Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 15

Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 47 Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir LXXVII Spurningin er: Hvenær öðlast menn kjark til að játa í verki, að heimur án hörmunga er óhugsandi, þar sem undir- málsöfl leika lausum hala og niðurrifs- lýður ræður för? Væntanlega myndi flestum, sem á sig legðu, reynast fremur auðvelt að færa þolanlegar sönn- ur á, að Machiavelli hafi ekki alltaf haft að öllu leyti rétt fyrir sér. Honum skjátlaðist vissulega á stundum, enda hlyti annað að verða að teljast heimsfirn mikil. Hann var dauðlegur maður eins og við öll erum siðan árdagafor- eldrum okkar var vippað út um hlið Paradísar. Samt sem áður verður Machiavelli ódauðlegur. Það varð hann af fjölmörgum and- legum afrekum, sem honum var gefið að vinna á umbrotasömum æviferli. Ekki mun leika umtals- verður efi á, að óvíða leiftrar skarpskyggni hans og djúpýðgi af glæstari tiginbrag en í helzta stjórnvísinda- og söguheim- spekiverki hans, Discorsi sopra la prima decade di Tito Livio („Huganir að tíu fyrstu bókum Titusar Liviusar"), sem því mið- ur hefir fallið í skuggann af II principe („Furstinn"), eldra snilldarverki, er af þorra manna, aðallega óvildarmanna, sem fæstir hafa þekkt nema glefsur úr því, hefir einatt verið afflutt eða misskilið. að meta hana og mæla eins og hún var — og er — af alráðum Guði gerð, en ekki eins og hún ætti að vera að beztu og hæfustu manna yfirsýn. Þetta er leið- sögustefið í valdhafnar- og stjórnskipunarheimspeki hans. Og hvergi hefi ég getað hvesst auga á, að hann hafi haft nokk- urn skapaðan hlut út á ger- manskar dyggðir, eða dyggðir yfirleitt sem slíkar, að setja. Rökréttar afleiðingar Hitt gefur náttúrlega auga leið, og skýrist af sjálfu sér, að hreinskilni og hispursleysi hljóta ávallt að verða fjötrar um fætur í þjóðfélagi, sem stjórnast af þrælatrú á jöfnun og óreiðu; þjóðfélagi, er engan greinarmun gerir á hæfni, þekkingu og vitsmunum þegna sinna til þess að skynja og skilja hin flóknustu viðfangsefni sín, þjóðar og ríkis, eða getunni og dirfskunni til að ráða fram úr þeim. Af því tilefni hefi ég oft furðað mig á, að allir kristilegir lýðræðissinnar skuli telja jöfnun tekna og eigna miklu heimskulegri en jafna Niccoio Machiavelli „Þjóðirnar bíða miklu meira tjón af ágirnd eigin þegna en af ránfíkn fjandmannanna." Eitt sinn sem oftar, er Marx var í áköfum peningaham, skrif- aði hann traustustu auðlind sinni, Friedrich Engels, m.a. á þessa leið: „Þetta er allt í drullu, og ég óttast að skíturinn endi að lokum með hneyksli. Einustu góðu fréttina höfum við fengið frá ráðherrafrúnni, mágkonu minni, þ.e. fregnina um veikindi hins óslítandi föðurbróður konu minnar. Drepist hundurinn núna, þá er ég sloppinn úr for- inni.“ Engels samgladdist vini sínum félagshyggjulega og svaraði: „Út af fréttinni um sjúkleika hins gamla erfðafjártrafala í Braunschweig óska ég þér til hamingju og vona að dauðsfalliið beri loksins að.“ Marx lifði lengi glaður og ánægður af dauða annarra. Arftakan var honum, mannin- um, sem heimtaði afnám erfðar- éttar eða vildi a.m.k. skerða hann stórlega, arðvænlegur lífsbjargarvegur. Þeim hjónum féll a.m.k. 6 sinnum stórfé að erfðum í skaut. Um víða veröld geisar vinstri- mennska í einni eða annarri mynd, en í aðalatriðum þó ævinlega eins. Ræðustraumar um varnarlausa jörð Næstum upp á sama dag og Umhverfismálaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna var sett í Nair- obi hinn 10. f.m., færðu yfirvöld- in í indverska sambandsfylkinu Himachal íbúunum kærkominn Eðlilegt kjaraástand Bók í beztu meiningu Svo mjög hefir misskilningur- inn t.d. gripið um sig, að gáfu- maðurinn