Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 51 Frelsi og verkalýður Hannes Hólmsteinn Gissurarson Bókmenntir Guömundur Heiðar Frímannsson llannes Hólmsteinn Gissurarson Stétt með stétt Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins Ein höfuðstaðreynd íslenzks flokkakerfis er styrkur Sjálfstæð- isflokksins. Þetta blasir við öllum, sem um kerfið fjalla, og hlýtur að verða meginskýringarefni fræði- manna. Að vísu héldu sumir, að þessi hefðbundni styrkur flokks- ins væri í rénun við síðustu kosn- ingar og væri endanlega fyrir bí, þegar ríkisstjórnin, sen nú situr, var mynduð. En annað kom í ljós í nýafstöðnum bæjar- og sveitar- stjórnakosningum. Þá endur- heimti flokkurinn fyrri styrk sinn, og virtist það koma mönnum í opna skjöldu af einhverjum ástæðum. En hver skyldi vera skýringin á þessari lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins? Af hverju er hann svona öflugur? Síðastliðið haust gaf Verka- lýðsráð Sjálfstæðisflokksins út lít- ið kver Stétt með stétt, Sjálfstæð- ismenn í verkalýðshreyfingunni eftir Hannes Hólmstein Gissur- arson í tilefni af 30 ára afmæli ráðsins 4. nóvember síðastliðinn. í þessu kveri er rakinn einn þáttur í sögu Sjálfstæðisflokksins og ekki sá ómerkasti. Þar segir frá bar- áttu sjálfstæðismanna í verka- lýðshreyfingunni frá upphafi og fram á okkar daga. Ég hygg, að drjúgs hluta af skýringunni á því, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt því fylgi að fagna, sem raun ber vitni um, sé að leita í ítökum flokksins í verkamönnum og verkalýðshreyfingunni. Sigurð- ur Óskarsson, formaður Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, seg- ir í ávarpi fremst í þessum bækl- ingi: „Frjáls verkalýðshreyfing er einn þeirra hornsteina, sem lýðfrjálst þjóðfélag hvílir á. Hún er sterkur valdaaðili, sem óhjá- kvæmilega verður að taka tillit til. Hverjum stjórnmálaflokki er mik- ilvægur skiiningur á kjörum laun- þega og eðli vinnumarkaðarins. Ályktanir Verkalýðsráðs hafa ævinlega verið ein uppistaðan í stefnumörkun landsfunda Sjálf- stæðisflokksins." (bls. 8). Það er byrjað að greina í ör- stuttu máli frá þeim þjóðfélags- breytingum, sem fara á undan myndun verkalýðshreyfingar, byltingu í atvinnulífi og þéttbýl- ismyndun. í köflum af þessu tagi eru niðurstöðurnar kannski aldrei annað en almenn sannindi á borð við þau, að verkalýður þurfi að vera til, áður en til verður verka- lýðshreyfing. En það er samt fróð- legt og upplýsandi að sjá, hvernig miklar breytingar verða, þegar þær eru dregnar upp í stuttu, skýru máli. Á bls. 13 segir svo um sögu verkalýðshreyfingarinnar: „Tímamót íslenskrar verkalýðs- sögu eru þvi þrenn: 1887, er fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað, 1916 er Alþýðusamband Islands var stofnað, og 1938, er launþegar voru skyldaðir til að láta verka- lýðsfélög gæta hags síns.