Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 30.06.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 45 Hvalveiðar við ísland eftir Arna Einarsson líffrœðing Á þjóðhátíðardaginn birtist á siðum Morgunblaðsins grein eftir Jón Kr. Guðmundsson, sem hann nefnir „Hvalveiðar við ísland fyrr og nú“. í grein þessari er mikið af „upplýsingum" sem Jón ællast bersýnilega til að renni stoðum undir áframhaldandi hvalveiðar hér við land. Margt hefur verið ritað um hvali á síðum dagblað- anna undanfarin ár, sumt miður gáfulegt en annað betra, eins og gengur. Ég hef lítið hirt um að blanda mér í þessi blaðaskrif, en við lestur umræddrar greinar get ég ekki orða bundist. Höfuðástæð- an er sú, að grein Jóns ber yfir- bragð þekkingar á hvölum og hvalveiðum og gæti villt um fyrir mörgum sem ekki eru gjörkunnug- ir þessum málum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að víða er farið frjálslega með rannsóknarniður- stöður, líffræði hvala er mistúlkuð og sums staðar aðeins hálfur sannleikurinn sagður. Við þetta bætist, að „sjávarlífsfræðingar" eru bornir fyrir hinu og þessu án þess að nöfn séu nefnd eða heim- ilda getið. Slik misnotkun á til- vitnunum, þar sem skoðanir nátt- úrufræðinga eru vægast sagt skiptar, vekur að sjálfsögðu tor- tryggni og óánægju líffræðings, sem beitt hefur sér fyrir málefna- legum umræðum um íslenskar hvalveiðar. Jón Kr. Guðmundsson hefur pistil sinn á því að rekja vandlega sögu hvalveiða hér við land eftir 1883, nefnir hana hryggðarsögu og það með réttu. Hann segir umbúðalaust að árið 1883 hafi hvalveiðar hafist hér við land. Hvert mannsbarn ætti að vita að þetta er ekki rétt. Árið 1883 hófst annar kafli þessarar hryggðar- sögu en ekki sá fyrsti. Fyrir þenn- an tíma hafði tveimur hvalateg- undum verið útrýmt hér við land, sandlægju og norðhval, og ekki leið á löngu áður en sú þriðja, sléttbakurinn, fór sömu leið. Hryggðarsagan er því enn hryggi- legri en Jón vill vera láta, — hon- um láðist aðeins að geta um þriggja alda örstutt tímabil! Og ekki tekur betra við. Jón seg- ir: „Sjávarlífsfræðingar telja, að grisjun sú sem átt hefur sér stað á langreyðarstofninum sé mjög til góða, og telja að með sömu stjórn- un á veiðunum megi halda þeim áfram um ókomna framtíð." Þetta þykja mér stórfróðlegar upplýs- ingar, og eru huldulíffræðingarnir kallaðir þarna til vitnis. Ekki minnist ég þess að hafa séð þessu haldið fram af hálfu líffræðinga eða vísindanefndar hvalveiðiráðs- ins. Hins vegar rámar mig í að eitthvað í þessa átt hafi komið fram í blaðaviðtali í fyrra, en þá taldi ég, og tel enn, að um mistúlk- un blaðamanns hafi verið að ræða. Þessi órökstudda fullyrðing Jóns er reyndar stórskemmtilegt um- hugsunarefni. Ekki er nema eitt og hálft ár síðan því var staðfast- lega haldið fram af hvalveiði- mönnum og fulltrúum þeirra, að ekki væri gengið á íslensk-græn- lenska langreyðarstofninn. Vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins afsannaði þessa fullyrð- ingu eftirminnilega á fundi sínum í fyrrasumar og mælti með stór- felldum niðurskurði langreyð- arkvóta okkar! Þrátt fyrir digur- barkaleg ummæli sjávarútvegs- ráðuneytisins um að ávallt væri farið að ráðum nefndarinnar var það ekki gert að þessu sinni þótt kvótinn hafi verið minnkaður eitthvað. En nú á þetta allt í einu að heita „grisjun, sem sé