Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 2

Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 Listasafn Einars Jónssonar SÝNINGARSALIR Listasafns Ein- ars Jónssonar á Skólavörðuholti eru nú mun bjartari og aðgengi- legri fyrir gesti en verið hefur um langt skeið þar sem nýlega er lokið við að fjarlægja viðamikil skilrúm og tréinnréttingar frá þeim tíma sem safnið var jafnframt íbúðar- húsnæði Einars. Þá hefur safnið einnig verið málað og staðsetningu höggmynda breytt í samræmi við rúmbetri sali þannig að hvert lista- verk njóti sín sem bezt. I aðalsal á miðhæð hússins hefur nú verið komið fyrir hvít- um gipsstyttum eingöngu, ög jafnframt hafa veggir verið mál- aðir í bláum lit þannig að höggmyndirnar skera sig vel úr. Olafur Kvaran, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ýmisl- egt væri á döfinni hjá safninu, t.d. varðandi hinn fagra garð safnsins sem til stæði að gera aðgengilegri fyrir almenning, þá Úr aðalsal á miðhæð listasafns Einars Jónssonar, þar sem nú er mun rýmra um höggmyndir Einars og sama er að segja um hina salina fimm. Ljósmyndir Mbl. Kagnar Axelsson. Hvíld, ein af stærri höggmyndum Einars. Úr álögum, ein stærsta höggmynd Einars, um það bil 3 m á hæð. Hlúti af höggmyndinni Hvíld. væri stöðugt unnið að gerð kynn- ingarbæklinga og má þar nefna bækling sem inniheldur ritgerð Guðmundar Finnbogasonar um Einar, en hún fylgdi fyrstu bók- inni um Einar. Þá hefur íbúðarhúsnæði Ein- ars á efstu hæð Listasafnsins verið opnað til sýnis fyrir gesti, en þar kennir margra grasa og merkra hluta. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til 16. Bjartari og rúmbetri sýningarsalir Úr stofu Einars Jónssonar. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, við Öldu aldanna í garði safns- ins, en fjær eru listasafnshúsið og turn Hallgrímskirkju. Ann- að eintak af Oldu aldanna er í V estman naeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.