Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 2
_2____ Dalvík MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Stefán Jón Bjarnason ráðinn bæjarstjóri Minnihluti bæjarstjórnar mælti með Þorsteini Mána Árnasyni Dalvík, 15. júií. FJÖLDI áheyrcnda var mættur á fund bæjarstjórnar Dalvikur i dag, en ástæðan var sú, aó aðalmál á dagskrá bæjarstjórnar var ráðning bæjarstjóra. I>etta er í fyrsta skipti frá því að Dalvík fékk kaupstaðar- réttindi að kosið hefur verið í starf bæjarstjóra samkvæmt auglýsingu. Kins og áður hefur komið fram voru umsækjendur 10. Á fundinum flutti Kristján Ólafsson forseti bæjarstjórnar til- lögu um að Stefán Jón Bjarnason yrði ráðinn í starf bæjarstjóra til næstu fjögurra ára. Helgi Þorst- einsson kom með, fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar, breyt- inKartillögu um að í stað Stefáns Jóns yrði Þorsteinn Máni Árnason ráðinn og færði rök fyrir breyt- ingartiliögu sinni, en enginn Óákveðið hvort ég kæri stöðuveitinguna á ísa- firði segir Lilja Jakobsdóttir „ÉG HEF ekkert ákveðið um það hvort ég kæri, eða ekki, annað get ég ekki sagt að svo stöddu," sagði Lilja Jakobsdóttir á ísafirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Lilja sótti sem kunnugt er á sínum tíma um stöðu umdæmisstjóra l’ósts og síma á ísa- firði, en fékk ekki. Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra veitti Kristmanni Kristmannssyni starfið, en hann hafði fengið eitt atkvæði í umsögn starfsmannaráðs Pósts og síma, Inga Þ. Jónsdóttir, þriðji umsækj- andinn fékk einnig eitt, en Lilja fjögur. — Bæði Inga og Liija hafa lengri starfsaldur að baki hjá stofn- uninni en Kristmann. Lilja starfar enn í því starfi er hún gegndi áður en hún sótti um umrædda stöðu, sem fulltrúi umdæmisstjóra. Elín Pálsdóttir Flygenring fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs sagði í samtali við Mbl., að það væri Lilju að ákveða hvort hún kærði stöðu- veitinguna eða ekki, en kæmi til þess stæði henni til boða aðstoð jafnréttisráðs. Jafnréttisráð hefur sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu, að ráðherra hafi brotið ákvæði jafnréttislaga með stöðu- veitingunni. rökstuðningur fylgdi tillögu meirihluta bæjarstjórnar. Breytingartillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga meiri- hlutans var síðan samþykkt með 4 atkvæðum, en minnihluti bæjar- stjórnar sat hjá við atkvæðagr- eiðsluna, en lagði fram eftirfar- andi greinargerð: „Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú ráðið nýjan bæjarstjóra til Dalvíkur. Eins og fram hefur komið áður voru umsóknir 10 tals- ins. Umsóknarfrestur rann út hinn 25. júní síðastliðinn. Á næsta bæjarráðsfundi þar á eftir voru umsóknir afhentar bæjarfull- trúum sem trúnaðarmál vegna nafnleyndar á 7 umsóknanna. Við, sem undirritum þessa greinar- gerð, áttum von á því að fulltrúar framsóknarmanna, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn, myndu kanna hvort grundvöllur væri fyrir samstöðu allra bæjarfulltrúa um ráðningu bæjarstjóra. Það hefur ekki verið gert né hafa um- sóknir verið rædar efnislega, hvorki í bæjarstjórn né bæjarráði, sem þó er hinn eini rétti vettvang- ur slíks undirbúnings að ráðningu bæjarstjóra. Við vitum að bæj- arbúar una því illa að fá ekki vitn- eskju um hvaða menn hafa sótt um starfið og er það eðlilegt. Ráðning bæjarstjóra varðar alla íbúa þessa bæjar. Við teljum því bæjarfulltrúum rétt og skylt að gera grein fyrir afstöðu sinni við ráðningu bæjarstjóra. Við bárum fram tillögu um að Þorsteinn Máni Árnason yrði ráðinn bæjar- stjóri og viljum færa fram eftir- farandi rök fyrir afstöðu okkar: 1. Þorsteinn er Dalvíkingur og það er alltaf fengur í því, þegar fólk, sem fer til að afla sér mennt- unar, vill koma heim til að starfa. 2. í ljósi þessa og ásamt því hve mikla menntun hann hefur og starfsreynslu teljum við hann hæfastan umsækjenda. 