mjög til góða“, líkt og um markvissar og yfirvegaðar aðgerðir hafi verið að ræða. Það er auðvitað hrein firra að langreyðarveiðunum megi halda áfram á sama hátt um ókomna framtíð eins og Jón leggur líffræð- ingum í munn. Grisjun stofns er auðvitað tímabundin aðgerð. Ef ekki er dregið úr veiðum eftir að grisjun lýkur er talað um ofveiði. Kjarni málsins er sá, að við er- um ekki í aðstöðu til að vita hve- nær grisjun lýkur og ofveiði hefst, og við höfum t.d. ekki hugmynd um hvort við erum að grisja eða ofveiða langreyðarstofninn hér við land. Mig grunar þó hvað það er sem villt hefur um fyrir Jóni Guð- mundssyni. Svo er mál með vexti, að um 40% grisjun reyðarhvala- stofna er oft talin hæfileg ef markmiðið er að ná hámarksnýt- ingu úr stofninum til langs tíma (þ.e. án þess að stofnstærðin breytist milli ára). Þessi 40% eru e-s konar viðmiðunartala sem not- uð er í allra einföldustu mynd sem menn gera sér af áhrifum veiða á reyðarhvalastofna. Þessi tala er ekki líklegri en margar aðrar. Hún getur verið bæði hærri og lægri, og fer það einkum eftir því hvern- ig þungunartíðni breytist þegar gengið er á stofninn. Én takið vel eftir því, að þessa 40% grisjun ber að miða við stofn sem áður var í Árni Einarsson „Eitt er víst: Grisjun íslenskra hvalastofna hefur aidrei veriÖ á stefnuskrá íslenskra stjórnvalda. Grisjun hvalastofna krefst mik- iilar varfærni og þekk- ingar, sem alls ekki er fyrir hendi.“ náttúrulegu hámarki. Sú 40% „grisjun", sem Jón vitnar til, og telur mjög til bóta, er miðuð við iangreyðarstofninn eins og hann var árið 1948. Mjög ólíklegt er, að íslensk-grænlenski langreyðar- stofninn hafi verið búinn að rétta fyllilega úr kútnum eftir aðeins 9 ára friðun á stríðsárunum, og nær þrotlausa veiði í 42 ár þar á und- an. Enginn hefur leyfi til að gefa sér slíkt að forsendu. Sjálfur tel ég þá tilgátu mun líklegri, að „grisj- un“ langreyðarstofnsins sé fyrir alllöngu komin á það stig að geta kallast ofveiði. Jón hrósar happi yfir aukinni frjósemi langreyðarkúa í kjölfar „grisjunarinnar". Það er rétt hjá honum, að samband er þarna á milli. Hins vegar getur frjósemi- aukningin alveg eins verið árang- ur áratuga ofveiði og er ótvírætt hættumerki. Eitt er víst: Grisjun íslenskra hvalastofna hefur aldrei verið á stefnuskrá islenskra stjórnvalda. Grisjun hvalastofna krefst mikill- ar varfærni og þekkingar, sem alls ekki er fyrir hendi. Huldulíffræðingar Jóns telja sandreyðina ekki ofnýtta. Hvergi er þessu haldið fram í skjölum vís- indanefndar hvalveiðiráðsins, en hvað um það, þetta kann vel að vera rétt. Gögn þau sem birt hafa verið, benda til fremur lágrar dán- artíðni. Sandreyðarveiðar okkar eru sama marki brenndar og aðrar hvalveiðar hér við land fram undir síðustu ár. Þær fara fram í skjóli þekkingarleysis. Starfsemi hval- veiðiráðsins er nefnilega þannig háttað, að á meðan lítið er vitað um ástand stofnanna eru veiðarn- ar látnar afskiptalausar. Sem bet- ur fer er þessi stefna á undan- haldi, og horfur eru á, að í náinni framtíð verði aðeins þær veiðar heimilaðar þar sem nóg er vitað um stofnana til að vísindaleg stjórn sé möguleg. Það er einmitt af þessum ástæðum sem búrhv- alsveiðar hafa verið bannaðar. Vísindanefnd hvalveiðiráðsins hefur enn ekki auðnast að gera nothæft líkan af áhrifum veiða á búrhvalsstofna. Stafar það eink- um