Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 22
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Mamma sagði: l»ú kemur heim á slaginu ellefu! HÖGNI HREKKVÍSI „50N7A VE/2PUR ÖNöRUO ÞeGAfí. S(20Á.LAE>A BiNA E fí AS ELTAST VIÐ HÖSNA/' „SUSS, ÉG ER AV HORFA 'A „LöpUfí." „Við hljotum að sjá, að ef keyrt er í sama dampi og undangengin ár, hljóta dekkin að gefa sig smátt og smátt, eða hvellspringa öll í einu. Þá gæti svo farið, að við vöknuðum upp við það einn góðan veðurdag, að ferð okkar hafi verið full hröð. Og við stöndum eftir á bæjarhellunni, atvinnulaus og skuldug upp fyrir höfuð, horfin aftur til kreppuáranna frá 1930—1940.“ Góð hugmynd árið 1983 verði tilnefnt ár sparnaðar 6049-4967 skrifar á Akureyri: „Kæri Velvakandi. Fyrir um það bil mánuði skrif- aði kona í dálka þína greinarkorn, þar sem hún setur fram þá hug- mynd að árið 1983 verði tilnefnt ár sparnaðar. Þótti mér sem þarna væru orð í tíma töluð og ómaksins vert að gefa þeim gaum. Hvergi hef ég séð undir þau tekið eða drepið niður penna, til að vekja athygli á þessari hugmynd, svo góð sem hún er. Hins vegar er í nær hverju því blaði, er við flettum daglega, bar- lómur um erfiðleika í atvinnu- rekstri hverskonar, peningstofn- anir og stjórnendur þeirra hafa gert grein fyrir stöðunni þar, inn- flutningur er í hverjum mánuði mun meiri en útflutningur okkar, lán tekin utanlands og innan og fleira í sama dúr. Uppalendur mínir lögðu á það ríka áherslu að við hvorki ættum né mættum eyða meiru en við værum borgunarmenn fyrir og enn í dag situr það óhaggað í minni vitund. Margt er það sem hægt er að draga úr í þessu þjóð- félagi ofneyslunnar. Eg læt les- andanum eftir að leita að því og finna, og gaman væri að um það kæmu hugmyndir í dálkum Vel- vakanda. Við hljótum að sjá, að ef keyrt er á sama dampi og undangengin ár, hljóta dekkin að gefa sig smátt og smátt, eða hvellspringa öll í einu. Þá gæti svo farið, að við vöknuðum upp við það einn góðan veðurdag, að ferð okkar hafi verið full hröð. Og við stöndum eftir á bæjarhellunni, atvinnulaus og skuldug upp fyrir höfuð, horfin aftur til kreppuáranna frá 1930-1940. Þess vegna ættum við að stíga á bremsurnar og draga úr ferðinni, áður en það verður um seinan. Þökk sé þessari ágætu konu fyrir ábendinguna. Gjarnan mættu fleiri leggja orð í belg varð- andi þessa hugmynd. Alltént styð ég, sem þessar línur rita, heilshug- ar framkomnar hugmyndir henn- ar og tel þær athyglisverðar. Þakka birtinguna." Gat aldrei orðið annað en ómennskt skipulag Húsmóðir skrifar: „Þegar maður horfði á myndina eftir Dickens í sjónvarpinu, rifjuð- ust upp fyrir manni átakanlegu sögurnar hans um umkomuleysi verkafólksins á hans dögum. En menn sáu fljótt, að svona mætti þetta ekki lengur ganga. Þá fengu verkamenn verkfallsréttinn og urðu jafnir til leiks með þeim, sem áttu peningana, því að með vinnu sinni gerðu þeir mat úr hlutunum. Þess vegna er það alveg óskilj- anlegt, að hungurhugmyndafræði Karls Marx skyldi verða eins og „manna" hjá menntamönnunum. Alræðisvald kommúnismans gat aldrei orðið annað en ómennskt skipulag, þar sem með lögreglu- valdi var hægt að fara með mannréttindalaust fólkið verr en nokkrar skepnur. Ef skepnan á að skila arði, þá þsrf hún fæði og gott atlæti, en e' ‘i í þrælabúð- um. Verkamei, verkfallsrétt- inn byltingano.uat, en það tók Lenín og menntamennina hans 4 ár að taka hann af bláfátækri al- þýðu Rússlands, og síðan hefur al- múginn í því landi liðið ólýsan- lega, eins og Krúsjoff sagði um verkamennina í Moskvu 1936: „Þeir voru hungraðir, klæðlitlir og kvaldir af veggjalús." Sögur Dickens vofu þýddar og lesnar um allan heim, en sögur Solzhenitsyns eru í það minnsta ekki þýddar hér á landi, og ekki fær maður að sjá leikritið hans, sem gerist í fangabúðum, sem hann gjörþekkir af eigin raun. Bændur Rússlands skildu strax, hvernig Karl Marx-fræðin mundu verða í framkvæmd, þó ólæsir væru, því að þeir þekktu skepn- urnar sínar og vildu heldur láta lífið en lifa við þennan þá líka „sósíalisma". Stalín lét loka land- inu og enginn fékk þangað að fara nema sá sem tók að sér útbreiðslu- starfið. Hann seldi kornið, þrátt fyrir skortinn í landinu og greiddi svo kostnaðinn við áróðurinn. Og meira að segja skáldin lögðu snilligáfu sína að fótum hans, þó hann hefði afnumið ritfrelsið í Rússlandi. Fyrirtæki Stalíns hét „sósíal- ismi“, og byggðist á því, að maður- inn væri eina skepna jarðarinnar, sem ekki gæti séð fótum sínum forráð. Allur heimurinn skyldi lifa við „kerfið", sem með illu eða góðu yrði að troða upp á mannskapinn. Núna eru það hryðjuverkamenn- irnir sem ötulast vinna að út- þenslustefnu heimskommúnism- ans og kallast í fjölmiðlunum okkar „frelsissveitir". Úr hryðju- verkaskólum Austur-Þýskalands koma þeir og fara um með rússn- eskum vopnum ásamt morðsveit- um Kastrós. En þetta lofa og prísa kommún- istarnir á Vesturlöndum, svo og Alexander Solzhenitsyn. „Sögur Dickens voru þýddar og lesnar um allan heim, en sögur Solzhenitsyns eru í það minnsta ekki þýddar hér á landi, og ekki fær maður að sjá leik- ritið hans, sem gerist í fangabúðum, sem hann gjörþekkir af eigin raun.“ þjóðarmorð Rússa í Afganistan, herlög í Póllandi, þrælahald á Ví- etnömum og innrás í Kampútseu. Ef jörðin á að vera mönnum byggileg um ókomna tíð, verður að byrja á því að frelsa 334 milljónir manna úr heljargreipum heims- kommúnismans og hefta fram- gang hans í þeim löndum, sem ennþá hafa nokkurt frelsi. Allir eiga að fara í göngu með Sam- stöðu Póliands og heimta mat og mannréttindi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.