Morgunblaðið - 11.08.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.08.1982, Qupperneq 14
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Klaufaskap- ur kostaði efeta sætið í .síAustu viku lauk í Kaup- mannahöfn alþjóðlegu skák- móti þar sem undirritaður tefldi fyrir íslands hönd. I>ótt fjórir alþjóðameistarar og einn FII)E-meistari hafi verið með- al þátttakenda varð mótið samt veikara en aðstandendur þess höfðu gert ráð fyrir. Sov- ézki stórmeistarinn Mikh- ailchisin sendi t.d. afboð dag- inn áður en mótið hófst vegna þess, að hann hafði fengið botnlangakast. l>að var skákfélag verka- manna í Kaupmannahöfn sem stóð fyrir mótinu í tilefni af því, að einn af meistaraflokks- mönnum félagsins og núver- andi formaður þess, Kigil Jo- hansen, hefur í ár teflt skák í hálfa öld. Skák Margeir Pétursson Eigil er því ekkert unglamb lengur, en var samt aðaldrif- fjöðrin í mótshaldinu og fylgdist auðvitað vel með hverri umferð. „Eg vil ekki hafa nein stórmeist- arajafntefli í afmælismótinu mínu strákar," sagði hann jafn- an þegar honum fannst dönsku þátttakendurnir vera of friðsam- ir, en það voru þeir óneitanlega. Eg fékk óskabyrjun er ég lagði sovézka alþjóðameistarann Kozlov að velli í fyrstu umferð með svörtu, en strax í næstu um- ferð á eftir slapp ég með skrekk- inn eftir að hafa átt gjörtapað tafl gegn Fries-Nielsen. Síðan gerði ég jafntefli við Brinck- Clausen og vann annan Rússa, Arsenjev. Það er vissulega óvenjulegt að gera jafntefli við heimamennina en vinna Rúss- ana, en Arsenjev þessi er hár að stigum og skilur greinilega mik- ið í skák, en á Kaupmannahafn- armótinu sá hann bókstaflega ekki neitt og gekk í gildrur í hverri skákinni á fætur annarri eftir að hafa átt góðar stöður. I fimmtu umferð vann ég Hollendinginn Van Mil í skemmtilegri skák sem hér fer á eftir, en síðan fékk ég fyrsta skellinn, er ég missti vinnings- stöðu gegn hinum öfluga Hol- lendingi Scheeren alla leið niður í tap. Heppnin gekk þó í lið með mér aftur er ég sveið þá Brönd- um og Hartung í steindauðum endatöflum í næstu tveimur um- ferðum og mér nægði því jafn- tefli við Hei í síðustu umferðinni til þess að tryggja mér efsta sæt- ið. Framan af úrslitaskákinni lék allt í lyndi, staðan var lokuð og greinilega mér hagstæð. En eftir að Hoi hafði hafnað jafnteflis- boði, missti ég þolinmæðina og hóf að tefla til vinnings. Það var fyllilega réttlætanlegt þegar tekið var tillit til stöðunnar á borðinu, en í framhaldinu mis- steig ég mig hvað eftir annað og í raun þurfti Hoi lítið að hafa fyrir vinningnum. Hann náði því af mér efsta sætinu, en hann vann þrjár síð- ustu skákir sínar og má því heita vel að sigrinum kominn, þó óneitanlega hafi hann verið heppnastur þátttakenda. Kozlov tók sig einnig á í lokin og náði mér að vinningum, en hann tefldi þó miklum mun lakar en búist hafði verið við, því fyrir nokkrum árum náði hann stór- meistaraárangri á alþjóðlegu móti. Um miðbik mótsins virtist Scheeren sigurstranglegastur, en þá tapaði hann óvænt fyrir jafntefliskóngnum Fries-Nielsen og náði sér ekki á strik eftir það. Brinck-Clausen hefur verið á meðal fremstu skákmanna Dana í 20 ár, en hefur gengið furðulega illa að afla sér alþjóðlegra titla. Að þessu sinni var hann hálfum vinningi frá