Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
41
eftir Halldór Jóns-
son, verkfræðing
19% fylgi Alþýðubandalagsins í
kosningum á íslandi bendir til
ýmissa vandræða í þjóðfélaginu.
I fyrsta lagi hlýtur það að vera
skortur á upplýsingum ef fólk
fylgir því, vegna þess að það sé
sósialistaflokkur. Ef fólk hefur
fylgst með heimsmálum, er það
augljóst að sósialisminn á álíka
erindi til nútímans og risa-
eðiurnar. Enda var blómaskeið
hans á tímum faraóanna í Egypta-
landi og skildi þar altént eftir sig
álíka gagnlega hluti og pýramíd-
ana. En þá átti ríkið allt, eins og
boðað er. Þó gleymist venjulega sú
staðreynd, að ríkið á sá sem ræður
því,9 eins og faraó.
Því eru Sovétríkin i raun
stærsta einkafyrirtæki heims með
öllum þeim göllum sem illa rekið
fjölskyldufyrirtæki hefur. Þau
standast hvergi samkeppni mark-
aðarins, en fjölskyldan (kommún-
istaflokkurinn), ver hagsmuni
sína gegn fjöldanum með vopnum
og hryðjuverkum.
Svo er komið, að sósíalisminn er
hvergi til í heiminum nema fyrir
tilverknað hinnar rússnesku fjöl-
skyldu. Aðrar greinar hugsjónar-
innar, svo sem nasjónalsósíalismi
Hitlers og fasismi Mussolinis,
hafa löngu barið nestið, en Fram-
sóknarflokkurinn er einstakt
fyrirbrigði í evrópskri pólitík í
dag. Draugaraddir og bergmál
drynja að vísu úr hinni kölkuðu
gröf Þjóðviljans, en áhrif þeirra
fara vonandi þverrandi með vax-
andi upplýsingu íslendinga.
I öðru lagi hlýtur margt að vera
að í hinni faglegu verkalýðsbar-
áttu, ef Alþýðubandalagið, eins og
það birtist í gegnum forystu-
mennina, hina a-þýsklærðu skóla-
menn Hjörleif og Svavar, lög-
fræðinginn Ragnar og dr. Ólaf
Ragnar, er hennar eina sverð og
skjöldur sbr. núverandi ríkis-
stjórn og samningana í gildi. Sé
það staðreynd, að yfirgnæfandi
hluti landsmanna, launþegar,
þurfi sérstakan stjórnmálaflokk,
þá hlýtur Alþýðubandalagið að
þurfa að laxera áður en nokkur
þeirra nennir að lesa Þjóðviljann í
alvöru, eða hægt sé að sameina
hann einangruðum penna Jóns
Hannibals í Alþýðublaðinu.
En áhrif fornaldareðlunnar á
okkur íslendinga eru samt raun-
veruleg og áþreifanleg og verður
verra af, ef ekki er spyrnt við fót-
um.
Stóriðja Hjörleifs
Það er ekki nóg að þurfa að
fyrirverða sig sem Islendingur
fyrir framkomu iðnaðarmálaráð-
herrans í álmálinu. Aðrar gerðir
hans ætla að verða afdrifaríkari
fyrir lífskjör manna í landinu áð-
ur en lokið er.
Almennur maður myndi fara
sér gætilega í fjárfestingu í
bræðsluofnum, ef hann væri nýbú-
inn að fá sambærilegt „gúmmor-
en“ af slíkum ofnum og íslenska
ríkið er nú búið að fá á Grundar-
tanga. En þar tapar Járnblendifé-
lagið (55% í íslenskri eign) 48% af
veltu sinni á ári og íslendingar sjá
þar á eftir öllum raforkusölutekj-
um sínum til ísals, sem voru þó
altént hreinar tekjur, þótt kannski
þyki núorðið of lágar. En þær má
sjálfsagt lagfæra með sanngjörn-
um samningum, þegar við höfum
fengið hógværari iðnaðarráð-
herra.
