Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1982 Plata Þrumuvagnains kom út fyrir skemmstu og var um hana fjallað á síðustu Járnsíðu. Þeir drengir í Þrumuvagninum munu verða á ferö- inni á næstunni til aö kynna plötu sína, sem kemur hraustlega á óvart. Svipaða sögu er aö segja af Ulv- unum. Fjögurra laga plata þeirra kom út hjá Sporinu fyrir skemmstu og var kynnt blaöamönnum eigi alls fyrir löngu. Er um verulega stefnubreytingu aö ræöa hjá Úlv- unum, sem áöur hétu Pjetur og Úlvarnir, en kannski heföi mátt bú- ast viö enn framsæknara framlagi frá jafn liprum hljóöfæraleikurum. Úlvarnir hafa kynnt plötu sína víöa undanfariö. Þá hefur ný safnplata frá Stein- um, Allt á fullu, litiö dagsins Ijós og virðist hún ætla aö njóta sömu vinsælda og fyrri safplötur Steina, Skallapopp og Beint í mark. Af nýjum plötum ... Félagarnir Mick Jagger og Keith Richards á fullri ferð á Ullevi-leikvanginum í Stokkhólmi. Fyrstu tónleikar Rollinganna á Norðurlöndunum staöreynd. Ungur Norðmaður gefur út yfirlýsingu eftir fjögurra ára „pælingar“ á Stones: Öll bestu lögin eru stolin og textarnir tómt Þótt vissulega fylli Rollingarnir, já þessir fertugu drengir í Rolling Stones, alla þá tónleikastaði, sem þeir koma fram á og gott betur, eru ekki allir alveg ókrítískir á gæði félaganna fimm. Einn þeirra er Norð- maðurinn Arve Langeland. Hann er engu að síöur villtur aðdáandi Stones en heldur því fram að öll bestu lög þeirra séu stolin frá gömlu meisturunum. „Þeir kunna ekki að lesa eina einustu nótu,“ segir Langeland þessi (ekki fylgir sögunni hvort hann sé sjálfur fær um slíkt) í viö- tali viö norska Dagblaöiö. Hefur hann grandskoðaö lög Roll- inganna undanfarin fjögur ár og komist aö þessari niöurstööu. „Þeir hafa hlustaö á verk gömlu meistaranna og stolið öllum bestu laglínum sínum þaöan. Ég hef eng- an áhuga á aö afhjúpa Rolling Stones, en bendi bara á þessa staðreynd." Rolling Stones héldu tvenna tónleika í Gautaborg fyrir skömmu og var borgin bókstaflega undir- lögö. Á meðal tónleikagesta var einmitt Langeland hinn norski. Hann skilaði af sér 150 síöna langri ritgerð eftir allar pælingarnar og þar var m.a. að finna þá niður- stööu, aö allir textar Rollinganna, utan tveir, væru innihaldslaust kjaftæði. Fólki leikur því vafalítið forvitni á aö vita hvaöa tveir textar fundu náð fyrir augum Norsarans. Reyndust þaö vera „Satisfaction" og „Sympathy for the Devil“. Segir Langeland aö fyrri textinn fjalli ekki um frjálsar ástir eins og marg- ir hafi haldið fram, heldur sé hann svar viö auglýsingabrellum nútím- ans. Textann úr SFTD segir Lange- land vera tekinn beint úr rússn- eskri skáldsögu. Hvaö sem „stúderingum" Langelands líöur létu aödáendur Stones ekki brennandi hitann á sig bíta er þeir biöu tímunum saman eftir goðunum. Sumir létu sig hafa þaö aö bíöa i meira en sólarhring fyrir utan Ullevi-leikvanginn til að ná sem bestu stæöi á tónleikunum sjálfum. Enn aðrir höföu lagt á sig tveggja sólarhringa vist í tjaldi og/ eöa svefnpokum fyrir utan miöa- söluna til aö tryggja sér aögöngu- miöa tímanlega Ekki minnkaöi fögnuöurinn er goöin létu sjá sig á sviðinu þremur mínútum á undan áætlun. Skipti engu þótt hljómur- inn væri mjög máttlítill eöa svo aö margir uröu aö bera hendur aö eyrum sér til aö heyra þaö sem fram fór. Eru menn öllu vanari hinu aö grípa fyrir eyrun sökum hávaöa. amammamm"m"mámám ám ám ám im ém ém mtt Þrumuvagninn gægist upp á yfirboröið. Þröng á þingi á „bílastæðinu“ „ Rosalega er þétt lagt á þetta stæöi,“ sagöi einn góö- kunningja Járnsíðunnar er hann sá þessa mynd. Féll málið síöan úr sögunni. Þetta er hins vegar ekki bílastæði fyrir fimm aura heldur digit- al-stjórnborð í nú orðið vel þekktu hljóðveri í Englandi, sem nefnist Sarm. Ber ekki á ööru en hér séu heilar 40 rásir á feröinni. Hvaö menn ætla með allt þetta dót á sama tíma og Þursaflokkurinn nær frábærri upptöku úr sínum 8 rásum er svo allt annað mál. Örlítið um Comsat Angels Breska hljómsveitin Comsat Angels, sem heimsækir okkur hér é klakanum um miöjan júlí- mánuð er ekki svo þekkt hér- lendis, en hefur hlotiö einróma lof gagnrýnenda f heimalandi sínu. Comsat Angels er fjögurra manna flokkur, skipaöur þeim Kevin John Bacon, Stephen And- rew Fellows, Michael John Glaish- er og Andrew Philip Peake. Allir eru þeir félagar ungir aö árum. Fyrsta plata þeirra félaga hlaut mikið lof ensku tónlistarpressunn- ar, en viö grípum hér niöur í um- sagnir blaöanna eftir aö platan Sleep no more kom út fyrir tæpu ári. „Þetta er kröftug rokkplata ... með þessu skipa Comsat Angels sér viö hlið Echo and the Bunny- men (þeir koma hingaö til lands i sumar — innsk. Ssv.).“ SOUNDS. „Þetta er ekki bara samansafn laga, heldur ein sterk heild.“ NEW MUSICAL EXPRESS. „Þessi plata er hlýlegri en fyrsta plata Comsat Angels en um leiö kröftugri meö geysilega öflugum trommuleik.” MELODY MAKER. Þá hafa þeir félagar hvaö eftir annaö fengiö hörkugóöa dóma fyrir tónleika, en dýpst allra í árinni tekur breska blaöiö Record Mirror, sem segir plötuna Sleep no more „kraftaverk“. Ekki svo lítil ummæli og þá er bara aö sjá hvort flokkur- inn stendur undir öllu lofinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.