Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 ??bcí v/ildir veréa útlo/&6slustjóri. Fylgstu þét (ne^> fjoí huem'ig þetta. b'óm breið/r sig út." Ást er... ... að reyna að skilja skapofsa hennar. TM Reo U S Pal Ofl -all riohts reserved • 1982 loa Angeies Times Syndicate Við gerðum góð kaup að sleppa hreindýraskinninu og fá heldur þetta kamelskinn! Voff — voff, voff. „Krummi kann ekki við að segja það sem hann hugsar um þá á sjónvarpinu ...“ segir í Tímanum í gær, og ég leyfi mér að fullyrða að knattspyrnuáhugamenn um land allt hugsi ekki beint fallega til sömu aðila, og þegi áreiðanlega ekki yfir því eins og Krummi ger- ir. Við höfum aðeins fengið að sjá tvo leiki í beinni útsendingu til þessa, frá heimsmeistarakeppn- inni og ekki eru líkur á að þeir verði fleiri. Það sem hvað mesta gremju vekur í sambandi við þetta mál er, eftir því sem Tíminn segir frá í gær, að sjónvarpinu hafi staðið til boða að fá marga leiki í beinni útsendingu, en ekki viljað þá. Blaðið hefur eftir Pétri Guð- finnssyni. framkvæmdastjóra sjónvarpsins að þeim hafi verið fullkunnugt um þennan mögu- leika, en ekki stefnt á aðra leiki en upphafsleikinn, úrslitaleikinn og leik Belga og Pólverja, sem sýndur var í fyrrakvöld. Skammast mað- urinn sín ekkert fyrir að láta hafa þetta eftir sér? Ekki trúi ég því að sjónvarpsmenn haldi að áhuga- Ekkert sjónvarpsefni hefur verið vinsella í júnímánuði, en beinar útsend- ingar frá HM-keppninni í knattspyrnu, segir bréfritari. Á myndinni hér að ofan sem er frá leik Rússa og Nýsjálendinga, má sjá hvar Sergey skorar þriðja mark Rússa. Sjónvarpið ætti að skammast sín fyrir að senda ekki fleiri leiki út beint frá HM-keppninni menn um knattspyrnu hér á landi séu ánægðir með frammistöðu sjónvarpsins. Þegar leikur var fyrst sýndur beint í íslenska sjónvarpinu síð- astliðinn vetur, sást vart hræða á götum úti, slíkur var áhuginn. Halda sjónvarpsmenn að áhuginn hafi eitthvað minnkað? Ég er hræddur um ekki. Ekki er hægt að líkja því saman að horfa á leiki í beinni útsend- ingu og að sjá þá gamla og vita nákvæmlega allt sem eftir á að gerast. Jafnvel þó íþróttafrétta- maður sjónvarps reyni að halda spennunni í leikjunum með því að lýsa þeim eins og hann hafi aldrei heyrt úrslitin. En hverjar eru ástæðurnar fyrir lélegri þjónustu sjónvarpsins? Eftir því sem Pétur segir í Tíman- um er helst svo að skilja að of dýrt sé að fá leikina. Hann segir að hingað til hafi gengið mjög vel að ná inn auglýsingum vegna þeirra, „en ekki er víst að þær séu fundið fé“. Ef ég man rétt, kom það fram í fjölmiðlum fyrir ieik Argentínu og Belgíu, fyrsta leik HM, að auglýs- ingastofur hefðu, hver á fætur annarri, viljað ná í allan auglýs- ingatímann með leikjunum. Þykir mér heldur ólíklegt að áhugi þeirra hafi minnkað á þessu. Vitað er að mikill hluti þjóðarinnar sit- ur sem fastur við sjónvarpstækin á meðan á beinu útsendingunum stendur, ekki aðeins alhörðustu „fótboltafrík" heldur margir aðrir, og hlýtur þessi auglýsingatími því að vera einn sá albesti, sem hægt er að fá í sjónvarpinu. En íslenskir áhugamenn um knattspyrnu verða að gera sér þessa þjónustu sjónvarpsins að góðu, og geta ekkert gert annað en bölvað þó það gagni lítið. Mikið lifandis skelfingar ósköp og skelfing hefði verið gaman að sjá leik Englands og Vestur-Þýskalands beint í gær... Sjónvarpið ætti að skammast sín fyrir að veita jafnlélega þjón- ustu og raun ber vitni. Það er óhætt að fullyrða, að á ekkert annað efni, hefur verið horft jafn- mikið á, og knattspyrnuleiki í beinni útsendingu frá heimsmeist- arakeppninni. Er það tilfellið, eins og fram hefur komið í einum fjöl- miðli hér á landi, að það séu að- eins þrjú lönd í Evrópu sem ekki fá beina útsendingu. Albania, lok- aðasta land í heimi, Færeyjar og ísland. Það er ekki leiðum að líkj- ast. Furðuleg er sú afsökun sjón- varpsins að ekki fáist tími í gervi- hnetti. Það eru fjögur ár síðan keppnin var ákveðin á Spáni. Hafa þeir aldrei heyrt máltækið: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Þ.S. HÖGNI HREKKVlSI „SAk.60(ZmHGUfUKJN STÓÐ OiA pAÐ BlL Þessir hringdu . . . Vil helst að Valdimar veki mig af blundi B.B. hringdi og fór með tvo kviðlinga fyrir Velvakanda. Annar var saminn í tilefni þess að Valdi- mar Örnólfsson var að hætta með morgunleikfimina í útvarpinu. „Knda Jh>U ég ckki par íþróttirnar slundi, vil helHl að Valdimar veki mig af blundi." Hin vísan var sett saman í tilefni þess að Albert Guðmundsson varð forseti borgarstjórnar: „Hver gótur þcun vors feóra Fróns fatfnar og verdur KlaAur. Svona fór, að Sigurjón.s saknar enginn maður.“ Neysla hita- veituvatns Á.S. hringdi og vildi koma fram fyrirspurn til dr. Jóns Ó. Ragnars- sonar. „Vinsamlegast segið mér um neysiu hitaveituvatnsins. Ég nota það yfirleitt í te og kaffi. Teljið þér það skaðlegt? Er nú ánægð Kona að norðan hringdi og vildi lýsa ánægju sinni yfir því að Pétur og félagar væru nú aftur komnir í morgunútvarpið. „Þetta er langt- um léttara og skemmtilegra en það var þegar Páll Heiðar var með þáttinn. Ég hef ekkert á móti Páli, en ég vil að hann fái eitthvað við sitt hæfi, t.d. enskukennslu í sjón-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.