Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 27

Morgunblaðið - 30.06.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 59 Skýring stjórnvalda á vinnuslysum röng — segir í nýútkomn- um niðurstöðum vinnu- hóps sem rannsakað hefur vinnuslys hér EINN megintilgangurinn með þess- um bæklingi er að fjalla um þá til- gátu Öryggiseftirlits ríkisins að um 80% vinnuslysa megi rekja til yfir- sjóna í starfi, sögðu tveir forsvars- menn vinnuhóps sem þessa dagana er að senda frá sér bækling um vinnuslys. Þetta eru þeir Jónas Gústafsson sálfræðingur og Gylfi Páll Hersir jarðeðlisfræðingur sem sá um tölvuvinnslu vinnuslysarann- sóknarinnar. Þeir Jónas og Gylfi Páll sögðu að forsaga þessa máls næði aftur til ársins 1979, þegar tíu íslenskir námsmenn í Árósum, mest sál- fræðinemar, höfðu spurnir af vilja iðnaðarmannafélaga til rann- sókna á aðbúnaði og heilsufari meðlima verkalýðsfélaganna. Fyrstu niðurstöður vinnuhópsins komu út sl. haust. I þessum niðurstöðum kom m.a. fram að 73% þátttakenda kvört- uðu yfir hávaða á vinnustað og 64% kvörtuðu yfir ryki. Þá kvört- uðu 52% þátttakenda um bakverk og 48% sögðust vera stundum eða oft stressaðir. Athygli vakti að eftir því sem þátttakendur gátu um fleiri aðbúnaðarvandamál, þeim mun fleiri sjúkdómsein- kenni, streitueinkenni og veikindafjarvistir nefndu þeir. Að sögn Jónasar og Gylfa Páls sýnir rannsóknin þannig skýr tengsl milli aðbúnaðar á vinnustað ann- ars vegar og heilbrigðis þátttak- enda hins vegar. Sögðu þeir að þessar niðurstöður bentu til að úr- bóta væri þörf. Jónas og Gylfi Páll sögðu að talsverða athygli hefði vakið þeg- ar niðurstöður voru birtar, að rúmlega fimmti hver iðnaðarmað- ur skyldi hafa lent í vinnuslysi á 12 mánaða tímabili. Öryggiseftir- lit ríkisins sem hafði með þessi mál að gera, taldi að 80% vinnu- slysa sem því var tilkynnt um hefðu orðið vegna yfirsjóna í starfi. I ljósi þessa og hinnar miklu útbreiðslu vinnuslysa meðal iðnaðarmanna hefði því verið ákveðið að gera sérstaka úttekt á vinnuslysum. Rannsóknin á vinnuslysunum er, auk Jónasar og Gylfa Páls, unnin af Einari Baldvin Baldurs- syni og Heiðbrá Jónsdóttur. í niðurstöðum þeirra segir m.a.: „Dugar sú opinbera skýring stjórnvalda á vinnuslysum að sinnuleysi sé fyrst og fremst um að kenna? Þessi skýring nær ÓDAL á hverju kvöldi Opid frá 18—01. Björgvin Halldórsson kynnir i kvöld nyju sólóplötuna sina „Á hverju kvöldi“ Plötu i serflokki sem áreiðanlega verður spiluð á hverju kvöldi. Allir í ÓSAL NYJUSTU FRÉTTIR FRÁ H0LUW00D í kvöld veröur Villi í diskótekinu og leikur Hollywood Top 10 kl. 11. Einnig veröur leikiö splunkunýtt lag meö Roll- ing Stones „Going to a go go,“ en þetta lag siglir nú hraðbyri upp alla vinsæld- arlista. Gylfi Páll Hersir og Jónas Gústafsson skammt. Hér hefur verið bent á að þessi vinnuslys (þ.e. þau sem fjall- að er um í skýrslunni, innsk. Mbl.) urðu vegna þess að verkamennirn- ir voru að reyna að leysa vanda- mál sem komu upp í vinnunni og þar með halda fullum afköstum. Við sjáum að sinnuleysi er hald- laus skýring. Ef verkafólkið væri svona sinnulaust, hefði það bara látið hlutina dankast og um leið sparað sér slysin. Mennirnir tóku verulega áhættu vegna þess að það var eina leiðin til að koma í veg fyrir röskun og tafir, eina leiðin til að tryggja nægileg afköst. Álagið sem á verkafólki hvílir er sýnu mikilvægari skýring." KlENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. AUr.LYSINíiASIMFNN ER: 22480 JHorgnnbUibíb passola! ódýrasta farartœkió Passola er sko ekkert venjulegt farartæki, það er alveg sér á báti hvað snertir tæknilega uppbyggingu og hönnun. Passola er nefnilega gert fyrir þá sem hafa aldrei ekið á mótorhjóli og myndu jafnvel aldrei detta í hug að gera það. Þetta er farartækið sem frúin notar í mjólkurbúðina, unglingarnir í skólann, og þú í snattið og vinnuna. Allir geta ekið Passola: + Stiglaus sjálfskipting, engir gírar, engin kúpling. + Handbremsur að aftan og framan, engin fótstig. + Sjálfvirkt innsog, auðveld gangsetning. + 50cc mótor sem eyöir ca. 2 L. pr. 100 km. + Mótor og drifkeðja lokuð af og þarfnast aldrei smurn- ingar. + Stór hljóðkútur, sem gerir hjólið því sem næst hljóölaust. + Bretti og yfirbygging að mestu leyti úr níðsterku og höggþolnu plastefni. + Bögglaberi aö aftan og inn- kaupakarfa aó framan. Aðeins kr. 10.150.- (gengisskr. 28.6.82.)______________ BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.