Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 67 Djúpalæk." Eða: „Hér bjó hann Jóhannes úr Kötlum," og „hér bjó lengi Kristmann Guðmundsson rithöfundur, séra Gunnar Bene- diktsson bjó hér og hér séra Helgi Sveinsson." Við gengum um garð Kristmanns og Gísli sagði: „Það er misskilningur ef fólk heldur að elliheimili séu aðeins til þess að lofa fólki að sofa.“ Við gengum inn í eitt húsið. Það er fjögurra herbergja og í því eru tvær setustofur. Þar dvelja sex konur, gestir frá Grund í Reykja- vík, sem eru í Ásbyrgi í vikutíma í senn. í húsinu er allt til alls og konurnar bjarga sér sjálfar. út- varp, sjónvarp og eldhúskrókur, þrátt fyrir að þrjú mötuneyti eru á svæðinu. í Ásbyrgi gildir það sama og á Grund. Fólk má gera allt sem það vill en það þarf ekki að gera neitt. Þannig getur fólkið eidað mat sinn sjálft eða þá borð- að í mötuneyti. Gestirnir frá Grund voru að hita kaffi. „Kaffi er nauðsynlegt," sagði Gísli. „Það sparar meðölin. Við reynum að vera sparsöm á allt. Þó ekki kaffi. Það borgar sig ekki. Þá kemst fólkið í vont skap.“ Og hann hélt áfram. „Nú dvelja í þessu húsi aldraðir frá Grund, en næst verða það aldraðir frá Keflavík, svo Stykkishólmi og víðar að af land- inu. Eldra fólk ferðast ekki mikið en það er gott fyrir það að fara eitthvað, hreyfa sig aðeins. Sér- staklega á sumrin. Með því að hafa þetta svona hér í Ásbyrgi höfum við gaman af þessu. Við getum haft þetta eins og hjá mönnum. Haidið ráðstefnur og fundi og gert hvaðeina sem okkur langar til. En við eigum erfitt með að fá til okkar hjúkrunarfólk. Við auglýs- um eftir fólki og tölum við það en ekkert dugar. Ekki af því að við bjóðum ekki nógu gott kaup. Ástæðan hlýtur að vera sú að hjá okkur er fólk, sem erfitt er að ann- ast. En þetta er að breytast. Við getum ekki lengur tekið á móti sjúklingum en við önnumst okkar heimilisfólk svo lengi sem kostur er.“ Og enn göngum við um Ás- byrgi, hús úr húsi, í mötu- neyti sem getur tekið 80 til 90 manns í sæti, í hjónaíbúðir og ein- staklingsíbúðir, inn í gróðurhús og um fallega garða umlukta háum trjám á alla vegu. Allir heilsa Gísla og Gísli heilsar öllum. Fólk- ið talar við hann og bendir honum á eitt og annað sem kannski mætti betur fara eða bara lýsir yfir ánægju sinni með dvölina í Ás- byrgi. Það er útitafl í einum garð- inum. Tvö hús eru alveg eins. í þeim búa sextán manns, átta í hvoru. Jörgen Hansen heitir sá, sem hef- ur umsjón með þeim húsum. Hann er fyrrverandi bryti á skipum Sambandsins. I þessum húsum eru menn á sömu bylgjulengd eins og Gísli kallar það. Menn sem kannski eru slæmir í bakinu eða í löppinni og hjálpa hver öðrum í lasleika sínum. Bakka hvern ann- an upp. „Þegar við erum með stóra og fallega garða, góðar stéttir og bekki og smásól, þarf fólkið ekki að fara til Spánar. Ekki allir," sagði Gísli og bauð í kaffi heima hjá sér í Ásbyrgi. Hann býr í stóru húsi. „Það er stórt af því að hér þurfum við oft að taka á móti greifum. Oft eru það peninga- eða vísindamenn, ekki síður en áhuga- menn um málefni aldraðra. Þetta hús er svolítið öðruvísi en það, sem við bjuggum í þegar við vor- um að byrja hérna. I því húsi voru hænsni uppi á loftinu þegar við fengum það.