Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Anker og dansmeyjarnar í sirkusrevíunni. Gamall draumur rættist. Slökkvi- liðsmenn færðu Anker alvöru slökkviliðsmannahjálm. með sér og láta hann stíga þar nokkur spor við mikinn fögnuð áhorfenda. Ýmsir erlendir gestir höfðu komið til Danmerkur sérstak- lega vegna afmælisins, þar má nefna Willy Brandt, Shimon Peres, Kalevi Sorsa og Mario Soares. Danir sögðu að Anker hefði verið klökkur af fögnuði yfir þeim sóma og því tilstandi sem honum var sýnt og sjálfur lét Anker óspart í ljós ánægju sína í ótal ræðum sem hann hélt þennan dægilega dag til að þakka fyrir sig. Tildrög flug- slyssins óljós Kenner, Louisiana, 15. júlí. AF. HALDIÐ er áfram rannsókn flug- slyssins á föstudag í síðustu viku, er Boeing 727-þota hrapaði í út- 13 létust í flugslysi I’rt'liiria. Suður-Atriku, 15. júlí. AP. TVÆR litlar flugvélar skullu saman í lofti í grennd við Pretoria á miðvikudagskvöld og létust þrettán menn, þar á meðal voru tveir afrískir hershöfðingjar og ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytis landsins að því er talsmað- ur s-afríska hersins sagði í dag. Atburðurinn varð í grennd við úti- kvikmyndahús, þar sem hundruð manna sátu í makindum og horfðu á bíó og urðu því sjónarvottar að slysinu. hverfi New Orleans, og farþegar hennar, 146 manns, og átta aðrir á jörðu niðri, fórust. Þotan sem lagði upp frá Mi- ami var á leið til Las Vegas, Nevada, og San Diego, Kali- forníu, er hún hrapaði. Fyrstu rannsóknir leiða í ljós að þotan hefur snert toppa á trjám við breiðgötu sem er um 800 metra frá þeim stað er hún hrapaði síðan endanlega á. Unnið hefur verið að því að hreinsa svæðið og flytja á brott flak vélarinnar, en ekki hefur tekist að bera kennsl á nema 62 fórnarlömb slyssins. Mikilli gagnrýni hefur sætt sú ákvörðun flugmálayfirvalda að leyfa flugtak þrátt fyrir að- varanir um fárviðri, en ekkert hefur enn komið fram sem sannar að veðrið hafi verið orsakavaldur í þessu tilviki. | Rannsókn er haldið áfram. Argentínumenn gefa Bretum engin loforð Buenos Aires, 15. júlí. AF. ARGENTÍNUSTJÓRN neiUr enn aö vióurkenna formlega að ákveðið hafi verið að hætta áreitni við Falk- landseyjar og að því er heimildir nærri rikisstjórninni greindu AP frá í dag er ein ástæðan sú, að þá verða Bretar að hafa áfram mannafla á svæðinu. Ekki væri svo að skilja að Arg- entína stefndi í átök og ekki væri ætlunin að gera aðra árás. „En meðan Bretar hafa ekki formlega verið fullvissaðir um það verða þeir að hafa hér þrjú þúsund menn, radarbúnað, flugvélar og fleira á eyjunum og það kostar peninga sem væru betur komnir í heimalandinu," sagði þessi aðili, sem óskaði nafnleyndar við AP, fréttastofuna. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Apena Barcelona Bertin BrUssei Chicago Dyftinni Feneyjar Franklurt Gent Helsrnki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn tas Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhi New York Osló París Perth Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Avfv Tókýó Vancouver Vinarborg Þórshöln 12 skýjað 28 heiðskfrt 35 heiðskfrt 28 lóttskýjað 31 heiðskírt 25 skýiað 32 rigning 20 heiðskirt 25 þokumóða 32 heiðskirt 30 heiðskfrt 22 heiðskfrt 32 heiðskfrt 38 heiðskírt 16 heiðskirt 33 heiðskirt 28 heiðskírt 23 lóttskýjað 24 skýjað 21 rigning 29 heíðskirt 28 heiðskirt 24 heiðskfrt 32 háHskýjað 25 skýjað 31 rigning 29 heiðskfrt 34 rigning 29 skýjað 27 heiðskfrt 29 skýjað 11 rigning 14 léttskýjað 27 skýjað 33 heiðskfrt 23 heiðskirt 23 heiðskirt 14 rigning 30 heiðskírt 25 skýjeð 17 skýjað 26 heiðskírt 14 skýjað Thatcher forsætisráðherra Breta sagði de Cuellar, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, frá því sem skoðun sinni í gær, að það væri engin ástæða til viðræðna við Argentínumenn um fullveldismál Falklandseyja. Suöur-Kóreubát- um beint heim Seoul, SuAur-Kóreu, 15. júlí. AF. RÍKISSTJÓRN Suður-Kóreu hefur skipað skipstjórum um þrjú hundruð fiskibáta sem hafa verið að veiðum út af austurströnd landsins, að koma til hafnar eftir að Norður-Kóreu- menn tóku fiskibát í fyrradag. Ef þeir komi ekki til hafnar verði þeir að minnsta kosti að gæta sín að vera á veiðum á tilteknu svæði, þar sem ekki er eins mikil hætta á að Norður-Kóreumenn leggi til atlögu. Sjávarútvegsráðuneytið í Suð- ur-Kóreu sagði að 114 tonna fiski- bátur með 35 manna áhöfn hefði verið tekinn á þriðjudag og færður