Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982 59 99 I fyrrasumar kom það fyrir í fínum klúbbi I Madrid að Milans kapteinn hrópaði upp að konungurinn væri einskisnýtt svín .. .99 (Sjá: DÓMSMÁL) SÖGULOK —— Bing undir hamrinum Um síðustu mánaðamót komu að- dáendur Bing heitins Crosbys jafn- vel alla leið frá Evrópu og Astralíu til San Francisco til þess að bjóða í 1400 hluti, sem verið höfðu í eigu hinnar látnu söngstjörnu. Á meðal uppboðsmuna voru pípur hans, golf- áhöld, vasaúr, bindisnælur úr gulli, skyrtur, bindi og sokkar. Þetta uppboð fór fram eftir að ýmsir stærri hlutir úr eigu Cros- bys höfðu verið seldir. Þá var m.a. seldur silfurgrár bíll af gerðinni Aston Martin og hafði honum að- eins verið ekið tæpa þrjú þúsund kílómetra. Söluverð hans var um 150.000 krónur. Ennfremur var skrifborð Crosbys selt fyrir 18.000 krónur. — Ég keypti tvö af úrum Cros- bys, en ég vil ekki skýra frá því, hvað ég borgaði fyrir þau, sagði Gerald Rand, einn af aðdáendum söngvarans. Hann hafði komið alla leið frá Englandi til að vera við uppboðið. Hann sagðist hafa verið tryggur aðdáandi Crosbys í 45 ár. — Eg myndi hafa borgað 10 Bing var víðförull laxveiðimaður. Þessi mynd er tekin hér heima. sinnum hærra verð fyrir úrin, hefði það verið nauðsynlegt, sagði hann. Frú Crosby, ekkja söngvarans, sem var gift honum síðustu 20 ár- in, var viðstödd allt uppboðið og bauð m.a. gestum upp á kalt borð. I viðtali við fréttamenn skýrði hún frá því, að ákvörðunin um að selja muni mannsins síns hefði ekki verið tekin í fljótheitum. Hún hefði velt hugmyndinni fyrir sér í fimm ár, en Bing Crosby andaðist úr hjartaslagi á Spáni árið 1977, 73ja ára að aldri. A meðan Crosby var í fullu fjöri átti fjölskyldan sex heimili í Los Angeles, New York, Idaho, Palm Springs, Kali- forníu og Mexíkó. Húsunum fækk- aði smám saman, en frú Crosby upplýsti að húsgögnin hefðu þó haldið áfram að vera í eigu þeirra hjóna. Hún kvaðst gleðjast yfir því, að aðdáendur eiginmanns hennar hefðu haft aðstöðu til að eignast svolitla hlutdeild í honum. Frú Crosby hafði sett upp ákveðið lágmarksverð fyrir upp- boðsmuni, en ekki tókst að ná því í öllum tilvikum. Til dæmis vildi hún fá þrjár milljónir minnst fyrir málverk af veiðiskap eftir Alfred Mummings, en hæsta boð- ið, sem í það kom, var 2,9 milljón- ir. Frúin ákvað, að málverkið yrði því engum slegið. FORFEOURNIR Var ómetið banabiti víkinganna? Enskir fornleifafræðingar, sem verið hafa að rannsaka minjar um víkingana í Jórvik á 10. öld, þykjast nú hafa fundið út, að þessir áar þeirra hafi bókstaflega étið sig til heljar og það jafnvel áður en þeir náðu miðjum aldri. Maturinn, sem þeir átu, var nefnilega svo eitraður og morandi í stórhættulegum sníkju- dýrum, að sá kallaðist gamall sem náði því að verða fertugur. Vísindamennirnir hafa að und- anförnu verið við rannsóknir sínar þar sem talið er að víkingarnir hafi haft almenningssalerni og hafa þeir tekið mörg og merkileg sýni á þessum stað. Út úr þeim má ýmislegt lesa um mataræði vík- inganna, t.d. að þeir hafi borðað mikið af korni, en líka að með korninu hafi slæðst töluvert af fræjum dálítið eitraðra jurta, sem vaxið hafi á kornakrinum. „Þessi eitruðu fræ hafa trúlega valdið ofskynjunum og verið ban- væn í miklu magni,“ segir Andrew Jones, einn vísindamannanna og dýrafræðingur að mennt. „Á löng- um tíma hefur eitrið safnast sam- an í líkamanum og valdið miklum skaða. Auk þess voru snikjudýr al- geng og allt hefur þetta stuðlað að lélegu heilsufari og skammlífi vik- inganna." Jones segir, að á matseðli vík- inganna hafi meðal annars verið hismið utan af korninu, fuglakjöt, fiskur, stundum kjöt af nautum og sauðum og ávextir, t.d. epli, plóm- ur, kirsuber og hinn beiski ávöxt- ur svartþyrnisins. Gert er ráð fyrir að þessar rannsóknir standi enn í tvö ár, en á meðan eru sýnin úr almenn- ingssalernum víkinganna geymd í sekkjum, tilbúin til frekari athug- unar. „Þetta er mikið verk og mörg tonn órannsökuð enn,“ segir Jones. „Vissulega óskemmtilegt á stundum en vel þess virði. Þannig fáum við nokkurn smjörþef af lífi víkinganna." GLÆPIR Bófar tröll- ríða Napólí Könnun hefur leltt í Ijós að 87% verzlunareigenda í Napólí greiða verndarfé til Camorra, eins og Mafiu-samtökin nefnast þar í borg. í rannsókninni kom ennfrem- ur fram, að ríflega helmingur af íbúum Napólí hafa ýmist sjálfir orðið fórnarlömb glæpaverka ellegar orðið vitni að þeim. l’Unita, málgagn kommún- istaflokksins, hafði veg og vanda af þessari könnun. Þeir sem spurðir voru, fengu spurn- ingarnar sendar og voru þeir 12.000 talsins. Anotonio Polita, einn blaða- mannanna, sem stýrði könnun arstærð. þessari, sagði eftirfarandi: Þetta var ekki vísindaleg skoðana- könnun heldur miklu fremur bænarskjal fjöldans til Pertini, forseta landsins, um að ríkið að- hafist eitthvað raunhæft og lýð- ræðislegt til þess að binda enda á þetta ófremdarástand. Ýmsir þeirra, sem spurningunum svörðuðu, sendu með svörunum miða, þar sem t.d. sagði: Ég fæ símahringingar og mér er skip- að að borga, að öðrum kosti verði íbúð mín sprengd í loft upp. Annar skrifaði: Ég borga 1720 krónur í húsaleigu á mánuði og svo borga ég Camorra þar að auki 40 krónur. Allir í húsinu greiða verndarfé og fer upphæð- in eftir því, hversu miklu hús- rými þeir hafa yfir að ráða. Áttatíu og þrír af hundraði þeirra, sem svöruðu, kváðust trúa því að leiðtogar skipulegrar glæpastarfsemi nytu verndar frá ríki og stjórnmálaflokkum. ^í Lax- og silungsveiöi Nokkrum veiöidögum er óráöstafað í Hvítá og Grímsá, (Skugga), fyrir landi Hvítárvalla II. Veiði- kofi á svæðinu. Hvítárvallaskóli, sími 96-7050. Listahátíðin í Edinburg 22. ágúst — 11. sept. Útvegum gistingu og aðgöngumiða. Pantið tímanlega. A FerSashrifstofan Ifarandi Lækjargölu 6a. Simi 17445. Wt10 lbs- Hveiti HVEITI Kr. 49.50 Þettq ergmnnvöruverd Gerið verösamanburö Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.