Morgunblaðið - 11.07.1982, Page 1

Morgunblaðið - 11.07.1982, Page 1
Sunnudagur ll. júlí— Bls. 49-80 Richard Wagner Burton Það var kominn tími til að Richard Burton kæmist í feitt. Hann sést hvorki á tjaldi né sviði langtímum saman, en þá sjaldan hann hefur birzt á sjónarsviðinu undanfarin ár, hefur það verið í kvikmyndum sem ýmist hafa verið rétt þolanlegar ellegar þá hreint og beint lélegar og þessum merka leikara með öllu ósamboðnar. En nú er sem sé farið að rofa til. Hann er að leika í kvikmynd um ævi Richards Wagner. Melton S. Davis hjá The New York Times hitti nýlega Richard Burton að máli þar sem hann sat í skonsu einni í Vendramin Galergi-höllinni í Feneyjum, þar sem nafni hans Wagner endaði ævi sína, og beið þess að kvikmyndataka hæf- ist. Hann hallar sér aftur á bak í stólnum og hneigir höfuðið niður á bringu, lokar augunum og kemur blaðamanninum fyrir sjónir eins og góðgjarn og lífsreyndur maður sem er að rifja upp skemmtilegar minningar með sjálfum sér. Við munninn eru djúpir þjáningardrættir — merki sem erfiður hálsuppskurður nýlega skildi eftir sig. Svo brosir hann hæglátlega og segir: „Ég held ég sé að komast upp úr drullupollinum.“ þegar hann segir það, minnir hann meira á Beethoven en Wagn- er — Ijónshöfuðið, hátt ennið, tignarlegt yfirbragðið og hrjúft andlitið með drátt- um sem koma af þjáningu og sársauka. „Maður kemst upp á hauginn, en hann er kringlóttur og maður rennur niður hinum megin. Maður er kannski í mörg ár að renna niður. Maður verður hræddur. Allir detta í drullupolla, en þegar leikarar gera það er það meira áberandi en hjá öðrum.“ Hlutverk hins umdeilda Wagners gerir miklar kröfur til Burtons, sem sjálfur er umdeild- ur og hefur fengið sinn skerf af skömmum. M.a. hefur hann ver- ið sakaður um kæruleysi og að rækta ekki hæfileika sína. „Ég hef leikið ótal kónga og prinsa. Alexander mikla, dýrlinga og Becket — alls konar sögupersón- ur. Ég hef alltaf lagt mig allan fram." Röddin er sefjandi. Hann er fyndinn og hefur gaman af að vitna í gamla vini eins og til að réttlæta sjálfan sig — „Jack" Barrymore, „Larry" Olivier o.fl. „Við vorum náttúrulega blind- fullir" er setning sem hann segir oft og þá gætir viðkvæmni í röddinni. En hvað er orðið um þessa alræmdu fyllibyttu? „Ég drekk orðið lítið. Ég verð svo veikur daginn eftir að ég er hættur að hafa gaman af því.“ Hefur hann lesið margar af ævisögum Wagners? „Eins margar og mér hefur tekizt að komast yfir.“ Hvað um þessar sjö sem hafa verið skrifaðar um hann sjálfan? „Mér tókst að komast yfir helminginn af einni. Leiðindalesning. En þar fann ég upplýsingar um að ég væri kom- inn af pólskum gyðingi í föður- ætt. Ég kynnti mér málið og það bar ekki á öðru en að þetta væri rétt.“ Hann vekur athygli á því að Wales-búar séu líka minnihluta- hópur. Munurinn á ævi Wagners og hans eigin ævi? „Hann var snillingur og það er ég ekki. Ég komst yfir fé og frama mjög fljótlega, en hann mátti berjast fyrir því. Auk þess hafði Wagner þörf fyrir að eiga gagnrýna vini. Minn bakhjarl eru gömlu vinirn- ir í Wales." „Wagner" eins og myndin á að heita, er iburðarmikið verk og kostnaðarsamt í framleiðslu. Aætlaður kostnaður er 10 millj- ónir bandaríkjadala og kvik- myndatakan mun standa yfir í sjö mánuði. Öll atriði eru kvik- mynduð þar sem hinir raunveru- legu atburðir áttu sér stað — í Vínarborg, Búdapest, Siena Múnchen, Feneyjum, Núrnberg, Bayreuth. Skráin yfir aðrar persónur og leikendur er með glæsibrag: Vanessa Redgrave leikur Cosimu, síðari konu tónskáldsins, en fyrri konuna, Minnu, leikur ensk leikkona, Gemma Craven. í aukahlutverk- um eru ekki minni menn en John Gielgud, Laurence Olivier og Ralph Richardson, sem aldrei fyrr hafa leikið saman, og af öðru leikurum má nefna Joan Plowright, Franco Nero, Marthe Keller, Daphne Wagner (tón- skáldið var langafi hennar), svo og óperustjörnur eins og Gwyn- eth Jones og Peter Hoffmann. Hljómsveitarstjóri í myndinni er Georg Solti. Upphaflega var ætlunin að „Wagner" yrði röð átta sjón- varpsþátta. Við það var hætt og þá var ákveðið að búa til kvik- mynd í tveimur hlutum til sýn- ingar í kvikmyndahúsum. Niður- staðan varð sú að gera þriggja klukkustunda þáttaröð fyrir sjónvarp, en þættirnir verða frumsýndir í febrúar 1983, þegar öld er liðin frá andláti tón- skáldsins. Kvikmyndagerðin er sjálf- stætt framtak, kostað af trygg- ingafyrirtæki í Lundúnum. Stjórnandi er Tony Palmer, eini maðurinn sem tvívegis hefur unnið Prix Italia. Palmer hefur gert 42 heimildarmyndir og sjö stuttar kvikmyndir á síðustu átta árum, svo snör handtök eru honum eiginleg. Þótt „Wagner" sé fyrsta leikna myndin sem hann gerir hefur gerð myndar- innar tekið skemmri tíma en ætlað var. Hvernig má það vera? „Skapsmunir Palmers," segir ein af leikkonunum í myndinni. „Nei,“ segir Palmer, mjög ákveð- inn, „óðagot." I myndinni er Wagner að kljást við tónlistarforleggjara, hljómsveitarstjóra, tónlistar- menn og eigendur leikhúsa. Eig- ingirni hans, sjálfumgleði og rætni koma skýrt fram. „Hann var niðurrifsafl," segir Palmer, „gráðugur, svikull, lyginn, sjarmerandi — maður sem vílaði ekki fyrir sér að hrifsa til sín annarra manna konur, heimili og peninga, en hélt samt áfram að vera vinur þessara sömu manna. Hann var ekki maður sem mann langar til að bjóða heim í mat. Svo var það gyðinga- hatrið." Undanfari nazismans? „Hann var byltingarsinni. Ekki róttæk- ur, en þjóðernissinni sem vildi koma til valda sterkum leiðtoga sem sameinað gæti sundrað Þýzkaland." Myndin hefst með því að Wagner er að skrifa einni af ótal ástmeyjum sínum og bréfið verður til þess að hugur hans hvarflar til baka, og það er. sú saga sem sögð er í myndinni. Hann var fjárhættuspilari, kvennabósi, stöðugt skuldum vafinn og á flótta undan inn- heimtumönnum. Hann stóð í endalausum flutningum og batzt tilfinningalegum böndum, frem- ur en pólitískum, stjórnleysingj- anum Bakunin, með þeim afleið- ingum að hann varð eftirlýstur af lögreglunni sem hryðjuverka- maður. Þá leitaði hann hælis í SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.