Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 3 Áþreifíngar í stjórnmálaflokkum: Hugmyndir um aðild Alþýðuflokks að ríkisstjórn eða nýja vinstri stjórn — Kosningar í AÐ UNDANFÖRNU hafa áhrifamenn í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi kannað óformlega möguleika á að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi með því að fá Alþýðu- flokkinn til liðs við stjórnarliðið annað hvort með því að • Alþýðuflokkur gerist aðili að núverandi ríkisstjórn undir forsæti Gunnars Thorodd- sens eða • mynduð verði ný vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, sem sitji til loka október? kjörtímabils og sjálfstæðis- mennirnir þrír hverfi úr ráðherrastólum. Þessar óformlegu áþreif- ingar koma í kjölfar frétta um að ríkisstjórnin hafi ekki lengur starfhæfan meirihluta á Alþingi. Eins og Morgun- blaðið skýrði frá fyrir rúmri viku ritaði Eggert Haukdal alþm. forsætisráðherra bréf, þar sem hann varaði við und- irritun sovézku samninganna og tók fram, að ríkisstjórnin gæti ekki treyst á stuðning sinn, ef samningarnir yrðu undirritaðir. Þrátt fyrir þetta bréf Eggerts Haukdals voru samningarnir undirritaðir. Hörð gagnrýni Alberts Guð- mundssonar á sovézku samn- ingana ásamt fregnum um bréf Eggerts Haukdals hefur valdið þvi, að forystumenn Alþýðubandalagsins a.m.k. telja, að ríkisstjórnin hafi ekki lengur starfhæfan meiri- hluta á Alþingi og hafa kraf- izt svara frá Gunnari Thor- oddsen um það, hvort hann geti tryggt framgang þing- mála ríkisstjórnarinnar. Vitað er, að einstakir áhrifamenn í Framsóknar- flokknum hafa rætt óform- lega við forystumenn í Al- þýðuflokknum um möguleika á því, að Alþýðuflokkurinn gerðist aðili að núverandi rík- isstjórn undir forsæti Gunn- ars Thoroddsens. Enn sem komið er hafa þessar hug- myndir ekki fengið hljóm- grunn í Alþýðuflokknum og iafnvel ekki verið teknar al- varlega. Einstaka áhrifamenn í Al- þýðubandalaginu hafa staðið í áþreifingum á tveimur vígstöðvum. Annars vegar hafa þeir rætt við áhrifa- menn í Alþýðuflokknum og sett fram hugmyndir þess efnis, að sjálfstæðismennirn- ir þrír verði settir út úr ríkis- stjórninni og mynduð verði ný vinstri stjórn vinstri flokkanna þriggja, sem sitji til loka kjörtímabilsins, þ.e. fram á haust 1983. Hins vegar hafa þeir rætt við einstakl- inga í Sjálfstæðisflokknum og látið í ljósi þá skoðun, að samstarf við Framsóknar- flokkinn sé orðið óþolandi og skynsamlegast sé, að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- bandalag taki höndum sam- an. Jafnhliða þessum samtöl- um og áþreifingum milli manna í stjórnmálaflokkun- um er vaxandi umtal meðal stjórnmálamanna um kosn- ingar í haust og þá líklegast í október. Hertogahjón- in af Hallandi koma í dag HERTOGAHJÓNIN af Hallandi, Bertil prins og Liiian prinsessa, koma í heimsókn til íslands dagana 16. til 19. júli nk. Meðan hertogahjónin dveljast hér á landi fara þau í skoðunar- ferð um Reykjavík og ennfremur til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Þá mun hertoginn skoða sérstak- lega Hrauneyjafossvirkjun og renna fyrir lax. Hertogaynjan heimsækir Garðyrkjuskóla ríkis- ins í Hveragerði og skoðar ís- lenzkan heimilisiðnað. Síðasta daginn verður flogið út í Surtsey og eyjan skoðuð undir leiðsögn dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræð- ings. Meðan hertogahjónin dveljast hér á landi, eru þau einkagestir forseta íslands. Þau hafa aðsetur í gestabústað forsetaembættisins að Laufásvegi 72, Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem her- togahjónin heimsækja ísland. (Frétt frá skrifstofu forseta íslands) Bókaútgáfan Vaka: Ný skáldsaga eftir Jón Orm Halldórsson NÝ skáldsaga eftir Jón Orm Hall- dórsson mun koma út í haust hjá Bókaútgáfunni Vöku, að því er Ólaf- ur Ragnarsson, eigandi útgáfunnar, staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Jón Ormur Halldórsson starfar sem kunnugt er í forsætisráðu- neytinu sem aðstoðarmaður dr. Gunnars Thoroddsens forsætis- ráðherra, en hin nýja skáldsaga hans er fyrsta bók hans. Ólafur Ragnarsson kvaðst í gær sem minnst vilja segja um efni bókarinnar á þessu stigi. Þó mætti koma fram að bókin gerðist „í nú- tímanum", á íslandi, í Reykjavík, nánar til tekið. Sagan fjallaði um mann sem væri starfsmaður „at- vinnumálaráðuneytisins" og segði frá baráttu hans innan kerfisins við ýmsa hluti, en ekki síður frá baráttu hans fyrir því að bæta það þjóðfélag sem hann byggi í. Allt #1 . c sem til parf Jlgrunn grunnmaining Algrunn: Grunnmálning til notkunar innanhúss á tré, spartl, stein og járn. Kvarz fínt: Utanhússmálning með hraunáferð og sérlega góða viðloðun Þakvari: Lágglansandi þakmálning með mikið veðrunarþol — Málning til að standast risjótta veðráttu og miklar hitasveiflur. Málning á öll þök og annað bárujárn. GÆÐI SEM ENDAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.