Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JULI 1982 24 I minningu Gunnars Gestssonar listmálara Ka-ddur 12. október 1913 l)áinn 24. júní 1982 Sumarið var komið á Stokkseyri ojr fjaran þar við ströndina hafði skipt litum ok ({róðurinn í lónun- um o(? á skerjunum var töfrum sle({inn að vanda. Sjórinn er aldrei eins, fremur en himinninn, sem hvelfist yfir plássið, en frá Stokkseyri lintíur bein lína til suð- urskautsins oj{ ekkert land á milli. Þetta er því staður með framand- lejj áhrif. Sumir se({ja, að skýrin({- in á því sé sú, að þessi strand- lenjrja, allt frá ísólfsskála vestur að llraunsá, sé þanni« staðsett á kortinu frá náttúrunnar hendi o({ af skaparans hálfu. Fyrir þetta eitt er lærdómsríkt að hreiðra þar um si({ o({ verða fyrir þessum fjar- skiptaáhrifum lenj{st sunnan úr heimi, sem berast jafnt o({ þétt ö({ hindrunarlaust frá suðlægum pól- um. Þessi áhrif {{eta ómað um sumarlan({a tíð o({ ({ott betur. Jónsmessa var runnin upp og sólin ha-st á lofti o({ þá ({erðust tíðindi á ströndinni. Gunnar Gcstsson í Aðalsteini hvarf til feðra sinna svo til fyrirvaralaust. Raunar hafði hann aldrei ({en({ið fvllilejía heill til skó({ar í háa herrans tíð. Gunnar var þekktur víðast hvar um Suðurland llann stundaði listmálun frá un({a aldri, en hafði áður stundað alls konar vinnu til sjós oj{ lands, t.a.m. vann hann einar sextán vertíðir bæði á Stokkseyri o({ í Vestmannaeyjum, enda alinn upp við harða lífsbar- áttu — faðirinn Gestur Si({urðs- son sjósóknari o({ hörkutól o({ móðirin Guðríður Guðlau({sdóttir, var ein þessara íslenzku kvenna af namla skólanum, sem sýndu af sér hetjulund, ekki síður en karl- mennirnir, sem urðu að berjast við óblíð náttúruöfl til að sækja björ({ í bú. Sonardóttir Guðríðar, dóttir Gunnars heitins, búsett á Stokkseyri, talar alltaf um ömmu sína sem bezta vininn, sem hún hcfði eijínazt í lífinu. Það hljómar fallej{a, þe({ar hún se({ir sö({ur af ömmu sinni, hversu hún var henni viðkvæmri telpunni ({óð í hverri raun o({ ({af henni mikið af sálaryl 0({ trú á það j{óða í tilverunni. 0({ hún bætir því við, að þegar amm- an, hún Guðríður, hefði horfið héðan úr heimi, hefði allt lífið orð- ið snauðara. Þrátt fyrir fátækt af veraldle({um ({æðum, var móðir hins látna auðu({ af ({uðstrú ö({ sálrænum styrk, sem svo marna skortir tilfinnanlena nú á dönum. Lífið fór ómjúkum höndum um Gunnar snemma á ævi. Hann veiktist hastarle({a af tæringu á þrítu|{saldri. Berklarnir felldu hann nærri því ({jörsamlega. Hann var oftsinnis talinn af, en lífskraftur hans var ótrúle({a mik- iII, enda átti hann til harðners fólks að telja ({e({num báða kyn- liðu. Hann sa({ði eitt sinn við þann, sem þetta skrifar: „Eg komst ekki alla leið." Hann sa({ði þetta hálf-({lottandi. Málaralistin o({ músíkin áttu sterk ítök í Gunnari frá barns- aldri. Það var bullandi músík í hlóðinu á fólki hans, lífshrynjandi með sterkum kenndum. Allt frá því hann var sex ára hnokki með suðrænan eld í æðum þandi hann dopula harmonikku á dansiballi í Gimli á Stokkseyri, hefjandi þar með listferil sinn, sem linnti ekki fyrr en hann var allur. Hann hafði að vísu la({t dranspilið frá sér fyrir allmörnum árum En eitt sinn á Stokkseyrarárum greinarhöf- undar, var hann hittur að máli í húsi á Stokkseyri, o({ með honum var í þetta sinn kona hans, Guð- rún Elíasdóttir, sem er frá Hóls- húsum í Gaulverjabæ. Það var lít- ið japanskt orj{el til á heimilinu, o({ hann fékkst til þess, með sem- inj{i þó, að taka la({ið. Það