Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 4

Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGUST 1982 Norrænu gestirnir í Vatnaskógi þeir Ole, Peter og Kim frá Danmörku, ásamt Arne og Erik frá Noregi. Norrænir KFI JM- gestir í Vatnaskógi Hópurinn, sem dvaldi í unglingaflokknum í Vatnaskógi, lagði í fjallgöngu, alla leið upp á Skarðsheiði. Settust þeir á tröppurnar svona rétt til þess að hvíla sig áður en haldið var af stað, enda sumir búnir að vera í fótknattleik fyrir hádegi á fullu. 32 Fyrir alllöngu ræddu fáeinir af „eldri drengjum" Friðriks Friðrikssonar um það að reyna að koma á gagnkvæmum heim- sóknum íslenzkra unglinga og drengja á svipuðum aldri frá hinum Norðurlöndunum. I»eir fengu til liðs við sig aðra þá, sem farið höfðu til Norður- landanna á mót. I»au mót, sem voru samnorræn, byrjuðu 1964 og hafa verið haldin annað hvert ár síðan. En Islendingar hafa tekið þátt í þeim stöðugt síðan 76. Átti það þó ekki að vera í sama formi og þessi samnor- rænu drengjamót, heldur að þau tengsl, sem viðkomandi höfðu fengið í þessum heimsóknum, gætu nýst til þess að þau yrðu sterkari og nánari. Varð það úr, aö þessir „eldri drengir" komu til formanna Landssambands KFUM/K hér á landi, og kynntu þeim þessar hugmyndir. Tóku þeir vel í þær, auk þess sem framkvæmdastjóra barna- og unglingastarfs KFUM/K í Reykjavik var þetta kynnt. í fyrra var síðan haft samband við forystumenn í starfi KFUM í Noregi og Danmörku. Þeim var boðið að senda hingað til lands tvo frá hverju landi. Jafnframt kynnt hver tilgangurinn væri með þess- um gagnkvæmu heimsóknum. Fjár var aflað með frjálsum framlögum þeirra, sem áhuga höfðu á þessum málum til þess að standa undir nauðsynlegum kostnaði. Var rennt blint í sjóinn með þetta. En undirtektir voru góðar og af þessu gat orðið. 17. júlí sl. komu svo þessir pilt- ar, tveir frá hvoru landi. Þeir byrjuðu á því að ferðast í rigningu um Skálholt, Gullfoss, Geysi og Þingvelli, svo eitthvað sé nefnt. Voru þeir ekkert önugir yfir því, þar sem þeir uppiifðu svo margt, sem þeir hafa ekki verið vanir heima hjá sér. T.a.m. það eitt, að hér á landi gátu þeir séð landið, þar sem engin tré voru til þess að byrgja útsýni. Drengirnir verða hér á landi í rúmlega 3 vikur og verða í lok dvalar sinnar í Vatnaskógi í sumarbúðum KFUM. Voru þeir í unglingaflokki, sem er fyrir drengi á aldrinum 14—17 ára. Að sögn drengjanna, þá eru þeir frumkvöðlar í þessu starfi, sem gæti orðið árviss þáttur í starfi systkinasamtakanna á Norður- löndunum. Markmiðið væri að koma á fót góðu sambandi milli landanna. Allir væru þeir einir í Andanum, og því sjálfsagt að efla tengslin sem mest. Ole frá Danmörku kom hingað á norrænt drengjamót 1976. Hefur hann verið í forystusveit þeirra, sem hafa greitt götu Islend- inganna, sem síðan hafa farið utan á norrænu mótin frá Islandi. „Ég hefi haft samband við ís- lendingana síðan ég kom hingað 76. Hafa hópar komið til mín í Danmörku og dvalið í um viku tíma, hvort heldur mótið hefur verið í Noregi eða í Færeyjum. Ég er formaður KFUM í ákveðnum huta Kaupmannahafnar og þar höfum við haft aðstöðu til þess að láta drengina sofa í húsnæði okkar og við farið með þá í útsýn- isferðir um Kaupmannahöfn og þá staði, þar sem við vinnum." Þessir norrænu gestir voru mjög ánægðir með móttökurnar hér á landi. Fólk væri alþýðlegt í viðmóti og mikil gestrisni. Þeir hefðu kynnst mörgum hér og eign- ast marga góða vini. Vildu þeir koma á framfæri þakklæti til gestgjafa sinna og vonuðust til þess að næsta sumar yrði íslensk- um strákum boðið til Danmerkur og Noregs til þess að endurgjalda heimsóknina. En þó vildu þeir ekkert fullyrða um það, þar sem þeir væru ekki í forsvari fyrir landssamtökin úti. Yfirfullt í sumar í Vatnaskógi Friðbjörn Agnarsson er formað- ur Skógarmanna, þeirra sem sjá um reksturinn í Vatnaskógi. Var Friðbjörn inntur eftir því, hvernig starfið hefði gengið í sumar. Hann sagði, að það hefði gengið mjög vel í alla staði. Yfirfullt hefði verið í alla flokka og langir biðlistar. Væru það um 90 strákar, sem kæmust í hvern flokk, svo þeir væru farnir að nálgast þúsundið, þegar að hausti kæmi. Jafnframt, fyrir utan hina hefðbundnu starf- semi sumarbúðanna í Vatnaskógi