“ Þó að margt fólk sé í Ásbyrgi er ekki stofnanabragur á neinu. Fólkið lifir út af fyrir sig og bjarg- ar sér að mestu leyti sjálft. Starfs- fólk er ekki í einkennisbúningum. „Þetta er hægt að gera að paradís á jörð,“ sagði Gísli. „En til þess þarf aðra menn til að stjórna, framsýna menn, duglega og áreið- anlega. Það er svo sem til nóg af fólki á íslandi en það vantar menn. Þetta svæði hér, Ásbyrgi í Hveragerði, getur orðið mesta framtíðarpláss á íslandi ef rétt er að málum staðið." Yfir rjúkandi kaffi og nýbökuð- um hveitibollum ræddu þau hjón- in Helga Björnsdóttir og Gísli um allt milli himins og jarðar. „Kven- fólk,“ sagði Gísli, „hefur alltaf verið duglegt í líknarmálum. Það er líka miklu framtakssamara í starfi. Það er meiri kraftur í kven- fólkinu. Þess vegna segi ég að hafa eigi samband við konur þegar eitthvað þarf að gera, einhverju þarf að hrinda í framkvæmd. Rússar þekkja á konur. Þeir láta þær verða lækna. Hjálpsemin og miskunnsemin eru konunni með- fædd.“ að er rólegt hér á Ási, sagði ég eftir nokkra þögn. „Já, hér er enginn asi á mönnum," sagði Gísli. „Fólk hefur það rólegt og er svolítið út af fyrir sig. Það er aðeins eitt við þessa starfsemi elliheimilanna og það er að fóíkið lifir lengur. Það, sem við erum að selja er það, sem er dýr- mætasta í dag. Öryggi í ellinni. Það er aðeins talað um slæmt ástand gamla fólksins fjórða hvert ár. Að mínu mati er rangt að byggja mörg stór hús. Tímarnir hafa breyst. Því á að byggja mörg lítil dvalarheimili þar sem hver hjálpar öðrum." Og við kvöddum þau hjónin í Ási. — ai MorKunbl.iliíi KEE Eitt af eMbúsanum á Litlu-Grund. „Fólkið þarf ekki að gera neitt, en það getur gert allt,“ sagði Gísli. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa Þórshallar hf., Brautarholti 20, veröur lok- uö vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 15. ágúst. TÖLVU5KÓLINN ■■^^^■■^^^"Skipholli 1. *ími 25400 SUMARSKOLI FYRIR RÖRN 9-14 ÁRA 1 sumar veröur efnt til nokkurra tölvunámskeiöa fyrir börn. Hvert námskeiö stendur yfir í 2 vikur meö möguleikum á framhaldsnámskeiöi í 2 vikur til víöbótar. Viö kennsluna eru notaðar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö litaskermi, 4ra rása hljóöi og háþróuðum teiknimöguleikum. Kennt veröur eftirfarandi m.a.: • Hvernig tölvur vinna • Til hvers þær eru notaöar • Hvernig á aö fá þær til aö gera þaö sem notandinn vill. Á kvöldin kl. 20.00—22.30 er kennslusalurinn notaöur til æfinga og leikja fyrir nemendur. Framsýnir foreldrar láta börn sín læra á tölvu. Tölvunámskeiö eru bæöi skemmtileg og þroskandi og opna börnunum nýja möguleika í lífinu. Innritun í síma 25400 LANDSMALAFELAGIÐ VÖRÐUR Reykjavík — Sandhólaferja — Þykkvibær — Keldur — Hekla — Þjórsárdalur (sundlaug) — Reykjavík Sumarferð Varðar laugardaginn 3. júlí 1982 Vöröur efnir til ferðar aö Sandhólaferju — Þykkvabæ — Keldum — Heklu — sundlauginni í Þjórsárdal og til Reykjavíkur laugar- daginn 3. júlí nk. Verð farmiöa er kr. 260 fyrir fulloröna og kr. 155 fyrir börn. Innifaliö í fargjaldinu er hádegisveröur. Lagt veröur af staö frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 8 árdegis. ★ Til aö auövelda undirbúning, vinsamiegast tilkynniö þátttöku sem fyrst í síma 82900. ★ Miöasala í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö. ★ Einstakt tækifæri til aö feröast og fræðast um fagurt land. ★ Varöarferöir bjóöa upp á traustan feröamáta og góöan félagsskap. ★ Aöalleiðsögumaöur verður: Einar Guðjohnsen. ★ Allir eru velkomnir í sumarferð Varöar. Innifalið í fargjaldi er hádegisverður. Miöasala alla daga frá kl. 9—5. Mikvíkudag og fimmtudag kl. 9—22. Pantanir teknar í síma 82900. Ferdanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.