Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 „Annars líst mér vel á bresku frúna — svona sem kvenmann“ Rætt vid Pál Báröarson einbúa í Holti, Álftaveri Viðtal: Garðar Sverrisson/ myndir: Guðjón Birgisson „Hér hef ég búið einn síðan móðir mín dó. Við vorum tvö eftir hér á Holti þegar hún fór árið 1952. Ef hér væri einhver mannskapur, eins og á árunum fyrir 1918, þá er Holtið náttúrulega ágætis jörð.“ Þrjátíu ára einseta hefur ekki hvatt Pál Bárðarson til að yfirgefa húsið sem hann byggði sér og móður sinni í Alftaverinu sumarið 1937. Þaðan af síður hefur einveran gert hann innhverfan og ómannblendin. Hann tók okkur opnum örmum þegar við renndum í hlaðið í síðustu viku. „Nei, ég er ekki einmana, strák- ar mínir. Hvernig á ég að vera einmana með bæði útvarp og sjón- varp? Skárra væri það. Eg hlusta æði á útvarp og sjónvarp. Það er góður félagsskapur. Helst eru það fréttirnar sem ég legg mig eftir. Þegar ég hef hlustað á kvöldfréttir í útvarpi finnst mér það árétta mikið að sjá þær aftur með mynd í sjónvarpi. Annars er ekki alltaf ánægju að hafa af þessum mynd- um. Sáuð þið til dæmis myndirnar frá Beirút í gær? Þarna var bless- að fólkið ýmist dautt eða hálf- dautt, eignalaust og allslaust. Þeir sprengja bara allt í loft upp, eign- ir og hvaðeina. Alveg er furðulegt að þetta geti átt sér stað með öllu því kristniboði sem orðið er. Krist- ur er nú talinn hafa verið uppi, en það er eins og það sé ekki búið að koma því til skila sums staðar." Þegar Páll Bárðarson fæddist í Holti fyrir 77 árum voru þrír ábú- endur þar og alls fjörutíu manns. Hann man því tímana tvenna og víst kveðst hann sakna þess fjöl- mennis sem var. Félagsskapur út- varps og sjónvarps er honum því meira virði en við aðkomumenn fáum í fljótu bragði skilið. „Hingað koma engin blöð því ég sé ekkert orðið til að lesa. Ég þurfti að leggjast inná Landakot. Þeir voru að doktora annað augað. Þeir sögðu að komin væri gláka á það, en það er víst einhver augn- sjúkdómur. Eftir þessa meðferð sá ég æði með auganu, enda voru þarna fjári myndarlegar stúlkur sem fóru vel með mig. Annars er lítið kvennastúss á mér hér í sveit, en maður komst nú ekki hjá kvennastússi í útverinu hér áður fyrr.“ — Voru þær aðgangsharðari þá en nú? „Ekki segi ég það nú, en því skildi mannfólkið vera öðruvísi en aðrar verur. Láta kýrnar ekki vita af sér? Ég veit ekki betur. Sem ungur maður var ég sautján ver- tíðar hjá Gunnari Ólafssyni í Eyj- um. Hann var göfugur maður og mikill burgeis. Asamt Gísla heitn- um Johnsen var hann talinn einn mestur höfðingja í Eyjum — nán- ast konungur staðarins." Sá sem fer í flokk er ekki frjáls Páll fræðir okkur nú um fisk- vinnu og samskipti kynjanna í Vestmannaeyjum á þriðja ára- tugnum. Fyrir Páli virðast þetta hafa verið nokkurs konar útlönd. Þarna skemmti hann sér eins og ungum mönnum er tamt. Enn þann dag í dag lætur hann engan bilbug á sér finna, jafnvel þótt kominn sé undir áttrætt. „Ég á marga vini í Reykjavík og þangað finnst mér skrambi gott að koma, því þeir gefa mér alltaf svona staup og staup. Þeir vita sem er, og því verður seint neitað, að mér þykir reglulega gott í staupinu. Fyrst eftir að ég byrjaði á vertíð í Eyjum var ekkert nema „spánari" þar til að gleðja hjartað með, en þetta var tómt glundur, kostaði sjö eða átta krónur. Það rættist ekki úr þessu fyrr en með sterku vínunum uppúr 1930.“ Einveran aftrar Páli ekki frá að opna hug sinn og ræða málin af hreinskilni. Hann er jafnvel opinskárri en títt er um okkur þéttbýlisfólkið. Pólitískur er hann, þó ekki sé auðvelt að skilgreina pólitík hans hugmyndafræðilega. Ef við gerðum tilraun, mætti segja að skoðanir hans væru ein- hvers konar sambland af anark- isma og þjóðlegri íhaldssemi. Annars er þetta bara hugmynda- fræðin hans Páls í Holti, svo það fer best á að láta hann sjálfan skilgreina. „Þó ég sé sjálfstæðismaður og kjósi þá jafnan, hef ég aldrei vilj- að í flokkinn. Sá sem fer í flokk er. ekki frjáls maður. Þessir flokkar voru ekki þegar kristnitakan átti sér stað á Þingvöllum um árið. Hefðu þeir verið þessir stjórn- málaflokkar, þá hefði þetta tekið lengri tíma, kostað málæði og mikið þref. Ég er bæði sjálfstæðis- maður og þjóðernissinni, því ég er þannig gerður í þankanum að mér finnst að maður og land eigi að vera eitt, samtvinnað. Maðurinn á að sameinast landi sínu og vera frjáls. Þess vegna fyrirgefst þeim, blessuðum Á sínum tíma var ég Hitlers- sinnaður og komst í stælur út af slíku. Þjóðverjar þóttu mikil menningarþjóð, og svo ég sé hreinskilinn þá verð ég að viður- kenna að það hafði sín áhrif á mig. Þá var ég auk þjóðernisstefnunnar SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.