Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.06.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNl 1982 63 Knattspyrnan er sem listgrein í þeirra höndum NORSKA Dagblaðið birti ura helg- ina umsagnir um öll liðin 24 sem léku í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar. Kemur þar ýmislegt at- hyglisvert fram og telja frændur okkar Norðmenn Brasilíu með besta liðið í keppninni og lið Austurrikis það lélegasta þrátt fyrir að þeir hafi komist áfram. En lítum á hvað þeir höfðu um liðin að segja, og eru nöfn þeirra í sömu röð og Norðmennirnir höfðu þá í, eftir frammistöðunni í forriðlunum. 1. Brasilía. Listamenn, knatt- spyrnan er sem listgrein í þeirra höndum. 2. Argentína. Þeir hafa besta knattspyrnumann i heimi, Mara- dona. 3. Sovétríkin. Leika alltaf vel þegar mest ríður á. 4. Pólland. Ljós í myrkrinu fyrir pólsku þjóðina. 5. England. Sterkir kraftakarl- ar, sem leika öðruvísi knattspyrnu en áður. 6. Belgía. Varnarveggur sem vill leika sóknarleik. 7. Alsír. Fórnarlömb skammar- legs óréttlætis. 8. Skotland. Voru mjög jákvæð- ir í leik sínum í erfiðasta riðlinum. 9. Hondúras. Hörkulið en reyndust hafa of litla reynslu. 10. Frakkland. Ekki eins góðir og í Argentínu 1978. 11. Kamerún. Snjallir afríkubú- ar sem höfðu engu að tapa í úrslitakeppninni. 12. Júgóslavía. Tæknilega mjög góðir en vantar allan kraft í sókn- arleikinn. 13. Spánn. Þeir eru aðeins með miðlungs gott lið en heimavöllur- inn kemur þeim til góða. 14. Vestur-Þýskaland. Komust áfram, en hefðu átt skilið að vera meðal þeirra sem fóru heim. 15. Ungverjaland. Skoruðu mest, en gerðu ekki meira. 16. Perú. Hafa auga fyrir fyrir taktískum fótbolta en eru allt of misjafnir. 17. Tékkóslóvakía. Þeirra afrek á Spáni munu fljótt gleymast. 18. Italía. Leiðinleg varnar- knattspyrna. 19. Norður-írland. Heimsmeist- arakeppnin hefði ekki orðið fyrir skaða þó þeir hefðu ekki verið með. 20. Chile. Suður-Ameríkumenn, en hafa enga knattspyrnumenn- ingu. 21. Kuwait. Forvitnilegir gaur- ar sem áttu það til að koma óíþróttamannslega fram. 22. B1 Salvador. Undirbúningur þeirra fyrir keppnina var vonlaus. 23. Nýja Sjáland. Enginn varð var við þátttöku þeirra í keppn- inni. 24. Austurríki. Þeir fögnuðu ósigri. Skömm fyrir heimsmeist- arakeppnina. • Knattspyrnulið Brasilíu sem flestir spá sigri í yfirstandandi heimsmeistarakeppni á Spáni. Aftari röð frá vinstri: Valdir Perez, Edevaldo, Luizinho, Oscar, Toninho Cerezo og Junior. Fremri röð frá vinstri: Paulo Isidoro, Socrates, Reinaldo, Zico og Eder. Aldrei léttara hjá Brasilíu? ALLIR sem með knattspyrnu fylgj- ast á annað borð velta nú fyrir sér hvaða þjóð muni sigra á HM. Æ fleiri veðja á Brasilíu og i sannleika sagt eru það Brassarnir sem stolið hafa senunni fram að þessu með snilldarknattspyrnu sinni. Enzo Beerzot, þjálfari ftaliu er mikill að- dáandi brasilíska liðsins þó ekki endurspeglist það í leik ítalska liðs- ins. Hann segir: „Brasilíumennirnir eru lang bestir, þeir munu vinna titilinn jafn auðveldlega og þeir gerðu ár- ið 1958. Ég spái því að þeir sigri England í úrslitaleik. Áður en að keppnin hófst hefði ég fremur tippað á Vestur-Þjóðverja í úrslit- um gegn Brasilíu, en hef fallið frá þeirri villu. Enska liðið hefur reynst miklu sterkara en búist var við og ég hef fulla trú á því að það komist allar götur í úrslitaleik- inn.