Morgunblaðið - 16.07.1982, Side 18

Morgunblaðið - 16.07.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JULÍ 1982 Ellert B. Schram um útsendingar Videoson: Menn voru í góðri trú um að ekki yrði amast við þessu „I4rn \ var ákvörðun þeirra manna sem standa að „Videoson“ að reyna að útvega þessa leiki. Nú, ég var með í þeirri ákvörðun og við skiptum með okkur verkum til að undirbúa það,“ svaraði Ellert B. Schram rit- stjóri Dagblaðsins og Vísis þegar Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hefði átt hlut að því, að fyrirtækið Videoson fékk sendar erlendis frá upptökur af sjónvarpsútsendingum á leikjum í heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu til að sýna í sjónvarps- kerfi sínu, en þær sýningar fékk ríkisútvarpið stöðvaðar sem kunnugt er með lögbanni. Ellert B. Schram á sæti í útvarpsráði, og hann er einnig stjórnarmaður Knattspymusam- bands Evrópu. Ellert var staddur erlendis á meðan blaðaskrif um mál þetta stóðu sem hæst, en er nú nýkom- inn heim. Mbl. spurði hann hvort hann vissi í hvers hlut það hefði komið að óska eftir upptökunum í Danmörku. „Ég bara man það ekki og veit það ekki, enda finnst mér það ekki skipta neinu máli,“ svaraði Ellert. Menn hringdu bara í einn eða ann- an aðila. „Videoson" er ábyrgt fyrir þessu og reyndi að fá þessa leiki hingað heim. Fyrirtækið sem slíkt tekur afleiðingunum af því. Ég bað ekki einn eða neinn í út- landinu að taka upp þessa leiki. Ég skrifaði engum og bað engan um það.“ Aðspurður hvort upptökurnar hefðu verið sendar hingað til lands á hans nafni, kvaðst Ellert ekki hafa hugmynd um það. Hann hefði verið farinn utan þegar þetta gekk yfir, eins og hann orða- ði það. Ellert var spurður hvort honum og þeim öðrum hjá Frjálsri fjölmiðlun, sem ákvörðunina tóku hefði verið ljóst, hvort hún væri lögleg eða ekki. Hann svaraði: „í útvarpsráði lagði ég ofurkapp á að þessir knattspyrnuleikir yrðu sendir beint út, bæði í júní og júlí. Þegar vonlaust var orðið að það tækist að fá það í gegn og ljóst að ríkisútvarpið ætlaði ekki að sinna þeirri skyldu sinni að sýna leikina, þá gripu menn, meðal annars „Videoson" til örþrifaráða. Mér hefur ekki dottið í hug annað en að það væri allt í góðu lagi með það. — Telur þú þetta löglegt? „Ég veit ekkert um það. Þetta var bara sjálfsbjargarviðleitni sem menn gripu til. Menn voru í góðri trú um að það yrði ekki am- ast við þessu.“ — Höfðu menn hugboð um að þetta gæti gengið þvert á lög? „Menn rökræddu það fram og til baka. Niðurstaðan var að láta slag standa, að láta reyna á það hvort íslenska sjónvarpið ætlaði að nota einkaréttinn til að meina fólki að sjá leikina." — Það kæmi þér þá ekki á óvart, ef þetta reyndist ólöglegt? „Nei, það kæmi mér ekki á óvart, þetta er álitamál." Steingrímur Hermannsson: Varla tímabært ad leggja veg að Ölfusárósum Nær að verja fé til hafnarhreinsunar í Þoriákshöfn „BRÚIN YFIR Ölfusárósa er kom- in á langtímaáætlun og fram- kvæmdir eiga að hefjast eftir 3—4 ár og vitanlega verður vegur lagður að þeirri brú, það þarf enginn að óttast annað,“ sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hann Karlakórnum Þröst- um boðið á Víkinga- hátíð í Skotlandi KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnar- firði var í söng- og