Morgunblaðið - 16.07.1982, Side 12

Morgunblaðið - 16.07.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 íslendingar fljótari en Norðmenn að aðlaga sig breyttum aðstæðum í sjávarútvegi Mynd Gutjín. UNDANFARIÐ hefur verið staddur hér á landi norskur aðstoðarprófessor í sjávar- útvegsfræðum við Háskólann í Tromsö, Ludvig Karlsen að nafni. En hann er yfirmaður veiðitæknideildar háskólans og er menntaöur sem skipa- verkfræðingur. Mbl. greip tækifærið og talaði við hann, skömmu áður en hann fór af landi brott. Við byrjuðum á að inna hann eftir því hvern- ig stæði á ferðum hans hér á landi. „Það má segja að það séu þrjár ástæður fyrir veru minni hér. í fyrsta lagi eru nú við nám í sjáv- arútvegsfræðum við háskólann í Tromsö 13 íslendingar og mér finnst það mikilvægt til þess að geta kennt þessum Islendingum eins vel og kostur er, að ég komi hingað og kynni mér íslenskan sjávarútveg. I öðru lagi er sjávar- útvegsfræðin nám sem enn er í uppbyggingu, og það er nauðsyn- legt að byggja á sem víðtækastri reynslu á því hvernig sjávarútveg- ur er hjá öðrum þjóðum. í þriðja iagi, og það er nú beina orsökin fyrir veru minni hér, er einn ís- lenski nemandinn við háskólann í Tromsö, Ingólfur Arnarson, að vinna að kandidatsritgerð sinni í sjávarútvegsfræðum, hér á landi, og er ég annar leiðbeinandi hans. Sjávarútvegsfræði, hvers konar nám er það? „Sjávarútvegsfræði er fimm ára þverfaglegt nám og tekur yfir, til viðbótar við veiðartæknifræðina, sjávarlíffræði, fiskihagfræði, efna- og örverufræði og skipulagn- ingu í sjávarútvegi. Síðasta l'/i árið af náminu er kandidatsrit- gerð, þar sem nemendurnir vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni í einhverju þeirra faga sem námið samanstendur af. Námið hefur verið mjög vinsælt af íslendingum, 2—3 Islendingar hefja nám við deildina á hverju ári, af rúmum 20 sem teknir eru inn. Þeir hafa sýnt mínu sérfagi sérstakan áhuga, því flestir þeirra hafa skrifað kandídatsritgerð sína í veiðartæknifræði. Eins og ég minntist á áðan er námið ennþá í mótun, það byrjaði ekki sem sérnám fyrr en 1972, en reynslan hefur sýnt, að þetta er mjög nauðsynlegt nám því sjávar- útvegsfræðingar hafa verið mjög eftirsóttir. Til dæmis vinna nú sjávarútvegsfræðingar við opin- bera stjórnsýslu, hjá einkaaðilum og samtökum þeirra og við rann- sóknarstörf." Hver eru inntökuskilyrðin? „18 mánða reynsla af vinnu við sjávarútveg er skilyrði. Ekki er krafist stúdentsprófs, en gengið er útfrá því í náminu, að menn hafi það eða sambærilega menntun. Það er einmitt vandamál sem við höfum rekið okkur á, að fá nem- endur þar sem þetta tvennt fer saman, reynsla í sjávarútvegi og undirbúningsmenntun fyrir nám á háskólastigi, og það er ein af ástæðunum fyrir því að við höfum ekki fengið fleiri stúdenta inn á hverju ári, þó við getum tekið við fleirum." Hvað hefur þú tekið þér fyrir hendur hér á landi? „Ég hef farið til ísafjarðar, þar sem ég heimsótti einn af fjórum íslenskum sjávarútvegsfræðingum sem þegar hafa útskrifast, Einar Hreinsson, en hann vinnur þar í Netagerð Vestfjarða við að þróa ný veiðarfæri til rækjuveiða og við að leiðbeina rækjusjómönnum. Gott