Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 35 Fleiri hörkutói í keppninni 1971 var Roger Hanks meðal keppenda. Mikið hörkutól, 41 árs gamall og hertur í Kóreu-stríðinu. Hann er í olíu- bransanum og gerðist hraðbáta- kappi þegar læknirinn tilkynnti honum, að hann væri að yfirkeyra sig með vinnu og þarfnaðist hvíld- ar! Viku áður en Cowes-Torquay- Cowes-rallið hófst flaug hann útúr báti sínum í Kaliforníuflóa og mætti allur blár og marinn til Cowes. Raunar mátti ekki muna miklu, að Hanks hefði misst af keppninni í þetta sinn. Rétt sem hann var kominn til Cowes, bárust honum þau tíðindi að skipið sem flutti hraðbátinn hans yfir hafið, myndi ekki fara til Southampton, eins og ætlað var, heldur skilja bátinn hans eftir í Rotterdam. Hanks brást snarlega við og tókst með mikilli útsjónarsemi að koma bát sínum til Cowes einni klukku- stund áður en lokaskráning í keppnina lauk. Undirbúningur hans síðustu dagana fyrir keppn- ina var því slakur, en hann lenti á endanum fjórði, eftir að hafa haft forystu í upphafi. Hann var him- inlifandi að hafa komist í mark í þessari erfiðustu raun sinni í hraðbátakeppni. Rallið 1971 þykir nefnilega eitt hið erfiðasta í sög- unni. Sigurvegari varð Ronnie Bon- elli, 22ja ára, sonur auðugrar ít- alskrar fjölskyldu. Hann telur það margfalt meiri skemmtun að geysast um firði og flóa á hraðbát, heldur en að aka sportbilunum sínum, Ferrari-tegund og BMW. Ronnie hefur frá unga aldri haft ánægju af slíkri sjómennsku og var um það leyti sem hann sigraði í Cowes-Torquay-Cowes-rallinu, lang efstur í hraðbátakeppninni á Ítalíu. í rallinu 1971 komu einungis 12 bátar í mark af þeim 41 sem hófu keppnina. Strekkingsvindur var meðan á á keppninni stóð og sjó- gangur mikill. Ronnie varð örugg- ur sigurvegari en tíminn slakur; 6 klukkustundir og 22 mínútur. Hann var úrvinda af þreytu þegar hann kom að landi og hafði þar að auki fengið slæmt högg á höfuðið og var borinn í land. Fjörutíu míl- um undan markinu lenti bátur hans í stórri öldu. Ronnie var óviðbúinn og rotaðist í skellinum. Hann vaknaði fljótlega úr dáinu, þó ekki næði hann fullri meðvit- und fyrr en bátur hans nálgaðist endamarkið. Þar bjargaði honum að vera með góðan mann við stýr- ið, sem var Attilio Petronis, kunn- ur hraðbátakappi á Ítalíu. Dauðsfallið Fyrsta dauðsfallið, og það eina hingað til, í Cowes-Torquay- Cowes-rallinu varð sumarið 1976. Rétt sem Alf Bontoft lauk keppni í báti sínum Blitz, missti hann stjórnina, fékk högg á höfuðið og kastaðist meðvitundarlaus út- byrðis. Björgunarmenn fiskuðu hann snarlega upp, en Alf komst aldrei til meðvitundar. Sir Max Aitken, einn af forvígismönnum keppninnar, sagði drjúpandi höfði við verðlaunaafhendingu: „Alf Bontoft var einn af okkur. Við vitum öll af áhættunni sem við tökum; Alf vissi hver áhættan var — og hann tók hana. Hann var einn af okkur!" En keppnin þetta árið var tví- sýn. Tom Gentry hafði leitt allt rallið á American Eagle, en Don Shead á Uno Embassy og Dox- ford-tvíburarnir á Limit Up fylgdu honum fast á eftir. Á miðri leið féllu þeir tveir síðastnefndu úr