var ó({leymanle({t oj{ kallaði fram myndir í hu({ann af sögulegum dansiböllum í Gimli á lokade({i vetrarvertíðar, lanjjt aftur í tím- ann. I/eiklistarlíf var í blóma á Stokkseyri á tímabili. Gunnar kom þar við sö({u. Hann málaði leiktjöldin eins ö({ ekkert væri af hujíkvæmni o({ innlifun. Hann var lítt skólaj{eniíinn, en gæddur brjóstviti oj{ hæfileikum og gat verið afar skemmtile({ur í viðræð- um, ef svo bar undir, og jafnvel hlýle({ur, ef hann vildi svo vera láta. En á ýmsan hátt var hann torskilinn o({ óútreiknanle({ mann- ({erð, með töluvert snúið lundar- far, sem að öllum líkindum hefur stafað af viðkvæmni ófullnægðrar listamannssálar. Hins vegar var hann alltaf einlæj{ur í myndtján- inj{u sinni, 0({ fáa var skemmti- lej{ra að ræða við um listræn huj{ðarefni o({ myndræn vanda- mál. Hann tók svo vel eftir öllu, er að því laut, eins og hann væri með röntjíen-aujíu. Hann tók undir- skráðum vel allan dvalartímann á Stokkseyri, mikið vel eins og sagt er á sunnlenzku, kom stundum í Roðgúl og þáði kaffi eða te og jafnvel sterkara, en afar sjaldan það síðargreinda. Hann hafði vissan stíl, sem minnti á suðræna tilburði. Til að mynda var handbragð hans óvenju fínlegt í myndgerð hans og það kom fram á fleiri sviðum. Hann virtist hafa læknishendur. Eitt sinn kom ritsmíðarhöfundur til hans með beinskorinn fingur — Ijótt sár, sem Gunnar gerði að á sinn hátt. Það var skemmtilegt að fylgjast með því og læknisfræði- legum orðræðum hans, sem minnti einna helzt á sagnir af Natan Ketilssyni, langafa Péturs heitins læknis á Akureyri. Og til gamans má geta þess, að Bjarni heitinn Guðmundsson, sem lengi var á Patreksfirði og á Selfossi, sá annálaði læknir og græðari, faðir Guðmundar Bjarnasonar þess listfenga skurðlæknis, og Gunnar listamaður á Stokkseyri voru þre- menningar að frændsemi. Eitt sinn sagði Gunnar, að sig hefði alltaf langað til að verða læknir og trúlega skurðlæknir. Og það er dálítið skrýtið, að af ýms- um er talinn vera skyldleiki með tónlistarskyni og skurðlæknis- hæfileika — eða svo viðurkenndi einn slyngasti skurðlæknirinn í Reykjavík, þýzkmenntaður, og var lengi yfirlæknir við Lufthansa- hospital í Þýzkaralandi og mikils metinn þar í landi. Og þetta atvik með fingurmeinið er minnisstætt fyrir þá sök, að þá Gunnar fór höndum um fingurinn, var það áþekkast því að hann væri að finna réttan takt og tóna í lagi. Það var eins og hljóðfæraleikur. Það var stundum skemmtilegt á Stokkseyrinni hér á árunum. Þriðji kúnstmálarinn bættist fljótlega í hópinn, hann Elfar, sem er orðinn staðarhaldari og þúsundþjala- smiður skólans þar í plássinu, já- kvæður maður með líforku af ströndinni. Hann er vaxandi mál- ari. Það var gaman þá þremenn- ingar hittust og báru saman bæk- ur sínar og skoðuðu hver hjá öðr- um. Það voru einhver óskráð lög, sem giltu, og á vissan hátt mikil- vægar stundir fyrr alla. Eitt sinn kom það til tals, að þeir kollegar þrír tækju sig til og sýndu saman í hlöðunni í Roðgúl. Það getur ekki orðið af því nú, en ef hinir tveir, sem eftir lifa, geta einhvern tíma látið verða af því að hengja upp verk sín í hlöðunni gömlu á vegg- ina, sem eru hlaðnir úr brimgrjót- inu af ströndinni, þá verður ör- ugglega veglegasta plássið ætlað Gunnari Gestssyni í Aðalsteini. Það var slæmt að heyra andlát Gunnars málara, þá maður var nýkominn úr langri utanlands- reisu. Og það var töluvert tóm- legra að koma til Stokkseyrar á sunnudaginn, er var, þrátt fyrir blíðuna, eldsnemma um morgun- inn. Mynd