Morgunblaðið - 16.07.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 16.07.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 + Eiginkona mín, móöir og dóttir, ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR Stórahjalla 37, Kópavogi, lést i Landspítalanum 15. júlí. Eggert Guðmundsson, Mélfríöur Snjólfsdóttir, og börn. + Faöir okkar og tengdafaöir, JÓN JÓNSSON, listmélari, Njélsgötu 8b, andaöist i Landspítalanum miövikudaginn 14. júlí, Jón Friörik Jónsson, Þórey Eiríksdóttir, Guðlaugur Jónsson, Katrín Siguröardóttir. + • Feögarnir SIGURDUR GUDMUNDSSON °g GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Kolsstöðum, Hvítérsíöu, í veröa jarösungnir frá Gilsbakkakirkju, laugardaginn 17. júlí kl. 14 00 Ingigeröur Benediktsdóttir, börn og tengdabörn. t Utför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, fré Melgeröi, I fer fram frá Hvammstangakirkju laugardaginn 17. júlí, kl. 2. e.h. Vandamenn. + Utför GÍSLA SIGURÐSSONAR, fyrrum bónda aö Miöhúsum í Garöi, Bergþórugötu 23, Reykjavík, fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 16. þ.m., kl. 2. Sigrún Ásgeirsdóttir og börn hins létna. + Öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samhygö í veikindum og viö andlát og jaröarför ÞURÍÐAR ÁRNADÓTTUR, éöur húsfreyju, é Gunnarsstööum, Þístilfiröi, þökkum viö af alhug. Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólki Heilsugæslustöövarinnar á Þórshöfn. Guö blessi ykkur öll. + Alúöarþakkir og kveöjur til allra þeirra er minntust móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar, ÁSTHILDAR JÓSEFSDÓTTUR BERNHÖFT, meö hlýjum hug, viö andlát hennar og útför. Nanna Jakobsdóttir, Sveinbjörn Jakobsson, Hildur Sveínbjörnsdóttir, Sindri Sveinbjörnsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson. + Þakka af einlægni þá miklu samúö, hlýju og vináttu sem mér hefur veriö sýnd viö andlát og útför móöur minnar, ALDÍ8AR JÓNSDÓTTUR, tónmenntakennara. Sérstakar þakkir vil ég færa prestshjónunum á Útskálum í Garöi, einnig læknum og hjúkrunarliöi Landspítalans, deild 21A fyrir góöa umönnun og hjúkrun. Gísli Jón Þóröaraon. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, BJARNA LÚÐVÍKSSONAR. Laufey Arnórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Bjarni Össur Jóns- son - Minningarorð Móðurbróðir minn, Bjarni Öss- ur Jónasson lézt á Landspítalan- um, að kvöldi hins 8. júlí sl., 82 ára gamall. Hann var þá búinn að litíKja þar í tæpar 2 vikur, kom þantíað nokkuð þungt haldinn, var á góðum batavegi, og ég bjóst við að hann kæmist heim. Hann var kátur og hress að vanda þar til yfir lauk, en það voru einkenni hans, left lund og gamansemi, ásamt mikilli bjartsýni á lífið og tilveruna. Það er gott að vera bú- inn slíkum skapháttum í okkar erfiða heimi. Bjarni Össur fæddist að Bakka í Hnífsdal aldamótaárið, þann 8. marz. Foreidrar hans voru merkishjónin Guðný Jónsdóttir og Jónas Þorvarðarson, útvegsbóndi þar. Foreldrar Guðnýjar voru Helga Bjarnadóttir og Jón Bjarna- son, bóndi og sjómaður frá Dýra- firði. Börn þeirra Helgu og Jóns voru fjórtán talsins, en tvö dóu í æsku. Foreldrar Jónasar voru Elísabet Kjartansdóttir og Þor- varður Sigurðsson, bóndi á Bakka, en bæði voru þau fædd í Hnífsdal, Elísabet á Hrauni. Þau eignuðust 7 börn, einn son misstu þau upp- kominn, en hin börnin bjuggu í Hnífsdal og settu mikinn svip á allt athafnalíf þar, hvort heldur var við bústörf, verzlun eða út- gerð. Frá þessu fólki er komin mikill og stór