Morgunblaðið - 16.07.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 16.07.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 25 Minning: Þóra Haraldsdóttir Þóra var fædd í Bakarabrekk- unni í Reykjavík (Torfuhúsinu, sem veit að Bankastraeti) 24. apríl 1925, dóttir Haraldar Þórðarsonar stýrimanns og Astríðar Einars- dóttur. Foreldrar hennar slitu samvistum og ólst hún upp með móður sinni sem lifir dóttur sína og stjúpföður, Jóni Axel Péturs- syni síðast bankastjóra. Þrjú yngri hálfsystkin hennar eru öll á lífi. 19. ágúst 1945 giftist Þóra Guð- mundi Jónssyni óperusöngvara. Varð þeim þriggja barna auðið, en þau eru: Astríður, Þorvarður Jón og Halldóra, öll uppkomin og mesta atgervisfólk. Fátt eða ekkert er manni jafn mikilvægt á brautum lífsins sem kynni og vinátta við gott og traust fólk. Slíkt veitir jafnvægi og ró- semi í stormum tímans og nauð- synlega trú á mennina. Það er mikil og ómetanleg gæfa að hafa átt langa samleið með þeim Þóru Haraldsdóttur og Guðmundi Jónssyni. Þóra var framúrskarandi glæsi- leg, tápmikil og vel gefin kona til munns og handa, hreinskiptin og vinföst, frábær húsmóðir í öllum greinum. Hún vakti yfir velferð manns síns, heimilis og allrar fjöl- skyldu með óbrigðulli árvekni. Sambúð þeirra Þóru og Guðmund- ar og gagnkvæmur skilningur var til mikillar fyrirmyndar. Þau voru samhentir gestgjafar og allra manna glöðust og elskulegust á góðri stundu. Höfum við hjón átt ótaldar yndisstundir undir þaki þeirra. Nágrenni og langt sam- starf með Guðmundi batt okkur traustum vináttuböndum. En ský dró fyrir hamingjusól þeirra Þóru og Guðmundar, er hún kenndi fyrir nokkrum árum þess meins, sem varð henni að aldurtila eftir langa og hetjulega baráttu. Þóra var kona sem ógjarna lét bugast af ytri aðstæðum og furðu lengi barðist hún við sjúkdóm sinn og hélt fullri reisn, svo að ókunn- ugir vissu lítt af honum. Hún háði sitt varnarstríð, en um sigur yfir þeim óvini var ekki að ræða. Loks kom lausnarstundin mikla sunnu- dagskvöldið 11. júlí. Þóra stóð ekki ein í baráttunni. Eiginmaður hennar, börn og aðrir ástvinir lögðu sig fram um að gera henni lífið svo léttbært sem kring- umstæður leyfðu. Það hefur verið sagt með réttu um Guðmund Jónsson, vin minn, að hann hafi aldrei brugðist í neinu þeirra stóru hlutverka, sem honum hafa verið gefin. Hann brást ekki heldur í þessu þyngsta hlutverki sem lífið hefur fært hon- um. Hann var sá varnarmúr sem allt braut á uns yfir lauk. Það er sorglegra en tárum taki, að sjá fólk í blóma aldurs visna og fölna án þess að geta rönd við reist, og þá verður sjálfur dauðinn að lokum velkominn gestur og hvíldin, sem hann veitir, dýrmæt náðargjöf. Við hjónin kveðjum Þóru með djúpum söknuði og þakklæti. Minningin um góðan vin fylgir okkur á leiðarenda og sólbjartir liðnir dagar og gleðistundir ylja okkur. Við þökkum öll okkar kynni og biðjum henni eilífrar blessun- ar. Náð Guðs vaki yfir eiginmanni hennar og ástvinum. Andrés Björnsson I dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, útför frú Þóru Har- aldsdóttur, er bjó að Hagamel 44 hér í borg. Þóra var fædd í Reykjavík, þann 24. apríl 1925, dóttir Haralds Þórð- arsonar, skipstjóra og Ástríðar Einarsdóttur, sem nú öldruð ekkja verður fyrir þeirri lífsreynslu að sjá dóttur sína hverfa frá þessu okkar hérvistarlífi, svo allt of fljótt. Ekki er það ætlun mín að skrifa