“ Frá- sögnin beinist aðallega að tímabil- inu, sem hefst 1938, vegna þess að þá hefjast átök innan verka- lýðshreyfingarinnar. Alþýðuflokk- urinn hafði frá stofnun Alþýðu- sambandsins verið hin pólitíska deild sambandsins. En með vinnu- málalöggjöfinni eru verkalýðs- hreyfingunni færð svo mikil völd, að aðrir stjórmálaflokkar gerðu tilkall til áhrifa og ítaka þar. Það er raunar fróðlegt að sjá, að sjálf- stæðismenn og sósíalistar tóku höndum saman í þeirri baráttu gegn Alþýðuflokknum. Þeim tókst að koma því til leiðar, að flokkur- inn var skilinn frá Alþýðusam- bandinu árið 1942. Fyrsta félag sjálfstæðisverkam- anna var stofnað 29. marz 1938. Það var málfundafélagið Óðinn. Stofnendur þess voru 41 verka- maður og sjómaður. Þetta félag verður síðan grundvöllur að sókn sjálfstæðismanna í verkalýðs- hreyfingunni, sem varði fram til 1942. Óðinsmenn bjóða fram lista í stjórnarkosningum í Dagsbrún í ársbyrjun 1939. Þeir hlutu 427 at- kvæði, listi Alþýðuflokksins 409, en listi Sósíalistaflokksins undir forystu Héðins Valdimarssonar 660 atkvæði. Það fór því ekki á milli mála frá upphafi, að Sjálf- stæðisflokkurinn var sterkt afl í verkalýðshreyfingunni. 1940 vinna Óðinsmenn stjórnarkosninguna í Dagsbrún, er þeir buðu fram með alþýðuflokksmönnum. I verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði unnu sósíalistar stjórnarkosningu í upphafi árs 1939 með stuðningi sjálfstæðismanna. Þessi stjórn- arkosning hafði nokkurn eftir- mála, sem er rakinn hér. I gegnum tíðina hefur styrkur Sjálfstæðisflokksins verið breyti- legur í verkalýðshreyfingunni. Hann hefur eflzt og dvínað, en ævinlega verið umtalsverður, og stundum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið næststærsti flokkur- inn á þingum Alþýðusambands ís- lands samkvæmt þeim tölum, sem hér eru raktar. Tveir síðustu kaflar þessarar sögu fjalla um viðhorf sjálfstæð- ismanna í verkalýðsmálum og reynsluna af verkalýðsbaráttu undir öðru þjóðskipulagi en lýð- ræðisskipulaginu. Hannes greinir fjóra meginþætti í hugmynda- fræði verkamanna í Sjálfstæðis- flokknum. „1. Krjálslyndi, þ.e. sú skoðun, að atvinnufrelsi sé ein- staklingnum sem launþega og neytanda í hag, en víðtækt ríkis- vald sé hættulegt. 2. Ntéttasam- staða, þ.e. sú skoðun, að stéttirnar (sem eru ekki skildar skilningi Marx eða marxsinna) hafi allar sama haginn af vinnufriði og vexti atvinnulífsins. Kjörorðið: „Stétt með stétt" — er til marks um þetta. 3. Andkommúnismi, þ.e. sú skoðun, að kommúnistar hérlendis og erlendis berðust ekki fyrir raunverulegum hagsmunum laun- þega heldur beittu þeim fyrir sig til að komast til valda. Sagðar voru margar sögur af kúgun verkamanna í Ráðstjórnarríkjun- um (og hefur sennilega ekki verið ofsagt um hana). Þessi þáttur var Opið hús í Norræna húsinu á fimmtudögum OPIÐ hús verður í Norræna húsinu næstu fimmtudaga og er dagskráin einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndunum, en eftir hlé verður sýnd kvikmynd eftir Osvald Knud- sen. Dagskrá hefst öll kvöldin klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Dagskráin næstu fimmtu- daga verður sem hér segir: Fimmtud. 1. júlí Vísnavinir, Bergþóra Árnadóttir, Hjördís Bergsdóttir og Ólöf Sverr- isdóttir skemmta með vísnasöng. Kvikmynd: Heyrið vella á heiðum hveri (14 mín.). Fimmtud. 8. júlí Eyþór Kinarsson, grasafræðingur: Flóra íslands. Kvikmynd: Smávinir fagrir (12 mín.) og Þórsmörk (11 mín.). Fimmtud. 15. júlí Dr. Jónas Kristjánsson: íslensku handritin. Kvikmynd: Hornstrandir (33 mín.). Fimmtud. 22. júlí Ólafur Halldórsson, handritafræð- ingur: Fyrirlestur um Grænland. Kvikmynd: Frá Eystribyggð í Grænlandi (18 mín.). Hannes Hólmsteinn Gissurarson mjög snar í áróðri sjálfstæð- ismanna, enda er auðveldara að sameina menn gegn einhverju en fyrir eitthvað. 