til hafnar í Norður-Kóreu. Einnig hafa Norður-Kóreumenn tekið þrjá japanska báta eins og sagt var frá í biaðinu í gær. Korea Tim- es sagði í dag í ritstjórnargrein að augljóst væri að Norður-Kóreu- menn væru að taka upp harð- skeyttari stefnu gagnvart Suður- Kóreu en verið hefur. Maoistar í Perú lýsa stríði á hendur ríkis- stjórninni I,ima, Ferii, 15. júlí. AF. KOMMÚNISKIR byltingarsinnar, sem segjast hneigjast að kenningum Mao heitins formanns í Kína, hafa lýst striði á hendur ríkisstjorn lands- ins, sem tók við völdum fyrir tveim- ur árum, en áður hafði vinstrisinnuð herforingjastjórn ráðið landinu í tólf ár. Maoistarnir hafa dreift bækl- ingi þar sem þeir segja að mark- miðið sé að steypa borgaralegri ríkisstjórn Fernando Belaude Terry forseta og koma til valda verkamönnum og bændum. í bæklingi þessum er sagt að skær- uliðarnir séu valdir að 2,900 skemmdar- og hryðjuverkum þau tvö ár sem stjórnin hefur setið. Skæruliðarnir segjast vera félagar í kommúnistaflokki Perú, sem gengur undir nafninu Sendero Luminoso. Innbrotið í Buckingham-höll: Eiginkonan laus London, 15. júlí. AP. EIGINKONA mannsins sem braust inn í Buckingham-höll og vakti Elísa- betu II drottningu hlaut 12 mánaöa skilorðsbundinn dóm í dag fyrir að hafa tekið bíl án vitundar eiganda hans. ('hristine Yvonne Fagan var einnig ákærð fyrir að hafa hvorki undir höndum bifreiðatryggingu né ökuskírteini og fyrir að hafa látið hjá liða að gefa sig fram við lögregluyfirvöld. Frú Fagan játaði allar fjórar kærurnar við réttarhöld sem fóru hljótt, vegna þess að þá var nafn hennar ekki þekkt um land- ið þvert og endilangt. Hún hefur verið gift Michael Fagan í ellefu ár og á með honum fjögur börn, en sem áður segir var hann handtekinn á rúmstokki drottn- ingar í síðustu viku og er nú í varðhaldi vegna þess. Lögreglan segir að frúin hafi verið stöðvuð 11. apríl sl. á bíl sem saknað var og hún viður- kenndi að hafa stolið fimm dög- um áður. Henni var þá gert að mæta við réttarhöld 26. apríl sl. en lét ekki sjá sig og var hand- gegn tryggingu tekin en látin laus gegn trygg- ingu. Verjandi hennar segir að hún hafi yfirgefið heimili sitt og hafst við í bílnum: „Það er aug- ljóst að þessi kona þarfnast hjálpar. Hún á við vandamál að stríða sem hún ræður ekki fram úr,“ sagði hann við réttarhöldin. Enn er mikil ólga í Bretlandi vegna næturheimsóknar bónda hennar til Elísabetar drottn- ingar. Vangaveltur eru á lofti þess eðlis að yfirmaður lögreglu- gæslunnar í Buckingham-höll, Mcnee, sjái sig tilneyddan til að segja af sér vegna hneykslis þessa, en ekkert hefur enn komið fram opinberlega sem styður þá tilgátu. Málið er í rannsókn og ekkert er birt um það annað en spádómar úr blöðum. Whitelaw, innanríkisráðherra, mun í dag gefa Margréti Thatcher og ráðu- neyti hennar skýrslu um málið og á morgun mun hann ávarpa neðri málstofu breska þingsins og gefa skýrslu um rannsókn Scotland Yard. 15 ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Fjallfoss 26. júli Mare Garant 6 júli Santiago 16. ágúst NEWYORK Fjallfoss 28 júli Mare Garant 9 júli Santiago 18. agust HALIFAX Goöafoss 26. júli Hofsjökull 7. ágúst BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 19. júli Alafoss 26. júli Eyrarfoss 2. ágúst Alafoss 9. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 20. júli Alafoss 27. júli Eyrarfoss 3. ágúst Alafoss 10. ágúst FELIXSTOWE Eyrarfoss 22. júli Alafoss 28. júli Eyrarfoss 4. ágúst Alafoss 11. ágúst HAMBORG Eyrarfoss 22. júli Alafoss 29. júli Eyrarfoss 5. ágúst Alafoss 12. ágúst WESTON POINT Helgey 20. júli Helgey 3. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 19. júli Mánafoss 2. ágúst KRISTIANSAND Lagarfoss 21. júli Laxfoss 4. ágúst MOSS Lagarfoss 20. júli Dettifoss 27. júlí Laxfoss 3. ágúst Dettifoss 10. ágúst GAUTABORG Mánafoss 21. júli Dettifoss 28 júli Mánafoss 4. ágúst Dettifoss 11. ágúst KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 22. júli Dettifoss 29. júli Mánafoss 5. ágúst Dettifoss 12. ágúst HELSINGBORG Manafoss 23. júli Dettifoss 30. júli Mánafoss 6. ágúst Dettifoss 13. ágúst HELSINKI Laxfoss 28. júlí Lagarfoss 11. ágúst GDYNIA Laxfoss 30. júli Lagarfoss 13. ágúst HORSENS Lagarfoss 19. júli Laxfoss 2. ágúst Lagarfoss 16. ágúst THORSHAVN Dettifoss 22. júli VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga fré ISAFIRDI alla þrlöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.