Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 „Faðir minn gaf mér eitt ráð. Það var að treysta ekki stjórnmálamönnum. Ég hef farið eftir því að mestu leyti“. * A þessu ári eru 60 ár liðin frá stofnun Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar í Reykjavík og hvaö er sjálfsagðara á ári aldraðra en að ræða lítillega við Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Grundar, um hann sjálfan og upphaf elliheimila á fslandi, menn og málefni. Það var faðir Gísla, Sigurbjörn A. Gíslason, sem ásamt fjórum öðrum stofn- aði Grund, er var eina stofnunin sinnar tegundar í Reykjavík í um 35 ára skeið. Gísli er maður stórættaður. Afi hans var séra Lárus Halldórsson, sá sem stofnaði Fríkirkjusöfnuð- inn. Faðir Lárusar var séra Hall- dór Jónsson, prestur á Hofi í Vopnafirði, prófastur Skagfirð- inga og þingmaður S-Múlasýslu. Hann var á Þjóðfundinum 1851, þar sem hann stóð upp og tók und- ir orð Jóns Sigurðssonar forseta þegar Islendingum ofbauð yfir- gangur Trampe stiftamtmanns og Jón sagði: „Vér mótmælum allir." Það voru stoltir menn, rétt eins og Gísli er stoltur, þegar hann segir frá. Halldór Jónsson langafi hans vílaði ekki fyrir sér að taka undir orð Jóns Sigurðssonar þó hann væri konungskjörinn og afstaða hans átti eftir að baka honum erf- iðleika. „Það var mikið skrifað um Halldór," sagði Gísli þegar við rifjuðum þetta upp. Og hann bætti við: „Hann var mikilhæfur maður. Og Lárus sonur hans, hann var ekki síðri. Langt á undan sinni samtíð. Faðir mir.n er fæddur í Skagafirði. Duglegur maður, ein- arður og ákveðinn. Hann varaði mig oft við að treysta fólki um of. Hann gaf mér eitt ráð. Það var að treysta ekki stjórnmálamönnum. Ég hef reynt að fara eftir því að mestu leyti,“ sagði.Gísli. Eg hitti Gísla fyrst á skrif- stofu hans á Grund. Stórt skrifborð hans er autt. A því eru ekki stórir staflar af blöðum og möppum, ekki öskubakki eða pennasett. Ekki skrifborðsmotta. Ekki neitt, nema lítil brún askja, sem hefur að geyma lítil pappírs- rifrildi. Það kom seinna í ljós að þetta var síðasta fundargerð borg- arráðs sem þarna var í öskjunni í litlum pörtum, og á meðan á sam- tali okkar Gísla stóð tók hann við og við pappírssnepil úr öskjunni og rúllaði honum sundur og saman millum fingra sér, braut hann saman og sundur og saman aftur og reif hann svo í tætlur þegar hann lagði áherslu á það sem hann var að segja og henti rifrildinu í ruslakörfu, sem var við hliðina á skrifborðinu. Peninga- og skjalaskápur standa við einn vegg í skrifstof- unni. Myndir hanga á veggjum, og fyrir ofan aðrar dyrnar að skrif- stofunni hangir risastór belgísk skeifa. Hún snýr öfugt, þannig að gæfan dettur ekki ofaní hana heldur úr henni. „Svoleiðis sneri hún þegar ég fyrst sá hana og ég hef ekki þorað að breyta henni,“ sagði Gísli. Fyrir ofan hinar dyrn- ar er að finna þessi orð saumuð gylltum stöfum í svartan dúk: „Ef drottinn byggir ekki húsið þá erfiða smiðirnir til einskis." Stórt kort af Islandi þekur einn vegginn. Annað er ekki að finna í skrifstofu Gísla forstjóra á Grund utan sófasett eitt, þar sem við setjumst og höldum áfram að ræða saman. Gísli Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 29. október 1907. Hann er því 15 árum eldri en Grund upp á dag. Foreldrar hans voru þau Sigurbjörn Á. Gíslason eins og áð- ur sagði og Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður og rithöfundur. Gísli tók próf frá Verslunarskóla islands 1927 og hélt þá utan til Þýskalands til frekara verslun- arnáms í eitt ár. Þegar hann kom aftur til íslands hóf hann að versla með frímerki, en hann hef- ur ætið