En Hjörleifi er öðruvísi farið,
enda leika kommúnistar sér best
með annarra pyngju, svo sem fé-
lagshyggjumönnum sæmir. Hann
skrifar 12. mars 1981 bréf til
„staðarvalsnefndar" um iðnrekst-
ur, en í nefndina hefur hann sjálf-
ur skipað eftirtalda liðsmenn:
Þorstein Vilhjálmsson, Hauk
Tómasson, Ingimar Sigurðsson,
Sigurð Guðmundsson og Vilhjálm
Lúðvíksson. Bréfið hljóðar svo:
foraöiö
„Ráðuneytið hefur nýlega
ákveðið að láta gera frumáætlun
um kísilmálmverksmiðju hér á
landi með um 30 þús. tonna
ársframleiðslu, sbr. meðfylgjandi
yfirlit dagsett 10.03. 81.
í skipunarbréfi verkefnisstjórn-
ar frá 25. febr. 1981 er þess óskað,
að við það verði miðað að slík verk-
smiðja gæti risið á Austurlandi og
um staðsetningu og staðbundna
þætti verði haft samband við staðar-
valsnefnd ráðuneytisins.
Óháð þessu og með hliðsjón af
stefnumótun um uppbyggingu raf-
orkukerfisins óskar ráðuneytið
eftir áliti staðarvalsnefndar á því,
hvar æskilegt væri að hennar mati
að reisa slíka verksmiðju.
Æskilegt er að fá fram viðhorf
nefndarinnar um þetta efni við
fyrstu hentugleika.
Hjörleifur Guttormsson."
Augljóst er, að þarna er verið að
leigja menn til þess að skrifa und-
ir þegar fengna niðurstöðu. Enda
segjast þeir sjálfir sækja forsend-
ur sínar til iðnaðarráðuneytisins
og Finnboga Jónssonar. Þeir gera
að vísu tilraun til þess að nálgast
verkefnið á vísindalegan hátt með
því að skilgreina þætti sem hafi
áhrif á staðarval, en þeir séu:
1. Fólksfjöldi sé nægilegur án
byggðaröskunar.
2. Hafnarskilyrði séu fyrir
5—10.000 tonna skip.
3. Raforka 50—150 MW sé inn-
an seilingar.
4. Landrými til að byggja verk-
smiðjuna sé fyrir hendi.
5. Kalt vatn sé fyrir hendi (10
1/sek max).
6. Önnur landnýting á svæðinu
stangist ekki á við verkmiðjuna.
7. Hætta á jarðskjálftum og
öðrum náttúruhamförum sé ekki
teljandi.
8. Hafíshætta sé ekki teljandi.
9. Lega við flutningaleiðum sé
ekki óþarflega óhagstæð.
10. Afgangsvarmi nýtist til
húshitunar í nágrenni verksmiðj-
unnar ef kostur er.
11. Vatnsorku á svæðinu sé
þannig háttað, að það falli eðlilega
að orkunotkun verksmiðjunnar,
einnig eftir að eldsneytisverksmiðj-
an bætist við. Vegna hennar er að
öðru jöfnu æskilegt að velja svæði
þar sem virkjanleg vatnsorka er
mikil miðað við íbúafjölda.
12. Staðbundnar auðlindir
kunna að vísa á annan iðnað sem
er e.t.v. á næsta leiti á viðkomandi
svæði.
13. Önnur stóriðja kann að vera
fyrir hendi á svæðinu.
Af öllum þessum atriðum telur
nefndin hugsanlega nýtingu af-
gangsvarmans til húshitunar
benda á það að Reyðarfjörður
skuli verða fyrir valinu umfram
aðra staði og þætti sem taldir eru
upp. Nefndin talar af sér, þegar
hún minnist á að kísilmálmverk-
smiðjan sé aðeins þáttur í iðnað-
aruppbyggingu Hjörleifs á Reyð-
arfirði. Eldsneytisverksmiðja, sem
þó er alls ekki búið að reikna út
sem arðbæra framkvæmd, skal
koma þarna á eftir. En komi hún
til, hverfur húsahitunin þeirra
Reyðfirðinga, og meginforsenda
staðarvalsnefndar þar með.
í ljós kemur að í það harðasta er
með vatnsöflun. Steypuefni fæst
aðeins með dælingu úr sjó og verði
efnið nothæft til steypugerðar í
algengum steypuflokkum (lægri
gæðaflokkum). Skipta þarf um
jarðveg á verksmiðjulóðinni tæp-
lega 100.000 rúmm. og fylla með
efni sem þarf að keyra 5 km að.