kynnisferð í Skotlandi dagana 25. júní til 9. júlí síðastliðinn. Þátttakendur voru 78. í ferðinni hélt kórinn tvenna sjálf- stæða tónleika og fékk kórinn góða dóma. Sjötugsafmæli Sjötugur er í dag, 16. júlí, Lárus Þ. J. Blöndal, fyrrum bóksali á Siglu- firði. Lárus býr nú í Hlíðarbyggð 9 í Garðabæ. Kórinn hélt sjálfstæða tónleika í Glasgow og Edinborg. Tónleik- arnir fengu góða dóma, ekki síst flutningur Ingu Maríu Eyjólfs- dóttur og John Speight á dúettum úr óperum Mozarts, Töfraflaut- unni og Don Juan. Að tónleikum loknum var kórnum boðið að koma fram á Víkingahátíðinni (The Vik- ing Festival) í september næstk- omandi, en hún hefur verið haldin árlega undanfarin 8 ár og verið kölluð „svar Glasgow og vestur- héraðanna við Edinborgarhátíð- inni“. Þá söng kórinn við messu í dómkirkjunni í Glasgow og séra Sigurður H. Guðmundsson predik- aði á ensku. íslandsvinurinn Christopher Day, forstöðumaður ferðakynn- ingardeildar Glasgow og vestur- héraðanna í Skotlandi, veitti ómetanlega aðstoð við skipulagn- ingu og framkvæmd ferðarinnar, að því er segir í frétt frá Þröstum. Borgarstjóri Glasgow tók á móti hópnum í ráðhúsi borgarinnar, en þar kom fram sem fulltrúi Hafn- arfjarðarbæjar Stefán Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi. Söngstjóri hópsins var Herbert H. Ágústsson, undirleikari Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og ein- söngvarar Inga María Eyjólfsdótt- ir og John Speight. var spurður hvort taka ætti tilboði Framkvæmdastofnunar um fjár- framlag til vegagerðar vegna brúar yfir Ölfusárósa. Vegurinn myndi liggja að þeim stað, þar sem brúin myndi verða. Steingrímur var einnig spurður álits á tilboði Framkvæmdastofn- unar um 7 milljóna króna lán til vegagerðar í 7 kjördæmum utan Reykjavíkur og hvort hann væri því fylgjandi, að tilboðinu verði tekið. „Nei,“ svaraði hann. „Þetta er lánsfé sem ríkissjóði er boðið að láni og þá getur ríkissjóður náttúrulega alveg eins tekið slíkt lán sjálfur. Það er dálítið vafa- samt, þegar Alþingi er búið að ganga frá því hvað gera á í vega- málum, að síðan komi Fram- kvæmdastofnun og bjóði lán.“ Varðandi vegalagningu að Ölf- usárósum sagði Steingrímur: „Ég segi eins og er, að ég held að það sé varla tímabært að leggja þenn- an veg nú.“ Og kvaðst hann ekki mundu leggja til í ríkisstjórn að umræddur vegur yrði lagður, fyrr en tími væri til kominn. „Ég held að það sé ekki raunhæft að leggja þennan veg í sumar. Það er nóg við þetta fé að gera. Til dæmis er höfnin í Þorlákshöfn að lokast af sandi og verður að dýpka hana. Ég myndi fagna því mjög ef þetta fé yrði fáanlegt í það. Ég trúi ekki öðru en Eggert Haukdal verði samþykkur því,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson. Lilja Ólafsdóttir, þar sem hún er stödd á heimili systur sinnar j Kcykjsvík. Mynd Mbl. Guójón. „Ég vona bara að eng- inn eigi eftir að skaða sig á hlíðinni“ — segir Lilja Ólafsdóttir sem slasaðist í Óshlíðinni nýlega Eins og mönnum er í fersku minni, varð bifreið með eldri hjón- um i undir grjóthruni á Óshlíðar- veginum 2. júlí síðastliðinn. Kon- an, Lilja Ólafsdóttir, sem slasaðist töluvert, handleggsbrotnaði og hlaut höfuðmeiðsl meðal annars, er nú komin af spítala og dvelst nú ásamt manni sínum Guðmundi Rósmundssyni, sem slasaðist