4. Þjóðernishyggja, þ.e. sú skoðun, að íslendingar væru fremur ein þjóð en margar stéttir og að einstaklingsfrelsið væri þjóðlegt verðmæti (og var í því viðfangi vitnað til upp- hafs Islandsbyggðar), en sam- hyggjan innflutt kenning, er hæfði ekki Islendingum. Þjóðern- ishyggjuhugmyndin er náskyld stéttasamstöðuhugmyndinni." (bls. 59—60). Það er sennilega öllu, sem máli skiptir, haldið til skila í þessari greiningu. En höf- undur getur þess í framhaldinu, að sjálfstæðisverkamenn „noti önnur hugtök en talsmenn flokks- ins í atvinnumálum", (bls. 60) og nefnir eitt dæmi slíks. Nú er ég ekki í neinni aðstöðu til að meta þessa staðhæfingu af einhverju viti, en ég þykist sjá, að stundum hafi verið ágreiningur milli verka- manna og annarra hópa innan flokksins, sem hafi verið um ann- að og meira en orðalagsatriði. Og ég held, að það hefði verið fróðlegt að skoða ofurlítið nánar, í hverju þessi . skoðanaágreiningur felst. Þetta hefði mátt gera með þvi að skoða álit manna á rekstri BÚR, en ágreiningur um hann er raunar nefndur. Ég held, að það sé rétt athugað hjá höfundi, að menn inn- an flokksins séu á endanum sam- mála um öll meginmarkmið, en nú tilbúnir að gera ágreining um ein- stakar leiðir. Það hefði verið lær- dómsríkt að sjá, hvernig sá ágreiningur birtist. I síðasta kaflanum er dregið fram, að verkamenn, sem búa í miðstýrðu hagkerfi, lifa við mun lakari kjör en þeir, sem selja vinnu sína á Vesturlöndum. Auk þess geta verkamenn, í ’slíku skipulagi, hvergi leitað réttar síns, því að einungis er um að ræða einn vinnuveitanda, sem hefur líka á hendi dómsvald. I Ráð- stjórnarríkjunum, sem beita miðstýrðu skipulagi, eru þeir verkamenn ofsóttir, sem reyna að leita réttar síns. Höfundur telur það skyldu verkamanna á Vestur- löndum sérstaklega að lýsa yfir samstöðu við bræður sína í austri og beita þrýstingi til að bæta hlutskipti þeirra. Þetta er sér- staklega brýnt, vegna þess að Ráð- stjórnarríkin leggja áherzlu á góð samskipti við verkalýðshreyfing- una á Vesturlöndum. í þessum bæklingi eða bók er mikill fróðleikur saman kominn. Hann er skýrt fram settur, og höf- undur fer ekki í grafgötur með þær ályktanir, sem hann vill draga. Það er ástæða til að taka undir með Gunnari Helgasyni, fyrrverandi formanni Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir í formálsorðum: „Þessi bók, sem Verkalýðsráð Sjálfstæð- isflokksins gefur út, á að varpa nokkru ljósi á sögu og þróun verkalýðsmála á síðustu áratug- um. Er þar að finna nokkurn fróð- leik, sem að gagni má koma þeim, er kynnast vilja þeirri sögu, sem oft vill gleymast í tímanna rás, en lærdómsríkt og gagnlegt getur verið að rifja upp og læra af.“ Stálvaskar og blöndunartæki v-ri-n ARABIA HREINLÆTISTÆKI BAÖVORURNAR FRÁ BAÐSTOFUNNI I&adstofaR ÁRMt'LA 23 - SlMI 31810. •*• KOMATSU ALLAR STÆRÐIR OG GERDIR LYTTARA FRA KOMATSU Opiö mastur Opna mastriö á Komatsu- lyfturunum veitir óhindraö útsýni. Eigum til afgreiöslu nú þegar: 2ja tonna rafknúinn meö eöa án snúningsbúnaöar 3ja tonna diesel meö eöa án snúningsbúnaöar. Fáanlegir meö margvíslegum aukabúnaöi Aukið öryggi á vinnustööum meö Komatsu. Varahluta og viöhaldsþjónusta. KOMATSU á íslandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiöshöfða 23. Sími: 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.