Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 7 Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á níutíu ára afmæli mínu 1. júlí síöastliðinn. Kær kveðja til ykkar allra. Þórunn Einarsdóttir, Hlídarenda, Vogum, Vatnsleysuströnd. Skyldfólki minu öllu og vinum þakka ég hlýjar kveöjur, vinsemd og gjafir, er þeir heimsóttu mig á 60 ára af- mæli mínu 12. júlí. Guð blessi ykkur öll. Lilja Þórarínsdóttir, Grund. GRÍPTU EINTAK TILVALINN FERÐAFÉLAGI Embættismenn bornir ósæmi- ^gum sökum Nátttröllið Timinn er steinrunnið dagblað eins og auövelt er aö sanna meö óteljandi dæmum. Skýrasta sönnun þess eru þó stjórnmála- skrif blaðsins. Það eru ekki aðeins menn utan Framsóknarflokksins sem sjá þetta. Á síöasta miðstjórnarfundi flokksins var harkalega ráðist á Tímann fyrir lélega frammistöðu í þágu eigandans, Framsókn- arflokksins. Voru spor stjórnmálaritstjóra blaösins, Þórarins Þórarinssonar, í ræðu- stólinn á miðstjórnarfundinum þung, þegar hann þurfti aö halda uppi vörnum. Nýjasta dæmið um misheppnaða stjórnmálabaráttu í Tímanum er vörn blaðsins fyrir sovéska samningnum um efnahagssamvinnu. Síðast í gær er stjórnmálaritstjórinn við sama hey- garðshornið og enn reynir hann að bera blak af ráðherrum Framsóknarflokksins — nú með því að beina athyglinni að embætt- ismönnum og útflytjendum. „Öþolandi hneisa“ Gísli Jónsson mennta- skólakennari og oddviti sjálfstastismanna í bæjar- stjórn Akureyrar, ritar for- ystugrein í íslending og tekur þar á kjördæmamál- inu. Ilann segir: „Gjör rétt. l*ol ei órétt! hannig hljóðar hið gamla hvatningarorð Sjálfstæðisflokksins. I>aö má vel enduróma i eyrum, þegar við gaumgæfum hið gífurlega misrétti sem við- gengist á sumum sviðum íslensks samfélags. Allir þegnar þjóðfélagsins eiga að vera jafnir fyrir lögun- um og hafa sömu mann- réttindi, óháð búsetu, kyn- ferði, trú, skoðun og stöðu. Undirrituðum cr nær að halda að hvergi sé jafnrétt- is þ< gnanna jafnmikið vant sem í kosningarétti og þar með áhrifum á eina hina gildustu grein ríkisvalds- ins, sjálft löggjafarvaldið. I>að er blátt áfram óþol- andi hneisa að sumir landsmenn skuli hafa allt upp í fimmfaldan kosn- ingarétt við aðra. Landinu verður aldrei stjórnað af viti, meðan þvílíkt misrétti þrifst, og sannast sagna hafa þeir, sem misréttinu eru beittir, og fulltrúar þe-irra, verið ótrúlega þol- inmóðir. I>að er vel við hæfi og ekki annað en það sem ætla mátti, að Sjálfsta-ðis- flokkurinn hefur alltaf ver- ið í fararbroddi, þegar leið- rétt hefur verið kjördæma- skipun og kosningafyrir- komulag. Kéttlætiskennd sjálfstæðismanna hefur ekki þolað að flokkur geti t.d. fengið meirihluta á al- þingi út á ríflega 30% kjör- fylgi meðal þjóðarinnar, eins og gerðist 1931. Né heldur önnur dæmi sam- bærileg, þótt ranglætið væri þá ekki eins hróplegt. Nú hefur stjórnarskrár- nefnd svokölluð setið lengi að störfum eða kannski káki, og ekkert bólar á til- iögum frá henni. Lands- fundur Sjálfsta-ðisflokks- ins álvktaði skynsamlega og skelegglega um þetta mál í október sl„ en siðan hefur lítið áunnist. Sá, sem þetta ritar, fagn- ar því, að nú hefur Morg- unblaðið hvað eftir annað tekið málið upp, og verður af því að álykta að Sjálf- stæðlsflokkurinn sé að ná vopnum sínum á þcssum vígstöðvum, eins og honum ber söguleg og siðferðileg skylda til.