(Kostnaðurinn af þessu einu ca. 6
milljónir félli brott við staðarval í
hrauninu í Straumsvík, sömuleiðis
hafnargerð uppá 25 milljónir.)
Svo heldur sýningin áfram.
Hjörleifur gefur út doðrant í mars
1982. „Lokaskýrsla verkefnis
stjórnar iðnaðarráðuneytisins —
Kísilmálmverksmiðja á Reyðar-
firði — niðurstöður hagkvæmiat-
hugunar." Þar í segir m.a.: „Stað-
arvalsnefnd sendi frá sér álit um
staðsetningu verksmiðjunnar 6.
apríl 1981. Komst hún að þeirri
Halldór Jónsson
„Fyrir mig og mína 6
manna fjölskyldu, sem
eiga aö bera ábyrgÖ á
sjálfsagt 20.000 kr. af
þessu ævintýri, mót-
mæli ég þessum vinnu-
brögðum Hjörleifs og
skora á alla menn að
kynna sér vandlega
hvað er hér verið að
flana útí...“
niðurstöðu að æskilegt væri að
velja fyrirhugaðri kísilmálmverk-
smiðju stað á Reyðarfirði." Strax í
framhaldi af þessu lét verkefnis-
stjórn hefja undirbúningsrann-
sóknir á ýmsum þáttum er vörð-
uðu staðsetningu verksmiðjunnar,
s.s. jarðvegsathuganir, landmæl-
ingar, fyllinga- og steypuefnar-
annsóknir, athuganir á vatnsöfl-
un, rannsókn á hafnaraðstöðu o.fl.
Verkefnisstjórn reiknar með
14,5 aurum á kwh fyrstu 10 árin
(móti 7,2 hjá ísal og járnblendi).
Þessi munur gerir um 24 milljónir
á ári í útgjaldaauka kísilmálm-
verksmiðjunnar umfram hin stór-
iðjufyrirtækin, eða ca. 9% af
veltu. (4% vaxtakjarabreyting ve-
gur álíka í dæminu og þetta atriði,
en verkefnisstjórn ypptir öxlum
við hættu á vaxtabreytingu um-
fram 4—5% raunvexti sem hún
leggur til grundvallar, þótt raun-
vextir í Bandaríkjunum nálgist nú
6-10%.)
Sjá menn ekki fyrir sér fram-
haldsumræðurnar um jafna að-
stöðu fyrir Reyðfirðinga, jafnt
verð á raforku o.s.frv? Vill ekki
Hjörleifur þrefalda á ísal raforku-
taxtann?
Meginmálið er að finna á bls. 59:
„Sem stendur er verð á kísilmálmi
í lægð. Innflutningsverð til Þýska-
lands og Japans var um 1200—
1250 dalir/tonn á síðasta ársfjórð-
ungi 1981.. Þetta er um 10%
lægra en viðunandi er fyrir verks-
miðjuna að meðaltali." Kost-
naðinn við framleiðsluna áætlar
nefndin 1247 $/tonn (með 51%
vöxtum). Þetta þýddi sem sagt að
við slyppum með kannski 40 millj-
óna kr.tap af verksmiðjunni á ári
til að byrja með, þegar búið er að
bæta sölukostnaðinum $ 105/tonn
við, fengist ódýrt lánsfé.
Auk þess á bls. 11: . í heild er
framleiðslugeta kísilmálmverk-
smiðja í heiminum meiri en nem-
ur eftirspurninni". Bendir þetta til
hækkandi verðlags?
Já glæsilegt er það. í stuttu
máli sýnist mér öll tilvera verk-
smiðjunnar á brauðfótum og lang-
ar ekki til að kaupa hlutabréf sem
„innlendur aðili" (bls. 89.) Ekki
hefur verið gerð nein samanburð-
arathugun á kostnaði pr. framleitt
tonn ef verksmiðjan væri í
Straumsvík eða Grundartanga, en
margt bendir til þess að slíkt væri
þó illskárri kostur.
Alvaran
Allt þetta mál væri tóm revía í
venjulegum Hjörleifsstíl ef ekki
væri búið að setja lög um kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði no.
