Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 77 VÉl^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI FÖSTUDAGS Þessir hringdu 1983, ár sparnaðarins Kona hringdi og vildi stinga að þeirri hugmynd, að árið 1983 verði helgað sparnaðinum og verði kallað Ár sparnaðar- ins. „Mér datt þetta svona í hug eftir að dreift hafði verið nýju símaskránni. Hvernig stendur á því að íslendingar henda svona mörgum hlutum, sem eru til margra hluta nýt- anlegir. Af hverju lætur Póst- ur og sími ekki afhenda gömlu skrána þegar hinni nýju er út- hlutað. Hana væri hægt að endurnýta til margra hluta." Hvað segja dýravernd- unarfélögin? A.S. hringdi og kvaðst fagna því að V.G. hafi vakið máls á villimannslegri aflífun dýra eins og t.d. minka og refa. „Mér hefur lengi blöskrað þegar ég hef lesið um þessar aðfarir á síðum dagblaðanna. Það væri æskilegt að dýraverndunarfé- lögin létu heyra eitthvað frá sér um mál þetta." Búið að fín- kemba svæðið Sumarbústaðareigandi við Þingvallavatn hringdi og sagði farir sínar ekki sléttar. „Svo- leiðis er, að ég er með einn og hálfan hektara lands nálægt þjóðveginum. Á því landi er stór hóll, sem skiptir landinu í tvennt, öðru megin hreiðra fuglar um sig, en hinum megin er ég og fjölskylda mín. Fugla- megin, eins og ég kalla það, er algjörlega friðað land nema fyrir mig og fjölskyldu mína, nema hvað við höfum leyft okkur að fylgjast með þessu náttúruríki í hæfilegri fjar- lægð. Þessi eini og hálfur hekt- ari er afgirt land. Síðastliðinn sunnudag er við komum að bústaðnum var búið að ræna eggjum úr öllum hreiðrunum. Það var greinilegt af aðstæð- um, að hér var hvorki um vargfugl né mink að ræða, því ekki var eggjaskurn að sjá í hreiðrunum né í nágrenni þeirra. Þarna áttu sér hreiður lóur, hrossagaukar, rjúpur o.fl. fuglategundir. Það er furðulegt að menn geti ekki unnt fuglun- um að vera í friði, heldur skemma fyrir fólki og spilla „fjölskyldulífi fuglanna", að því er virðist að ástæðulausu. Svo er orðið ástatt hjá mörgum sumarbústaðaeigendum, að þeir eru farnir að velta því fyrir sér að láta vakta bústaði sína meðan þeir eru fjarver- andi. Þá langar mig til þess að koma þeirri spurningu á fram- færi við rétta aðila, hvenær áætlað verði, að varanlegri lag- ningu slitlags á veginn undir Ingólfsfjalli, frá Suðurlands- vegi að Þrastalundi, verði lok- ið? Hver stjórnar þessari vegarlagningu og af hverju hefur þetta tekið svo langan tíma? Sambyggöar trésmíöavélar ZINKEN 21 til afgreiöslu strax. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. Sóði er og verður alltaf sóði Kæri Velvakandi! Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að minnast á umgengnis- venjur Islendinga í sambandi við náttúruna, flösku- og glerbrotin sem eru okkar þjóðareinkenni, ásamt plastinu sem fjúkandi er um borg og bý. Það er eitt sem mig langar að koma á framfæri við þig, það er nefnilega ekki því að neita að þú kemur mörgu þarflegu til leiðar. Ég vil, þegar verið er að úthluta lóðum, að þeir sem það gera kanni aðeins hverjir það eru sem plantað er saman eins og trjám í mörk. Við hjónin erum ein af þessum mörgu sem í byggingum standa og allt í kringum okkur eru byggingarframkvæmdir í fullum gangi. Af tilviljun rákumst við á hús þar sem tilvonandi nágranni okkar býr og hvílík umgengni á lóðinni hjá fólkinu. Ég held að sá hlutur sé næstum ekki til, sem ekki var þar fyrir utan, en fínn bíll auðvitað til að setja kórónuna á allt saman. Nú vill kannske ein- hver segja, að þetta lagist þegar þau eru komin í nýtt umhverfi. Ég segi hiklaust nei, sóði og draslari er og verður það, hvar sem hann er, hvort sem það væri í aldingarð- inum Eden eða uppi á Esju. Þetta fólk á bara að vera með sitt skíta- rusl einangrað og út af fyrir sig. Þetta fólk hlýtur að vera óhreint innra sem ytra og svona fólk setur svartan blett á hverfið þar sem það býr. Ég get fullyrt, að ef fleiri af tilvonandi nágrönnum þeirra hafa barið þetta augum, verða þetta ekki kærkomnir nágrannar. Húsbyggjandi Vísa vikunnar Þó hafi á Fróni heiðríkt loft er hugsun rauð á sveimi og þá er Palli æði oft einn i þessum heimi. Hákur Sérkennileg- ur formáli ad veðurfréttum í KRÉTTATÍMA sjónvarpsins, fóstu- I daginn 18. júní sl., hóf Páll Berg- þórsson vedurfrKÓingur, kynningu veðurfrétU meó eftirfarandi h*tti: „Fallegt er nú landið okkar og vinalegt á svona degi og raunar ekki síöur séö utan úr geimnum, eins og þessi mynd sýnir. En kannski gleöur hún ekki augu allra af sömu ástæöu, stríösglaöar konur úti í heimi kynnu aö líta hýru auga til aö æfa si? •' legri hernaöaráré'- GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þetta breytist vegna setningu nýrra laga. Rétt væri: Þetta breytist vegna setningar nýrra laga. Sagt var: Það var sífellt ráp um báðar dyrnar. Rétt væri: Það var sífellt ráp um hvorartveggju (eða hvorar tveggja) dyrnar. (Ath.: Orðið dyr er ekki til i eintölu.) SlGGA V/GGA fi llLVERAM ALIÍTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM FRETTIR AF FYRSTU LEIKJUNUM í MILLIRIÐLUM HM-KEPPNINNAR A EFTIR BOLTANUM 0 * AFMÆLISMOT IR I FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM o Itarlegar og spennandi íþróttafréttir [wvómm \ VAom.J WNflUW M%iL\%ÍUm [cbM£LLWmV/1 \ OG J 9 0 Wm —y ávTr Æí §MÉi^á T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.