Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 Spánverjum finnst réttvísin vera rangeyg „Mér fannst sem verið væri að senda mig til einhvers bananalýð- veldisins þar sem glæpamenn í ein- kennisbúningum færu með öll völd. Nú finnst mér sem ég sé að fara frá einu slíku.“ l>að var ungur Spán- verji, sem sagði þetta við mig, starfs- maður í utanríkisþjónustunni, sem nýlega hafði verið skipaður sendi- herra í Suður-Amerikuríki, og það var ekki laust við að biturleika gætti í röddinni. I>etta var nokkru eftir valdaránstilraunina 23. febrúar í fyrra og spánska þjóðin vissi enn ekkert hvað við myndi taka. Dómarnir, sem æðsti herréttur Spánar kvað nýlega upp yfir 32 foringjum og einum óbreyttum borgara, sem sakaðir voru um valdaránstilraunina, hafa valdið hneykslun og reiði meðal mikils meirihluta Spánverja. Aðeins 10 af foringjunum 32 fengu þyngri fangelsisdóm en þrjú ár og þar af fengu fimm þrjú ár — og einn dag. Ellefu voru sýknaðir, þar á með- al þjóðvarliðarnir átta, sem rudd- ust skjótandi inn i þingsalinn og héldu ríkisstjórninni og þingheimi öllum í gíslingu í 17 klukkustund- ir. Þeir afrekuðu það einnig að ráðast á og misþyrma aðstoðar- forsætisráðherranum sem þá var, Guitterez Mellado. Þessir menn eru nú allir lausir og liðugir og halda sínum fyrri stöðum í þjóð- varðliðinu, herafla, sem er jafn mikil tímaskekkja og þríhyrndu hattarnir, þeirra helsta stolt og einkennismerki. Tejero veifar skammbyssu sinni yfir þingheimi við valdaránstilraunina fyrir 16 mánuðum. Foringi þjóðvarðliðanna í valda- ránstilrauninni var Antonio Tej- ero, mikil hetja í augum spánskra fasista, fimmtugur að aldri, með mikið yfirvaraskegg og ennþá meira sjálfsálit. Hann tók við skipunum sínum frá hershöfðingj- anum Milans del Bosch, sem var sterki maðurinn á bak við mis- heppnað valdaránið. Báðir fengu þeir hámarksrefsingu, en dómar- arnir, með tárin í augunum, báðu ríkisstjórnina um að sjá aumur á þeim og milda dóminn í 20 ár. Samsærismennirnir lifa nú í vellystingum praktuglega í her- fangelsinu í Alcala de Henares, sem tekið hefur miklum stakka- skiptum til hins betra hvað aðbún- aðinn varðar vegna þessara nýju gesta. Eitt af því, sem ljóst varð af réttarhöldunum, er að yfirmenn í spánska hernum líta á sjálfa sig sem útvaldan lýð. Þeir eru öfga- fullir hægrimenn og engir lýðræð- issinnar og þótt þeir lýstu hver í kapp við annan hollustu sinni við konung var öllum ljóst, að það voru aðeins látalæti. Eins og aðrir spánskir fasistar eru þeir óánægðir með lýðræðið í landinu. í fyrrasumar kom það t.d. fyrir í fínum klúbbi í Madrid, að Milans kapteinn, sonur hershöfð- ingjans, hrópaði upp, að konung- urinn væri „einskisnýtt svín“ og þegar annar foringi varð til að mótmæla því kom til mikilla slagsmála. Niðurstaðan varð loks- ins sú, að kapteinninn var dæmd- ur í tveggja mánaða stofufangelsi. Spánverjar eru farnir að þreyt- ast mjög á „réttlæti" herforingj- anna. Þeim finnst, að borgaralegir dómstólar eigi að dæma þá, sem reyna að steypa af stóli réttkjörn- um yfirvöldum með valdi, en ekki einhver gömul kunningjaklíka. Vera má að Calvo Sotelo forsæt- isráðherra sjái nú eftir því að hafa málin í hendur herdómstóls en