af því að félagskerfi ' búr- hvalsins er flóknara en gert var ráð fyrir. Jón rifjar upp gömlu söguna um búrhvalstarfana sem gerðir voru brottrækir úr stofninum og leita einmana á íslandsmið. Jón Jóns- son fiskifræðingur sagði svipaða sögu í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum og í framhaldi af því lét hann svo um mælt að þess vegna væri óhætt að „drepa þá alla“. Búrhvalstarfar eru að sjálfsögðu ekki „burtrækir úr stofninum" þótt þeim hafi ekki tekist að kom- ast yfir kúahjörð. Við vitum því miður næsta lítið um fortíð þeirra búrhvalstarfa sem koma á ís- landsmið, og enn síður vitum við hvað á daga þeirra drífur eftir að þeir yfirgefa norðurslóð. En hvað sem því líður, þá er einnig hægt að ofveiða þennan hluta stofnsins hvort sem þetta eru „umframdýr" eða ekki. Ástæðan er einfaldlega sú, að með fækkun búrhvala við ísland væri meira fyrir því haft að finna hvert dýr, og búrhvalaveiðar yrðu fljótt óarðbærar. Ekki lætur Jón Guðmundsson staðar numið í vitleysunni. Hann tekur sér fyrir hendur að reikna út hvað langreyðurin étur mikið á ári hér við land. Jón nefnir til sög- unnar bæði loðnu og ljósátu. Eg kannast ekki við að langreyður éti loðnu á Islandsmiðum, hvað þá að loðna sé 30% af fæðunni, eins og Jón stingur upp á. Ekki hef ég nennt að kanna þá staðhæfingu Jóns að fullvaxin langreyður éti 2,5 tonn á dag, en heldur þykir mér reikningslist Jóns míns vera orðin bágborin þegar hann marg- faldar dagsneysluna með 360 til að fá út ársneysluna. Jón veit jafnvel og ég, að langreyðar dvelja aðeins í u.þ.b. tvo mánuði hér við land. Það kemur okkur lítið við í þessu sambandi hve mikið Jangreyðurin étur utan íslandsmiða þá tíu mán- uði sem eftir eru, ef hún étur þá nokkuð. Líffræðingar hafa alltaf hikað við að leggja stund á útreikninga af þessu tagi. Þeir vita sem er, að samspil dýrastofna í sjó og á landi, samspil fæðutegunda og rándýra, er of flókið og illa þekkt til að slíkir reikningar borgi sig. Leikmönnum er hins vegar gjarnt að bregða fyrir sig svona reikn- ingskúnstum og vilja með því sanna að fækka beri hinum og þessum dýrategundum. Nýjasta dæmið er fækkunarherferð á hendur selum hér við land, sem er fullkomlega dæmalaus aðgerð og á líklega eftir að draga dilk á eftir sér. Ég var orðinn harla vonlaus um að nokkra ljósglætu væri að finna í grein Jóns Kr. Guðmundssonar þegar kom að síðustu setningunni. Þar lýsir höfundur því yfir, að Á mánudagsmorgun kom til Grindavíkur ms. Hafrenningur GK 38, eign Hafrennings hf. í Grindavik. Skipið, sem er 296 smálestir, er smíðað í Danmörku 1976 og var keypt þaðan. Hafrenningur verður gerður út á net og troll frá Grindavík. Ilafrcnningur kemur í skiptum fyrir Sigfús Bergmann frá Grindavík, sem var eign sama aðila, Og gekk upp í kaupin. Ljó™>nd. CudHnnur Athugasemdir við grein Jóns Kr. Guðmundssonar hvalirnir séu forðabúr matar, sem heimurinn á (leturbr. mín). Bara að íslensk stjórnvöld komi líka auga á þessa staðreynd. Þá myndi rödd íslands hljóma í takt við raust fjölmargra ríkja, sem taka þátt í störfum Alþjóðahval- veiðiráðsins einungis vegna þess- arar samábyrgðar. REX BARNA 5IÓLL AREK> HJÓL Mjög traustur barnastóll frá Svlþjóð. Festingar bæði I bögglabera og hjólagrind. Hátt stólbak og hllf fyrir fæturnar. Verd: 390 kr. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.