Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982
I>órir S. Gröndal skrifar frá Bandaríkiunum:
• • ■ fljótfær, óbæld, ábyryóarlaus,
vióskotaill og hefnigjöm ... full
uppreisnar yaynvart yfirvöldun-
um, hataöist viðfólkið í kringum
siy, mjöy árásargjörn, notaði
klúryrði, hræddi hina sjúkl-
inyana, sayði kynlífssöyur o.frv.
Oft varð að setja hana í einanyr-
un þeyar hún var í þessum ham.
Hún vissi ekki af hinum per-
sónuleika sínum. Málið var sér-
hæft í báðum hlutum heilans.
Félagslega hliðin
Þegar rætt er um líffræðilegar
orsakir einhvers fyrirbrigðis er
gjarna getið um félagslegar orsak-
ir einnig. Ef næg örvun í umhverf-
inu er ekki fyrir hendi, nær per-
sónuleikinn ekki að þroskast eins
og hann hefur líffræðilega mögu-
leika á. Árið 1977 skrifaði maður
að nafni Curtiss bók sem ber nafn-
ið „Genie. Nútíma villibarn".
Genie þessi átti blinda móður og
geðveikan föður. Hún fannst 13
ára gömul og sjö mánaða eftir að
hafa verið í algjörri einangrun frá
öllu mannlegu samneyti, í litlu
lokuðu herbergi frá 20 mánaða
aldri. Þegar hún var tvítug kom í
ljós við rannsóknir að viðbrögð
hennar við máli og öðrum áreitum
áttu sér nær eingöngu stað í hægri
heilanum. Svo virðist sem þessi
geigvænlega einangrun hafi eyði-
lagt möguleika vinstri heilahvels
hennar á að tileinka sér vitsmuna-
lega starfsemi.
Genie hafði ekki haft félagslegt
samneyti við neinn, ekki heyrt
neitt tungumál talað, lærði ekki
táknmál og henni var refsað ef
hún framleiddi hljóð. í öllum próf-
um á vinstra heilahveli hennar,
kom í ljós að hún var örviti á
vinstra heilahveli. En í prófum
sem athuguðu starfsemi hægra
heilahvelsins, var hún vel yfir
meðalgreind.
Að lokum má geta þess að
breska sjónvarpið er um þessar
mundir að frumsýna sjö nýja
þætti um heilann og starfsemi
hans. Væri fengur að því að ís-
lenska sjónvarpið sýndi sem fyrst
þessa þætti, því að á næstu árum
verða líklega fáar vísindalegar at-
huganir jafn mikilvægar og heila-
rannsóknir.
íslendingar í utanlandsreisum
eru lang oftast landi sínu og þjóð
til heiðurs og sóma. Ef örsjaldan
út af bregður, er varla hægt að
kenna þeim um, því þá er það
oftast karlinn hann Bakkus, sem
slegist hefir í hópinn, en það ger-
ir hann stundum eins og þið vit-
ið. Hann á þá til að bregða fæti
fyrir allra besta fólk. Og það er
nú það.
En fyrir kemur þó, að allsgáð-
ir landar vorir haga sér eitthvað
öðruvísi í útlandinu heldur en
þeir myndu gert hafa á íslandi.
Einhvernveginn hefir mér alltaf
fundist, að það væri helst kven-
fólkið, sem tekur upp á skringi-
legum hlutum, þegar það er
komið út fyrir landsteinana. Ef-
laust eru margar löndur ósam-
mála mér í því.
Svona til gamans ætla ég að
setja hér á pappír smá frásögu
af íslenskri stúlku, sem hingað
kom á sólarströnd og lenti í
ævintýri, sem ekki hefði getað
gerst á Fróni. Atburðir þessir
áttu sér stað fyrir 6—7 árum og
held ég, að þeir séu sannir í aðal-
atriðum, en auðvitað get ég ekki
selt söguna dýrar en ég keypti.
Rúmlega áttræður maður, sem
við getum kallað Jakob, bjó á
eftirlaunum í Miami. Hann hafði
verið þekktur píanóleikari í Evr-
ópu fyrir seinna stríðið, og hafði
flutt til Flórída fyrir um 20 ár-
um. Fjárhagslega var hann all
vel á sig kominn og hann var við
bærilega heilsu. Það sama var
ekki hægt að segja um konu
hans, því hún var rúmliggjandi.
Eitt tunglbjart kvöld í ágúst
fór Jakob í gönguferð með hund
sinn. Gekk hann fram á tvær ís-
lenskar stúlkur og tók þær tali.
Þær kváðust vera í sólarfríi, og
byggju á hóteli í Miami Beach.
Hann bauðst til að sýna þeim
bæinn og nágrenni hans daginn
eftir, og aka þeim í bíl sínum.
Þáðu þær það. Ekki er vitað,
hvernig hundurinn skemmti sér
á gönguförinni, og er hann hér
með úr sögunni.
Viku eða svo eyddi hinn aldr-
aði heiðursmaður í að skemmta
þessum íslensku blómarósum og
hafði sjálfur mikla ánægju af.