langa grein um lífshlaup Þóru til Ragnar Steinar Reynisson - Minning Fæddur 2. júlí 1955 Dáinn 9. júlí 1982 í dag, föstudaginn 16. júlí er mágur minn, Ragnar S. Reynis- son, sonur Reynis Halldórssonar og Jónu Jónsdóttur sem var kennd við Skjaldartröð, lagður til hinstu hvíldar. Raggi var fæddur á Akranesi, en flytur 9 ára vestur að Skjald- artröð í Breiðavíkurhreppi með foreldrum sínum og er í foreldra- húsum til ársins 1972, er hann hóf búskap með systur minni, Fanney Rut Guðmundsdóttur, á Hellis- sandi. Árið 1975 giftu þau sig. Þau eiga 3 börn, Arnar Þór 9 ára; fædd’ur 10. júlí 1973, Lindu Dögg 5 ára; fædd 7. apríl 1977 og Guð- mund Annel 1 árs; fæddur 22. maí 1981. Árið 1978 flytjast þau hingað til Akraness. 1. des 1977 missti Ragnar föður sinn og tók hann föðurmissinn nærri sér. Raggi starfaði mest við sjóinn, mest með mági sínum Össa, einnig Nonna á Hamri SH. Eftir að þau komu hingað byrjaði hann hjá Einari á Árna Sigurði og má segja að hann hafi verið seldur með þeg- ar hann var seldur, því hann var með Jonna á Sigurfara fram að síðustu áramótum er hann fór yfir á Bjarna Ólafsson og hafði nú tek- ið sér frí einn túr til að fara með konu sinni og börnum á fyrirhug- að ættarmót móðurfólks síns að Lýsuhóli í Staðarsveit. Þeir sem kynntust Ragga fengu á honum traust og mörgum fannst gott að leita til hans og Fanneyjar og var alltaf opið hús fyrir alla, allir ávallt velkomnir. Raggi hafði gott skopskyn og var góður félagi, það var alltaf okkar fyrsta verk áður en við þess brestur mig þekkingu. Mig langar aðeins að votta henni virð- ingu og þökk fyrir góð og notaleg kynni, sem hófust þegar sonur hennar og Guðmundar og dóttir okkar hjónanna stofnuðu til hjú- skapar. Það var ekki bara fyrir það hvað Þóra var fríð og gjörfileg kona sem samtíðarfólk veitti henni at- hygli, þar kom einnig til prúð- mennska og drengskapur í allri framkomu. Það skapar manni ánægju og gleði að verða þess að- njótandi að kynnast slíku fólki. Það er ekki öllum jafn létt að skapa í kring um sig gott mannlíf, en það gat Þóra í ríkum mæli. Fallegt er til þess að hugsa hversu mikla umhyggju Þóra bar fyrir velferð eiginmanns, barna og barnabarna, allt fram á síðustu stund, þrátt fyrir það erfiða stríð er hún háði við sjúkdóm sinn. Það var virðingarvert átak, þegar hún eins veik og raun bar vitni um, gat verið viðstödd þegar maður hennar vann enn einn stórsigur í leikhúsi á síð- astliðnu vori. Það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast áreiðanleika og hinni miklu vandvirkni, sem Þóra viðhafði í öllu sem hún gerði, en það er líka ánægjulegt að eiga son hennar fyrir tengdason og sjá og finna hennar miklu mannkosti í honum. Nú þegar Þóra kvödd hinstu kveðju í þessum heimi, vil ég og fjölskylda mín þakka henni góð kynni. Blessuð sé hennar minning. Eiginmanni og börnum og aðstand- endum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Guðmundur J. Kristjánsson Hún Dadda er dáin. Ég man svo vel, þegar ég sá hana fyrst. Hún var hlæjandi, ljómandi af æskuþrótti, fjöri og fegurð. Ég þekkti hana ekki þá, en mér hefur alltaf verið þessi „rnynd" af henni ofarlega í huga. Við kynntumst síðar smávegis, úti í Ameríku, en okkar góðu kynni hófust raunverulega í Vín- arborg, þegar við Skúli komum oft til Döddu, Guðmundar og barn- anna, Ástríðar, Valla og Dóru, er við vorum þar í orlofi. Vinátta okkar allra