Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn Tískan er fyrír alla Fatahönnuðir hafa í mörg horn að líta og verða að hafa hugmyndaflugið í lagi þegar teikna og framleiða á ný föt. Ekki er því að neita að þetta á einna helst við um kvenfólk, hverju svo sem því er að kenna. Kannski þora konur að klæðast öðruvísi klæðnaði, eru opnari fyrir hinu nýja. Allavega er það staðreynd að konur eru mun ákafari og duglegri við að prófa eitthvað nýtt en karlmenn, sem helst vilja ganga í sömu fötunum árið út og inn. En hvað um það, mörgum konum finnst, þegar þær verða ófrískar, að þær verði ólögulegar og geti ekki klæðst neinum skemmtilegum fötum eða fylgt tískunni þá mánuði sem þær ganga með sína mynd- arlegu kúlu. En auðvitað eru fatahönnuðir einnig opnir fyrir þessu „ástandi" og hanna skemmtiieg- an og litríkan tækifærisfatnað, bæði fyrir dagieg not og til sam- kvæmisnota. Vanfærar konur geta t.d. auðveldlega gengið í buxum, buxum með smekk, eða venjulegum mittisbuxum, sem hægt er að reima saman og fylgja þannig stærð magans, eða hnébuxum, sem eru svo mikið í tísku núna. Blússurnar eru skemmtilegar með blúndum og skreytingum, peysurnar eru lit- ríkar og sömu sögu er að segja um kjólana, hér er eitthvað að finna fyrir hverja konu! Þetta er bæði skemmtilegur og fjöl- breytilegur fatnaður, sem setur meiri lit á hversdagsleikann. Litirnir eru hlýir og mjúkir, oft er gull-, silfur- eða brons- þræðir ofnir í efnin til að gefa enn líflegra og skemmtilegra út- lit. Tækifærisfatnaðurinn er sem sagt mest í pastellitum og flest sniðin í barokk- og renaissance- stíl. Þær konur sem eiga von á sér, þurfa ekki að óttast að gengið sé framhjá þeim hvað tískuna snertir, nei, það er úr meira en nógu að velja. Það er engin ástæða til að ganga í hólkvíðum leiðinlegum kjólum og mussum. Myndir af tækifærisfatnaði þeim er birtast með þessari grein, eru frá danska fyrirtæk- inu EVA VENTET0J og fata- hönnuðurinn er Lennart Raa- holt. Annars tala myndirnar sinu máli. - gb Alúöarþakkir til allra þeirra sem glöddu mig á níræöisafmæli mínu 20. júní síöastliöinn meö heimsóknum, gjöfum og skeytum. Margrét Sigtryggsdóttir frá Siglufirði. £. PISTOM DRALJUa E OtU \ LYFTIKRANAR Raflagnir Tökum aö okkur nýlagnir og viögeröir samvirki Skemmuvegi 30, simi 4 45 66. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF FYRIR BÍLA, BÁTA OG BRYGGJUR MARGAR STÆRÐIR STERKIR - LÉTTIR AUÐVELDIR I UPPSETNINGU OG NIÐURTEKT BORGARTÚNI 28 SÍMAR 22320 - 22028 NÝJUNG — NÝJUNG Nú geta allir, sem þurfa og vilja, farið að grenna sig Hér er um fljótvirka og áhrifaríka aðgerð aö ræða, sem skaðar ekki líkamann. Að- geröin byggir á dufti og töflum, sem inni- halda öll steinefni og vítamín sem líkam- inn þarfnast. Það er mjög auðvelt að lifa á dufti nú og töflum sjö daga samfleytt og léttast um fimm kíló. Dr. Jan Engelsson hefur sjálfur reynt „Létt & Mett“ og misst 9 kíló á einum mánuöi. Sendum gegn póstkröfu. Duftið sem heitir „Létt og Mett“ er blandaö út í te, kaffi, svaladrykk, bul- jong — eða það sem hver og einn telur bezt (súrmjólk, léttmjólk eða saft). Milli mála eru töflurnar notaðar, en þær eru mjög próteinríkar. Þessa megrunaraöferö má einnig nota á rólegri hátt — t.d. með því að sleppa einni máltíð á dag. Fyrir þá, sem vilja losna við allt aö 10 kíló, er þetta mjög þægileg aðferð og kemur í veg fyrir hörgulsjúkdóma. Fæst í kirkjumunum Kirkjustræti 10 Rvík, sími 15030.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.