ættbogi. Guðný og Jónas eignuðust sjö börn, en tvö misstu þau á bezta aldri, bæði ógift. Þau hétu: Krist- jana, sem andaðist 1918 í foreldra- húsum og Jónas, en hann stundaði verzlunarstörf í Hafnarfirði, mjög efnilegur maður og vel gerður. Hann andaðist þar árið 1935. Þau sem upp komust , voru Elísabet, húsmæðrakennari, giftist síðar Aðalsteini Pálssyni, skipstjóra frá Hnífsdal. Þau eru bæð látin. Helga, lærði kennslufræði, giftist Bjama Snæbjömssyni, lækni í Hafnarfirði, sem nú er látinn, Björg, tannsmiður í Hafnarfirði, yngst var Guðný, lærð hjúkrun- arkona, giftist Eliasi Ingimars- syni, fiskimatsmanni frá Hnífs- dal, sem nú er látinn. RannveigÞórarins- dóttir og Œafur Agústs- son - Hjónaminning I dag er til moldar borin hér á Akureyri, Rannveig Þórarinsdótt- ir, ekkja eftir Ólaf Agústsson hús- gagnasmíðameistara sem lést 21. desember 1976. Rannveig og Ólafur voru svo nátengd æskuárum mínum á Oddeyri að ávallt koma þau bæði upp í hugann þegar ég hugsa til þeirra tíma. Því finnst mér við hæfi að ég minnist þeirra beggja samtímis, þótt síðbúin séu minn- ingarorðin um hann. Ég og Ágúst, yngri sonur þeirra, vorum æskuvinir, jafnaldrar og mjög samrýmdir um tíma og þau kynni leiddu til mikillar tryggðar þeirra hjóna við mig sem m.a. kom fram í því að á erfiðri stundu í lífi mínu sýndu þau mér slíka vin- semd að ég fæ aldrei gleymt. Á þessum lífsglöðu og áhyggju- lausu æskuárum var aldeilis ekki verið að velta fyrir sér eðliseigin- leikum þess fólks sem mest sam- neyti var haft við. Mér nægði að hafa það á tilfinningunni að ég var gestur hjá góðu fólki þegar ég var að drekka kakó eða mjólk, ásamt meðlæti, með Gústa vini mínum í eldhúsinu hjá móður hans, einu sinni sem oftar. Það var því löngu seinna sem ég gerði mér grein fyrir hvað þau Rann- veig og Ólafur voru raunar ólík að skapferli. Hann var glaðvær, brosmildur og opinskár; hún dul að eðlisfari og fremur alvörugefin. Ég gæti ímyndað mér að ókunnug- um hafi þótt hún formföst í við- móti og seintekin, en það mun hafa verið kynfylgja ættar henn- ar. En tæki Rannveig tryggð við einhverja manneskju, stóð hún til æviloka. En þrátt fyrir ólíkt skapferli áttu þessi bráðmyndarlegu hjón vel saman sem best sést á því að í hjónabandi voru þau i 60 ár, og milli þeirra ríkti kærleikur, sam- heldni og virðing til hinstu stund- ar. I raun og veru verður ekki ann- að sagt en að þau hafi verið láns- manneskjur í öllu lífi sínu og starfi þótt sorgin heimsækti þau eftir að eldri sonurinn, Þórarinn, lést í blóma lífsins. Rannveig Þórarinsdóttir var fædd að Æsustöðum í Eyjafirði 28. júlí 1891 og var því nærri 91 árs að aldri þegar hún lést. For- eldrar hennar voru Þórarinn Jón- as Jónasson, sonur Sigluvíkur- Jónasar, og Ólöf Þorsteinsdóttir hreppstjóra að Öxnafelli, Einars- sonar prests í Saurbæ í Eyjafirði, Thorlacius. Þórarinn og Ólöf eign- uðust 10 börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri og þau voru bræð- urnir Jón Þór málari, Jónas Þór verksmiðjnstjóri, Þorsteinn Thorlacius bóksali og síðast prentsmiðjustjóri og Vilhjálmur Þór síðast bankastjóri sem var yngstur systkinanna. Systurnar voru tvær: Rannveig sem hér um ræðir og Margrét sem giftist Agli Jóhannssyni skipstjóra. Bræðurn- ir urðu allir þjóðkunnir menn hver t Innílegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns mlns, sonar, fööur, bróður, afa og langafa.a. EIÐS ÓTTÓS BJARNASONAR verkatjöra, Eakihlíö 8a. Sérstakar þakkir faerum viö laeknum og starfsfólki á