hefur síðan haldist óslitið, að vísu hefur nú fækkað um tvo í hópnum, þegar Dadda er nú líka farin. Það er vissulega margs að minnast frá mörgum góðum árum, í vesturbænum, Kópavogi og Laugardalnum. Dadda var svo sérlega mörgum góðum kostum búin. Hún var fyrirmyndar hús- móðir, bæði hvað snerti mat- reiðslu, hverskonar húshald eða handavinnu, sem hún vann af listnæmri smekkvísi, til heimilis- ins og á börnin, en fyrst og fremst var hún börnunum góður vinur og ráðgjafi og veitti þeim styrka handleiðslu, ómælda ástúð og fórnfýsi við uppeldi þeirra. Elsku- legt var að sjá, hvað fjölskyldan var alltaf ein heild. Dadda virtist eiga ótæmandi uppsprettu, til að miðla öðrum af, í sorg og gleði, réttandi hjálparhönd og gefandi, andlega og efnislega. Margir þekkja það, sem hafa ríkulega not- ið góðvildar hennar og óeigingirni. í veikindum sínum var Dadda einnig dugleg, kjarkmikil og hélt sínu broshýra viðmóti og hlýju við alla til síðasta dags. Nú er þessu lokið. — Nei, þvi er alls ekki lokið, Dadda er farin, en allt sem hún gróðursetti og hlúði að meðal okkar, samferðamanna sinna, mun halda áfram að þrosk- ast og blómstra í minningunni um hana. Ég kveð elskulega vinkonu. Kristín Snæhólm Hansen. Kveöja frá sambýlisfólki Fyrir 15 árum fluttum við með þrjá unga syni okkar í húsið nr. 44 við Hagamel, sem þá var nýbyggt. Nokkru áður höfðu þau Guðmund- ur og Þóra flutzt í húsið með börn sín þrjú. í þessu húsi hafa þessar tvær fjölskyldur búið síðan. Hér hafa börn okkar vaxið úr grasi og eru nú öll flutt úr foreldrahúsum. Þau Þóra og Guðmundur tóku okkur strax í upphafi tveim hönd- um og greiddu götu okkar þá og síðar, svo að þeim verður seint fullþakkað. Þóra veiktist fyrir nokkrum ár- um og varð að gangast undir læknisaðgerðir, en aldrei sá mað- ur henni bregða, þótt bæði honni og öðrum væri ljóst að hverju drægi. Hún hélt reisn sinni og gleði og glæsileik fram á síðasta dag. Þann morgun sat hún glöð og að því er virtist hress úti á svölum hússins í sólskininu og hafði orð á því að gullregnstréð, sem hún gróðursetti á flötinni fyrir framan húsið bæri nú blóm í fyrsta skipti. Það gleður okkur nú, að hún skyldi fá að sjá ávöxt þessara verka sinna. Gullin blóm þessa trés munu minna okkur á hana. Nú þegar Þóra er öll, viljum við sambýlisfólkið senda þakkar- kveðjur fyrir allt, sem við eigum henni upp að una, á liðnum árum. Við sendum eiginmanni hennar, móður og börnum innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu mikilhæfrar konu. Sigríóur og Guðmundur fluttum á Akranes, að fara á Garðabrautina til Ragga og Fann- eyjar. Og við höfum haldið því áfram í tíma og ótíma og alltaf var jafn glaðvært að koma þar. Núna þegar ég skrifa þetta rifjast upp hið fornkveðna: að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ótrúlegt að aðeins 27 ára að aldri skuli Raggi vera kallaður burtu frá eig- inkonu og 3 börnum. Fanney, ég veit að sorgin er mikil, en það er von mín og vissa að Raggi finni fljótt vini á æðri stöðum. Við Kolla vottum þér Fanney mín og börnum ykkar, okkar inni- legustu samúðarkveðjur við svo sviplegan missi ástríks eigin- manns og elskulegs föður. Jónu og systkinum vottum við innilega samúð við missi svo elskulegs sonar og bróður. Guð og gæfan fylgi ykkur og leiði inn á bjartan veg framtíðar- innar. KRE — KS og börn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.