Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 12
4 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
John Darnton^ iNeUrJ}orkStme0
Vaxandi áhyggjur Sovétmanna
vegna andstöðunnar í Póllandi
Ferðalangar frá Varsjá finna
greinilega, að Sovétmönnum
stendur ekki á sama um áfram-
haldandi mótstöðu almennings
gegn herlögunum í l’óllandi. Engu
að síður styðja yfirvöld Wojciech
Jaruzelski með ráðum og dáð í til-
raunum sínum til að koma á al-
ræði kommúnista. Ferðalangur
finnur það ennfremur glöggt, að
hinn almenni borgari í Sovétrikj-
unum virðist líta Pólland og Pól-
verja hornauga. Gamlar lummur,
sem löngu er orðnar úreltar,
glymja enn.
Að sögn vestrænna diplómata
mátti hest sjá vaxandi áhyggjur
Sovétmanna á því að tveir háttsett-
ir embættismenn þeirra fóru i
heimsókn til Varsjár eftir mótmæl-
in i borginni. Ennfremur mátti
greina áhyggjurnar í sovéskum
blöðum þar sem Bandarikjastjórn
var harölega gagnrýnd fyrir að
stuðla aö greftri undan yfirvöldum.
Ástandið í Póllandi var einnig
til umræðu í nýafstöðnum við-
ræðum Leonid I. Brezhnev, leið-
toga Sovétmanna, og Gustav
Husak, æðsta manns Tékkóslóv-
akiu. Husak studdi af heilum
hug þær ráðagerðir að brjóta
Samstöðu og frelsisöfl í Póllandi
á bak aftur.
I viðræðum sínum lýstu þeir
yfir stuðningi sínum við þau
áform yfirvalda í Póllandi að
koma á flokkseinræði á ný og að
„bjarga þjóðinni úr þeim vanda
sem að henni steðjaði". I skrif-
legri yfirlýsingu leiðtoganna
tveggja eftir viðræðurnar hafa
margir vestrænir diplómatar
rekist á gagnrýni fremur en
fögnuð í garð yfirvalda í Pól-
landi. Má heyra, að leiðtogarnir
eru ekki yfir sig hrifnir af
írammistöðu pólska komm-
únistaflokksins og telja hann
hafa hleypt hernum allt of langt
og geri enga tilraun til að ná
fyrri völdum á ný.
Pólverjar hafa sagt frá því að
greinilegur ágreiningur um
stefnu ríki á milli yfirvalda í
Póllandi og Sovétríkjunum.
Telja Sovétmenn að harðar eigi
að taka á andstæðingum stjórn-
valda og vilja færa stjórn ríkis-
ins meira í átt að skipulagi Len-
íns.
Pólskur yfirmaður vitnaði í
Mikhail A. Suslov, einn hug-
myndafræðinga Sovétmanna, og
sagði hann hafa sagt við Josef
Czyrek, utanríkisráðherra Pól-
verja, fyrr á þessu ári að „flokk-
urinn hefði ekki bolmagn til að
stjórna án hersins og herinn
gæti ekki stjórnað flokknum".
Svipaðar efasemdir hafa vafa-
lítið verið viðraðar í heimsókn
Konstantin V. Rusakov, flokks-
ritara, til Varsjár í síðasta mán-
uði. Rusakov sér um tengsl við
aðra kommúnistaflokka í aust-
antjaldslöndunum. Þessari
heimsókn fylgdi heimsókn Vikt-
or G. Kulikov, marskálks, yfir-
manns Varsjárbandalagsherj-
anna.
Líklegt þykir að ólíkra sjón-
armiða gæti hjá pólskum og sov-
éskum embættismönnum í við-
ræðum þeirra við vestræna
fréttamenn. Mismunandi viðhorf
ýta frekar undir þá skoðun, að
með viðskiptahöftum sínum séu
Bandaríkjamenn óbeint að
þröngva Pólverjum til að taka
upp harðar aðgerðir — einmitt
það, sem Sovétmenn hafa viljað.
Að baki hinu pólitíska andliti
og opinberum yfirlýsingum hef-
ur hugur hins almenna Sovét-
manns til Pólverja, sem tii þessa
hefur mótast af grunsemdum og
hlédrægni, kólnað verulega á
undanförnum tveimur árum.
Sovéskir fjölmiðlar birta ekki
opinberar tölur um stuðning við
Pólverja þar sem almennt er
álitið í Sovétríkjunum, að lífs-
kjörin séu mun betri í Póllandi.
„Hér er ekki til neinn fiskur til
manneldis og við heyrum að ver-
ið sé að flytja út vörur til Pól-
lands," sagði sovéskur blaða-
maður. „Hvernig haldið þið að
fólki líði? Nei, við vorkennum
Pólverjum ekki hót. Þeir hafa
nóg fyrir sjálfa sig en við líðum
skort. Nú vilja þeir að við greið-
um niður fyrir þá matvörur.