gjörgaeslu- deild Borgarspitalans, fyrlr alla alúö og umönnun. Einnig færum viö Kristínu og Einari, Eskihlíö 8a, þakklr fyrir mikilsveröa hjálp. Soffía Sigurjónadóttir, Sigríóur Ottóadóttir, Hafdía Béra Eiöadóttir, Jakob Friöþóraaon, Höröur Eiöaaon, Kolbrún Ólafadóttir, Óttó Eiöur Eióaaon, Birna Theodóradóttir, Sigríöur Björg Eiðadóttir, Sturla Birgiaaon, Sigurjón Eiöaaon, Bjarni Eiöaaon, Auöur Eiðsdóttir, Jón Helgí Eióason, Kristinn Eiósson, Garðar Bjarnason, Bjarni S. Bjarnason, Jóhanna Magnúsdóttir, Ragnhildur Arnadóttir, Höröur Níelsson, Sigurást A. Baldursdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Jóhanna Júlfusdóttir, Jóna Ingólfsdóttir. Heimilið á Bakka var mikið myndar- og rausnarheimili þegar Bjarni var að alast upp. Börnin voru öll sett til mennta. Bjarni lærði verzlunarfræði, fyrst hér heima en sigldi síðar til Englands til frekara náms. Var hann síðan aðstoðarmaður föður síns við margháttuð störf í Hnífsdal, en Jónas vann að útgerð, verzlun og bústörfum, hafði mikið umleikis, á sínu sviði. Nú hafa öll þessi gerðarlegu systkini safnast til ferða sinna. Rannveigu þótti afar vænt um systkini sín og mér er kunnugt um hve illa hún þoldi köpuryrði í þeirra garð, t.d. um Vilhjálm Þór sem var mikill athafna- og fjár- málamaður og oft stóð styrr um eins og verða vill um slíka menn. Hún var og frændrækin með af- brigðum þegar hún kom því við. Olafur Ágústsson var fæddur hér á Oddeyri 8. sept. 1891 en lést 21. des. 1976, svo sem fyrr er frá sagt, rúmlega 85 ára að aldri. Hann var einbirni foreldra sinna, Salvarar Níelsdóttur og Ágústs Jónssonar sem bæði voru ættuð héðan úr Eyjafirði. Ungur að ár- um lærði Olafur Ágústsson hús- gagnasmíði hjá Karli Hanssyni sem rak verkstæði hér í bæ um tíma. Svo að segja strax að námi loknu stofnaði Ólafur til eigin smíðareksturs, fyrst í smáum stíl að Grundargötu 6, en færði síðan út kvíarnar með verkstæðisbygg- ingunni að Grundargötu 1. Jafn- framt byggði hann stórhýsið að Strandgötu 33. Þetta var árið 1924 og mikið í ráðist hjá ungum manninum. En þetta var upphafið að hinni landskunnu húsgagna- og innréttingasmíði Ólafs Agústs- sonar sem stóð um áratugi. Handaverk verkstæðis hans sjást enn í ýmsum stórbyggingum Ak- ureyrar og nágrannabæja, t.d. Siglufirði. Óg nefnt gæti ég menn í Reykjavík sem hvergi vildu kaupa húsgögn nema frá Ólafi. Slíkur var orðstír hans. Ég er ekki í minnsta vafa um að Ólafi Ág- ústssyni verður helgaður kafli í iðnaðarsögu Akureyrar, svo merk- ur var ferill hans í handverkinu. T.d. útskrifaði hann 31 smíðanema sem allir eru úrvals smiðir og kunnir af iðn sinni. Ólafur og Rannveig giftust 1. júlí 1916. Þau eignuðust tvo syni, þórarin og Ágúst. — Þórarinn lést fyrir aldur fram, aðeins 24 ára. Fráfall hans var mikið harmsefni foreldrum og öðrum ástvinum og það sár greri aldrei til fulls. Þór- arinn átti unnustu, Bjargeyju Pét- ursdóttur. Ólafur og Rannveig reyndust henni sem foreldrar eftir sonarmissinn. Bargey lést svo 15 árum eftir lát unnustans og þau hjón treguðu hana mjög. Ágúst, yngri sonurinn, lærði húsgagnasmíði af föður sínum, vann lengi á verkstæði þeirra feðga, en kennir nú iðn sína í Iðnskólanum á Akureyri. Þar er áreiðanlega réttur maður á rétt- um stað. Hann kvæntist Lilju Sig- urðardóttur, ættaðri úr Skaga- firði. Þau eiga fjögur mannvænleg og myndarleg börn, Rannveigu, Ólaf, Þórarin og Ingi Sigríði sem öll hafa stofnað heimili og eignast börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.