtu af því tilefni myndir að Piu fáklæddri og hún er vinsæl mjög af Ijós- myndurum vestra og Félag erlendra fréttamanna í Banda- ríkjunum hefur sæmt hana „Golden Globe“-verðlaunun- um. Allt er þetta semsé í áttina hjá Piu en þeir kröfuhörð- ustu um kvikmyndagerð kalla hana þó enn „smástirnið“. En hver er Pia og hver er Riklis? Og hvernig er kvikmynd- astjarna búin til? Pia hefur auglýst Dubonnet-vín í bandarísku sjónvarpi síðustu fjögur árin, en það er Shenley- fyrirtækið sem hefur einkarétt á sölu Dubonnet í Bandaríkjunum og Shenley er einmitt eitt af dótt- urfyrirtækjum Rapid American- stórfyrirtækisins, sem er í eigu Meshulam Riklis. Pia hefur sungið í fimm ár á Riviera-hótelinu í las Vegas, en Riklis er eigandi Rivi- era-hótelsins. Riklis á einnig Par- Par-fyrirtækið sem fjármagnað hefur kvikmyndir Piu, „Fiðrildi", „Fake-Out“ og „Lonely Lady“. Það eru því hæg heimatökin hjá Rikiis ao gera konu sína að kvikmynda- stjörnu. Riklis Riklis er palestínugyðingur, sonur kaupsýslumanns og fæddist í Tyrklandi. Hann sótti skóla í Palestínu, en þegar seinni heims- styrjöldin braust út, hélt hann til Norður-Afríku þar sem hann dvaldi næstu sex árin sem bíl- stjóri rabbía nokkurs sem var þjónandi prestur áttundu her- deildarinnar. Að loknu stríði átti Riklis peninga í handraða og hugðist fara til Englands með ungri konu sinni Judy og stúlku- barni þeirra, að læra viðskipta- fræði. En Judy gat ekki hugsað sér að dvelja í Bretlandi, svo Riklh fór á endanum til Bandaríkjanna og hóf nátn í stærðfræði við Ghio- háskóla. Þegar hann hafði lokið náminu hélt hann til Minneapolis, þar sem hann gerðist fjármálaráðgji fi. Það kom strax á daginn að Riklis skorti ekki viðskiptavit í besta lagi. Hann tók að kaupa hve 't fyrirtækið af öðru, sem áttu erfitt uppdráttar og voru lágt metin, seldi þau síðan með góðum hagn- aði, og svo koll af kolli, uns Meshulam Riklis settist á for- stjórastól fyrirtækis sem hann ætlaði langlífi. Allt gekk eins og í sögu fyrir Riklis næstu árin. Arið 1968 söls- aði hann undir sig vínrisann Shenley og árið 1972 reyndi hann að kaupa IOS af Bernie Cornfield, en Robert Vesco varð á undan honum. Stuttu síðar fjárfesti Rikl- is svo í hinu stóra hóteli í Las Vegas, Riviera. Riklis er mjög þjóðernissinnað- ur, bæði sem Bandaríkjamaður og Israeli. Hann er harður hægri sinni og þekktur í ísrael sem dygg- ur stuðningsmaður Arial Sharons, varnarmálaráðherra. Hann dvaldi í ísrael á meðan Yom Kippur- stríðið geisaði og fylgdi þá frétta- manni New York Times á fremstu vígstöðvar og hina hina vin- samlegustu umsögn í því blaði. Pia Hún er fremur lágvaxin og þykkt ljóst hárið fellur niður á axlir. Hún telur ekki eftir sér að brosa framaní ljósmyndara og yfirleitt fá ókunnugir þá fyrstu tilfinningu af Piu, að hún ætli að éta þá lifandi með brosinu. „Állir halda að ég hafi skyndi- lega gift mig og maðurinn minn síðan ákveðið að búa til úr mér stjörnu," segir Pia og bætir við: „En fólk þekkir bara ekki fortíð mína.“ Pia er ítölsk að uppruna, dóttir fiðluleikara nokkurs. Móðir henn- ar átti sér þann draum að stúlkan hennar næði langt í skemmtana- heiminum og strax á unga aldri var hún send í leikkennslu til „American Academy of Dramatic Árts“ og einnig í fiðlutíma og píanókennslu. Pia hafði því í nógu að snúast í uppvextinum. Sjö ára gömul lék hún á Broadway með Tallulah Bankhead í leikritinu „Midgie Purvis". Þaðan í frá hefur hún unnið eins og sleggja, að því er hún segir sjálf. Hún lék lítil hlutverk i leikritum næstu árin, en síðan nokkur ár í „Fiðlaranum á þakinu“. Hún var mjög hænd að móður sinni og einkakennari sá um að hún drægist ekki aftur úr í skóla. „Ég átti aldrei neina æsku,“ seg- ir Pia „og ég sakna þess ekki vit- und. Mér kom aldrei saman við önnur börn. En ég hafði gaman af því að fara á hestbak. Og ég naut mín í samvistum við fullorðna." Þegar Pia var 17 ára gömul réð- ist hún til ferðaleikhúss sem Applaus hét. „Við stoppuðum í 115 borgum á 8 mánuðum," segir hún. „Það var reglulega einmanalegt ferðalag. I fyrsta skipti stóð ég algerlega á eigin fótum. Mamma hafði aldrei skilið við mig fyrri og ég byrjaði ferðina á því að gráta í tvær vikur. Þá kom mamma." Það var í Ohio sem Pia hitti Riklis. Hún lék þá þar með þessu ferðaleikhúsi og Riklis hélt fyrir- lestur i sínum gamla háskóla. Pia og Riklis „Hann gekk til mín eftir eina leiksýninguna," segir Pia „og bauð mér uppá kaffi eftir matinn. Ég sagði honum að ef hann snerti mig myndi ég öskra eins og skorinn grís, og bað hann svo að koma upp og hitta mömmu mína og hund- inn.“ Eftir þessi sérkennilegu orða- skipti fylgdi Riklis Piu og heilsaði uppá móður hennar. Það fór hið besta á með þeim, enda hafði mamman áður fegið þær upplýs- ingar að Riklis vissi ekki aura sinna tal, og hún fullvissaði dóttur sína um að þetta væri hreint út sagt „yndislegur maður". Þaðan í frá átu þau saman, Pia og Riklis, svo oft sem þau komu því við, en jafnan í félagsskap móður Piu, eða geysimikillar tuskubrúðu sem stúlkan skildi vart við sig. Þau Riklis áttu ágæt- Iega saman, þrátt fyrir 30—40 ára aldursmuninn. Pia segir: „Mér hefur aldrei fallið við mér yngri menn. Þeir voru svo óörugg- ir og vissu ekki almennilega hverj- ir þeir voru.“ Riklis átti andstætt í viðskipta- heiminum, þegar þetta var, en með tíð og tíma lagaðist það allt saman og Riklis þénar aldrei meir en einmitt nú. Hjónaband hans var í rúst, þegar hann kynntist Piu, en hann skorti aldrei félags- skap kvenna fremur en aðrir þeir sem eru auðugir að fé. En smám saman áttaði hann sig á því að hann var yfir sig ást- fanginn af Piu og skildi varla við hana í huganum. Hann kallaði hana til sín og ætlaði að taka á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.