Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU um ... Reyndur garðyrkjubóndi fræddi mig á því, að áður fyrr hefðu verið notuð tjöruspjöld, til að fæla fluguna frá. Þá var stungið niður litlum spjöldum með tjöruslettu á, og lyktin fældi fluguna prýðilega frá! Þetta er ráð sem ég kann að meta, og minni nú yngri ræktendur á ... Nú, en við ætluðum ekki að rækta grænmeti í dag, heldur stóð til að fylla tómata. Þessi lauflétti tómatréttur hentar vel sem forréttur, léttur málsverður t.d. með brauði, eða við önnur tækifæri, sem kunna að koma upp á hjá ykkur. Það er ekki al- veg gott að segja hvað fyllingin dugar í marga tómata, það fer eftir stærð þeirra, en ætli sex tómatar sé alveg fjarri lagi... I Kornmarkaðnum og kannski víðar hefur mátt fá alveg fyrir- taks tómata, ræktaða án tilbúins áburðar. Þeir eru bragðmiklir og góðir. Kornmarkaðsmenn eru oft niðri á Lækjartorgi að selja, svo þar er hægt að verða sér úti um þá. 6 tómatar ‘k gúrka 1 dós túnfiskur, um 250 gr 1% msk olía, gjarna sólblóma- olía 'k tsk vínedik, sama hvaða teg- und pipar 1 fínsaxað hvítlauksrif 1 msk kapers 1. Þvoið tómatana og þerrið þá vel. Skerið lok ofan af þeim, og holið þá að innan, án þess að það komi gat á þá. Þvoið gúrkuna og þerrið hana, skerið hana í litla bita og blandið saman við tún- fiskinn. Notið olíuna úr dósinni með. Dreypið edikinu á, blandið innmatnum úr tómötunum, bragðbætið með pipar, hvítlauk (ef hann fæst) og kapers, ef ykk- ur sýnist svo. Bragðið á og kryddið frekar ef ykkur sýnist svo, t.d. með graslauk, sem er gríðarhollur. Setjið fyllinguna í tómatana og tyllið lokunum á. Nú getið þið geymt tómatana í kæliskáp í allt að sólarhring. Berið þá fram kaida, en látið þá standa í stofuhita í um 30 mín.,ef þeir eru gegnkaldir úr kæli- skápnum. Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR í þessari einmunatíð sem hefur glatt okkur undanfarið hefur allt sprottið vel, ekki bara arfinn held- ur 'einnig rabarbarinn. í tilefni af því er boðið upp á rabarabaraköku í dag. Tómatarnir eru fagurrauðir og ekki úr vegi að gæða sér á þeim, sem sagt einnig tómatréttur hér í dag. Góða skemmtun! Rabarbarakaka á franska visu Ég hef oft áður verið með rab- arbaragóðgæti í þættinum, m.a. rabarbarapæla og sultur. Smá upprifjun: Vegna þess hve mikill vökvi kemur úr rabarbara þegar hann er bakaður, er gott að setja lok úr pæadeigi yfir rabarbar- ann, eftir að hafa sykrað hann hæfilega, í stað þess að hafa botn undir honum. Botninn verður blautur, en lokið er aftur á móti stökkt og þurrt. Kanell og engifer gefa gott bragð í rabarb- ararétti, ekki sízt engiferhnýði í sykurlegi, sem fást í ýmsum búð- um. 'k—1 fínsaxað engiferhnýði í pæa eða köku gefur býsna gott bragð. Og ekki má gleyma að það er gott að krydda rabarbara- sultu á þennan hátt. Sveskjur eru einnig góðar með rabarbara, t.d. í sultu. Það er einnig gott að sjóða rabarbara, sveskjur og appelsínusafa saman, krydda e.t.v. og nota volgt út á ís eða borða með köldum, þeyttum rjóma eða óþeyttum. Þetta er reyndar nk. grautur, sem er að vísu ekki þykktur með kartöflu- mjöli, eins og oft er gert með venjulegan rabarbaragraut. En kartöflumjölið finnst mér óþarfa viðbót, því grauturinn verður alveg nógu þykkur, ef ekki er haft of mikið af vökva. I Mið-Austurlöndum, þar sem rabarbari er töluvert notaður, er hann gjarnan soðinn ásamt kjöti, og svo auðvitað kryddi, t.d. kanel, allrahanda eða álíka kryddi. Þið getið e.t.v. spreytt ykkur á slíkum rétti... En í dag er það kaka. Þessi kaka er reyndar ættuð úr Frakklandi og ég hef áður verið með svipaða uppskrift, því hana má nota á marga mismunandi vegu, allt eftir því hvaða ávextir eða ber eru notuð í hana. í hér- aðinu Limousin eru kirsuber gjarnan sett í kökuna, og hún kallast þar clafouti. Þar er einn- ig bökuð önnur kaka, oft án ávaxta eða berja en annars svip- uð, sem kallast flangrade eða flognarde, og þekkist einnig í héraðinu Auvergne. Þetta er eig- inlega pönnukaka, en bökuð í einu lagi í ofnföstu formi, nema þið búið svo vel að eiga pönnu sem þolir ofn... 