Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982
57
fclk í
fréttum
Sonur ELísabetar Taylor
selur gömul
('hristophcr Wilding og kona hans, Aileen Ghetty.
Christopher og Aileen fyrir framan verslun sína
„Narcissus** i Santa Barbara.
+ Christopher Wilding, sonur
Elizabeth Taylor, býr í Santa
Barbara í Kaliforníu ásamt
eiginkonu sinni Aileen Ghetty,
sonardóttur milljónamærings-
ins Paul Ghetty sem lést fyrir
nokkrum árum síðan, og þau
versla þar með notuð og gömul
föt. Þau kaupa falleg gömul
velmeðfarin föt og selja þau
aftur.
Þau hafa bæði mikið ríki-
dæmi á bak við sig. Fjölskylda
Christophers er mjög rík en
Aileen er ennþá ríkari. En þau
eru bæði sammála um það að
þau vilja ekki lifa á auðæfum
sínum. „Okkur finnst gaman
að vinna fyrir okkur sjálf,“
segja þau. Þau eru ánægð með
hve verslunin gengur vel hjá
þeim.
Elizabeth Taylor gefur þeim
oft notuð föt af sér til að selja
aftur í versluninni, „Narciss-
usi.“ „Kjólar móður minnar
renna út eins og heitar lumm-
ur,“ segir Christopher. Og það
kemur líka fyrir að Elizabeth
Taylor kaupir hjá þeim för.
„Dag einn,“ segir Christopher,
“heimsótti hún okkur og valdi
kjól sem henni þótti mjög fal-
legur. En svo vildi til að þessi
kjóll var einmitt gamall kjóll
sem hún hafði sjálf átt og gefið
okkur, en sem hún þekkti ekki
aftur. Móður mín á nefnilega
svo geysilega mikið af fötum
Oscar Wilde
endurborinn??
+ Lou Reed, söngvarinn sem Andy Warhol uppgötvaði, var nýlega í París
í tilefni af útkomu nýrrar plötu. Lou Reed bjó á hóteli þar sem hann telur
að hann hafi búið og dáið í fyrra lífi sínu — Lou Reed telur sig nefnilega
vera breska skáldið Oscar Wilde endurholdgaðan og hann bjó á hótelinu
sem Oscar Wilde lést á.
Sylvia kona hans var með honum í rörinni.
COSPER
C05PER 89»i
Nei, er krakkinn farinn að ganga. Þá getur hann farið
út í búð eftir bjór fyrir mig.
Skrifar endur-
minningar sínar
+ Angie Bowie, fyrrverandi eig-
inkona David Bowie, er að ljúka
við að skrifa bók um hið litríka
líf sitt með David Bowie. Sam-
kvæmt frásögn hennar gekk
ekki á öðru en eiturlyfjaneyslu
og sjálfsmorðstilraunum og
öðru slíku í hjónabandi hennar,
og þegar þau skildu eftirlét
Angie David Bowie hinn 11 ára
gamla son þeirra, Zowie.
Því næst fór Angie að búa
með pönk-tónlistarmanninum
Dew Blood. Þau eignuðust dótt-
urina Stöshu og skildu svo ári
seinna. Reynsla Angie af því að
eftirláta föðurnum Zowie son
hennar varð til þess að hún
fékkst ekki til að láta Dew Blood
fá yfirráðarétt yfir Stöshu og
hún hefur ekki áhuga á fleiri
hjónaböndum. „Það hefur tekið
mig ótrúlega langan tíma að
læra að setja mér mín eigin
markmið í staðinn yrir að fara
alltaf eftir öðrum,“ segir Angie.
„Ég á aðeins nokkur góð ár eft-
ir,“ segir hún, en hún er nú 35
ára, „svo að ég verð að breyta
því sem ég vil breyta núna, það
verður of seint þegar ég er orðin
sjötug.“
Angie Bowie
Svefnsófar
sem endast þér alla ævi
Tegund 90. Verö 7.650,- 1.450,- útb., 800 á
mán. Svefnpláss 115x190 cm, setusófi
90x200 cm.
Tegund 150. Verö 9.560,- 1.560 útb., 800 á
mán. Svefnpláss 145x190, sem sófi 80x214
cm.
Tegund 145. Verö 8.730.- 1.500 útb., 800 á
mán. Svefnpláss 145x190, semo sófi 88x198
cm.
Svona líta sófarnir út þegar fariö er aö sofa. í
þeim öllum er rúmfatageymsla.
Tegund 140. Verö 8.200,- 1.500 útb., 800 á
mán. Svefnpláss 145x190, sem sófi 81x200
cm.
(^HCSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK SÍMAR: 91 -81199 - 81410
símar 39160 Jón.