var gerð beint niður af Kumbaravogi í fjörunni, þar sem sér yfir lónin og skerin, böðuð í glampandi sól, og hafgolan að sunnan, sunnan, hreinsaði hug- ann. Var Gunnars þá minnzt, og myndin tileinkuð honum og hans glöðu litum. Eitt sinn var Gunner 3purður að því, af hverju hann spennti lita- skalann svo oft í myndum sínum, og hann svaraði því til, að e.t.v. væri birta og gleði í málverkinu hjá sér, af því að hann hefði lifað svo svarta ævi. Og hann bætti svo við eitthvað á þessa leið, að hann lifði öðru lífi í myndunum sínum — lífi, sem hann hefði alltaf þráð. Að Ilæðardragi, Gólanhæðum II, 12. VII 1982. stgr Minning: Sumarliði Sigmunds- son Borgarnesi Kæddur 26. október 1904 I)áinn 9. júli 1982 j dag fer fram frá Borgarnes- kirkju útför Sumarliða Sigmunds- sonar. Hann andaðist föstudaginn 9. júlí sl. á sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir margra ára heilsuleysi. Sumarliði var fæddur í Gróf í Reykholtsdal í Borgarfjarðar- sýslu, 26. október 1904, yngstur níu barna hjónanna Valgerðar Gísladóttur og Sigmundar Þor- steinssonar, bónda þar. Hin systk- inin sem látin eru, voru: Sólborg, sem lést 16. maí sl., var hún gift Gísla Jónssyni, bónda á Helga- stöðum í Hraunhreppi. Þorsteinn bóndi í Gróf, Guðrún sem var bústýra hjá Þorsteini bróður sín- um, Gísli sem átti heima í Brús- holti í Flókadal og Hjörtur sem var lengi starfsmaður í Reykholti. Þau Grófarsystkini, sem eftir lifa eru: Jónína átti lengst af heima í Brúsholti, flutti árið 1960 í Borg- arnes til Sumarliða bróður síns, Aldís átti heima í Deildartungu, þar til hún flutti í Borgarnes. Eru þær systun báðar vistkonur á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi, og Einar bóndi í Gróf, kvæntur Jóneyju Jónsdóttur frá Kópareykjum. Auk þess er fóst- ursystir, Helga Ásgrímsdóttir, ekkja Halldórs Magnússonar á Akranesi. Öll héldu þau systkin mikla tryggð við átthaga sína og held ég að í huga þeirra sé Reykhoitsdal- urinn fegursti og besti dalur þessa lands. Sumarliði var vinnumaður í Deildartungu í mörg ár hjá Jóni Hannessyni og Sigurbjörgu Björnsdóttur. Einnig var hann vinnumaður hjá Jóhannesi Er- lendssyni og Jórunni Kristleifs- dóttur á Sturlureykjum, og i Reykholti var hann hjá séra Ein- ari Pálssyni. Mat hann þessa hús- bændur sína ætíð mikils. Á þess- um heimilum var mjög mann- margt, mikið af ungu og glöðu fólki. Átti það vel við Sumarliða, sem var glaðvær maður, hnittinn og ekki alveg laus við stríðni. Þegar Sumarliði var ungur maður voru íþróttamót ung- mennafélaganna haldin á Hvít- árbökkum. Keppti hann þá í sundi í Norðurá. Hygg ég að okkur, sem vön erum vel upphituðum sund- laugum brygði við að koma út í kalda bergvátnsána, en þeir létu kuldann ekki aftra sér, ungu mennirnir á þeim tímum. Margar sögur sagði Sumarliði mér af ferðum sinum ofan úr Reykholtsdal niður í Borgarnes eða jafnvel út á Akranes, oftast gangandi með hestalest eða hest- vagna. Ekki voru þessar ferðir alltaf hættulausar, meðan ár voru flestar óbrúaðar. 