“ Sigri Brasilía, er það von margra að breyting verði á knattspyrnunni um víða veröld, þjálfarar og leikmenn fái þá meiri trú á sóknarknattspyrnu. Urslita úr leik Brasilíu og Italíu er því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Reynist hundleiðinleg varnar- knattspyrna Itala ofjarl Brasilíu- manna má alveg búast við því að sigur á mótinu falli í skaut ein- hverja hinna traustu en frekar óskemmtilegu Evrópuþjóða. Óelg- ar eru taldir sterkastir í þeirri deild. Þeir skora lítið af mörkum, fá á sig enn færri. Þeir kunna sitt fag og eru afar erfiðir við að eiga. Obbinn af knattspyrnunaðdá- endum heimsins vona hins vegar að sigurinn falli í skaut þjóðar sem leikur skemmtilega sóknar- knattspyrnu. Þá dettur mönnum helst í hug Brasilía eða Argentína. í það minnsta að sigurinn falli í hlut þjóðar sem nær að samræma sterkan varnarleik og frambæri- legan sóknarleik, eins og til dæmis England, Frakkland eða Vestur- Þýskaland. HM-punktar: Lato lék sinn 100. landsleik íþróttafréttamenn sem dvelja á Spáni og fylgjast med Heimsmeist- arakcppninni í knattspyrnu völdu í gærdag þá leikmenn sem þeim fannst hafa skarað fram úr í keppn-- inni til þessa. Karl-Heinz Rummen- igge fékk flest atkvæði en á hæla honum kom Zico frá Brasilíu. Mara- dona varð hinsvegar mun aftar í röð- inni og aðeins fjórir fréttmenn af mörg hundruð höfðu hann í efsta sætinu. Boniek frá Póllandi og Ard- iles, Argentínu, voru næstir á eftir Zico. Brasilía þótti hafa sýnt bestu knattspyrnuna fram að þessu. Pólverjinn Lato lék sinn 100. landsleik í knattspyrnu er lið hans mætti Belgíu í fyrradag. Pólverjar unnu sannfærandi sigur, 3—0, og átti Lato stóran þátt í sigrinum með því að sýna snilldarleik. Lato, sem er orðinn 32 ára gamall, bæt- ist því nú í hóp örfárra leikmanna í veröldinni sem leikið hafa 100 landsleiki. Alls munu þeir vera 11, leikmennirnir, sem náð hafa þess- um merka áfanga. Franz Beckenbauer fyrrum stórstjarna V-Þjóðverja í knatt- spyrnu er meðal fréttamanna á HM-keppninni á Spáni. Hann á ekki í neinum vandræðum með að ná viðtölum við stjörnurnar enda þekkir hann þær flestar persónu- lega. Beckenbauer er tíður gestur hjá vinum sínum í þýska liðinu og gerir hvað hann getur til að hleypa baráttuanda í leikmennina. Siðast þegar V-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar tók Beckenbauer á móti bikarnum. Hverjir hafa staðið sig best á Spáni? SJALDAN hefur jafn mörgum óþekktum knattspyrnumönnum skotið upp á stjörnuhimin í úrslita- keppni heimsmeistaramóts og í þeirri sem nú stendur yfir. Hver hafði heyrt um menn eins og Anth- ony Costly, Mahmoud Goendouz, Norredine Kourichi og Thomas N’Kono? Ekki margir í Evrópu a.m.k., en þetta eru leikmenn frá Hondúras, Alsír og Kamerún sem hafa staðið sig með afbrigðum vel í yfirstandandi keppni. En það eru ekki aðeins lítt þekktir kappar sem hafa verið í sviðsljósinu. Náungar eins og Zico, Rummenigge og Maradona hafa