væru haust- og vorskólamót, sem væru fjölsótt, fermingarbarnamót Hallgrímsdeildar Prestafélags ís- lands og einnig frá Reykjavík. Æskulýðskór KFUM/K hefði æft þar, almenn mót félaganna, skóla- hópar o.s.frv. Það væri því mikil notkun á staðnum allt frá marz- apríl og fram í nóvember. Nýlega væri búið að setja upp rafmagns- kyndingu í húsakost þar, þannig að nú væri auðveldara að nota staðinn á vetrum en ella, þegar kynda þyrfti upp með olíu. Friðbjörn sagði einnig, að vest- ast á vettvanginum í Vatnaskógi væri verið að byggja enn eitt hús- ið. Væri það svefnskáli fyrir um 30 stráka. Ætti ekki að stækka held- ur fækka í gamla skálanum, og það, sem losnaði þar, yrði notað undir eitthvað annað. Jafnframt sem þessi skáli væri byggður, þá færðist íþróttahúsið nær því að verða fullbúið. Þó ætti eftir að leggja eitthvert gúmí á gólfið, sem kostaði næstum eins mikið og það sem þegar væri komið í húsið. íþróttaaðstaðan í Vatnaskógi, hvorki íþróttahúsið né íþróttavöll- urinn, nytu styrkja opinberra að- ila, þar sem samkvæmt íþróttalög- um eigi þeir ekki rétt á styrk frá opinberum aðilum. í lok ágúst er áformað að hafa „skógardaga", þar sem elstu drengjunum verður boðið að dveljast uppfrá. — P.Þ. Svipast um á Costa del Sol Frá llelgu JóiMdóltur, fréttaritara Mbl. í BurgoN. Að aka upp að Ronda frá Costa del Sol, (t.d. Marbella) er nú ekki lengur nein glæfraferð, þökk sé veginum er liggur frá San Pedro de Alcántara til bæjarins, sem er í 850 metra hæð. Þetta er rúmlega hálftíma ferð. Ronda, full af áifum og dular- fullum fyrirbrigðum, fræg fyrir nautaat, bær vinsælla kráa og skemmtilegra kaffihúsa, þar sem þröng stræti og sund minna á tímabil araba. Ronda er eins og arnarhreiður er liggur yfir 300 m djúpri sprungu í fjallinum. Aðkomu- manni finnst hann mega sín lítils gegn þessum mikilleik. Landslagið er undurfagurt og hrikalegt. Sögufrægir staðir þarna um slóðir eru ótalmargir. Alls ekki má gleyma þeim, er gerðu Ronda að nær ósigrandi vígi; hér er vita- skuld átt við brýrnar þrjár. San Miguelbrúin; frá tímum araba, Gamla brúin; endurbyggð á 17. öld yfir aðrar rústir araba, og Svipmynd frá flamenco-hátíó í Ronda. Nýja brúin; reist á 18. öld (1755-1793). Hallir og tignarleg glæsihýsi eins og bústaður markgreifans af Salvatierra, Santa Maria de la Encernación la Mayor-kórs- bræðrakirkjan og Los Mon- dragón-höll eru glæsilegar bygg- ingar og stórfenglegur bygg- ingarstíll eykur enn meira gildi þeirra. Fyrir unnendur „la Fiesta Nac- ional" er Ronda eins og lifandi frásögn, er hefst með hinum fræga nautabana Pedro Romero. Nautaatshringurinn í Ronda er yf- irlýstur sögulegur minnisvarði. Hringurinn er stolt bæjarbúa, sem láta sér sérstaklega annt um um- hirðu hans. Filippus II lét smíða nautaatshringinn yfir leifar róm- versks hringleikahúss. Hringur- inn var vígður 11. maí 1784. Meðlimir hinna göfugu Romero- og Ordónez-fjölskyldna gerðu margar nautaatssýningarnar ógleymanlegar. Á hverju ári eru haldnar í Ronda „ferias y fiestas", þar sem nautaat er hápunktur þeirra allra. Bæjarbúar gera flest til þess að hátíðirnar séu sem glæsilegastar. Vegna þeirra og alls annars, sem Ronda hefur upp á að bjóða forvitnum ferðamönn- um, verður ferð til Ronda ætíð minnisstæð. Hátiðir í nokkrum þorpum ('osta del Sol yfir sumarmánuðina: MARBELLA — San Benabé fer- ias y fiestas í júní. Skrúðgöngur og nautaat. Sólarvika í ágúst. Ræðuhöld, samkeppni, dans, íþróttakeppni (siglingar og golf), nautaat, sér- stakur dagur ferðamanna o.fl. o.fl. RONDA — San Cristóbal-hátíð í ágúst í samvinnu við Ferðamála- ráð ríkisins á Spáni. „Ferias y fiestas" í september. Aðallega nautaatshátíð, þar sem bestu og frægustu nautaban- ar Spánar sýna leikni sína. Flam- ingodansar, spænskir héraðs- dansar, nautgripasýning og sam- keppni. SAN ROQUE — Feria real í ág- úst. Nautgripamarkaður, nauta- atshátíð, málverka- og högg- myndasamkeppni og sýningar. ESTEPONA - Hátíðarhöld til heiðurs la Virgen del Carmen í júlí. Sundkeppni, glæsilegar skrúðgöngur, siglingakeppni, úti- dansleikir, flugeldasýningar, fjöl- breytt sýningaratriði tengd sjón- um. Séð yfir Ronda, sem greinarhöfundur lýsir sem arnarhreiðri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.