6. nóvember 1931 steig Sumar- liði eitt mesta gæfuspor lífs síns, er hann kvæntist frænku sinni Guðríði, dóttur Halldórs Þórðar- sonar bónda og Guðnýjar Þor- steinsdóttur á Kjalvararstöðum. Var Guðný systir Sigmundar föð- ur Sumarliða. Hjónaband þeirra Guðríðar og Sumarliða var mjög farsælt. Vorið 1932 taka ungu hjónin á leigu jörðina Bjarg i Borgarnesi og búa þar til ársins 1939 er þau flytja í nýbyggt hús sitt, er þau nefndu Litla-Bjarg, og stendur við Borgarbraut í Borgarnesi. Þau Guðríður og Sumarliði eignuðust tvo syni: Sigfús, fulltrúa í Sparisjóði Mýrasýslu, kvæntur undirritaðri, og Gísla, deildar- stjóra hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, sem kvæntur er Elsu Fríðu Arnbergsdóttur. Áður átti Guðríð- ur dreng, Aðalstein Björnsson, bifreiðastjóra, hann er kvæntur Margréti Kristínu Helgadóttur. Reynist Sumarliði honum alla tíð sem sínum eigin syni og var kær- leikur þeirra gagnkvæmur. Barna- börnin eru átta og barnabarna- börnin tólf. Eftir að Guðríður og Sumarliði flytja í Borgarnes, vann hann hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á meðan heilsa hans leyfði. Þar sem ann- arstaðar sýndi hann samvisku- semi og trúmennsku. Er mér óhætt að fullyrða að hann hefur aldrei mætt of seint til vinnu. Jafnframt vinnu sinni stundaði Sumarliði búskap, átti alltaf nokkrar kindur, enda var hann mikill dýravinur. Eftir að hann hætti að geta annast um kindurn- ar sínar sjálfur, kom hann þeim fyrir hjá systursyni sínum, Frið- jóni Gíslasyni á Helgustöðum, sem hann treysti öðrum fremur fyrir þeim. Á heimili þeirra Guðríðar og Sumarliða var ætíð mjög gest- kvæmt, enda voru þau bæði frændmörg og vinmörg, öllum tek- ið opnum örmum, hvort heldur var til lengri eða skemmri dvalar. Árið 1947 veiktist Suamrliði af berklum og var næstu þrjú ár á Vífilstaða- og Kristneshæli. Gekkst hann undir mikla lungna- aðgerð 1948. Frá þessum tíma má heita að hann gengi ekki heill til skógar, en allt þetta bar hann með stakri þolinmæði og alltaf var grunnt á gamanseminni. Við sem umgengumst hann gleymdum allt of oft, að hann, þessi stóri síglaði maður var oftast meira og minna sjúkur. Ég man vel þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna. Guðríður tók á móti mér hlý og elskuleg, en það var eins og Sumarliði þyrfti að kynnast mér aðeins betur áður en hann sætti sig við mig. En það tók ekki langan tíma og við urðum brátt mestu mátar. Alltaf eftir þennan fyrsta fund þótti mér gott að koma til hans. Hann var fróður og minnugur, kunni margar skemmtilegar sögur og vísur og ekki voru frumsömdu vísurnar hans sístar. Hann elskaði börn. Marga ferð fóru barnabörnin með afa út á tún og í fjárhsin og kenndi hann þeim að umgangast dýrin. Sl. haust seldu þau Guðríður og Sumarliði hús sitt og fóru á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Síðustu árin þurfti Sumarliði oft að leggjst inn á sjúkrahús. Við, aðstandendur hans, þökkum Guð- mundi Árnasyni, yfirlækni og hans ágæta samstarfsfólki á lyf- lækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness, fyrir þá góðu umönnun er hann naut þar. Nú er Sumarliði laus úr sínum hrjáða líkama. Ég minnist með þökk álls þess góða er hann sýndi mér, börnum mínum og barnabörnum. Ég bið góðan guð að styrkja og hugga tengdamóður mína, syni hennar og aðra ástvini. Blessuð sé minning Sumarliða Sigmundssonar. Rauði kross íslands býöur öllum börnum sem tóku þátt í teiknimynda- samkeppni Rauöa kross islands á ári aldraöa og foreldrum þeirra aö vera viöstödd opnun sýningar á Kjarvalsstööum. Þar veröa m.a. sýndar þær teikn- ingar sem hlutu viöurkenningu. Sýningin hefst kl. 15.00 laugárdaginn 17. júlí og veröur opin til sunnu- dags 8. ágúst. Rauði kross íslands. Lögfræöiskrifstofa Hef flutt lögfræöiskrifstofu mína frá Vesturgötu 17 aö Óðinsgötu 4, 3. hæö. Nýtt símanúmer er 19080 og nýtt póstfang er pósthólf 568, 121 Reykjavík. Þórður S. Gunnarsson hdl. Helga Guðmars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.