sannleikurinn er sá, að ríkis- stjórnin var og er hrædd við ráða- mennina í hernum. Nú spyrja margir: Gæti þetta gerst aftur og kannski tekist það sinn? Svarið er, að lýðræðið stend- ur nú traustari fótum og mjög ólíklegt er, að nokkurri herfor- ingjaklíku eða hópi fasista héldist slíkt upp gegn eindrengum vilja þjóðarinnar. — WILLIAM CEMLYN-JONES GLEÐIFREGN Smásýnishorn af hafinu hér i noröurslóóum. Nú hafa rannsóknir leitt I Ijó að þess gullkista er furðu óspillt. Allt er ekki í grænum sjó á Ægisslóðum Heimshöfin eru ekkert að deyja, síður en svo, og í raun hefur tillitsleysi mannanna haft miklu minni áhrif á þau, en talið var fyrir einum áratug. Þetta er álit dr. Stejepan Keckes, 49 ára gamals júgó- slavnesks sjávarlíffræðings, sem stjórnað hefur mörgum rannsóknum á vegum Samein- uðu þjóðanna, en hann greindi frá þessu á umhverfismála- ráðstefnu SÞ í Nairobi á dögun- um. „Að tala um deyjandi höf er tóm vitleysa," segir Keckes, sem vísar á bug hrakspám franska haffræðingsins Jacques Coust- eau og norska könnuðarins Thor Heyerdal frá því afsjöunda og áttunda áratug aldarinnar. „Það er svona álíka mikið vit í því að segjast vera að dauða kominn af tannpínu." Að vísu segir hann, að mikil mengun sé við einstaka strönd en hvergi sé þó hætta á ferðum, jafnvel ekki í Miðjarð- arhafinu. Eftir umhverfismálaráðstefn- una í Stokkhólmi 1972 var dr. Keckes falið að kenna ástandið í höfunum og hefur hann síðan unnið að þeim rannsóknum. Á ráðstefnunni, sem nú var hald- inn í Nairobi, mátti heita að niðurstöður þessara rannsókna væru eini sólskinsbletturinn enda var álit hinna vísinda- mannanna, um hundrað að tölu, allt upp á ófarnaðinn. Skógarnir eyðast hröðum skrefum, eyði- merkurnar þenjast út, vernd- andi ozon-lagið í gufuhvolfinu fer minnkandi, „súr rigning" fellur til jarðar og sumar dýra- og jurtategundir eru að deyja út. Á ráðstefnunni í Nairobi sagði Kanadamaðurinn dr. Maurice Strong, að sjórinn hefði sýnt miklu meiri viðnámsþrótt gegn menguninni en talið var mögulegt fyrir tíu árum, og bandarískur fulltrúi, Lloyd Timberlake að nafni, sagði, að vísindamenn væru nú miklu bjartsýnni en áður hvað heims- höfin snerti. „Áhrif olíumeng- unarinnar hafa alls ekki orðið þau, sem spáð var,“ sagði hann. Dr. Keckes segir, að þrátt fyrir jafn stórkostleg mengun- arslys og varð þegar olíuskipið Amoco Cadiz stökk fyrir Frakk- landsströndum 1978, séu aðeins 6% olíumengunarinnar í sjónum afleiðing slysa á olíuskipum eða ólöglegra tankahreinsunar úti á sjó. KIRKJA Séra Inge-Lise slær í gegn íbúarnir i Hanstholm á Vestur- Jótlandi eru sigrihrósandi þessa dagana. í allsherjaratkvæða- greiðslu var það nefnilega sam- þykkt, að presturinn þeirra yrði um kyrrt, fallega unga stúlkan á mótorhjólinu, bláu gallabuxunum og allt það. í þessari einstæðu atkvæða- greiðslu, sem danska kirkju- málaráðuneytið hafði forgöngu um, bar safnaðarfólkið sigurorð af sóknarnefndunum, sem eru fjórar, en þær höfðu barist gegn því að presturinn, séra Inge-Lise Wagner, 29 ára gömul, fengi opinbera skipun sem andlegur sálusorgari íbúanna 2.100. Eftir að hafa verið aðstoð- arprestur í hálft annað ár kom- ust sóknarnefndirnar að þeirri niðurstöðu, að