3. Hér væri um að ræða ópóli- tiska ráðningu, það er ráðning færi ekki eftir flokkspólitiskum línum. Þrátt fyrir það, hvernig staðið hefur verið að þessari ráðningu viljum við bjóða nýkjörinn bæjar- stjóra velkominn til starfa og væntum þess að samstarf geti orð- ið gott. Helgi Þorsteinsson, Jón Bald- vinsson, Svanfríður Jónasdóttir. Fréltaritarar Jón Jónsson list- málari látinn JON Jónsson, listmálari, lézt í Keykjavík þann 14. þessa mánaðar 91 árs að aldri. Jón fæddist á Rútsstaðahjáleigu í Gaulverjahreppi 27. september 1890. Foreldrar hans voru Jón Guðnason bóndi þar og kona hans Guðlaug Gísladóttir. Jón hóf al- menna verkamannavinnu er hann hafði aldur til, en fór þó fljótlega að vinna að húsamálun, en til þess fékk hann meðal annars tilsögn hjá Sumarliða Sveinssyni. Hann vann síðan við húsamálun meðan þrek entist eða til 1969 en jafn- framt stundaði hann listmálun og var lærður í því verki. Jón sigldi til Kaupmannahafnar árið 1919 og lærði hann hjá Viggo Brant í Listasafninu við Sölvgade. Þá lærði Jón einnig hjá Einari Nielsen í Akademíunni í Kaupmannahöfn, en alls nam hann listmálun í þrjú ár í Kaup- mannahöfn. Jón var bróðir Ásgríms Jóns- sonar, listmálara, og varð bróðir hans til þess að hann sneri sér að listmáluninni. Jón hélt alls þrjár einkasýningar á verkum sínum, en einnig tók hann þátt í sýningu 10 íslenzkra listamanna í Charlott- enborg í Kaupmannahöfn. Jón kvæntist Soffíu Friðriks- dóttur 1926, en hún er iátin fyrir nokkru. Skúmsungi á Skeiðarársandi. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Skúmsunginn og kolluunginn ÞAÐ ER ekki síður misjafn til- gangurinn sem fyrir fuglunum vakir en mannanna börnum og alltaf segir eðlið til sín. Það virðist margt sameiginlegt með þessum sakleysislegu ungum á myndunum, en af náttúrunnar hendi er þeim búin aldeilis sitt- hvor lífsstíllinn. Sá litli í flæð- armálinu er kolluungi sem á vonandi eftir að dóla í ró- legheitunum, friði og spekt, við strendur landsins, það er að segja ef hann nær að vaxa upp án þess að verða bráð varfugla við ströndina. Hinn unginn, sem kúrir á sandmelnum er skúmsungi af Skeiðarársandi, en skúmurinn er sem kunnugt er einhver grimmasti fugl sem lifir á Islandi. Þegar myndin var tekin steyptu skúmarnir, foreldrarnir, sér hvað eftir annað yfir þann sem ljósmynd- aði og reyndu að berja hann, en á Skeiðarársandi eru stærstu varpstöðvar skúmsins sem um getur. Kolluungi VÍð Faxaflóa. Ljósmynd: Helgi Hauksson. Fjölnir hf.: Bók um Ingólf Jónsson Myndlista- og hand- íðaskóli íslands: Torfi Jónsson skipaður skólastjóri Mennlamálarádherra hefur nú skip- art Torfa Jónsson skólastjóra Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út fyrir nokkru, en auk Torfa voru umsækjendur fjórir. Fræðslu- ráð Reykjavíkurborgar mælti ein- róma með ráðningu Torfa. Torfi hefur verið kennari við auglýsinga- deild skólans um 13 ára skeið. Hann hætti kennslu um tíma, en hóf hana síðan að nýju og hefur verið deild- arkennari auglýsingadeildar skól- ans. Einn hinna umsækjendanna óskaði nafnleyndar, en hinir þrír voru Ólafur Lárusson, Niels Haf- stein og Ásgeir Einarsson. BÓK UM Ingólf Jónsson á Hellu, fyrr- um alþingismann og ráóherra, verður ein þeirra bóka er nýstofnað útgáfufé- lag, Fjölnir hf., gefur út nú i haust. Það er Páll Líndal, sem skráir söguna, sem byggð er á samtölum við Ingólf auk þess sem víða er leitað fanga í skráð- um heimildum og hjá samferða- mönnum Ingólfs í gegnum tíðina. ANIMAL Welfare Institue í Washingt- on hvetur til þess í heilsíðu auglýsingu í tímaritinu Newsweek 19. júlí 1982 að þeir sem áhuga hafi á verndun hvala skuli snúast gegn þeim þjóðum, sem stunda hvalveiðar. Bent er á að menn skuli ekki kaupa fisk frá viðkomandi þjóðum og sendi jafnfram mótmæli Ingólfur Jónsson var fyrst kjörinn á Alþingi árið 1942, og sat þar sem þingmaður Rangæinga og síðar Sunnlendinga allt til vorsins 1978. Ingólfur varð fyrst ráðherra 1953, og síðan samfellt ráðherra landbúnað- ar- og samgöngumála frá 1959 til 1971, í Viðreisnarstjórninni. sín til utanríkisráðherra landanna. I auglýsingunni segir að Japan Sovétríkin, Noregur og ísland séu aðalhvalveiðiþjóðirnar og eru nöfn utanríkisráðherra íslands, Noregs og Japans í auglýsingunni ásamt heimilisföngum ráðuneyta þeirra. Animal Welfare Institute: Kaupið ekki fisk af hyalveiðiþjóðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.