haft hinn mesta áhuga á frímerkjum og á hið myndarleg- asta safn þeirra. Með frímerki verslaði hann til 1934 þegar hann tók við forstjórastarfi á Grund er Haraldur Sigurðsson forstjóri Grundar féll frá. Síðan hefur hann verið forstjóri þar í ein 48 ár. egar ég spurði Gísla um upp- hafið að stofnun Grundar og aðdragandann að upphafinu stóð hann upp og náði fyrir mig í ein- tak af Heimilispóstinum, sem hann gefur út og er fyrir vistfólk, starfsfólk og aðra á Grund. Kem- ur hann reglulega út í eitt þúsund eintökum. I eintakinu, sem Gísli náði í, sem er frá mars ’82, er að finna úrdrátt úr minningarriti Sigurbjörns Á. Gislasonar, sem gefið var út 1940 í tilefni þess að þá hafði stofnunin starfað í 10 ár í húsinu við Hringbraut, en það hús var reist á árunum 1928 til 1930. Þar segir að upphaf málsins sé að stjórn umdæmisstúku Góð- templara í Reykjavík hafi tekið upp þá nýbreytni í árslok 1913 að safna gjöfum til að geta gefið fá- tækum börnum og gamalmennum miðdegisverð um tveggja eða þriggja mánaða skeið á ári. Stjórnin valdi þrjá menn úr sinum hópi. Sigurbjörn faðir Gísla varð formaður, Flosi Sigurðsson féhirð- ir og Páll Jónsson frá Hjarðar- holti bókari en hann átti hug- myndina. Hann hafði kynnst svip- uðu starfi í Kaupmannahöfn. Starfið hlaut nafnið „Samverj- inn“. Frá upphafi var deilt um þetta hjálparstarf. Sumir héldu því fram að það myndi hæna alla fátæklinga landsins til Reykjavík- ur, en aðrir sögðu, að það myndi tefja umbætur á kaupgjaldi og draga úr fátækrastyrk. Ekki höfðu deilur þessar þó nein áhrif á starf- semi Samverjans. „Samverjinn" átti meira en lít- inn þátt í stofnun elliheimilisins Grundar. Hann þótti stórvaxið mannúðarfyrirtæki á sinni tíð. í blaðinu „Bjarmi" sem Sigurbjörn ritstýrði þá mátti lesa á þessum tíma: Góðgerðastarfsemin, sem minnst var á hér í blaðinu, að um- dæmisstúkan væri að undirbúa, hefir gengið betur en flestir vinir hennar þorðu að vænta að óreyndu. Gjafir komu og eru alltaf að koma frá ýmsum velmegandi bæjarbúum án nokkurs „bóna- kvabbs" frá vorri hálfu, og börn fátæklinga komu svo í stórhópum níunda daginn, sem að „Samverj- inn“ (en svo er góðgerðastarfsem- in nefnd venjulega) starfaði,og var úthlutað 365 máltíðum, aðallega til barna." Árið eftir var úthlutað 200 til 260 máltíðum daglega frá 15. janúar til 31. mars. Um þetta leyti voru bæjarbúar um 11 þúsund og fátækraframfæri rúmar 40 þús- und krónur á ári. Samverjinn hélt áfram starfsemi sinni um átta ára skeið og annaðist mjólkurgjafir til barna og sjúklinga í heimahúsum tvo vetur eftir það. Sumarið 1921 gerðist sú nýlunda að Samverja- stjórnin, sem þá var skipuð fimm mönnum, því Júlíus Árnason og Haraldur Sigurðsson höfðu gengið í stjórnina fljótlega eftir stofnun Samverjans, stofnaði til skemmt- unar fyrir gamalt fólk. Þar voru „allir velkomnir, sem komnir eru yfir sextugt, og ókeypis veitingar fyrir þá, sem enga hafa aura í því trausti að borgararnir sýni þessu „uppátæki" svipaða velvild og matgjöfunum". Fylgdu í kjölfarið fleiri slíkar skemmtanir fyrir eldra fólk. Stjórn Samverjans gerði sér grein fyrir að þörf var á að bæta úr aðbúð ýmissa aldraðra fátækl- inga í Reykjavík enda leituðu margir úr þeim hópi til hennar. Annað mál var hvort stjórninni væri kleift að leysa úr þeim vanda. Flestir stjórnarmennirnir voru með öllu ókunnugir elliheimilum. Árið 1918 kynntist Sigurbjörn Betel-elliheimilinu í Gimli í Kan- ada, sem Kirkjufélagið lútherska stofnaði 1915. Leist honum svo vel á það elliheimili að hann bað til guðs um að mega stofna svipað á Islandi. Síðan segir Sigurbjörn í endurminningum sínum: „En það er eitt að óska og annað að fram- kvæma, og satt best að segja varð mér nærri bilt við, er símað var til mín á þessa leið daginn eftir að Vísisgreinin birtist (Sigurbjörn hafði skrifað grein í Vísi 21. júli þar sem hann gat þess í greinarlok að ánægjulegt væri að flýta fyrir stofnun elliheimilis með upphæð, sem fengist hafði eftir eina skemmtunina fyrir aldraða. innsk. blm.): „Ef stjórn Samverjans lofar að stofna elliheimili í haust, skal ég gefa 1500 kr. í stofnsjóðinn og safna fé hér í bænum. En þér verðið að senda mér samskota- lista, og skrifa um málið í blöðin." Sá, sem símaði, var Jón Jónsson beykir, sem allir Reykvíkingar könnuðust við af góðu á þeim ár- um.“ Sigurbjörn bað um umhugsun- arfrest. Þurfti að ræða málið við meðstjórnendur sína og bera það undir ýmsa málsmetandi menn, áður en nokkru var lofað opinberlega, en það var skilyrði frá Jóni beyki. Það voru raddir uppi um hvort fresturinn væri ekki of stuttur, sem Jón gaf til að koma upp elliheimilinu, engin leið að reisa nýtt hús, og óvíst hvort hentugt húsnæði fengist keypt eða leigt og þó var óvissan meiri um gjafir á þessum tíma árs, hásumar og margir efnamenn fjarverandi. Á hinn bóginn átti stjórn Sam- verjans margra ára reynslu að baki hvað varðaði gjafmildi og óbilandi traust meirihluta bæj- armanna. Þeir Jón beykir og Sveinn Jóns- son kaupmaður höfðu óbilandi trú á fyrirtækinu og lét Sveinn þess oft getið í heyranda hljóði að hann treysti stjórn Samverjans til að koma hverju því mannúðarmáli áfram, er hún tæki að sér. Munu blaðaummæli hans i þá átt hafa aukið traust bæjarbúa á nefndinni meira en fyllilega er hægt að þakka, segir Sigurbjörn í minn- ingum sínum. Jón þeykir simaði nú eftir gjafalista og fékk hann um miðjan ágúst og fór þegar að safna. Þá kom fyrsta blaðagreinin frá Sigurbirni um málið í Morgun- blaðinu 18. ágúst 1922. Þar var skýrt frá því að elliheimilið, sem yrði stofnað þá um haustið, ætti að vera sjálfseignarstofnun, óháð öllum félagsskap öðrum en stjórn sinni og hana myndu skipa sömu mennirnir fimm og lengst af höfðu stjórnað Samverjanum. Var tekið vel í málið af bæjarmönnum. Morgunblaðið og Vísir studdu að samskotunum og Jóni beyki gekk vel að safna fé. Á tæpum mánuði voru gjafir orðnar 7286 kr. og að auki 1300 í loforðum. Allar voru þessar gjafir úr Reykjavík nema 350 krónur voru frá „farþegum á Gullfossi". Það var í byrjun september, sem keypt var steinhús „handa gamla fólkinu" rétt vestan við Sauða- gerðistúnið hjá Kaplaskjólsvegi. Húsið var kallað Grund og það nafn festist' við elliheimilið. í októberbyrjun voru komnar 12 umsóknir um heimilisdvöl fyrir þrjá karla og níu konur. Meðalald- ur þeirra var 79 ár. Fátækrastjórn bæjarins bað fyrir átta, en vanda- menn fyrir fjóra. Forstöðukona var ráðin frú María Pétursdóttir, en hún hafði verið fyrsta ráðskona Samverjans. Svo var það 29. október 1922, sem húsið var vígt formlega. Séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur flutti vígslu- ræðuna. í húsinu voru átta svefn- stofur fyrir 23 vistmenn og tvær fyrir ráðskonu og starfsstúlkur, ein setustofa, búr og eldhús. Sex árum eftir að Grund hafði verið tekin í notkun sem heimili fyrir aldraða í Reykjavík hófst bygging Grundar við Hringbraut, en húsið þar var tekið í notkun 1930. Vistmenn voru fyrstu árin 100 til 115. Síðan hefur verið stækkað við Grund, Minni-Grund var tekin í notkun árið 1945. Voru í lok ársins 1981 306 vistmenn á Grund. Og enn er stækkað, því Litla- Grund er nær fullgerð og tek- ur til starfa á þessu ári. Þar verð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.