og stórmennið Friðrik mikli Prússakonungur, taldi sig knúinn til, þá ríkisarfi, að skrifa sprettskarpa og heiftþrungna, en heiðarlega meinta árásarrit- gerð, Der Antimachiavell, gegn Machiavelli, 207 árum eftir að II principe birtist fyrst á prenti. En Voltaire, sem reyndar hafði hvatt hinn prúða Prússaprins til að semja og birta bókina, gerir þessa þokkaljúfu athugasemd um framtakið í Memoirs sínum: „Ef Machiavelli hefði haft konungsson í læri, myndi það fyrsta, sem hann hefði ráðlagt honum að gera, hafa verið að skrifa bók gegn Machiavell- isma.“ Sennilega myndi stórmeistari valdvisindanna ekki hafa fyrzt við að sjá skrifað um sig úr penna lærlings síns: „Ég dirfist að taka mér fyrir hendur að verja mannúðina gegn ófreskju, sem ætlar að tortíma henni.“ Líklegra er, að um varir hans hefði vottað fyrir samúðarglotti. Höfundurinn, sem ritaði: „Alltaf hefi ég litið svo á, að Machiavellis „Bók um Furstann" væri einhver hættulegasta bók allra, sem birzt hafa í heimin- um“, var ávallt þróttmikill og djarfur baráttumaður í þjónustu prússneskra dyggða. Honum, ekki fremur en öðrum, verður naumast talið til minnkunar þó að hann gerði sér i hugarlund og þyrði fastlega að vona, að mannkynið hlyti, þegar allt kæmi til alls, að fylkja sér undir gunnfána réttlætis, fegurðar og stjórnsemi. Hann varð fyrir vonbrigðum og komst smátt og smátt að raun um, að prússneska hátternisboðið „Ub immer Treu und Redlichkeit" féll illa að smekk fjöldans. Hann skipti því um skoðun og staðfesti skoðana- skiptin á efri árum með þessum fleygu orðum: „Því betur sem ég kynnist mönnum, þeim mun vænna þyk- ir mér um hundinn minn.“ Machiavelli gerði sér hins veg- ar aldrei hættulegar grillur um eðli og hneigðir manneskjunnar. Hann gerði sér snemma far um Prússaprins gegn Machiavelli hlutdeild i stefnumörkun varð- andi örlög og framtíð komandi kynslóða. Það er m.a. afleiðing af ofsa- trúnni á innblásna dómgreind atkvæðamagnsins að samtíðin telur sér sízt henta að draga lær- dóma af vísdómi öðlinga í ríki heilbrigðrar skynsemi. Því til vitnis nægir að minna á Platon, Aristóteles, Nietzsche, Spengler og áðurnefndan Machiavelli, enda gerðist hann svo ófyrirleit- inn að mæla fyrir munn allra, sem meta náð þess að vera gæddir skilningarvitum í góðu meðallagi og betur, þegar hann færði ófeiminn til bókar: „Meirihluta mannanna er al- veg jafn auðvelt að fóðra með ímyndun eins og veruleikanum; já, iðulega hrífst hann fremur af ímyndinni en hlutnum sjálfum." Þessi staðreynd hefir ekki orð- ið fyrir teljandi hnjaski í synda- flóði blekkinga- og draumóra- framleiðslu óhófsaldar. í upp- hafi hranalegrar heimskreppu, sem enn er þó ekki annað en til- tölulega væg kveisa miðað við það, er hún verða hlýtur, gleypir allur lýður klunnaleg skrúðyrði „stjórnmálamanna" um að sóun náttúruauðæva geti auðveldlega haldið áfram af auknum þunga, aðeins ef kjörklefafólk vilji vera svo elskulegt að herða mittisól- ina lítið eitt í bili, eða á meðan „við erum að leita að varanleg- um úrræðum“, því að „við erum staðráðnir í að leysa efnahags- vandann endanlega". Já, endan- lega! (Innskot, eingöngu vegna asna: í júní 1982, á sama tíma og Morð fjár fyrir ekki neitt Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsrekandi að ævistarfi, leggur kapp á að svipta fjölda sakleysingja atvinnu þeirra til frambúðar, stingur hann sýni- lega 2.304.900 gkr. minnst í eigin vasa fyrir ósýnileg „þingstörf" — og enginn verkamaður varar sig á, að refsheili getur verið gróðavænlegur jafnvel þótt í nautshaus sé.) Einnig tekjur af dauðsföllum Oftast hafa vinstrisinnar get- að treyst því álíka örugglega og víst er, að íslenzkir sjómenn drepa síðasta sílið til þess að geta keypt benzín