Morgunblaðið - 11.07.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 11.07.1982, Síða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 KUNNATTUMENN Báru saman bækur sínar um pyntingar Kalklandscvjastrírtirt leiddi ýmis- legt í Ijós, sem ekki var áður á hvers manns vitorði. Eitt af því er t.d. hið nána samband á milli Argentinu og Suður-Afríku en Bretar hafa Suður-Afríkumenn grunaða um að hafa útvegað grönnum sínum hand- an hafsins eldflaugar og eldflauga- hluti, sem smyglað hafi verið um Ur- uquay og merkt sem dráttarvélar. Ýmislegt virðist styðja þennan grun. Alfredo Oliva Day, einn sendimanna Argentínu i Pretóriu, hefur upplýst, að gerður hafi verið leynilegur samn- ingur um samstarf í hermálum milli þjóðanna og einnig vekur athygli þeir miklu kærleikar, sem eru með Magnus Malan, hershöfðingja og varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og argentínskum herforingjum, sem þar hafa verið tíðir gestir. Sá nafnkunni Alfredo Astiz, sem gafst upp fyrir Bretum ásamt liði sínu á Suður-Georgíu, var einn af fjórum pyntingameisturum í sendiráði Argentínumanna í Pret- óríu árið 1979. Meðan á dvölinni stóð sótti hann nokkur námskeið þar sem suður-afrískir öryggis- lögreglumenn og kollegar þeirra argentínskir skiptust á skoðunum og báru saman bækur sínar um pyntingaaðferðir. Hinir meistararnir í að mis- þyrma fólki voru Rubin Jacinto Chamorro, kallaður „Höfrungur- inn“, Jorge Perren, kallaður „Púman" og Jorge Acosta, auk- nefndur „Tígurinn". I dagblaðinu „X-Ray“, sem Margaret nokkur Legum ritstýrir og fylgist vel með suður-afrískum málefnum, segir, að allir hafi fjórmenningarnir starfað í Escuela Mecanica de la Armada í Buenos Aires, herfang- elsi og lokaáfangi á leið meira en 2000 argentínskra andófsmanna, sem horfiðiiafa sporlaust. Þeir, sem komist hafa lífs af frá Escuela, hafa bent á Acosta og Chamorro sem mennina, sem ákváðu hverja skyldi drepa, Perr- en segja þeir einn af pynturunum og Astiz þann.sem stjórnaði mannránunum. I Pretóríu fræddust fjórmenn- ingar um „yfirheyrsluaðferðir" suður-afrísku lögreglunnar og voru heldur ekki sparir á sína eig- in kunnáttu í þeim efnum. Svo brá líka við, skömmu eftir að þeir voru komnir til síns heima, að pólitísk- ir fangar í Suður-Afríku fóru að kvarta undan nýjum pyntingarað- ferðum, sem sagðar eru líkar þeim, sem beitt er í Argentínu. Til dæmis hefur það orðið æ algeng- ara að pólitískir fangar séu settir á geðveikrahæli. Ættingjar þeirra, sem þaðan hafa sloppið, segja að þeir séu uppflosnaðir andlega og beri þess stundum merki líkamlega að hafa orðið fyrir málmeitrun. ASTIZ: einn fjögurra „pyntingameist- ara“ sem nutu gestrisni S-Afríku- manna. — Myndin er tekin á Falk- landseyjum þar sem Bretar handsöm- uðu hann. Einn þessara manna, sem þann- ig hafa verið leiknir, er Tozamile Gqweta, ungur verkalýðsleiðtogi, en að sögn vina hans breyttist bæði málfar hans og öll hegðun eftir vistina á geðveikrahælinu. Hann er sjöundi andófsmaðurinn í Suður-Afríku, sem vitað eru að hefur verið yfirheyrður upp á arg- entínska vísu. Annað, sem hlaust af dvöl fjór- menninganna í Suður-Afríku, var ný löggjöf, sem bannar að skýrt sé frá handtöku pólitískra andófs- manna. Þannig er það lika í Arg- entínu þar sem andófsmenn einfaldlega „hverfa" enda getur enginn gætt réttinda þeirra þar sem aldrei er skýrt frá handtök- unni. —DONALD W<M)DS VOPNAFRAMLEIÐSLAN Verkalýðurinn virðist kæra sig kollóttan VERKAMENN í vopnaverksmiöjum stórþjóóanna hafa ekki af því hinar minnstu áhyggjur þótt starfiö felist ekki í að framleiða eftirlíkingar