Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 8

Morgunblaðið - 30.06.1982, Page 8
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 Öryggi Islands er best borgið í varnarsam- starfi vestrænna þjóða — sagði Tómas Á. Tómasson, sendiherra, á afvopnunarþingi SÞ. RæAa Tómasar Á. Tómassonar á aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York um afvopnun- armál 15. júní 1982. 4 ár eru liðin síðan fyrsta sér- staka aukaþing allsherjarþingsins um afvopnunarmál var haldið. Lokaályktun þess, sem samþykkt var einróma, hafði sögulega þýð- ingu og leiddi til eflingar þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna, er starfa að afvopnunarmálum. Viðfangsefni þessa þings 157 ríkja Sameinuðu þjóðanna eru þó hin sömu og á fyrsta aukaallsherj- arþinginu um afvopnunarmál fyrir 4 árum, staðreyndirnar eru hinar sömu og vandamálin, sem við þarf að glíma, hafa ekki breyst. Varla er hægt að tala um nokkrar ráðstafanir í átt til af- vopnunar, heldur miklu fremur aukinn hraða vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Tröllauknum fjárhæð- um er sóað í hverskyns vígbúnað víðast hvar í heiminum. A sama tíma bvr stór hluti mannkyns við sult og seyru, á við vanheilsu að stríða og a engan kost sæmilegs húsnæðis, hvað þá menntunar. Við vitum öll, að kjarnorku- styrjöld myndi leiða til tortím- ingar meiiningar og jafnvel enda- loka mannkynsins. A fyrsta sér- staka afv.vpnunarþinginu urðum við sammála um að mannkynið yrði að bægja frá þessari geig- vænlegu hættu. Forsenda þess að unnt verð; að koma í veg fyrir heimsstyrjöld og efla frið og ör- yggi þjóða heims og efnahagslegar og félagslegar framfarir þeirra, er afvopnjr. jg eftirlit með vígbún- aði. 35. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna iýsti 9. áratuginn 3. þróunaráratug Sameinuðu þjóð- anna og jafnframt 2. afvopnunar- áratuginn og skoraði eindregið á allar ríkisstjórnir að vinna markvisst að allsherjar afvopnun er háð yrði ströngu og fullkomnu alþjóðlegu eftirliti. Grundvöllurinn er gagnkvæmt traust Á þessu þingi þurfum við að líta um öxl og meta hvað áunnist hef- ur á þessu sviði síðan við héldum fyrsta aukaallsherjarþingið um afvopnun — eða raunar fremur hvers vegna ekki hefur tekist að hrinda í framkvæmd samþykktum og tillögum fyrsta afvopnunar- þingsins. Vonandi gefst hér tæki- færi til að sporna við hinni óheillavænlegu þróun undangeng- inna ára. Ef pólitískur vilji allra ríkisstjórna er fyrir hendi, getum við komið skrið á afvopnunarmál- in á þessu þingi, er leiði til traustra samninga um eftirlit og samdrátt í vígbúnaði. Það er ljóst, að allar þjóðir verða að leggja sitt af mörkum í þágu afvopnunar. Grundvöllur raunhæfrar af- vopnunar eða að minnsta kosti samdráttar vopnabúnaðar er gagnkvæmt traust milli ríkja. Æði mikið skortir þar á. Á fyrsta afvopnunarþinginu tóku kjarn- orkuveldin undir það, að frekari tilraunum með kjarnorkuvopn yrði hætt. Á þeim fjórum árum, sem síðan eru liðin, hafa verið gerðar tilraunir með kjarnorku- vopn að meðaltali einu sinni í viku hverri. Afstaða risaveldanna ræður mestu um framvinduna í afvopn- unarmálum. Ábyrgð þeirra er því þung. Því miður þarf ástand heimsmálanna almennt verulega að batna til þess að gagnkvæmt traust geti skapast milli þeirra í þessum efnum. Vopnabúr risa- veldanna eru svo stór hluti af heildarvopnaforða heimsins, að án raunverulegs samstarfsvilja þeirra er vonlítið að árangur náist í alþjóðlegum viðræðum, hvort sem litið er til þessa þings, af- vopnunarnefndarinnar í Genf eða viðræðnanna í Vínarborg um sam- drátt herafla í Evrópu. Ábyrgð risaveldanna er augljós- lega langsamlega mest á sviði kjarnorkuvígbúnaðar. Þar eru þau í æðisgengnu kapphlaupi, sem verður að stöðva. Kjarnavopnum verður að fækka, því að framtíð mannkynsins á jörðinni er í veði. Allar þjóðir hljóta að binda mikl- ar vonir við viðræður Bandaríkja- manna og Sovétmanna í Genf um meðaldræg kjarnavopn í Evrópu. Því ber að fagna að Bandaríkin og Sovétríkin hafa komið sér saman um að hefja á næstunni nýjar við- ræður um takmörkun langdrægra kjarnavopna. Það er ljóst, að til þess að árangur náist í þessum viðræðum, verða báðir aðilar að sýna vilja til að bæta samskipti austurs og vesturs, draga úr spennu og stuðla þannig að gagn- kvæmu trausti. Afstaða íslands Á 36. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði Ólafur Jóhannes- son, utanríkisríkisráðherra Is- lands, meðal annars: „Vopnakapphlaupið er að því leyti ólíkt öðrum kapphlaupum, að því hraðar sem menn hlaupa því meiri líkur eru á að allir tapi. Þess vegna má trygging öryggis ekki snúast um að ná hernaðarlegum Tómas Á. Tómasson yfirburðum. Aukið öryggi verður að nást með hernaðarjafnvægi, þar sem hver aðili hefur eins takmarkaðan vigbúnað eins og frekast má verða." Islendingar hafa engum her á að skipa. En lega íslands og at- burðir undanfarinna áratuga hafa sannfært mikinn meirihluta ís- lensku þjóðarinnar um að öryggi Islands sé best borgið í varnar- samstarfi vestrænna þjóða, að minnsta kosti þar til ástandið í heiminum batnar verulega frá því sem nú er. ísland hefur stutt og mun ávallt styðja allar skynsamlegar ráðstaf- anir til að stuðla að slökun spennu og þar með minnkandi átökum í heiminum. Við munum halda áfram að styðja allar raunhæfar tillögur er miða að afvopnun. Island hefur gerst aðili að þeim alþjóðasamningum um afvopnun- armál sem gerðir hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á síðustu 19 árum. Fyrstur þessara samninga var samningurinn um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn árið 1963. Þessa samninga verður að gera víðfeðmari. Bannið við tilraunum með kjarnorkuvopn þarf að vera algjört. Allar þjóðir þurfa að ger- ast aðilar að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna. I því sambandi vil ég minna á hugmyndir þær, sem Norðurlöndin fimm hafa kynnt. íslenska þjóðin hefur vaxandi áhyggjur af vigbúnaðarkapp- hlaupinu á höfunum. Kafbátar, hlaðnir kjarnorkuvopnum, sigla um öll heimsins höf og virðast ekki hika við að læðast um í land- helgi strandríkja, eins og dæmi sýna. Með legu landsins á hernaðar- lega mikilvægu svæði í Norður- Atlantshafi er eðlilegt, að íslend- ingar óttist þessi hernaðarumsvif umhverfis landið. Á Alþingi Is- lendinga hafa komið fram hug- myndir um að athugað verði hvernig stemma megi stigu við þessari uggvænlegu þróun og í því sambandi rætt um möguleikann á því að haldin verði alþjóðaráð- stefna um kjarnavopn á Norður- Atlantshafi. Tröllauknar fjárhæðir Að lokum, herra forseti, vil ég víkja að nýju að þeim tröllauknu fjárhæðum, sem sóað er í allar tegundir vígbúnaðar víðs vegar í heiminum á sama tíma og stór hluti mannkyns á vart til hnífs og skeiðar. I nýlegu upplýsingariti frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna er gefin yfirþyrmandi mynd af einum þætti þessa ástands og ætti okkur að vera hollt að heyra nokkrar stðreyndir, sem þar koma fram. Á árinu 1981 var barnslífið í heiminum virt á 1.000 krónur á ári. Hefði þeirri upphæð verið eytt á skynsamlegan hátt handa hverj- um hinna 500 milljóna fátækustu mæðra og barna í heiminum, hefði mátt sjá þeim fyrir fullnægjandi fæði, heilsugæslu, undirstöðu- menntun og ómenguðu vatni. Jafnframt því að draga úr hinni sáru neyð 500 milljóna barna, hefðu slíkar ráðstafanir stuðlað að auknum hagvexti á komandi ár- um. Slíkar aðgerðir hefðu full- nægt þörfum hundruða milljóna barna, en um leið orðið einhver besta fjárfesting heimsbyggðar- innar. Á árinu 1981 reyndust 1.000 krónur á ári hærra verð en heims- byggðin var reiðubúin að greiða. Afleiðingin varð sú, að 1 barn dó aðra hverja sekúndu, eða samtals 17 milljónir barna á árinu 1981. Aðeins 10% af fátækustu börnum heimsins voru bólusett gegn barnasjúkdómum. Hver bólusetn- ing kostar 50 krónur á barn. Það reyndist hins vegar of dýrt. Og af- leiðingin var dauði 5 milljóna barna, vegna þess að þau voru óbólusett. Árið 1982 verður ekkert betra. Nú, á þessum degi, munu 40 þús- und börn látast. 