Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. ágúst - Bls. 29-52 LjÓMmyndir H(> þjóðhöfðingjar í Brattahlíð Bins og kunnugt er af frétt- um, heimsótti forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadótt- ir, Grænlendinga í síðustu viku til að vera viðstödd há- tíðahöld vegna 1.000 ára af- mælis landtöku Eiríks rauða á Grænlandi. Auk Vigdísar var Margrét Danadrottn- ing, Henrik prins og krón- prinsarnir, Jóakim og Frið- rik, Ólafur Noregskonungur og Sonja krónprinsessa, Ed Schreyer, landstjóri Kanada, og Pauli Elleffsen, lögmaður Færeyja, viðstödd hátíða- höldin ásamt fjölmörgum gestum. Einn hluti heimsóknar- innar var ferð til Bratta- hlíðar þar sem Eiríkur rauði reisti bæ sinn. MikiII fjöldi manns fylgdist með komu þjóðhöfðingjanna til Brattahlíðar, margir klædd- ir þjóðbúningum sínum og héldu á fánum frá Dan- mörku, íslandi, Noregi, Færeyjum og Kanada. Á meðfylgjandi myndum má sjá Vigdísi Finnboga- dóttur og Ólaf Noregskon- ung á hafnarbakkanum í Brattahlíð og grænlenzkar konur klæddar þjóðbúningi sínum. Sjá fleiri litmyndir og frásögn í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.