Inge-Lise Wagner væri „ófær um að eiga þau sam- skipti við fólk sem presti sæmdi" og þegar embættið losnaði var umsókn hennar hafnað en annar valinn í hennar stað. Þá var safnaðarfólkinu nóg boðið. Meira en 800 manns skrifuðu undir bænarskjal til biskups og báðu hann ásjár, sögðust vilja ungfrú Wagner fyrir prest og engan annan. „Hún er fyrsti presturinn okkar, sem við höfum raunverulega getað talað við,“ sagði Gustav Jensen, sá sem stóð fyrir undirskriftunum. Biskup- inn hafði hreint ekkert á móti ungfrú Wagner og sneri sér þess vegna til kirkjumálaráðuneytis- ins, sem ákvað að leysa málið með allsherjaratkvæðagreiðslu í sóknunum, þeirri fyrstu, sem um getur. Úrslitin urðu þau, að 1.138 vildu halda í ungfrú Wagner, 237 voru á móti og 12 seðlar auðir. Inge-Lise Wagner er ein af 270 konum, sem gegna prestsemb- ætti í Danmörku, en þær eru um 10% af prestastéttinni. Þar í landi tóku fyrstu konurnar vígslu árið 1948. BANDARIKIN Furðu margir læknar fara að eigin ráðum Margir læknar fara sjálfir eftir þeim reglum, sem þeir setja öðr- um, eða svo segir a.m.k. í frétta- bréfí um heilbrigðismál á vegum læknadeildar Harvard-háskóla, sem út kom fyrir skömmu. Skýrsla þessi byggðist á könn- un, sem 595 læknar tóku þátt í. Niðurstöðurnar leiddu í ljós, að einungis 8% aðspurðra kváðust reykja, 73% notuðu bílbelti við akstur, 79% borðuðu aðeins þrjú egg eða færri á viku, 69% notuðu smjörlíki í staðinn fyrir smjör og 44% höfðu takmarkað neyzlu sína á kjöti af sauðfé og naut- gripum. Þessir læknar voru sér- fræðingar á alls 13 sviðum innan læknisfræðinnar og allir voru þeir í einhvers konar tengslum við læknadeild Harvard-háskóla. Það kom ennfremur í ljós í könnun þessari, að læknarnir voru á móti því að taka inn með- öl nema nauðsyn krefði, en þá ályktun má að minnsa kosti draga af svörum þeirra við spurningum um, hvort þeir not- uðu hægðalyf, fúkalyf við minni- háttar kvefpestum, C-vítamín og stóra skammta af öðrum víta- mínum. Eigi að síður kváðust 14% læknanna taka reglulega inn C-vítamín og vítamínblönd- ur, að sögn dr. Stephen E. Gold- finger, en hann stýrir fréttabréfi um heilbrigðismál. Annað, sem á óvart kom í þessari könnun, að mati Goldfingers, var, að læknar virðast gangast undir reglulega læknisskoðun miklu oftar, en hann ætlaði. Fram kom, að 54% læknanna höfðu á síðustu tveim árum farið í reglulega heilsu- farsskoðun og eldri iæknar gerðu það oftar, en yngri starfsbræður þeirra. 41% lækna á fertugsaldri fóru reglulega í heilsufarsskoðun, 54% lækna á fimmtugsaldri gerðu slíkt hið sama, 65% lækna á sextugsaldri og 80% þeirra, sem orðnir voru sextugir eða meira. Ýmislegt fleira kom fram í þessari könnun, t.d. að 84% lækna fóru reglulega til tann- læknis og 83% tóku sér algert frí frá störfum í árlegum leyfum sínum. Þá leiddi könnunin í ljós, að læknar, sem stunduðu óholla lífshætti eins og til dæmis sígar- ettureykingar höfðu áhyggjur af því, og 70% þeirra, sem reyktu heilan pakka á dag eða meira voru mjög áhyggjufullir. Um það bil þriðjungur af læknum þeim, sem þátt tóku í könnuninni, hafði látið af sígarettureyking- um. — LAWRENCE K. ALTMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.