Morgunblaðið - 16.07.1982, Page 16

Morgunblaðið - 16.07.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 plny0Mí#I&t>í!> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Dregur til úrslita í Líbanon Þrjátíu 0{í fimm þúsund ísraelskir hermenn með 300 skriðdreka sitja um Vestur-Beirút. Þeir loka undan- komuleiðum um 8.000 PLO-manna á landi. ísraelsk her- skip halda uppi eftirliti fyrir utan höfnina í Beirút. Yass- er Arafat ok nánustu samstarfsmenn hans eru því á valdi Israelsmanna. Á miðvikudaíískvöldið sagði Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra ísraels, að ríkisstjórnin í Jerú- salem hefði ákveðið að gefa Philip C. Habib, sendimanni Bandaríkjastjórnar, tóm til að leita sátta, hins vegar hefði hann ekki ótakmarkaðan tíma. Blöð í Beirút segja, að Bandaríkjamenn og Saudi-Arabar leitist við að fá stjórnvöld í Sýrlandi til að heimila Arafat og liðsmönnum hans í PLO griðastað í Sýrlandi. Þá hefur hin ótrausta ríkisstjórn í Líbanon krafist þess, að allur erlendur her verði á brott úr landinu og gæslusveitir á vegum Samein- uðu þjóðanna taki að sér að stía óvinum í sundur. I kröfu ríkisstjórnar Líbanon felst, að Israelsmenn, Sýrlendingar og PLO-menn hverfi á brott. Þetta er í stuttu máli staðan í Líbanon, þegar um 40 dagar eru liðnir síðan Israelsher gerði innrás í landið. Hernaðarlega hafa Israelsmenn unnið sigur. Stjórnmála- lega situr allt við hið sama. Þúsundir manna hafa týnt lífi, tugir þúsunda særst og hundruð þúsunda glatað öllu sínu og reika nú um heimilislausir. Markmið hernaðarað- gerða Israelsmanna er skýrt: Að reka PLO út úr Líbanon með einum eða öðrum hætti. Helgar tilgangurinn meðal- ið? Israelsmenn eiga erfitt með að réttlæta fórnirnar. Geta Israelsmenn vænst þess, að Palestínuvandamálið verði leyst með þessum hætti? Auðvitað er of sterkt að orði kveðið, þegar herför Isra- elsmanna inn í Líbanon er jafnað við helför nasista gegn gyðingum. Hitt ætti þó að liggja ljóst fyrir, að Palestínu- vandamálið verður ekki leyst, þótt ísraelsher fangelsi eða drepi 8.000 PLO-menn í Vestur-Beirút. Málstaðurinn héldi velli, málstaður Israelsmanna yrði enn minna met- inn en áður, samúðin yrði með Palestínuaröbum, þrátt fyrir öll hryðjuverk PLO-manna og hótanir þeirra um að reka alla gyðinga út í hafsauga. Það dregur til úrslita í Líbanon. Með hervaldi hefur verið sköpuð ný staða en enginn vandi verið leystur. Krafa Líbana um brottför erlendra herja er sanngjörn. Henni á að hrinda í framkvæmd án frekara blóðbaðs og gefa friðsömum Palestínuaröbum færi á að setjast að undir eigin stjórn við Jórdaná í sátt við nágranna sína. Spennufall í fjármálalífi Það hefur orðið spennufall í íslensku fjármálalífi. Fyrstu fjóra mánuði ársins streymdu fjármunir út úr bankakerfinu en síðan í maí hefur harðnað á dalnum, í júni var fjármagnsskortur farinn að valda verulegum vandræðum hjá mörgum fyrirtækjum og staðan hefur enn versnað í þessum mánuöi. Sjúkdómseinkennin hafa verið öllum augljós, of mikil þensla á öllum sviðum. „Það er útsala á gjaldeyri," sagði Davíð Scheving Thorsteins- son á opinberum vettvangi fyrir nokkru. Gjaldeyrisstaðan hefur versnað um liðlega 800 milljónir frá áramótum. Fyrstu fjóra mánuði ársins jókst heildarinnflutningur um ll,5% á föstu gengi, þótt innflutningur á vöru til varan- legrar fjárfestingar drægist saman. Sá aðili sem