Morgunblaðið - 16.07.1982, Page 28

Morgunblaðið - 16.07.1982, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 28 Sinn fyrsta opinbera leik lék Zoff með Udinese 24. september 1961, og segist hann hafa verið 78 kíló að þyngd allar götur síðan. Á því má sjá að ekki hefur hann setið aðgerðarlaus í öll þessi ár, og hér má sjá kappann á einni af fjölmörgum æfingum sínum. ER Á HÁTINDI FERILS SÍNS FERTUGUR DINO Zoff á hátindi ferils síns. Hér hampar hann heimsmeistarastyttunni, eftir að hafa leitt ítala til sigurs yfir Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleik HM á sunnudaginn. Zoff hefur nú leikið 106 landsleiki fyrir Ítaiíu og segist tilbúinn að leika með liðinu í HM eftir fjögur ár. Eitthvað mikið má gerast ef hann slær ekki fljótlega landsleikjamet Svíans Björn Nordquist, sem er 115 leikir. Tottenham hefur áhuga á Giresse Eins og kunnugt er, seldi enska félagið Tottenham, argentínska knattspyrnumanninn Osvaldo Ardil- es nýlega til París st. Germain í Frakklandi. Fékk félagið fyrir kapp- ann upphæð sem svarar til 11,2 millj- óna króna íslenskra. Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham, er nú þegar kominn á stúfana í leit að manni í stað Ardiles, og telur hann sig hafa fundið þann rétta. Er það Alain Giresse, litli Frakk- inn, sem stóð sig mjög vel í HM á Spáni. Hann leikur með Bordeaux í heimalandi sínu og bíða menn nú spenntir, hver viðbrögð liðs hans verða. Hann hefur sjálfur lýst því yfir, að hann hafi áhuga á að leika á Englandi. Fram-dagurinn Sunnudaginn 18. júlí nk. mun Knattspyrnufélagið FRAM halda sinn árlega FRAM-dag, á félags- svæði sínu við Safamýri. Dagskrá FRAM-dagsins mun fara fram með hefðbundnu sniði. Spiluð verður knattspyrna frá kL 12.30—17.30, og er þar á meðal leik- ur Oldboys í knattspyrnu og hrað- mót yngstu knattspyrnumanna fé- lagsins. FRAM-konur munu sjá um kaffi- veitingar sem verða í Félagsheimil- inu frá kl. 14.00. Ákveðið hefur verið að hefja fram- kvæmdir á 2. áfanga félagsheimilis- ins, og að lokinni verðlaunaafhend- ingu í hraðmóti 6. flokks, mun for- maður félagsins ásamt 2 drengjum úr 6. flokki félagsins taka fyrstu skóflustunguna. Aætlað er að það verði um kl. 15.15. Dagskrá FRAM-dagsins: GRASVÖLLUR - KNATTSPYRNA kl. 12.30 6. n. hraðmót: Fram A — Fram B Fylkir — Stjarnan kl. 12.55 5 fl. B: Fram — Valur kl. 13.40 6. fl. hraómót: Fram A — Stjarnan Fram B — Fylkir kl. 14.05 5. n. A: Fram — Valur kl. 14.50 6. fl. hradmót: Fram B — Stjarnan Fram A — Fylkir kl. 15.30 Oldboys: Fram - KK kl. 16.30 4. n.: Kram - IR Hinar rómuðu kaffiveitingar FRAM-kvenna verða á boðstólum frá kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.