Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGUST 1982 47 félk í fréttum Mirja og Giinter meA afVvæmid. Mirja með Alexander Ciaus. Mir ja og Giinter Sachs eignast barn + Milljónamæringurinn Giinter Sachs varð á sinum tíma frægur fyrir aó giftast Birgittu Bardot. Mjónahand þeirra varö ekki sér- lega langlíft og skömmu eftir að þau skildu giftist hann sænskri tískusýningardömu, Mirju að nafni. Iljónaband Guntcrs og Mirju er enn við lýði og bendir nú allt til að það muni endast út yfir gröf og dauða eins og hjónaböndin í ævintýrunum gera. Mirja Sachs er nú orðin 39 ára gömul og var að eignast annað barnið sitt nýlega. Hún og elsk- aður eiginmaður hennar voru á ferð í Bandaríkjunum þar sem Alexander Claus litli fæddist þremur vikum fyrir tímann. Pjölskyldan er nú aftur komin heim til sín í Gstaad í Sviss og segist ekki ætla að eyða vetrin- um á frönsku rivíerunni eins og venjulega. „Hér er allt eins full- komið fyrir barnið eins og hægt er að hafa það,“ segir Mirja, „og þess vegna förum við hvergi. Það er 24 klukkustunda vinna á dag fyrir mig og Gíinter að vera for- eldrar." Barnið var tekið með keisara- skurði og Gunter kvikmyndaði athöfnina. Mirja segir að Gunter hafi lesið bókina „Sálarlíf hinna ófæddu" meðan hún gekk með barnið og samkvæmt ráðlegging- um þeirrar bókar tók Gúnter til við að tala við barnið á meðan það var ennþá í móðurkviði. Um leið og barnið sá dagsins ljós hóf Gúnter upp raust sína og söng fyrir það, því samkvæmt bókinni átti barnið að vera farið að þekkja rödd föður síns. Skírnin á að fara fram fyrstu vikuna í september og skírnar- vottar hafa þegar verið ákveðnir, þau Antje Debus og Claus Jaco- bi. Mirja gefur Alexander Claus brjóst tvisvar á nóttu. COSPER Ég vona bara að litli sonur yðar hafi ekki rumskað við að ég lagði frakkann minn á rúmið hans. HÓLAHÁTÍÐ verður nk. sunnudag 15. ágúst og hefst hún með klukkna- hringingu og skrúðgöngu presta til dómkirkju kl. 13.45. Hólahátíð á sunnudaginn Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14. Fyrir altari þjóna sr. Birgir Snæbjörnsson, Akureyri, sr. Vig- fús Þ. Árnason, Siglufirði, sr. Þórsteinn Ragnarsson, Miklabæ, og sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, Grenjaðarstað. Sr. Stefán Snævarr, prófastur, Dal- vík, flytur predikun, kirkjukór Svarfdæla undir stjórn Ólafs Tryggvasonar, organista, syngur og bæn í kórdyrum flytur Guð- mundur Stefánsson. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16 í dómkirkjunni. Sr. Árni Sigurðs- son, form. Hólafélagsins, flytur ávarp, Anna Þórhallsdóttir syng- ur einsöng og leikur á langspil, dr. Broddi Jóhannesson flytur ræðu og Kirkjukór Svarfdæla syngur. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. Á sama tíma og hátíðarsam- koman fer fram verður barnasam- koma í skólahúsinu í umsjón Stínu Gísladóttur, æskulýðsfulltrúa. Kaffiveitingar verða í skólahús- inu í hléi. Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Námskeiðin standa yffir í 2 vikur. Kennt er 2 stundir á dag virka daga, kl. 17.30—19.30 eöa 20.00—22.00. Við kennsluna eru notaöar míkrótölvur af algengustu gerö. Námsefnið er allt á íslensku og ætlaö byrjend- um sem ekki hafa komið nálægt tölvum áöur. Á námskeiðunum er kennt m.a.: Grundvallaratriöi forritunarmálsins BASIC. Fjallað er um uppbyggingu, notkunarsviö og eiginleika hinna ýmsu geröa tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaöi og vélbúnaði, sem notuö eru við rekstur fyrirtækja. TÚLVUSKÚLINN Skipholti 1. Simi 2 5400 TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR RÖRN 9—16 ÁRA Námskeiðið er hvort tveggja í senn nám og leikur. Á daginn læra börnin grundvallaratriöi forritunar- málsins BASIC og geta aö loknu námskeiöi skrifaö einföld forrit. Meö aöstoö litskyggna er þeim kynnt bygging og eiginleikar tölva og tölvukerfa. Á kvöldin eru leik- og æfingatímar. Börnin fá viöurkenningarskjal að loknu námskeiöi. Námskeiöið stendur yfir í 2 vikur, annan hvern dag, 2 tíma í senn, auk frjálsra tíma aö kvöldinu. Viö kennsluna eru notaðar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö lit og hljóöi. TDLVUSKÓLINN SkLpholti 1. Simi 2 54 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.