Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 55 Drauganet á dekkinu á R/S Bjarna Sæmundssyni. — Fiskarnir eru misjafn- lega á sig komnir. LJósm.: Rafn Ólafsson. djúpu vatni auk þess sem minni líkur eru á því, að hægt sé að kraka þau upp. Gildrur: Gildrur eru víða algeng veiðarfæri og er talið að þær tap- ist mjög oft með verulegu magni af fiski og öðrum sjávardýrum. Fiskur, sem særist (annað en afhreistrun) Dregin veiðarfæri: Líklegt er, að þau veiðarfæri sem dregin eru eft- ir botninum, kremji og særi ýmsar botndýrategundir til ólífis. Meðal þessara tegunda má nefna skeljar, kuðunga, ígulker, humar, krabba, fiskahrogn og e.t.v. fisktegundir, sem grafa sig niður í botninn eða eru fast við botn. Þá hafa skoskar athuganir með neðansjávarsjón- varpi sýnt, að nokkuð af smáfiski festist í möskvum botnvörpu án þess að ánetjast á venjulegan hátt. Vegna togferðarinnar verður tölu- verður þrýstingur á þessa smáu fiska og kremjast þeir þá fljótlega til dauða. Nánast ekkert er um það vitað, hve mikið af íslenskum nytjadýr- um sjávarins drepst á þennan hátt. Sjálfsagt drepst nokkuð af smáfiski í neti varpanna og e.t.v. einnig aðrar tegundir svo sem ljósáta. Líklegt er að hlerar og fótreipi skaddi humar að ein- hverju leyti og skeljum er að sjálfsögðu hætta búin bæði af botnvörpu og skelfiskplógum. Fljótt á litið ætti að vera einfalt að vernda fiskahrogn, sem klekj- ast út á botninum (t.d. síldar- hrogn) fyrir botnvörpuskarki með því einfaldlega að banna togveiðar á viðkomandi svæðum. Gallinn er bara sá, að ýsa sækir mjög í síld- arhrognin og gæti þá verið rétt að veiða ýsuna í troll, til þess að hún sé ekki eins stórtæk í hrognaátinu. Spurningin er því aðeins hvor kosturinn sé illskárri. Önglar: Margir, t.d Norðmenn, eru þeirrar skoðunar, að önglar, bæði línu- og handfæraönglar, geti skaddað fisk, sem sleppur af þeim. Einkum sýnist hætta á, að skoltabeinin rifni frá hausnum. Nætur: Hætta er á, að fiskur í hringnót kremjist og kafni, þegar um stór köst er að ræða. Alla jafna veiðist þó þessi fiskur, en ekki er loku fyrir það skotið, að nokkuð af smáloðnu, sem sleppur út um næturnar, kunni að vera lífvana af þessum sökum. Eina ráðið til úrbóta sýnist vera að banna loðnuveiðar á þeim svæð- um, þar sem mikið af smáloðnu heldur sig. Lagnet og reknet: Það vakti tölu- verða eftirtekt í fyrra, þegar Norðmenn lýstu því yfir, að tölu- vert dræpist af síld í þorskanet- um. Þetta skeður á þann hátt, að síldin festir kjaftbeinin í möskv- unum og slitna þau auðveldlega af, þannig að síldin sleppur en er dauðans matur. Ekki er útilokað, að stórriðin lagnet geti drepið fleiri tegundir á þennan hátt. Einnig er líklegt, að síld geti drep- ist með þessu móti í síldarreknet- um. Hægt er að koma í veg fyrir mikið síldardráp í þorskanet með því að banna þorskanetaveiðar á þeim svæðum, þar sem mikið er af síld. Að því er síldarreknetin varð- ar væri æskilegt að athuga hugs- anlegan síldardauða til þess að gera sér grein fyrir vandamálinu. Skutlar: Skotnir hvalir tapast, ef skutullínan slitnar. Mjög fátítt er þó, að línan slitni en þó getur það skeð, ef hún lendir í skrúfu skips- ins. Við íslenskar hvalveiðar er það afar sjáldgæft, að veiddur hvalur tapist. Afhreistrun Öll veiðarfæri gerð úr neti: Ýmsar fisktegundir geta afhreistrast við það að synda í gegnum möskva. Ahfreistrunin er ugglaust mis- mikil eftir aðstæðum og er því sjálfsagt misjafnt, hve mikið af þessum fiski drepst. Einstaka teg- undir erú misviðkvæmar að þessu leyti og mun síld og ýsu einkum stafa hætta af þessu en einnig má þó nefna lax hér að lútandi. Hugsanlegt er, að ýsa