Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 61 Egill Skúli Ingibergsson Kísilmálmvinnslan: Egill Skúli Ingibergsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Á fundi stjórnar Kísilmálm- vinnslunnar hf. sem haldinn var á Reyðarfirði þann 24. júní 1982 var Egill Skúli Ingibergsson, raf- magnsverkfræðingur, ráðinn framkvæmdastjóri Kísilmálm- vinnslunnar h.f. frá 1. júlí nk. að telja. (FrétUtilkynning frá Kísilmálmvinnslunni hf.) Islenzkir alþýðukór- ar á mót í Finnlandi DAGANA 1.—4. júlí næstkomandi verður haldið í Pori í Finnlandi 8. Norræna alþýðutónlistarmótið, „Ar- betets Ton i Norden, Pohjolan Työva- en Sével“. Frá íslandi fara að þessu sinni tveir kórar: Samkór Trésmiðafé- lags Reykjavikur undir stjórn Guð- jóns B. Jónssonar og Kór Starfs- mannafélags Álafoss undir stjórn Páls Helgasonar. Þetta er í annað sinn sem íslend- ingar taka þátt í þesskonar móti, S fyrsta sinn 1977 í Osló. Þátttakend- ur þá voru Lúðrasveit verkalýðsins og Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur. Mót þessi eru haldin fjórða hvert ár. Á mótið í Pori er búist við 8—10 þús. þátttakendum. Eftir að mótinu lýkur munu íslensku hóp- arnir ferðast um Finnland og til Rússlands. Heim verður komið 12. júlí. Nordiska arbetars&ngar- och musikerforbundet, Tónlistarsam- band alþýðu á Norðurlöndum, var stofnað í Gautaborg árið 1947 með þátttöku tónlistarsambanda verka- fólks frá Finnlandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi. I sambandinu eru nú um 12 þús. félagar. Frá 1947 þar til nú hefur sam- bandið staðið fyrir sjö tónlistar- mótum, en á síðari árum hefur sambandið einnig staðið fyrir nor- rænum menningarmálaráðstefnum og námskeiðum. Var ein slík ráð- stefna haldin hér á landi dagana 10,—16. sept. 1979 í Ölfusborgum. Árið 1975 hafði NASMF samband við Menningar- og fræðslusamband alþýðu og óskaði eftir fulltrúum á ráðstefnu það sama ár. Samskonar ráðstefna var aftur haldin 1976. Fulltrúar frá MFA, LV og STR sóttu þessar ráðstefnur og árið 1976, 28. september, var Tónlistar- samband alþýðu stofnað með þátt- töku þessara sömu aðila. Nú eru að- ilar sambandsins 4 því snemma árs 1981 gerðist Kór Starfsmannafé- lags Álafoss aðili að sambandinu. 7.-15.jtílí ætlar Ftiðrik aðleiða^datr f allan sannleikann um Kölnarvatnið fræga! Friðrik Haraldsson er fararstjóri, sem kann sitt fag. Um daginn stjórnaði hann frábærlega velheppnaðri rútuferð um Þýskaland. 7-15.júlí ætlar hann afturaf stað og þá í beinu leiguflugi til Kölnar. Það er reyndar óvíst að Friðrik geti sýnt farþegum sínum uppsprettu Kölnarvatnsins fræga, sem þær Jósefína Napóleons og hirðmeyjar hófu að skvetta á sig á 19.öldinni, en hann þekkir sögu þess mæta vel. Annars liggur leiðin frá Köln suður um Wurzburg til Munchen. Þaðan um Oberammergau til Konstanz og niður með Rín til Heidelberg. Auðvitað verður siglt svolítið á Rín, en hin ágæta verslunarborg Trier verður dvalarstaður hópsins síðustu tvær næturnar. Dagleiðirnar eru stuttar aðeins 100 til 300 kílómetrar. Friðrik er gjörkunnugur staðháttum í Þýskalandi og segir að þar sé meir en nóg að skoða. Heim er haldið frá Köln seint að kvöldi þess 15. Verðið er aðeins 4.980krónur. Innifaliðerflugfar, gisting í2jamanna herbergi, morgunverður, allur akstur, sigling á Rín og frábær íslensk fararstjórn. Það er líka hægt að fara á eigin vegum til Kölnar 7.júlí og heim aftur þann 15. Flugfar og Ford Fiesta bílaleigubill, til afnota allan tímann með ótakmörkuðum akstri kosta aðeins 2.980 krónur, miðað við fjóra i bíl. Auðvitað er einnig hægt að fá dýrari tegundir. Flugfar og VW-Joker III, sem er húsbíll með gistiaðstöðu, kosta aðeins 3.980 krónur, miðað við fjóra í bíl. Bíllinn er til afnota allan tímann og 1.750 kílómetra akstur innifalinn. Leitið upplýsinga í sima 26900 FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.