Hver þjóð hefur sín einkenni.
Þjóðverjar eru t.d. iðnir, Ung-
verjar klókir það okkur finnst,
en Pólverja einkennir tvennt.
Þeir eru húðlatir og frekir, litlir
viðskiptamenn. Þeir eru alltaf á
ferðinni; smygla, selja gull og
annan varning. Þeir seilast sí-
fellt í annarra vasa. Þeir vinna
lítið en kvarta manna mest.“
Orðrómurinn hefur magnast á
undanförnum árum. Sér í lagi
eftir að sovéskir ferðamenn, sem
komu til Varsjár, sáu að þar var
margt að finna, sem ekki var
boðið upp á í Moskvu, allt frá
tískufötum og upp í „strip-
-tease“-sýningar.
„Tengdadóttir mín fór í heim-
sókn til Varsjár fyrir nokkrum
árum,“ segir sagnfræðingur í
hópi andófsmanna. „Hún kom til
baka og sagði það satt, að lífs-
kjörin væru betri í Póllandi.
Meira vöruúrval væri í verslun-
um, Pólverjar væru betur til
fara og allt menningarlíf væri
frjálslegra. Hin almenna vitn-
eskja sveitamannsins er sú, að
Pólverjar hafi miklu meira af
öllu. Að þeir hafi komið sér í
þessa klípu sjálfir og reyni ekk-
ert til að bjarga sér.“
„Reynið að skilja Sovétmann-
inn, sem heldur vestur yfir
landamærin og fer til Varsjár,"
segir annar. „Þeirra heimur er
svo ólíkur því sem við eigum að
venjast. Pólverjar vilja helst
kaupa sínar snyrtivörur í París.
Fyrir okkur er það mikil upplif-
un að kaupa þær í Varsjá — þær
eru taldar vestrænar hér. Pól-
verjar eru meiri heimsborgarar
en við. Þeir líta öðru vísi út. Þeir
blygðast sín jafnvel fyrir að vera
af slavneskum ættum. Augu
þeirra mæna aðeins til vesturs-
ins. Allti í lagi, þeim er kannski
illa við „kerfið", en fjölda manna
í Sovétríkjunum er illa við það,
en vinnur samt sína vinnu."
Saman við allan þennan mis-
skilning á milli almennings í
löndunum blandast svo sú bá-
bilja að Pólverjar líti niður á
Sovétmenn. Segi þá vera ættaða
frá Asíu og vitgrennri á allan
hátt.
„Ég fór mörgum sinnum til
Póllands," segir ungur rithöf-
undur, „og það vakti athygli
mína hvað eftir annað hversu
fáfróðir Pólverjar voru um Sov-
étríkin. Eitt kvöld fór ég á
rússneska skáldakynningu í
Varsjá. Pólverjarnir klæddu sig
eins og Sovétmenn, eins og þeir
væru eitthvert framandi fyrir-
brigði frá Afríku. Ég beið bara
eftir að heyra í trumbunum."
Utanaðkomandi ferðamaður
myndi eiga í vandræðum með að
kveða upp úrskurð um í hvorri
borginni, Varsjá eða Moskvu,
væri erfiðara að lifa. í fyrsta
skipti er nú hægt að fá vörur í
Moskvu, sem ekki er hægt að fá í
Varsjá og Pólverjar verða að
sætta sig við harðar skömmtun-
araðgerðir, sem ekki eru við lýði
í Moskvu, en hún er nú einu sinni
talin sýna lífskjörin eins og þau
gerast best í Sovétrikjunum.
Hjákátleg-
ur varúlfur
Þeir félagar, David og Jack, heyra hin hroðalegustu hljóð á ömurlegum
heiðarflákum Norður-Englands ...
mi.'Inl'I.MIJ
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóhöllin:
AMERÍSKl’R VARÚLFUR í
LONDON
(„An American Werewolf
in l.ondon")
Ilandrit og leikstjórn: John Land-
is. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðal-
hlutverk: David Naughton, Jenny
Agutter, Griffin Dunne, John
Woodvine. Bandari.sk, frá Poly-
gram Pictures. Gerð 1981.
í THE BLUES BROTHERS,
(80), gerði John Landis tilraun
til að flétta saman gamanasömu
tónlistarmyndar- og dramtaísku
spennumyndarformi. Blandan
reyndist illseljanleg. í amerísk-
um varúlfi í London, skellir
hann enn fleiri tegundum í
hristarann: hrylling, sprelli,
rómantík, sút og sorg.