“ Mannréttindi miöast ekki viö höfðatölu á ferkílómetra Og (íísli Jónsson heldur áfram í íslendingi: „Kanglæti i kjörda>ma- málinu, og misjafn kosn- ingaréttur þar með, er stundum afsakað með því að þcir, sem búa í strjál- býli, eigi að hafa að þessu leyti meiri rétt en þeir sem í þéttbýli búa. Kkki fær þetta staðLst. Grundvall- armannréttindi, eins og kosningaréttur í lýðra'ðis- riki, getur ekki miðast við höfðatölu á ferkílómetra. Hvernig ætli Akureyring- um þætti, ef þcir fengju i na'stu kosningum einn kjörseðil, eins og vant er, en íbúar Kaufarhafnar til da'mis Hmm, og engin von væri leiðréttingar. Kn þetta er það sem raunverulega gerist nú, ef borin eru sam- an réttindi ihúanna í Keykjaneskjördæmi ann- ars vegar og Vestfjarðar- kjördæmi hins vegar. Kr þó naumast lengra milli húsa í liolungarvík en Ytri- Njarðvík eða strjálbýlla á Barðaströnd og í Keyk- hólasveit en á Vatnsíeysu- strönd og í Höfnum. SjálfslæðLsflokkurinn sækir fjöldafylgi sitt til þéttbýlisstaðanna við Kaxa- flóa og við Kyjafjörð. Síð- ustu kosningaúrslit sýndu að fólkið á þesssum stöð- um treysti sjálfstæðLs- mönnum best til þess að fara með umboð sitt í sveit- arstjórnum. I>að væri eins og köld vatnsgusa framan í allan þennan mikla fjolda, ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki ekki nú þegar ótví- ræða forystu í mannrétt- indabaráttu þess fólks, þannig að íhúar Keykjavík- ur, Keykjaness og Norður- landskjördæmLs eystra verði ekki annars flokks þegnar á íslandi eða þaðan af minna. I>að er ekki hægt að bjóða þjóðinni að ganga enn til alþingiskosninga nenia á undan hafi farið leiðrétting sem þjónar að gagni réttlætinu i þessu efni. Sagan ® og ummæli flokksforingja í blöðum að undanförnu kenna okkur að ekki muni aðrir flokkar hafa forystu í þessu efni, ef Sjálfsta'ðisflokkurinn hik- ar. 5.7.’82 <;j. Þjóönýtum Moggann! Ilér í Staksteinum var í ga'r vitnað í skrif l'élurs Keimarssonar, formanns Samtaka herstöðvaand- sta'ðinga, til varnar því að starfsmenn Kíkisútvarps- ins notuðu óskalagaþa'tti til að auglýsa útifundi herstöðvaandstæðinga. Formaðurinn kvartaði mjög undan því að Morg- unblaðið skvldi telja þessa notkun á ríkisfjölmiðli mis- notkun. Að sjálfsögðu hafði IV'tur Keimarsson ráð við þessari óskamm- feilni Morgunhlaðsins. Ilann sagði í l>jóðviljanum á miðvikudag: „Kkki er fráleitt að hera saman útbrciðslu og áhrifamátt Morgunhlað- sins og Kíkisútvarpsins (hljóðvarp). Ilugsi menn sér að útvarpið væri jafn hlutdra-gt og Morgunhlað- ið, það er að í því birtist stuðningur við eina hlið ákveðins málstaðar, allt va-ri gott og allir góðir sem málstaðinn styddu en allir aðrir óalandi og óferjandi, yrði slíkt talið alveg óvið- unandi. Spurningin er hvort nokkur ástæða sé til að þola það af Morgun- blaðinu. Kr ekki best að þjóðnýta bara Moggann?” Björn Þorsteinsson sigraði á Boðsmóti Taflfélagsins Björn Þorsteinsson sigraði ör- ugglega á nýafstöðnu Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann hlaut 6,5 vinninga af 7 möguleg- um, gerði aðeins jafntefli við Lár- us Jóhannesson. Sigur Björns þarf ekki að koma neinum á óvart, enda hefur hann verið í fremstu röð ís- lenskra skákmanna um tveggja áratuga skeið. í öðru sæti varð Ólafur H. Ólafsson með 6 vinninga, en hann hefur ekki tekið þátt í kappskák- móti í 8 ár. Ólafur er reyndar mun þekktari fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu íslenskrar skákhreyfingar á undanförnum árum. Hann sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt og er jafnliðtækur við skákborðið sem utan þess, en slíkt er næsta fátítt hér á landi. Næstir á eftir Ólafi komu full- trúar yngri kynslóðarinnar, Arnór Björnsson, Björgvin Guðmunds- son og Davíð Ólafsson. Þeir hlutu allir 5 vinninga. Að þessu sinni voru tímamörkin nokkuð óvenjuleg: 1V4 klst. á 36 leiki og því næst 30 mínútur til að ljúka skákinni. Vitaskuld kom þetta niður á gæðum skákanna, en þess í stað losnuðu menn við biðskákir og varð mótshaldið því miklu einfaldara en ella. Ekki má heldur gleyma að sumarið er ekki besti tími ársins til skákmóts- halds á íslandi, og því er eðlilegt að stytta umhugsunartímann nokkuð til að auka þátttöku í mót- inu. Að lokum kemur hér ein af mörgum sigurskákum Björns Þorsteinssonar í mótinu. Þessi skák er að minni hyggju eins dæmigerð fyrir skákstil Björns og nokkur skák getur verið. í því sambandi vil ég vekja athygli á 15., 16., 18. og 21. leik svarts. En sjón er sögu ríkari: Hvíll: Arnór Björnsson. Svart: Björn Þorsteinsson. I'rönsk vörn. 1. «4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 — c5, 4. Rgf3 — Rc6, 5. exd5 — exd5, 6. Bb5 — Bd6, 7. 0-0 — Rge7, 8. dxc5 — Bxc5, 9. Rb3 — Bd6, 10. c3 — Algengara framhald er 10. Hel — 0-0, 11. Bg5 10. — 0-0, 11. Rbd4 — Bg4, 12. Da4 — Bd7. Einnig kom til greina 12. — Dd7 með jöfnu tafli. 13. Dc2. Máttlaus leikur. Betra var 13. Hel 13. — Rxd4, 14. Rxd4 — Rc6, 15. Rf3 — h6, 16. H3?! Óþörf veiking á kóngsstöðu hvíts. Betri kostur var t.d. 16. Be3 16. — Df6, 17. Ddl — Had8, 18. Be3 En ekki 18. Dxd5? — Bxh3! með hót- uninni 19. — Bh2+ 18. — Bb8, 19. Hcl — Hfe8. Staða hvíts er nú þegar orðin nokkuð óþægileg og ekki bætir næsti leikur hans úr skák. 20. Bxc6? Lætur af hendi biskupaparið og styrkir um leið peðastöðu svarts. Flestir aðrir leikir voru betri 20. — bxc6, 21. Bd4 — Dg6, 22. Khl — Hxel+, 23. Dxe 1 — He8, 24. Dd2 — Bf5. Svartur hefur komið ár sinni vel fyrir borð og hyggst auka þrýst- inginn með 25. — Be4. Hvítur á því fárra kosta völ. 25. Rh4 — Dd6, 26. f4 — Be4, 27. Hfl. En ekki 27. Be5? — Dd8, 28. Bxb8 - Dxh4,29. Bxa7 — Dxh3+, 30. Kgl — Dg4 og veik kóngsstaða gerir aðstöðu hvíts nánast vonlausa. 27. — f6, 28. Bgl — Dd7, 29. f5? Þar eð textaleikur- inn leiðir til peðstaps hlýtur 29. Rf3 að vera betri leikur. 29. — Bg3, 30. Bf2 — Bxh4, 31. Bxh4 — Bxf5, 32. Df4 — He4, 33. Dg3. Eftir 33. Dxf5 — Dxf5, 34. Hxf5 — Hxh4 hefur hvítur erfiða stöðu í enda- taflinu. 33. — Kh7, 34. Df2 — Bxh3!, 35. Bxf6 — gxf6 og hvítur gafst upp enda er liðstap eða mát óumflýjanlegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.