kunni að drepast, eftir að hún hefur smogið út um möskva botnvörpu. Haft er eftir íslenskum bátaskipstjórum, að þeir hafi fengið dauða ýsu í troll á stöðum, þar sem mikið hef- ur verið togað. Getur þá verið álitamál, hvort heppilegt sé að nota 155 mm riðilstærð á ýsu til þess að koma í veg fyrir smáýsu- veiði. Er hugsanlegt, að eins gott sé að nota 135 mm riðil, þótt smærri ýsur myndu þá veiðast, ef helstu smáýsubleyðunum yrði í staðinn lokað fyrir togveiðum. Þá er sennilegt, að ýsa geti af- hreistrast við það að synda í gegn- um lagnet. Þá er talið, að lax fari afar illa, þegar hann smýgur laxa- reknet. Afhreistrast hann og sær- ist og er talið, að einhver hluti kunni að drepast. í sumum norsk- um ám eru allt að 90% af þeim laxi, sem veiðist, með netaför. Líklegt er, að smásíld syndi í stórum stíl í gegnum síldarreknet (og lagnet). Ef síldin afhreistrast til ólífis við þetta í umtalsverðum mæli, gæti vel komið til álita að taka hana frekar í hringnót/enda þótt það veiðarfæri sé vissulega stórtækt á smásíld. Og þá ber að hafa í huga, að síld er einmitt tal- in drepast unnvörpum í hringnót, ef henni er sleppt vegna þess hve smá hún er. Hér er því vissulega úr vöndu að ráða og er því aðkall- andi að athuga þessi mál af kost- gæfni og fara síðan eftir bestu vitneskju, þegar taka á ákvarðanir um síldveiðar með þessum veið- arfærum. Skaddaður sundmagi Fiskur, sem sleppur úr veiðar- færum, eftir að hafa verið dreginn langa vegu upp á stuttum tíma, fær oft svo mikið loft í sundmag- ann vegna þrýstingsminnkunar, að sundmaginn getur skaddast. Það á einkum við um fiska með lokaðan sundmaga svo sem þorskfiska og karfa. Enda þótt sumar tegundir geti stundum jafnað sig með tíð og tíma eru þær heldur ósjálfbjarga á meðan og geta þá auðveldlega orðið ýmsum sjávardýrum að bráð. Fiskur sleppur oft af krókum á þennan hátt og reyndar einnig úr vörpum, bæði með því að synda út um möskva og einnig, þegar varp- an springur við yfirborðið. Svo sem kunnugt er, er karfi viðkvæm- astur allra fisktegunda fyrir þrýstingsmun og fer aldrei lifandi niður í sjóinn aftur. Þá má skjóta því hér inn, að Norðmenn telja, að töluvert af ufsa með skaddaðan sundmaga fljóti út úr hringnótum. Við ísland er hins vegar bannað að veiða þorskfiska í nót. Dá og lömun Lítið er af veiðarfærum í þess- um hópi. Þó má nefna rafmagn, eitur og sprengiefni. Talið er, að fiskur sem sleppur við rafmagns- veiðar, skaddist ekki. Hinar veiðiaðferðirnar eru víðast bann- aðar. Niðurlag Eftir þessa raunatölu ætti að vera ljóst, að titill þessarar grein- ar kafnar því miður ekki undir nafni. Enn er ýmislegt óljóst varð- andi þann óæskilega fiskadauða, sem fjallað var um. I lok þess sér- fræðingafundar, sem vitnað var í fyrr í þessari grein, kom einn fundarmanna fram með þá ágisk- un, að þessi fiskadauði gæti verið 5—10% af því sem raunverulega veiðist. Þessi tala er að vísu ekkert ósennileg en fjarri fer því, að hægt sé að rökstyðja hana á fullnægj- andi hátt. Ljóst er þó, að ekki get- ur talist vansalaust, að við íslend- ingar skulum ekki sinna rann- sóknum á þessu sviði. Mikil- vægasta tækið við þær rannsóknir er neðansjávarsjónvarp. Ég legg því til, að Karþagó verði látin í friði, en keypt verði neðansjáv- arsjónvarp. Guðni Þorsteinsson % ^rtrrv' v IVKAHUGt Víkingur KA leika á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20.00 Allir á völlinn Áfram Víkingur 50ámþjónusta ^32-1982 SPARISJOÐUR REYKJAVÍKUR OGNAGRF.NNIS Bkmiabúöin vor Austurveri AUKAKRAFTUR — MEIRA ÞREK a, Gericomplex úr orkulind náttúrunnar ISht leilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.