árangri alþjóðlegs meistara. Hvítt: Van Mil (Hollandi) Svart: Margeir Pétursson 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. Be2l? — Rf6 4. e5 — Rg4 5. b4 Hér krossbrá mér, því skyndi- lega rann það upp fyrir mér að ég væri að tefla eitt af hættu- legustu afbrigðum enska leiksins með skiptum litum, en það kem- ur upp eftir: 1. c4 — e5 2. Rc3 — Rf6 3. Rf3 - e4 4. Rg5 - b5. Þessu er talið bezt að svara með 5. d3 og eftir nokkra yfirlegu komst ég að því að sá leikur ætti einnig vel við hér. 5. - d6! 6. e6? Hvítum yfirsást sjöundi leikur svarts. 6. — Bxe6 7. Rg5 — Dd7! 8. Rxe6 — Dxe6 9. 0-0!? Annars leikur svartur 9. — Rd4. 9. — De5 10. Bxg4 — Dxal 11. Rc3 — cxb4 12. De2! Eina leiðin til að halda hvíta taflinu gangandi. Eftir 12. Rd5 — Kd8 hefur svartur ekkert að óttast. 12. — e6 Öruggast. Ef 12. — bxc3 þá 13. Db5 — Hb8 14. Bf3 og vatnið er orðið mjög gruggugt. Að vísu virðist svartur sleppa eftir 14. — Kd8 15. Bxc6 — Dxa2 16. Bxb7 — e6, því ef 17. dxc3 þá Dd5!, en hvítur getur reynt 16. Bf3. 13. Ba3 - Dxfl+ 14. Kxfl — bxc3 15. dxc3 — Be7 16. Bf3 — 0-0 17. Db5 — Hac8 Svartur gefur peð, því í fram- haldinu verða svörtu hrókarnir miklum mun öflugri en hvíta drottningin. 18. Bxc6 — bxc6 19. Dxc6 — Hfc8 20. Dd7 — Bf8 21. Bb4 — a6 22. Ke2 — g6 23. Kd3 — Bg7! 24. Da7 — Ha8 25. Db6 — d5 26. f4 — Hc4 27. g3 — Hac8 28. Dxa6 — Bxc3 29. Bxc3 — Hxc3+ 30. Kd4 — Hxc2 31. a4 — H8c4+ 32. Ke5 — Kg7 33. Da7 — d4 34. Ke4 — H2c3 35. T5 — He3+ 36. Kf4 — exf5 37. Dd7 — He4+ 38. Kf3 — Hc2 og hvítur gafst upp. Þrátt fyrir hið klaufalega tap fyrir Hoi í síðustu umferðinni var heppnin þó stundum með mér á mótinu. í biðskákinni við Hartung hafði ég gefið upp alla von með að geta unnið skákina þegar ég fékk skyndilega hug- mynd: Svart: Margeir Pétursson Hvitt: Hartung 64. — f6+!? 65. Kxe6 — c3 66. Ha5+? Eina jafnteflisleiðin var 66. Hxa4! - Bxd5+ 67. Kxf6 - c2 68. Hal — Be4 69. Kg5 og hvítur nær að skipta upp á peðunum á kóngsvæng. 66. — Kd4 67. Kd6 — c2 68. Hc5 — Bc4! og hvítur gafst upp. TIT' tU. / 2 3 H 5- (c » T í 9 10 VÍNN NR. 1 H0I ÍPanrmor m É 1 Yz 'fz k ■ 54 / 'fz 1 6/z i 2 MAR6EIR PÉTURSS. m 0 m i 0 k < 54 / i 1 6 2-3. 3 KOZLOVCSovítr.) m 54 O m. 44 k ‘ 44 / i 1 (o 2-3. H SCHEERENOiol/U m 'k / 'fz 1 k '/ ÍO / k 1 5k H-5. 5 mHCK-ClRUSíNÚ>) FM 'lz k 'tz k lc 5 54 / / / 5/z H-5. (o Vf\N MIL (Holland;) 0 O 0 k í % % 7z / / vk é-7. T U. FRIES-NIELSENCD) k k k i k o k 7z H'/z E-?. S f\ RSEHJf ]/ CSové ír) o o 0 o O'/ 4 1 m !z ’/z 2/z M. <? gR0NDUM(Vo™) 'fz o 0 /4 0 c 5 54 54 i 'fz 2/z M 10 0 0 a o oc 5'A 54 •fz 1 i'k iO Þess vegna þarftu ÞOL á þakið ÞOL er einstök málningartegund, sem er sérhönnuð fyrir bárujárnsþök á íslandi. VEÐURHELDNI OG MV eru þeir höfuðkostir ÞOLS, sem sérstö áhersla hefur verið lögð á, vegna: • fádæmrar endingar við mikið veður- álag, svo sem slagregn, sem er sér- einkenni íslensks veðurfars, og • einstaks viðnáms gegn orkuríkum geislum sólar og þeim gífurlegu hita- sveiflum, sem bárujárnsþök verða fyrir í sólskini, snjó og frosti. Notaðu þvf ÞOL á þökin og aðra járn- klæðningu. Kynntu þér leiðbeiningar fyrir málun. Yfir 20 ára reynsla sannar gæðin. Fjölbreytt litakort fæst í næstu málningar- vöruverslun. HE1CO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.