dæmi um sjávarútvegsfræð- ing sem vel hefur verið tekið af atvinnulífinu. Á ísafirði heimsótti ég líka skipasmíðastöð og skoðaði þar nýsmíði á stórum fiskibát. Ég varð að fara til íslands til þess, vegna þess að í Noregi eru þeir hættir að smíða stóra fiskibáta vegna þess að kvótinn sem ætlað- ur er hverjum bát er það lítill, að það þarf ekki stóran bát til að veiða upp í hann. Þá hef ég einnig farið til Akureyrar og heimsótt þar Slippstöðina og skoðað frysti- hús og togara. Hér í Reykjavík hef ég heimsótt Hampiðjuna og Verk- stæði Jósafats Hinrikssonar, en þetta eru hvort tveggja fyrirtæki sem eru mikilvæg sjávarútvegin- um. Þá hef ég heimsótt sjávaraf- urðadeild Sambandsins, sjávar- útvegsráðuneytið og Háskóla ís- lands. Svo hef ég gengið mikið um Ludvig Karlsen. bryggjurnar hérna og skoðað það sem er að sjá.“ Er það eitthvað sérstakt sem hefur vakið athygli þína hér á landi? „Það er margt sem maður tekur eftir. Það er mikið um að vera í sjávarútveginum hérna og maður tekur eftir að það eru margir norsksmíðaðir bátar hérna. Norskir skuttogarar hafa reynst vel hér á landi. Allir tala vel um þá, enda eru lík skilyrði í Noregi og eru hér. Þetta hefur haft mikið að segja fyrir norska skipasmíði á undanförnum árurn." Hefurðu myndað þér einhverja skoðun á íslenskum sjávarútvegi, meðan þú hefur dvalið hér, eða hvaða áhrif hefur hann haft á þig? „Fyrst og fremst er auðvelt að sjá, að sjávarútvegur skiptir ís- lendinga miklu meira máli en Norðmenn. Þá eru þið greinilega miklu fljótari að aðlaga ykkur breyttum aðstæðum í sjávarútvegi með því að breyta skipunum. Nú eru stóru loðnubátarnir komnir á netaveiðar hluta ársins, sem er ekki í Noregi. Svo getur maður ekki komist hjá því að taka eftir að loðnubátarnir liggja inni, vegna þess að loðnuveiðin hefur minnkað; og að það virðist jafn erfitt hér og í Noregi að reka skip með hagnaði. Stærsta vandamálið sem maður verður var við hérna, sem er það sama og í Noregi, er að byggðir séu bátar sem geta borið sig, því að verð á sjávarafurðum hefur ekki hækkað í samræmi við auk- inn tilkostnað. Þetta kemur ein- mitt inn á verkefni Ingólfs Arn- arsonar, sem er að finna hver sé hagkvæmasta skipagerðin að gefnum ákveðnum skilyrðum. í því skyni notar hann reiknilíkön, sem hönnuð hafa verið af FTFI (Fiskeri Teknologisk Forsknings Institut) í Noregi, en það er rann- sóknarstofnun sem fæst við rann- sóknir í sjávarútvegi, og þróar þau og breytir fyrir íslenskar aðstæð- ur, enda nýtur hann einnig fag- legrar leiðbeiningar frá FTFI í Þrándheimi. Hvað er að segja af nýjustu þróun í veiðitækni? í Noregi höfum við á undan- förnum árum lagt aukna áherslu á línuflotann. Höfuðástæðan fyrir því, er að línubátar eru hagkvæm- ari í sambandi við olíukostnað, en við höfum mikið einbeitt okkur að því atriði eins og eðlilegt er, sem Bindindismót á Galtalæk um verzlunarmannahelgina UM 20 ára skeið hafa bindindis- menn staðið fyrir stórum útisam- komum um verslunarmannahelgina. Umdæmisstúka Suðurlands og ís- lenskir ungtemplarar hafa annast undirbúning og framkvæmd þessara bindindismóta. Alla tíð hafa þessar stóru sumarsamkomur verið