Hann bauð þeim hingað og hann
bauð þeim þangað, borgaði fyrir
þær hér og borgaði fyrir þær
þar. Á allan hátt var hann hinn
höfðinglegasti. Þær voru alúð-
legar.
Loks fór önnur stúlkan til Is-
lands, en velgjörðarmaðurinn
bauð hinni að vera eftir og
hjálpa sér að hugsa um rúm-
liggjandi eiginkonuna og gera
önnur létt verk. Jakob bjó í góðu
húsi og plássið var nægilegt, en
þar að auki var lítið hús á lóð-
inni, en í því var einnig hægt að
búa. íslenska gyðjan þáði „vinn-
una“ og valdi sér svefnherbergi í
stóra húsinu.
Þar sem
enginn
þekkir
mann
Nú hófst dásamlegt tímabil í
lífi hins aldraða manns. Hann
sagðist hafa notið hvers dags,
sem íslenska dísin eyddi undir
hans þaki. Hún hafði sem sé
tendrað ástareld í hans gamla
brjósti, og fannst honum sem
hann væri ungur í annað sinn.
Ekki er vitað um tilfinningar
stúlkunnar, nema hvað karl
sagði þær hafa verið hlýjar í
sinn garð, ef dæma hefði mátt af
gjörðum hennar.
Ekki einasta opnaði hann
hjarta sitt fyrir henni, heldur
einnig pyngju sína. Margar
verzlunarferðir voru farnar og
fékk hún að kaupa hitt og þetta,
sem hugurinn girntist. Þannig
liðu nokkrar vikur í áhyggjuleysi
og unaði hjá þeim hjúum, en
ekki fylgir sögunni, hvort þau
skiptu nokkru sinni á rúminu
hjá gömlu konunni.
Einn daginn tilkynnti stúlkan,
að hún vildi fara til New Orleans
til að heimsækja frænku sína.
Gamli maðurinn var felmtri
sleginn, en hún lofaði að koma
aftur eftir nokkrar vikur. Keypti
hann þá farseðil fyrir ástina
sína og kvaddi hana með trega.
Hann var ekki viss um, að hann
myndi sjá hana aftur.
En aftur kom hún, og þá var
nú kátt í höllinni! Hinn gamli
bauð henni að vera út af fyrir sig
í litla húsinu, og daginn eftir fór
hann með hana í bankann og
opnaði reikning í hennar nafni.
Lagði hann þar inn $1.000.00.
Stúlkukindin virtist ánægð og
hann var himinlifandi. Tóku þau
upp fyrri hætti.
Ekki var Adam samt lengi í
Paradís. Hún fór að vilja fara
ein út á kvöldin. Eitt laugar-
dagskvöldið kom hún svo heim
með einhvern stegg og ætlaði
bersýnilega að skjóta yfir hann
skjólshúsi um nóttina. Birtist þá
hinn tryggi velgjörðarmaður,
sem augsýnilega hafði vakað og
beðið við gluggann. Varð úr mik-
il rimma, en ekki tókst honum að
fæla stegginn á braut.
Allan sunnudaginn tókst hin-
um hrygga, ástsjúka manni ekki
að ná tali af elskunni sinni, því
hún hafði sett slagbrand fyrir
dyrnar. Á mánudagsmorgni var
hún svo horfin með allt sitt haf-
urtask. Komið hafði hún við í
bankanum og tekið út þúsund
dollarana.
Jakob gamli kom að máli við
mann, sem tengsl hafði við ís-
land. Hann vildi vita, hvort ekki
væri hægt að fá stúlkuna til að
koma til sín aftur eða a.m.k. að
skila peningunum. Var honum
þá bent á, að engin lög hefðu
verið brotin, hvorki í henni Am-
.eríku né á íslandi. Fémissinn
yrði hann líklega að líta á sem
útgjöld fyrir þessar dásemdar-
vikur, sem hann hefði upplifað.
Aftur á móti yrði hann svo sjálf-
ur um að dæma, hvort ævintýrið
hefði verið þessara peninga
virði. Segir sagan, að þá hafi
gamli maðurinn stunið við.
Fiskverkendur, vöru- og lagerhúsaeigendur!
Hringiö og fáið frekari upplýsingar
Getum útvegaö hinar frábæru
Nestainer vörugrindur
Nestainer gjörbreytír nýtingu geymsluhúsa, gefur 30% meiri nýtingu gólfflatar heldur
en fastir rekkar
Lyftaramaöurinn getur unniö öll stöflunarverkefni án aöstoöar meö Nestainer grind-
unum
Nesskip
Reykjavík
Öldugata 15
Sími 25055
43
WIKA
éT
Þrýstimælar
Allar stðeröir og gerðir
® Öcunröaoaii^cuKr
Vesturgötu 16, sími 13280
ÓSVIKINN
GÆÐINGUR
10 gira kven- og
karlmanns/lokaóar
skálabremsur
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT8
SÍMI 84670