70 17. maí 1982. Þar er Alþingi
búið að samþykkja enn eina verk-
smiðjuna blindandi. Þetta er þó
stórum alvarlegra mál en ein fóð-
urverksmiðja. Og meira að segja
búið að auglýsa eftir forstjóra (úr
hvaða flokki skyldi hann koma?).
Þarna á að leggja fyrir mig og
aðra skattaþræla þessa lands, að
borga og taka ábyrgð á
frmkvæmdum, sem nema um 3000
krónum á hvert einasta manns-
barn í landinu, auk allra byrða
sem leiða af mögulegum tap-
rekstri í framtíðinni, sbr. nýleg
reddingarlög um járnblendið og
kísiliðjuna. Islensk eign á verk-
smiðjunni færir okkur lítið í aðra
hönd umfram erlenda eign á verk-
smiðjunni, sem réttlætir hina gíf-
urlegu áhættu sem við tökum.
Fyrir mig og mína 6 manna fjöl-
skyldu, sem eigum að bera ábyrgð
á sjálfsagt 20.000 kr. af þessu
ævintýri, mótmæli ég þessum
vinnubrögðum Hjörleifs og skora
á alla menn að kynna sér vandlega
hvað er hér verið að flana útí. Hér
er verið að setja upp enn eitt ríkis-
fyrirtækið, sem miklar líkur eru á
að verði okkur byrði en ekki gróði.
Hinsvegar væri áhættulaust og
gróðavon að selja slíku fyrirtæki
orku og vinnu, ef einhver vildi
setja það upp svipað og ísal. Slíkt
hygg ég að sé meira í hlutfalli við
bolmagn íslendinga, fárra og
smárra. En ég trúi að fáir vildu
„risikera" sínu eigin fé í slíkt
fyrirtæki á grundvelli skýrslu
iðnaðarráðuneytisins, hvað þá
blönk þjóð eins og við erum, haf-
andi reynsluna af Járnblendinu á
borðinu.
Fíflunum skal á foraðið etja,
segir máltækið. En ég æpi hér með
hástöfum áður en Hjörleifur skell-
ir mér flötum á andlitið í það.
23. júní 1982,
Halldór Jónsson,
verkfræðingur.
„Til varnar áfengi dugar
ekkert eins og bindindi“
A vorþingi umdæmisstúku templara á
Suðurlandi i síðasta mánuði var m.a. sam-
þykkt einróma eftirfarandi tillaga:
„Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1
minnir á að alltaf kemur betur og betur
í Ijós að til varnar gegn áfengisböli
dugar ekkert eins og bindindi. Nefna
má mörg dæmi þess frá síðustu tímum
innan lands og utan að þeir sem sinna
þessum málum af alvöru sannfærast
um það að mestu skiptir forvarnarstarf
eins og hindindishreyfingin vinnur svo
að menn venjist aldrei áfengi né öðrum
vímuefnum.
Því ættu nú að fara í hönd skilyrði
þess að efla bindindishreyfinguna og
heitir vorþingið á templara að vinna
rösklega að því að kynna félagsskap
sinn og safna nýju fólki undir merki
sitt.
Vorþingið harmar að íslensk stjórn-
völd daufheyrast við ákalli heilbrigð-
isstofnunar Sameinuðu þjóðanna um
ráðstafanir til að minnka áfengis-
neyslu og bendir á þessi atriði sem
gætu verið byrjun á viðnámi:
Stöðvuð verði sala á efnum til áfeng-
isbruggunar í heimahúsum.
Vínveitingastöðum verði ekki fjölg-
að, heldur stefnt að samdrætti í dreif-
ingu.
Áfengisvarnaráð og bindindishreyf-
ingin verði efld til starfa.
Þingið telur að ástæða sé til að láta
reyna á hvort lagalegur grundvöllur
finnist fyrir innflutningi og sölu áfengs
öls, verði það ekki stöðvað svo sem
ýmsir núverandi ráðherrar hafa sagt
að þeir vildu.“
Vesturgötu 16,
sími13280.
touring
ÖSVIKINN
GÆÐINCUR
DBS TOURING
10 glra kven- og
karlmanns/lokaöar
skálabremsur
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT8
SÍMI 84670