'h 1 rabarbarabitar, (ekki of sverir stönglar) 1 dl sykur, gjarnan hrásykur eða ljós púðursykur 150 gr steinlausar sveskjur 4 egg FLJÓT- LEGT OG GOTT! 1 'k dl hveiti 1 dl sykur, gjarnan hrásykur eða ljós púðursykur 3 dl mjólk (kanell, fínsaxað engiferhnýði í sykurlegi) 1. Setjið ofninn á 200°. Smyrjið ofnfast form, sem þið getið borið kökuna fram í. 2. Skerið rabarbarann í litla bita, eftir að hafa þvegið hann vel og þurrkað. Grannir stönglar eru betri en sverir, því þeir sveru eru oft trénaðir. Látið bitana í formið, stráið 1 dl sykri yfir og látið þetta bakast í ofninum, meðan þið lagið afganginn af kökunni. 3. Skerið sveskjurnar í litla bita. Hrærið saman eggjunum og hveitinu, svo úr verði kekkja- laus hræra. Hellið sykri og mjólk út í, bætið sveskjunum í og kryddið, eftir því sem ykkur sýnist hæfilegt. Hellið þessu yfir rabarbarann í forminu og látið bakast í um 45 mín. í miðjum ofninum, þar til hún er hlaupin saman. Hún er bezt volg með þeyttum, örlítið sætum rjóma. Tómatar með túnfisk- og gúrkufyllingu Nú er sá dýrðartími, græn- metistíminn, og ekki aðeins sjálfsagt heldur nauðsynlegt fyrir sál og líkama að nærast sem mest á grænmetinu meðan nóg er af því á bezta verði. Ef ykkur finnst grænmeti dýrt, haf- ið þá í huga að þið fáið mikið fyrir peningana ykkar, þegar þið kaupið það. Grænmetið er auðugt af alls kyns góðefnum, t.d. vítamínum eins og hvert barn veit líklega. Auk þess er grænmeti lítið fit- andi, miðað við margan annan mat, og því mjög heppilegt til matar. Én hollusta grænmetis- ins fer mjög eftir því hvernig það er ræktað. Hollustn fer fyrir lítið, ef á grænmetið er ausið áburðarefnum, svo það vaxi hratt, og pusað yfir það skor- dýraeitri, svo skordýrin taki ekki toll af framleiðslunni. Hér gilda vissulega ýmsar reglur um hvað má og hvað ekki í þessum efnum, en eftirlitið er ekki mik- ið, enda erfitt að standa yfir meðan verið er að rækta. Miðað við hvað mér finnst vera lítill skilningur á þessum málum hér, þá er ég satt að segja örlítið áhyggjufull yfir efnanotkun í grænmetisræktun hér. En ég vona sannarlega að það sé að- eins órökstuddur kvíði... Gulrófur og radísur eru mjög ásóttar af kálflugu, sem étur þetta með góðri lyst. Vaxtartími radísunnar er svo stuttur að á hana má nóta lítið sem ekkert skordýraeitur. Það þekkja vænt- anlega margir garðeigendur maðkétnar radísur. Agætur garðyrkjubóndi sagði mér reyndar, að það væri bezt að verða sér úti um maðkétnar gulrófur, þá væri hægt að vera öruggur um að rófurnar hefðu ekki fengið óhóflega skammta af eitri... En það eru vísast fáir sem treystast til að sækjast einkum eftir slíkum róf- 7 KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AYEXTIR IKUNNAI Bláber — Bananar Dole — Appelsínur Out Span Eplí rauö Extra Fancy — Epli gul — Epli grœn — Sítrónur — Greip — Melónur — Honey Dew — I ur Cranshow — Kókóshnetur — Vatnsmelónur Plómur — Vínber bli — Vínber græn — Ferskjur ftalía — Nektarínur Ítalía — Ananas — Ferskar döölur — Kiwi — Kókóshnetur. EGGERT KRISTJÁIMSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 LITMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlíð hjá fagmanninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.