af friðardúfum. „Við erum hinir ánægðustu með að framleiðsla fyrsta flokks hrotamálm,“ sagði Peter nokkur Krahl á ráðstefnu, sem vestur-þýska mótmælendakirkjan efndi til í Tutzing í Bæjaralandi nú fyrir skemmstu. Peter er starfsráð- gjafi hjá Krauss-Maffei-verksmiðj- unum í Miinchen en þær framleiða m.a. Leopard-skriðdrekana, sem þykja taka öðrum fram. Werner Greck, sem sat ráð- stefnuna fyrir félag verkamanna í vélaiðnaði, var alveg á sama máli og Peter Krahl og starfsráðgjafi í Messerschmitt-Bölkow-Blohm- verksmiðjunum í Munchen, sem er stórt eða stærst í loftferða- og flugvélaiðnaðinum, sagði, að verkamenn létu sig einu gilda hvort þeir framleiddu koppa eða kraftmiklar vélbyssur. A þessari ráðstefnu vestur- þýsku mótmælendakirkjunnar, sem haldin var í samvinnu við Al- þýðusambandið þýska, ræddu full- trúar kirkjunnar og verkalýðsfé- laga, starfsmanna í vopnaverk- smiðjum, iðnrekenda, vísinda- manna og stjórnmálamanna um það hvert stefndi í vopnafram- leiðslunni og hvaða aðrir kostir eru fyrir hendi. Verkalýðsfélögin hafa löngum gefið þessu máli lít- inn gaum en þó er nú starfandi vinnuhópur á vegum IG Metall, fé- lags starfsmanna í stáliðnaði, sem telur 2,7 millj. félaga, til að kanna hvaða aðrar leiðir eru færar. Enn sem komið er hefur þó ekkert raunhæft frá honum komið. Klaus Mehrens, fulltrúi IG Met- all á ráðstefnunni, en félagið vill banna aukna vopnaframleiðslu, sagði, að stórfyrirtækin vildu ekki breyta til um framleiðsluna og væri ástæðan sú, að vopnavið- skiptin væru svo ábatasöm. „Starfsfólkið sjálft," sagði hann, „getur á engan hátt leyst úr þessu máli. Það er hlutverk stjórnmála- mannanna og þeir virðast ekki hafa á því mikinn áhuga." Rudolf Schöfberger, þingmaður úr flokki jafnaðarmanna, benti á, að stjórnmálamennirnir sjálfir eiga erfitt um vik vegna þess hve vopnaframleiðslan er orðin ríkur þáttur í atvinnulífinu. Hann sagði, að mennirnir kynnu e.t.v. að sleppa við ragnarök styrjaldar en að þær gífurlegu fórnir, sem færð- ar væru stríðsguðinum í vopna- búnaði, myndu koma þeim í koll fyrr en síðar. I Vestur-Þýskalandi hafa um 200.000 manns beina atvinnu við vopnaframleiðsluna og að auki 2—300.000 aðrir hjá ýmsum fyrir- tækjum, sem þjóna vopnaverk- smiðjunum. Framkvæmdastjóri MTU, félags Stendur rétt á sama hvort fram- leiðslan er koppar eða vélbyssur. verkamanna í vélaiðnaði, sagði að það væri hrein óskhyggja að hægt væri að útvega öllu þessu fólki störf annars staðar og að það væru meiriháttar mistök ef þýsk- um fyrirtækjum yrði gert að hætta vopnaframleiðslu. Afleið- ingarnar af því yrðu stórkostlegt atvinnuleysi og að auki yrðu svo Þjóðverjar að flytja inn vopn er- lendis frá. - NORBERT KLASCHKA UPPÁKOMUR Prófstreitu kennt um fjöldafár Stjórnin í Hong Kong, fræðslu- yfirvöld og læknar standa enn á ný þrumu lostin og ráðþrota gagnvart árlegu fyrirbæri meðal skólabarna. Það er kallað „gasfaraldur". Þessi faraldur lýsir sér jafnan á sama hátt. Eitt barna í bekk, kvartar um ógleði og andarteppu, annað tekur undir og innan skamms veltast öll börnin um og æpa, að skólastofan sé full af gasi. Nú í sumar hefur þessa farald; urs orðið vart í sex skólum. I hvert sinn, sem hann hefur stungið sér niður, hafa tugir barna verið flutt í sjúkrabílum á spítala, og hundruð annarra barna verið send út á leikvelli í öryggisskyni. I þetta sinn sem cr.dranær hefur stjórnin sent sérfræðinga á vettvang jafnskjótt og spurzt hefur um faraldurinn. Þessir sérfræðingar hafa ekki fundið nokkur merki um gas, en það hefur heldur engin skýring fund- izt á því, að sum börnin hafa