mestar tekjur hefur haft af þessu er ríkissjóður. Spennufallið er ekki enn farið að hafa áhrif á stöðu hans. Nú er það helsta bjargráðið að nota innflutningstekjur ríkissjóðs til að gera togarana út í nokkrar vikur. Vítahringnum hefur verið lokað og allir tapa. Frá búðum keppenda og aðstoðarmanna þeirra á Helluflugvelli. fslandsmótið í svifflugi: Sigmundur í forysti spennandi keppni vi „Eg Daug alveg eftir spánni hans Guð- mundar, hún stóðst alveg,“ sagði Sig- mundur Andrésson er hann lenti svifflugu sinni á Hellu eftir þríhyrn- ingsflug frá Hellu um Búrfellsvirkjun og Torfastaði í Biskupstungum, á fjórða keppnisdegi íslandsmótsins í svifflugi í gær. Sigmundur hefur náð öruggri forystu á mótinu, sem gengið hefur vel til þessa, ef undan er skilið óhapp í gær, er ein svifflugan brot- lenti. Þríhyrningurinn, sem floginn var í gær, var 121 km langur, og sagði dr. Þorgeir Pálsson mótsstjóri í samtali við Mbl. að hér væri um mikla vegalengd og erfitt flug að ræða á íslenzka vísu. Skilyrði til flugs voru góð framan af degi, en síðdegis tók hafgolan völdin, og að- eins tveir keppendanna náðu alla leið til baka, hinir lentu víðsvegar á leiðinni, flestir skammt frá Hellu. Það tók Sigmund 2:06 stundir að ljúka þríhyrningnum, en Baldur var 2:29 stundir. Flugtíminn segir ekki alla söguna, þótt um kappflug sé að ræða, þar sem svifflugurnar hafa mismunandi forgjöf, sem reiknuð er út frá hæfni þeirra. Eftir fjóra keppnisdaga hefur Sigmundur rúmlega 300 stiga forystu, hefur hlotið 3.634 stig af 4.000 möguleg- um. Næstur kemur Leifur Magnús- son, sigurvegari á síðasta móti, með 3.321 stig, og þriðji er Höskuldur Frímannsson með 3.105 stig, en alls eru þátttakendur níu. Keppnin í svifflugmótinu hefur verið spennandi, þótt erfitt verði að velta Sigmundi úr efsta sætinu úr þessu, en allt getur gerst, segja fróðir menn. Fyrsta daginn var flogið markflug upp að Hruna í Hrunamannahreppi, 68 km vega- lengd. Sex af níu flugvélum komust alla leið, sem er góður árangur, að sögn dr. Þorgeirs. Þorgeir Árnason var hlutskarpastur þennan dag. Á öðrum degi var flogið þríhyrn- ingsflug niður á sandana og inn í F’ljótshlíð, frá Hellu um Breiðaból- stað, Kross og til baka. Engum tókst að komast alla leið, en nú tók Leifur Magnússon forystu. Þriðja daginn var flogið fjarlægðaflug innan til- tekins svæðis, þar sem keppendur máttu fljúga milli nokkurra fyrir- fram ákveðinna punkta með það fyrir augum að ná sem mestri vega- lengd. Sigmundur náði mestri vega- lengd, 52,9 km. og tók forystu, var þó aðeins 64 stigum á undan Leifi. Spennan var því í algleymingi við upphaf keppni í gær, og eftir að Sig- mundur lenti ríkti eftirvænting í „flugturninum" á Hellu með hvern- ig Leifi mundi ganga. Flugmenn og aðstoðarlið þeirra nota leynimál í samtölum sínum, og því nær von- laust að gera sér grein fyrir hvar vélarnar eru staddar fyrr en þær tilkynna sig við Hellu á bakaleið- inni. Það fór fyrir Leif eins og flest- um hinna, hann beið ósigur fyrir hafgolunni, og varð að lenda flugu sinni skammt frá Hellu. Lengi vel leit út fyrir að Garðar Gíslason næði alla leið til baka, hann flaug lengi hangflug við Búrfell og beið færis að komast til baka, en var neyddur til að lenda á túni örfáa Dr. Þorgeir Arnason mótsstjóri skýrir verkefni þriðja keppnisdagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.