einn- ig en ekki eins mikið, á heimili systur sinnar Óskar hér í Reykja- vík. Þar hafði Morgunblaðið tal af henni og spurði hana fyrst hvernig hún hefði það. „Heilsan er heldur að koma, þetta smá kemur vona ég. Hand- leggurinn er brotinn, en hann er að lagast, ég á að reyna að æfa hann og hann á að jafna sig. Svo hef ég víst fengið heilahristing, því ég vissi ekkert af mér i 4—5 daga. Ég fæ höfuðverki öðru hverju, en að öðru leyti liður mér ágætlega, og læknarnir álíta að ég verði jafn- góð. Ég vonast til að komast heim til Bolungarvíkur um eða eftir helgina. Mér leið reglulega vel á sjúkra- húsinu, þegar mér fór að skána, en ég lá á Borgarspítalanum. Sér- staklega gott hjúkrunarfólk þar, það er stjanað við mann og ég vií skila kæru þakklæti til þess og læknanna sem stunduðu mig. Þá vil ég einnig þakka fólkinu, sem aðstoðaöi mig á slysstað þá hjálp sem það veitti.“ Manstu eitthvað eftir slysinu? „Fyrsti steinninn sem kom, hann meiddi mig og eftir að annar steinninn kom vissi ég ekki af mér, ég féll í dá. Bíllinn er gjör- ónýtur, það mátti bara henda hon- um, en það er eitthvað sem lætur mann ekki deyja. Ég vona bar aö enginn eigi eftir að skaða sig á hlíðinni, hún er oft ömurleg, þótt oft sé hún góð.“ Getur þú á einhvern hátt lýst því hvernig það er að verða fyrir reynslu sem þessari? „Nei, ég get nú ekki lýst því. Það á sjálfsagt margt eftir að koma fram, maður getur vel ímyndað sér það. Ég varð ógurlega hrædd strax.“ Ætlarðu aö halda áfram að fara Óshliðarveginn? „Ég býst við að ég verði að gera það. En hvort ég verð eins viljug að fara Óshlíðina og áður, það skal ég ekkert segja um.“ Að lokum bað Lilja að heilsa öll- um Bolvíkingum. Við kvöddum hana og óskuðum henni góðs bata, þar sem hún var umkringd barnabörnum, sem komin voru frá ísafirði aö heim- sækja hana. Góðar sölur í Grimsby og Hull ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla i Grimsby og Hull í gær og í fyrradag og fengu öll gott verð fyrir aflann, eða yfir 11 krónur í meðalverð að jafnaði. Ingólfur GK seldi 66 tonn í Grimsby á þriðjudag fyrir 736 þús- und krónur og var meðalverð á kíló krónur 11,16. í gær seldu síðan Hrafn Svein- bjarnarson 2. og 3. í Hull. Hrafn Sveinbjarnarson 2. seldi 39 tonn fyrir 449,9 þúsund krónur og var meðalverð á kíló kr. 11,48. Hrafn Sveinbjarnarson 3. seldi 40 tonn fyrir 451,6 þúsund krónur og var meðalverð kr. 11,27. ö INNLENT Þarf að tryggja sérstaklega bíla- eign þeirra sem nota Ó-vegina? „MÉR finnst það umhugsunarvert fyrir þau byggðarlög, sem við þetta ástand eiga að búa, að geta búist við grjóthruni á þá vegi sem íbúar þess þurfa að aka dags daglega, að þau tryggi bíleign íbúa sinna sérstaklega fyrir tjóni af þessu tagi, þvi að þessi hætta vofir sífellt yfir,“ sagði Guð- mundur Rósmundsson, sem varð ásamt konu sinni, Lilju Ólafsdóttur, fyrir þvi að bifreið þeirra gjöreyði- lagðist í grjóthruni á Óshlíðarvegin- um 2. júli síðastliðinn. Þau hjón fá engar bætur fyrir bifreiðina, þar sem þau höfðu nýl- ega tekið hann úr kaskó. Þarna er um tilfinnanlegt tjón að ræða, því að bifreiðin var að verðmæti um 100 þúsund krónur. Viðlagasjóðstrygging bætir ekki skaða sem þennan, vegna þess að ekki var um fasteign að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.