Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 33 Ar aldraðra — I>órir S. Gudbergsson Vernd — Fátt virðist nútímafólki eins erfitt og að ræða um dauðann og sorgina. Allt frá upphafi hafa menn glímt við spurninguna um tilgang lífsins og spurt: Hvaðan kem ég? Hver er ég? Hvert er förinni heitið? Inn í þá umræðu fléttast gjarnan vangaveltur um trúmál, um tilveru Guðs og fyrirheit um annað líf. Væri ærin ástæða til þess að ræða þau mál sérstak- lega, ekki síst með tilliti til trú- hneigðar og trúrækni eldri kynslóðarinnar og rótlausra tíma meðal æskunnar sem virð- ist í auknum mæli vera að missa fótfestuna. Ekki verður það þó gert að sinni heldur vikið nánar að þeim aðstæðum og breyting- um, sálfræðilegum og félagsleg- um, sem við verðum fyrir við missi ástvina, maka eða þegar virkni — Áfall Dauði Sorg Fyrri hluti við verðum fyrir alvarlegu áfalli, t.d. af völdum slysa. Á öld hraða og mikillar tækni sem hefur haft í för með sér ýmsar breytingar á þjóðfélags- háttum er eins og fólk fjarlægist hvert annað, persónuleg tengsl verða minni en áður og þegar fólk verður fyrir þungu áfalli vellídan eins og maka- eða ástvinamissi segir fólk gjarna: „Uss, við skul- um ekki ræða um þetta. Við skulum heldur tala um eitthvað skemmtilegt. Nóg er af sorginni samt í veröldinni." Þegar sorgin er annars vegar. notum við andlega og líkamlega orku til þess að lifa sorgina af og komast yfir áfallið. Það tekur misjafnlega langan tíma en með- an á því stendur er eðlilegt að við séum ekki eins virk og áður og við missum jafnvel áhuga á því sem annars er okkur mjög ofarlega í huga. Með þekkingu og reynslu vit- um við að ferli sorgar tekur á sig ákveðnar myndir, ákveðin stig sem flestir eða allir þurfa að ganga í gegnum. Þau eru mis- jafnlega löng, allt frá nokkrum vikum og upp í eitt til tvö ár eða lengur. Við áfall verða margir óraunsæir Þó að við höfum átt von á and- láti maka eða ástvinar í langan tíma verðum við engu að síður fyrir áfalli þegar hann kveður þennan heim. Á fyrsta stigi áfallsins er gráturinn oft efst á baugi. Einhver undarleg örvænt- ing grípur okkur, við verðum eirðarlaus og óróleg. Við finnum jafnvel til likamlegs sársauka eins og hluti af okkur sjálfum hafi verið tekinn frá okkur. Við verðum að gráta. Við slíkt áfall verða margir óraunsæir. Hugsa gjarna eitt- hvað á þess leið: „Þetta getur ekki verið. Þetta hlýtur að vera draumur. Ég á þetta ekki skil- ið ...“ o.s.frv. Það er eins og menn lifi utan við sjálfa sig, séu ekki eins og þeir eigi að sér að vera. Þessi einkenni geta gripið okkur þegar í stað við áfallið, komið í ljós við jarðarför eða jafnvel löngu eftir að atburður- inn átti sér stað. Margir reyna að fela eða dylja sorgina Flestir eða allir finna fyrir til- finningalegum óróleika við al- varlegt áfall. Margir reyna að fela eða dylja sorg sína, byrgja hana inni, herða sig upp, „standa sig vel“ eins og stundum er kom- ist að orði um þá sem láta ekki tilfinningar sínar í ljósi. Þetta er þó einstaklingsbundið eins og flest annað og misjafnt undir ólíkum kringumstæðum. Það er góður siður að hitta vini og ættingja eftir jarðarfarir t.d. og eiga með þeim góðar stundir. Það hjálpar okkur í sorginni og fáir taka til þess þó að nokkur tár hrynji á vanga eða tilfinningar séu látnar í ljósi við slíkar aðstæður. Við höfum þörf hvert fyrir annað. í gyðingdómi er t.d. tekið tillit til þáttar sorgar og við ást- vinamissi eru eftirlifandi ástvin- ir undanþegnir oki hins hvers- dagslega lífs í heila viku og geta þeir því tekið þátt í sorginni af fullum huga, áttað sig á því sem hefur gerst og verið með sínum nánustu. Vinnubílamir frá 4 mismunandi gerðir af Mazdabíl- um, sem eru tilvalin lausn á flutningaþörfum flestra fyrirtækja og einstaklinga. B 1800 PICK UP Léttur og lipur skúffubíll, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og 1800 cc vél, sem er í senn aflmikil og sparneytin, þægileg still- anleg sæti fyrir 2 farþega auk ökumanns. Margar gerðir af létt- um lausum húsum eru fáanlegar. Verð kr: 109.500 323 SENDIBÍLL Þetta er lokuð útgáfa af hinum geysivinsæla Mazda 323 stadion. Frá því að þessi bíll kom á markaðinn snemma á þessu ári, þá höfum við aldrei annað eftirspurn. Sparneyt- in 1300 cc vél. Þetta er tilvalinn bíll fyrir sölumenn, við- gerðar og þjónustumenn og aðra sem þurfa hpran og þæg- ilegan bíl, sem samt ber ótrúlega mikið. Verð kr: 91.780 Sérlega rúmgóður og þægilegur frambyggður sendibíll með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Rúmar óvenju vel, þar sem gólf hleðslurýmis er alveg slétt og án hjólaskála, hleðsludyr eru á báðum hhðum og gafli. 1600 cc vél og 5 gíra kassi. Verð kr: 119.000 Pallbílsútgáfa af E1600 van hér til hhðar Sléttur pahur með hleðsluhæð em er aðeins 73 cm með skjólborð felld niður. Verð kr: 113.200 BÍLABORG HF. Smlöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.