Að þessu sinni ruglar hann
áhorfendur lengi vel í ríminu,
þeir vita tæpast hvort þeir eiga
að hlæja eða skjálfa. En því
lengra sem líður á myndina
skýrist hún og hanastélið tekur
smá saman á sig svip ágætrar og
furðulegrar gamanmyndar. Þar
sem hið sögufræga illvætti úr
þjóðsögum, skáldsögum og
kvikmyndum, varúlfurinn, fær
áhorfandann allt að því til að
komast í gott skap.
I sem skemmstu máli, þá segir
myndin af tveim, bandarískum
námsmönnum sem eru á putta-
ferðalagi um heiðalönd Norð-
ur-Englands. Verða þeir fyrir
árás skrýmslis og síðar kemur í
ljós að það var ekkert annað en
hinn ógnþrungni varúlfur. Fellir
hann annan þeirra félaga en
hinn, David, lifir með naumind-
um af og grær sára sinna á
sjúkrahúsi í London.
Heiðabúar vilja breiða yfir
vaúlfsófétið, en smá saman kem-
ur sannleikurinn í ljós. En þá er
David útskrifaður og í tygjum
við myndarhjúkrunarkonu. Nú
hefði sjálfsagt allt endað einsog
í fallegu ævintýri ef þjóðsagan
segði ekki að sá sem bitinn er af
varúlfi fær bakteríuna... Og
óðum líður að tunglfyllingu —
og þá er hjúkkan á vakt.
Að þessu sinni tekur Landis
sem sagt fyrir hina gamalfrægu
varúlfskvikmynd og skellir þessu
þjóðsagnaskrýmsli á Piccadilly
Circus nútímans. En allt í
gamni. Og það er engu líkara en
Landis hafi aldrei gert almenni-
lega upp við sig hverskonar
myndgerð hann væri að skapa.
Grínið er honum nærtækast, og
tekur yfirhöndina. Enda er
þannig komið, í myndarlok, í
heljarmiklum darraðardansi á
ofangreindu torgi, að hryllingur-
inn er löngu orðinn bragðlítill
sökum grínblöndunnar, svo aft-
urgöngur af ýmsum gerðum og
aldursflokkum, verða næsta
spaugilegar þrátt fyrir óhrjálegt
útlit, vægast sagt. Og þá er gengi
varúlfsins ógurlega ekki öllu
meira, því undir lokin skapar
hann álíka viöbrögð hjá áhorf-
endum og hættulegur bófi á
flótta undan réttvísinni í meðal
hasarmynd. Slík útkoma hefur
örugglega ekki vakað fyrir hin-
um athyglisverða leikstjóra.
En Landis kemur einnig hár-
unum nokkrum sinnum til að
rísa, og förðunin er hreinasta
snilldarverk, (hlaut Oscarsverð-
launin í ár) Hollywood laumar
nú á allnokkrum, sannkölluðum
galdrakörlum í þessari nýju
listgrein, sem hryllings- og vís-
indamyndir samtíðarinnar hafa
kynnt undir. Þeim virðist ekkert
ómögulegt eins og sjá má hér og
í myndum eins og SCANNERS,
ALTERED STATES, POLT-
ERGEIST, o.fl.
En þrátt fyrir að varúlfurinn
og umbreytingin sé afburða vel
gerð tæknivinna og nokkur at-
riði í ískyggilegra lagi, þá er það
hinn skefjalausi húmor Landis,
(NATIONAL LAMPOONS ANI-
MAL HOUSE, KENTUCKY
FRIED MOVIE), sem getir AM-
ERÍSKAN VARÚLF í LONDON,
að meinfyndinni og einstakri
skemmtun.
Aðalfundur
Læknafélags
Islands í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 28. júní.
AÐALFUNDUR Læknafélags
íslands var haldinn í Stykkishólmi
dagana 25.—26. júní sl. Ýmis mál
lágu fyrir fundinum, m.a. fóru
fram ýtarlega umræður um rekstur
og starfsemi heilsugæzlustöðva.
Fundurinn fór fram við ágætis
aðstæður á hótelinu í Stykkis-
hólmi og luku fundarmenn lofs-
orði á þjónustu þess og aðbúnað
allan.
I lok fundarins var svo farin
ferð um Breiðfjarðareyjar með
flóabátnum Baldri.
— Fréttaritari
Kristján J. Gunnars-
son frædslustjóri:
Segir starfi
sínu lausu
Kristján J. Gunnarsson,
fræðslustjóri, hefur sagt starfi sínu
lausu frá og með I. október næst-
komandi.
Á fundi fræðsluráðs á mánu-
daginn var bréf þessa efnis tekið
fyrir og samþykkti fræðsluráð,
að óska eftir því við mennta-
málaráðherra að staðan yrði
auglýst laus til umsóknar, en
ráðherra veitir þetta embætti.