100 milljónir barna munu fara hungruð að sofa í kvöld og áður en árið er liðið hafa 10 milljónir barna beðið var- anlegt tjón til líkama og sálar af næringarskorti. Þetta eru óhugnanlegar stað- reyndir. Okkur hlýtur öllum að vera hollt að hafa þær í huga, þeg- ar við ræðum hinar gífurlegu upp- hæðir sem varið er til vígbúnaðar, bæði í þróunarríkjum og í iðnríkj- um. Það er með þetta í huga sem Norðurlöndin fimm hafa lagt hér fram á þessu þingi vinnuskjal um samband afvopnunar og þróunar. Það er von ríkisstjórnar minnar, að flestir geti stutt þau sjónarmið, sem þar eru sett fram. Það er ekki nóg að gefa fögur fyrirheit og vera sammála um ógn vígbúnaðar og ragnarök kjarn- orkustyrjaldar. Látum verkin tala. Mikilvægast er, að allt verði gert til að stuðla að gagnkvæmu trausti þjóða í milli, þannig að hægt verði að draga úr vígbúnaði og nota þess í stað þá fjármuni, sem við það sparast, til að vinna að félagslegum og efnahagslegum framförum um heim allan. Úr fundarsal Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál er haldið. í dvergsgervi Illskan Pár Lagerkvist: Dvergurinn Málfríður Einarsdóttir íslenskaði. Almenna bókaféiagið 1982. Ein magnaðasta skáldsaga Pár Lagerkvists, Dvergurinn, er nú komin út hjá Almenna bókafélag- inu i þýðingu Málfríðar Einars- dóttur. Sumir hafa gengið svo langt að kalla Dverginn höfuðverk Lagerekvists. Dvergurinn er látinn gerast á endurreisnartímunum í ítölsku furstadæmi. Sögusviðið gæti verið Flórens. Listamaðurinn Bernardo minnir um margt á Leonardo da Vinci. Dvergurinn lýsir fláttskap, styrjöidum, hórdómi, plágu, eit- urbyrlunum. Það er heimur ótta og dauða sem við kynnumst. Helsta tákn mannlegrar illsku er dvergurinn, dyggur þjónn fursta síns og líður best í stríði, vill síst af öllu missa af því að sjá blóðið fljóta. Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Það er margt sem dvergurinn fyrirlítur, fátt sem hann dáist að. Til dæmis vekur ást hjá honum viðbjóð. Hann er manna glögg- skyggnastur á mannlega bresti og notfærir sér þá, í senn til að fá höggstað á öðrum og til þess að þóknast húsbónda sínum. Það er ekki fyrr en allt er um garð gengið að furstinn áttar sig á takmarka- lausri illsku dvergsins, en þá hefur dvergurinn komið því til leiðar að hin syndum spillta furstafrú yfir- gefur heim lifenda. Dvergurinn hafnar í dýflissu, hlekkjaður bíður hann eftir deginum þegar kallað verður á hann að nýju: „Ef ég þekki herra minn má hann ekki missa mig til lengdar." Einnig veltir hann fyrir sér þeirri óþægi- legu staðreynd að með því að niðurlægja furstafrúna, hefur hann, dvergurinn, gert hana að dýrlingi. Eftir dauðann breytist hún úr skækju í maddonnu, sjálf- ur Bernardo málar hana sem heil- aga Guðsmóður. Á dverginn er litið sem fulltrúa hinna illu afla mannssálarinnar. Hann er með eindæmum klókur og laginn við að koma illu af stað. Sitt eigið kyn hatar hann. í skáldsögunni er því lýst þegar hann af mikilli nautn vegur annan dverg úr óvinaliði. Dvergurinn veit að allir menn eru vanskapaðir „án þess að það sjáist á þeim“. Hann segir um sjálfan sig: „Ég hef tekið eftir því að ég vek stundum ótta hjá fólki. En samt er það ekki svo, heldur verður það þá hrætt við sjálft sig. Pár Lagerkvist Það heldur að það sé ég sem hræði það, en það er þá dvergurinn í því sjálfu, þessi vera sem líkist manni og stingur apaandlitinu upp úr sálardjúpi þess. Þá skelfast þeir því þeir vissu ekki að hið innra með þeim býr önnur vera.“ Bölsýni Pár Lagerkvists nær hámarki á þeim tíma sem Dverg- urinn er saminn, en í brennipunkti eru siðræn vandamál. Skáldsagan kemur út 1944 og dregur að sjálf- sögðu dám af heimsatburðum, þegar dverglegar hugsjónir eru hvað mest áberandi. Fyrir Lag- erkvist var Dvergurinn mikill sig- ur því að í skáldsögunni nær hann að höfða til allra manna, skrifa sögu sem er í senn evrópsk og al- þjóðleg. Með Barrabas (1950) var hann sjálfkjörinn til að hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Fram hjá honum var naumast unnt að ganga. Þýðing Málfríðar Einarsdóttur er á vönduðu og kjarnmiklu máli og á ekki síst þátt í að gera þessa merku skáldsögu ákjósanlegan lestur. Vera má að það sé mis- skilningur, en hinn ljóðræni, þunglyndislegi tónn sem einkennir stíl Lagerkvists virðist að mestu hafa farið forgörðum. Jóhann lljálmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.