verið með raunveruleg sjúk- dómseinkenni að mati lækna. Önnur hafa hins vegar einkum verið haldin móðursýki og hræðslu. Auk ógleði og andarteppu hafa börnin þjáðst af sárum verkjum í maga og vöðvalömun í brjóst- kassa og hálsi. Þó að stjórnvöld í Hong Kong viðurkenni, að þetta fyrirbæri geti öðrum þræði stafað af loftmengun, en hún er mjög mik- il á þessum slóðum, hafa þau út- skýrt þetta þannig, að það stafi af móðursýki vegna streitu og af veðurfari, en það mjög heitt og rakt á þessum t íma árs. Engum virðist blandast hugur um, að árleg bekkjarpróf geti átt sinn þátt í faraldri þessum, en hans verður jafnan vart nálægt prófum. Menntakerfið leggur ofurkapp á próf, jafnvel fyrir byrjendur í grunnskóla, og börn sæta yfirieitt miklum þrýstingi frá kennurum og foreldrum á þessum tíma árs. Það segir sína sögu, að þegar úrslit prófa eru gerð opinber auka ýmsar hjálparstofnanir viðbúnað sinn til þess að aðstoða börn, sem ætla að fyrirfara sér, vegna þess að þeim er ofraun að sætta sig við að hafa fallið á prófi. Háskólinn í Hong Kong og ýmsir spítalar hafa látið fara fram rannsókn á gasfaraldrin- um. Niðurstöður þeirra bera að sama brunni og álit fjölda kenn- ara, þ.e. að börn séu látin sæta of miklum þrýstingi. Dr. Y.K. Tam, sem átt hefur hlut að slíkri rannsókn segir m.a.: — Þessi gasfaraldur, sem nú virðist ár- viss atburður í júní, var óþekkt fyrirbæri fyrir áratug. í rannsókninni er m.a. komizt að þeirri niðurstöðu, að börnum verkafólks sé hættara en öðrum við faraldri þessum. Þau hafa mjög erfiða aðstöðu til að stunda heimanám, þar sem húsakynni eru þröng, og þrjár kynslóðir búa gjarnan saman í litlum og lélegum íbúðum. Þessi börn eru því þjökuð af streitu jafnt í skól- anum sem heima fyrir. —PETER CORDINGLEY AFENGISBOLIÐ Grænlendingar á grenjandi túr Hinn 1. apríl síðastliðinn fóru Grænlendingar á ærlegt fylleri. Þá var lokið áfengisskömmtun, sem staðið hafði í þrjú ár. Embættismenn stjórnarinnar höfðu gert ráð fyrir því, að fólk fengi sér ærlega neðan í þvi við þessi tímamót. En drykkjan hefur haldið áfram. Sala á bjór hefur aukizt um helming frá þvi að áfeng- isskömmtun lauk. 15—20% aukning hefur orðið á sölu áfengis. Lögreglan á nú daglega í útistöðum við sex fjölskyldur að meðaltali vegna heim- ilisóeirða af völdum drykkju eða götuslagsmála og annarra óspekta. Þetta er helmingi meira en á sama tíma i fyrra. Ýmsir embættismenn á Græn- landi eru áhyggjufullir vegna þessa ástands og skeggræða nú, hvaða ráðstafanir sé unnt að gera svo að Grænlendingar verði ekki enn á ný mestu drykkjuboltar í heimi. Þann sess höfðu þeir áður en áfengisskömmtun var tekin upp. Þetta hefur svo sannarlega ver- ið erfitt hjá okkur, segir Jens Rasmussen, yfirlögregluþjónn í Nuuk. — í sannleika sagt finnst mér þetta varla geta haldið svona áfram öllu lengur án þess að eitthvað verði aðhafzt. Lútherska kirkjan í Nuuk hóf nýlega baráttu til að hafa áhrif á almenningsálitið. Hún hvetur fólk til, „að standa vörð um hin sönnu verðmæti" og „íhuga þá öldu af vandamálum, sem hefur riðið yfir þjóðfélagið" eftir af áfengis- skömmtun var hætt.“ Þessi herferð hófst, eftir að ungur maður varð þremur félög- um sínum að bana með skotvopni í drykkuveizlu. Einnig mun það hafa haft sín áhrif, að óopinber könnun í verzlunum leiddi í ljós, að áfengisneyzla dró úr kaupum fólks á varanlegri gæðum, svo sem fatnaði og neysluvarningi. Þrátt fyrir þetta eru embætt- ismenn grænlenzku heimastjórn- arinnar alls ekki bölsýnir. Þeir segjast þess fullvissir að drykkjan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.