á bílaflota sinn, að keppinautar eða leik- systkini þeirra á vettvangi frjálslyndis og flokkadrátta hirði ekki um að kynna sjálfum sér og öðrum hið himinhrópandi ósamræmi, er við gapir, þegar orð og athafnir, kenningar og klumbruverk kommúnista eru þvinguð upp að vegg samtímis og samhliða. Aldrei hafa sósialistar farið dult með, heldur ævinlega talið sér auðvelt að skapa nýtt þjóð- félag, þar sem allt mannkyn búi um alla framtíð við allsnægtir. Herópið var og er: „Vinna að eig- in geðþótta, laun eftir þörfum!" Tækifærin, næstum hálfan heiminn, hafa Bandaríkin lagt þeim í skaut af dæmalausri góð- vild og rausnarskap. Niðurstaða: Þrælkun og sultur, ofboðslegur náttúruránskapur og lífríkis- Réttur maður á réttum stað spjöll, þrátt fyrir árlegar milljarðafjárfúlgur um áratuga skeið frá kapítalismanum. En höfuðið hefir marxistum liðizt að bíta af skömminni með því að telja Vesturlandaþjóðum helzt til vanvirðu, að þeim, og þeim einum, hefir tekizt að búa þegnum sínum almennt sóma- samleg lífskjör. „Neyzluþjóðfé- lagið", einmitt það sama þjóðfé- lag og vinstrafólk sagði vera markmið sitt, er orðið að skammaryrði í orðabók sovét- vina. Óstjórnlega fégræðgi hafa vinstrisinnar alltaf talið eitt helzta séreinkenni andstæðinga sinna, nálega einu hugsjón. Sjálfir hafa þeir talið sig með öllu lausa við slikan ósóma. Sag- an og óteljandi dæmi segja hins vegar ofurlítið annað, allar göt- ur frá smáiðjumanninum, sem hér að framan er nafngreindur, og norður og niður í sjálfan Karl Marx, yfirhönnuð hamingju- brautarinnar. 28 ára að aldri kvæntist Marx undurfagurri fyrirmyndarstúlku af virtum, prússneskum aðals- ættum, Jenny von Westphalen að nafni, dóttur Ludwig von Westphalen baróns og systur Edgar von Westphalen, síðar innanríkisráðherra Prússlands. Af eiginkonu sinni mátti Marx vera hreykinn. Hégómagirnin var þó yfirsterkari. Eiginkonu sína kynnti hann ævinlega í samkvæmum „burgeisa" og hefðarfólks með þessum orðum: „Frú Marx né Jenny von Westphalen" (né = áður). glaðning. Sérhver fjölskylda, sem býr í nánd skóga í eigu fylk- isins, fékk heimild til að fella 6 sedrustré gegn vægu gjaldi. Þessi rausnarlega gjafmildi, fáum dögum fyrir fylkiskosn- ingarnar hinn 19. f.m., getur þýtt kalhögg 15.000.000 trjáa við rætur Himalajafjalla — í fjall- lendi, sem stöðugt verður gróð- ursnauðara, á landssvæði, þar sem 5.000.000 ha. regnskóga hafa farið forgörðum síðan árið 1950. Þetta eina dæmi sýnir máski betur en allur orðaflaumur á málfundum Sameinuðu þjóð- anna, hvernig lífvernd er háttað í veröld vinstrimennsku. Síðan Umhverfismálaráðstefnan í Stokkhólmi var haldin árið 1972, hefir ekkert skort á tilraunir til að reyna að finna eða vekja sam- vizku mannkynsins. T.d. má nefna ráðstefnu um eyðimerk- urvöxt í heiminum (árið 1977), rástefnu um heimsveðurfarið (árið 1979), og nú er áratugur Drykkj arvatnsöflunar 1980—1990 nýhafinn. Þrátt fyrir öll ræðuhöld, sem raunar að mestu hafa gegnt hlutverki værðarlyfja, hefir ekk- ert breytzt — nema á verri veg. Árlega er 8.000.000 ha. skóglend- is kalhöggvið niður í svörð, eyði- merkur þenja sig yfir 6.000.000 ha. lands og 4.500.000.000 t kol- efnis er spúð út í andrúmsloftið — með ófyrirsjáanlegum áhrif- um á veðurfar um gjörvallan hnöttinn — að þvi er „Die Welt“; Bonn, 21. f.m. hermir. Ég get auðvitað ekki staðhæft neitt um, hvað Machiavelli eða aðrir mannþekkjarar og fram- sýnismenn liðinna alda myndu hafa ráðlagt við slíku framferði. Ég leyfi mér bara að gizka á, að þeim myndi ekki hafa verið fjarri skapi að hrópa í örvænt- ingu: Beizlið undirmálsöflin til þess að heilbrigt og heiðarlegt fólk geti verið frjálst — og jörðin lif- að!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.