mjög vinsælar og farið vel fram í alla staði, segir í fréttatilkynningu frá undirbúningsnefnd bindindismóts- ins. Um hverja verslunarmanna- helgi koma þúsundir manna sam- an, ungir og aldnir, austur í Galta- lækjarskógi til þess að njóta þess sem fagurt umhverfi bíður mönnum. Þar er jörðin þurr, jafn- vel þó rigni. Þar eru lindirnar tær- ar og skógurinn grænn. Að þessu sinniverður mótið haldið með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Byrjað verður að taka á móti gestum föstudaginn 30. júlí, inngangseyrir verður hófleg- ur, eða kr. 250.00 fyrir allan tím- ann. Börn 12 ára og yngri þurfa ekki að borga inngangseyri. Tekið skal fram að hreinlætisaðstaða á svæðinu verður stórbætt. Bifhjól er alvar- legur slysavaldur Eftir Einar Valdimarsson, lœkni Hingað til hefur hávaði sá, sem stafar af bifhjólum verið helsta ástæðan til að þeirra sé getið í fjölmiðlum. í Morgun- blaðinu þann 3. júlí sl. birtist grein eftir Ásmund Brekkan, yf- irlækni, um mótorhjól sem al- varlegan slysavald. Af grein þessari hafa spunnist nokkur skrif í dálkum Velvakanda, ým- ist með eða móti bifhjólum. Ein- kenni þessara skrifa eru stóryrði og fullyrðingar, fremur en stað- reyndir. Málið virðist þó það mikilvægt og mörgum skylt að ómaksins vert væri að leita ein- hverra staðreynda, áður en ályktanir yrðu dregnar og full- yrðingar settar fram. Mér vit- anlega hefur ekki verið gerð nein úttekt á bifhjólaslysum hér á landi. Með úttekt er átt við at- hugun á m.a. tíðni þessara slysa, orsakaþáttum, afleiðingum, heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum. Til að gefa nokkra hugmynd um ástand í þessum efnum vil ég í stuttu máli greina frá athugun- um, sem gerðar hafa verið í Sví- þjóð. Þar í landi eru umferðar- slys dánarorsök meira en helm- ings þeirra unglinga sem látast árlega. í aldurshópnum 15—17 ára er rúmur helmingur um- ferðaslysa tengdur bifhjólum. Nýleg rannsókn á bifhjólaslys- um í Uppsalaléni leiddi í ljós að af hinum slösuöu höfðu 84% verið í afþreyingar- eða skemmtiakstri, en aðeins 16% í akstri tengdum atvinnu eða sambærilegum til- gangi. í einungis þriðjungi þess- ara slysa var um að ræða árekst- ur við annað farartæki. í rúm- lega helmingi tilfella tengdust slysin á engan hátt annarri um- ferð, hvorki bifreiðum eða fót- gangandi. Tæpur helmingur slasaðra ökumanna hafði ekki fullt aldursár umfram lögaldur og helmingur hafði minna en hálfs árs akstursreynslu. 15% voru reynslulausir. Fjórðungur þeirra, er fyrir slýsi urðu, þurftu á lengri eða skemmri sjúkrahús- dvöl að halda. Var um að ræða aukningu í þessum hópi, sem nam 40% miðað við athugun 3 árum áður. Sýnir sú tala glögg- lega hratt vaxandi tíðni og al- varleika bifhjólaslysa. Skv. þessu virðist það vera yngsti og óreyndasti ökumaður- inn, einn á ferð í erindisleysu, sem oftast er fórnarlamb bif- hjólsins. Ástæður tíðari og alvarlegri bifhjólaslysa eru ef- laust margþættar. Fjöldi bif- hjóla, sem og annarra ökutækja fer sífellt vaxandi. Fjöldi bif- reiða og slysa af þeirra völdum er meiri en af völdum bifhjóla, því hafa aðgerðir í umferðarör-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.