keppninni og Gentry fannst hann vera öruggur með sigur og hægði ferðina. Hann vildi ekki hætta neinu fyrr en nýir keppi- nautar nálguðust. Hann kom ekki auga á neinn og sigldi hinn roggn- asti í mark, en uppgötvaði sér þá til mikillar skelfingar, að þar voru menn að skála í kampavíni. Charles Gill og Ken Cassir fögn- uðu innilega, að hafa lent í tveim- ur fyrstu sætunum. Þeir höfðu að- eins verið mínútu á eftir hinum þremur bátunum sem þóttust berjast um sigurinn, þegar bát- arnir komu í Portland Bill, en voru svo fimm mínútum á undan Gentry í markið. Þegar Gill lag- ðist uppað í bát sínum, I like it too, spurði hann: Hver vann? Þú vannst! hrópuðu áhorfendur. Tom Gentry trúði varla sínum eigin augum og fannst þetta óskiljanlegt fyrirbæri og var lengi að jafna sig eftir vonbrigðin. Ef hann hefði haldið sama hraðan- um, hefði hann sigrað örugglega. Amma gamla Árið 1974 dróst þátttakenda- fjöldinn mjög saman í Cowes- Torquay-Cowes-rallinu. Olíu- kreppan var skollin á. I þrjú ár voru einungis um 20 keppendur í hverju ralli, en árið 1978 jókst tal- an aftur. Þá tók Betty Cook þátt í rallinu. Hún er auðug kona í Bandaríkjunum og var þá heims- meistari kvenna í hraðbátakeppni, 55 ára gömul, síung í anda og gaf venjulegum karlmanni ekkert eft- ir í hreysti. Hún sigraði öllum að óvörum í keppninni ’78 á báti sín- um Kaama og kom í mark á innan við þremur klukkustundum. „Ég fer oft á skíði og spila tenn- is,“ segir Betty, þegar hún er spurð hvernig hún haldi sér í lík- amlegri æfingu til svo erfiðrar keppni, sem hraðbátarallið er. Svo hlær hún og bætir við: „En mest vil ég þakka dansæfingum mínum, hvað ég er létt á mér. Ég vakna jafnan klukkan hálfsex á morgn- ana og tek þá til í húsinu, en klukkan sjö fer ég í dansklúbbinn minn og stíg þar nútímadansa eins og unglingur!" En hraðbátarallið Cowes- Torquay-Cowes heldur áfram og innan tíðar fara þeir að setja svip á mannlífið á Wight-eyju, hinir auðugu hraðbátakappar og hjálp- armenn þeirra, sem búa sig undir keppnina miklu í ágúst 1982. Einn af „Limit Up“ bátum Doxford-tvíburanna í keppninni 1978. Ævar Kvaran hefur framsagnarnámskeið þ. 6. september nk. Fagurri framburður, listraenni lestur og flutningur máls. Upplýsingar í síma 32175. Útsala Karlmannaföt frá kr. 300. Terylinebuxur frá kr. 150. Gallabuxur, flauelsbuxur, úlpur o.m.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. VÉLALEIGA H.J. Njálsgötu 72, s. 86772 — 22910 — 23981. Loftpressur í öll verk. Múrbrot, fleygun og borun. Gerum föst tilboð ef óskaö er. Suðurnesja- konur athugið Líkamsþjálfun — leikfimi Nýtt fjögurra vikna námskeið hefst 17. ágúst i íþróttahúsi Njarðvíkur. Dag- og kvöldtímar tvisvar sinnum í viku. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Upp- lýsingar i síma 6062. Birna Magnúsdóttir. j ,v^v Bladburóarfólk óskast! Kópavogur — Vesturbær Úthverfi Kópavogsbraut Langholtsvegur III frá Vesturbær 15i 208- Neshag?'' Forn- AuSturbær hagi, Reynimel- GrettisQata 1, ur 1 frá 1—56. frá 2 — 35. U| 3 P ¥ pplýsingar í síma 5408 taíöiíi EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.