sýnt hve stórkostlegir leikmenn þeir eru. Rennum nú yfir nöfn þeirra leikmanna sem taldir eru hafa staðið sig hvað best í keppn- inni. Thomas N’Kono, markvörður og fyrirliði Kamerún, hefur fengið lítinn frið fyrir fulltrúum liða í Evrópu sem hafa verið ólmir að fá hann til sín eftir keppnina. Hann þótti standa sig mjög vel og fékk hann aðeins eitt mark á sig í þremur leikjum. Rinat Dasaev, markvörður Sov- étmanna, hafði mjög mikið að gera í leikjunum við Brasilíu og Skotland, og var öruggur aftan við trausta vörn Rússanna. Er hann nú talinn með betri markvörðum í heimi. Dragan Pantalic stendur í marki Júgóslava, og hafði eins og Dasaev mikið að gera í leikjunum í forriðlinum og skilaði hlutverki sínu með mikilli prýði. Hann þykir mjög hugrakkur markvörður, og hafa íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur fengið að sjá nokkuð af snilld hans í vítateignum. Eric Gerets og Luc Millecamps voru aðalmennirnir í vörninni hjá Belgum, sem fékk aðeins eitt mark á sig í þremur leikjum, og var ein sú alsterkasta. Gerets gerði Mara- dona algjörlega óvirkan í fyrsta leik keppninnar, og Millecamps stjórnaði rangstöðugildru Belga af röggsemi. Osvaldo Ardiles, sem allir þekkja úr ensku knattspyrnunni, hefur greinilega haft mikið gagn af veru sinni í Englandi. Hann er mun líkamlega sterkari en áður og þykir nú aðalmaðurinn á miðjunni hjá heimsmeisturunum. Diego Maradona er aðeins 21 árs að aldri og var seldur fyrir skömmu til Barcelona fyrir 7,7 milljónir dollara. Segir það meira en margt annað um getu hans. Maradona skoraði tvö mörk og átti góðan leik gegn Ungverjum en í hinum leikjunum tveimur bar ekki mikið á honum. Gordon Strachan var verulega uppbyggjandi á miðjunni hjá Skotum. Hann er mjög snöggur og hefur yfir mikilli knattleikni að ráða. Trevor Francis hefur verið einn besti leikmaður Englendinga á Spáni. Ekki var búist við þvi fyrir keppnina, að hann yrði í byrjun- arliðinu, en vegna meiðsla er hrjá Kevin Keegan fékk hann tækifæri sem hann hefur nýtt til fullnustu. Zico, aðalstjarna Brasilíu- manna, olli miklum vonbrigðum í HM í Argentínu 1978 en hefur svo sannarlega bætt það upp með frábærri frammistöðu á Spáni, og þykir hann stjarna kepnpinnar það sem af er. Hann hefur skorað þrjú mörk og fyrra markið hans gegn E1 Salvador þykir eitt það fallegasta sem sést hefur í keppn- inni. Eder hefur einnig staðið sig frábærlega vel í keppninni og seg- ir Tele Santana, þjálfari Brasilíu, hann vera mikilvægasta manninn í liði sínu. Karl-Heinz Rummenigge, Knattspyrnumaður Evrópu, skor- aði frábært „hattrick" gegn Chile og er nú markahæsti maður keppninnar með fjögur mörk. Pierre Littbarski hefur verið stórhættulegur á kantinum hjá Vestur-Þýskalandi og skapað urmul af færum fyrir meðspilara sína. Erwin Van den Bergh, marka- kóngur Evrópu í hitteðfyrra, skor- aði mark Belgíu er þeir sigruðu heimsmeistara Argentínu í fyrsta leik HM að þessu sinni. Hann þyk- ir mjög hættulegur sóknarleik- maður. • Karl-Heinz Rummenigge fyrirliði Vcstur-Þýskalands. Tekst honum að leiða menn sína til sigurs í keppn- inni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.